Morgunblaðið - 15.02.2019, Blaðsíða 29
DÆGRADVÖL 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2019
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Dagurinn hentar vel til að safna
upplýsingum sem geta nýst þér í vinnunni.
Þú færð storminn í fangið til að byrja með
en síðan smellur allt.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú þarft á meiri hvíld og einveru að
halda þessar vikurnar en oft áður. Skipu-
leggðu lífið og þá mun það ganga upp. Þú
hittir áhugaverðan einstakling fljótlega.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Vinir fara yfir strikið í einlægri
viðleitni sinni til þess að hjálpa þér.
Leggðu við hlustir þegar barnið þitt segir
frá. Ekki einangra þig.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Það er eins og allur máttur sé úr
þér dreginn. Enda ertu búin/n að vinna
allt of mikið síðustu vikur. Andleg verð-
mæti eru það sem skiptir máli.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Því meira sem þú veist, því minna
langar þig að vita um einkalíf annarra.
Sýndu fyllstu gætni þegar skilmálar eru
settir og skoðaðu smáa letrið.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Í dag ættir þú að skoða hvernig þú
tjáir þig við aðra. Gættu þess líka að
ganga ekki of nærri sjálfum/sjálfri þér. Til
þín kann að verða leitað sem sáttasemjara
og þá hefur þú þitt á tæru.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þiggðu aðstoð samstarfsmanna
þinna. Hlúðu líka að sjálfum/sjálfri þér og
gefðu þér tíma til að leita að innri friði.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú finnur á þér að eitthvað er
í uppsiglingu milli þín og ástvinar þíns.
Einhver leggur stein í götu þína en þú
gefst aldrei upp.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú hefur þurft að læra að
standa á eigin fótum að undanförnu þar
sem þú hefur notið minni stuðnings frá
öðrum. Stundum er betra en ekki að fara
sér hægar og hafa góða yfirsýn.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Gættu þess að ganga ekki á
rétt annarra þótt þú keppir að mikilsverðu
takmarki. Vertu ekki of óþolinmóð/ur.
Farðu út og hittu fólk.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Enginn skuldar þér neitt og
hefur aldrei gert. Samtal við einhvern get-
ur leitt til þess að þú öðlist dýpri skilning
á ýmsu sem þú hefur verið að velta fyrir
þér.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Það er farsælla að segja hug sinn
en að byrgja hlutina inni. Þú klippir á
naflastrenginn milli þín og vissrar persónu.
Það hefur ekki farið fram hjá nein-um sem les Víkverja í föstudög-
um að Víkverji er ekkert sérstaklega
hrifinn hvorki af snjó né frosti. Vík-
verji er jákvæður að eðlisfari og
leggur sig fram um að finna jákvæð-
ar hliðar á öllum málum.
x x x
Víkverji er svo heppin/n að eigagóðan maka og skiptir þá engu
hvort makinn er karl eða kona. Maki
Víkverja þekkir Víkverja mjög vel
og jafnvel betur en hann sjálfur.
Makinn, sem hugsar vel um Vík-
verja, fer fyrr af stað í vinnu. Hann
sýnir Víkverja væntumþykju sína
meðal annars með því að skafa af bíl
Víkverja snjó og klaka. Oftast getur
Víkverji sest inn í bílinn sinn eins og
herramaður eða fín frú og keyrt af
stað. Stundum þegar frostið er mikið
eða látlaust ofankoma þarf Víkverji
að skafa en það er létt verk þar sem
búið er að forvinna verkið.
x x x
Eins og Víkverja er lagið yfirfærirhann reynslusögur sínar yfir á
lífið almennt. Víkverja þykir vænt
um maka sinn og umhyggju og sýnir
það þegar færi gefst. Ekki fyrir
löngu fór Víkverji fyrr af stað í vinnu
en makinn og skóf þá af bílrúðum
hans þrátt fyrir kulda og trekk. Vík-
verji vildi sýna að hann virti það sem
makinn hafði gert fyrir hann.
x x x
Að mati Víkverja skiptir samvinnaog umhyggja miklu máli í góðu
hjónabandi og öllum samskiptum og
samvinnu milli fólks og hópa.
Víkverji veit það án þess að hafa
fyrir því nokkrar rannsóknir eða
gögn að þegar fólk vinnur saman þá
gengur allt betur. Þegar einhver
sýnir einstaklingi umhyggju líður
honum betur og meiri líkur eru á að
hann komi betur fram við aðra.
x x x
Víkverji er ekki hjónabands-ráðgjafi en hann veit af langri
reynslu að samvinna á heimili er
heilladrjúg. Vissulega getur mynd-
ast ákveðin verkaskipting á heimil-
um og það er hið besta mál ef báðir
aðilar eru sáttir við hana.
vikverji@mbl.is
Víkverji
Þið eruð frjálsir menn. Notið frelsið til
að þjóna Guði en ekki til að hylja
vonsku.
(Fyrra Pétursbréf 2.16)
! " # $ %&$ '' " (&)*+ %,*$%&$ -. / 01 2'3 4232 " 5 6 *789: ;<
Þankar á þorra“ – Helgi R. Ein-arsson segir að sér hafi dott-
ið þessi vitleysa í hug eftir frétt-
irnar:
Þú braggast af saltketi’ og baunum
og með brosinu sigrast á raunum.
En hvað geturðu gert
þótt græðir og sért
á örlítið of háum launum?
Jón H. Arnljótsson birti á
mánudag erindið „Vordraumur“ á
netinu:
Þegar maður vaknar við
vorsins þyt á glugga,
sér að blessað sólskinið
sópar öllum skugga
út í háa hyldýpið,
hættir mann að ugga
að það komi óveðrið,
eldingar og skrugga.
Ég fæ gott bragð í munninn við
að kveða þessar vísur Höskuldar
Jónssonar:
Þó að kaldur þorri sé
þiðna ég á blótum.
Súrar klaufir, sviðin hné
sinar ét af fótum.
Þegar sé ég þorrafat
þá verð ég mjög æstur.
Ginið opna, gleypi mat
góður er hann kæstur.
Hertur, reyktur, saltur, súr
sviðinn, mat ég kyngi.
Fer í þorra ketókúr
kátur þó ég springi.
Guðmundur „ralli“ var karl í
Fljótsdal austur. Eftir honum var
þetta haft: „Ég á hest, kærustu,
tík og tíu kindur. Þessu lóga ég
öllu í haust.“ Um hann var kveð-
ið:
Guðmundur með galinn haus
gengur hér um dalinn.
Vitfirringur viskulaus
Valþjólfsstaðar smalinn.
Sigrún Haraldsdóttir orti á
miðvikudag og lét þá athugasemd
fylgja að það hefði náttúrlega
ekki nokkur maður gagn af þess-
um upplýsingum!
Tíminn áfram taktvís gekk
á tánum mjúku ofurhljótt.
Sáralítið Sigrún fékk
sofið þessa vetrarnótt.
Sigmundur Benediktsson
kvaðst þekkja vandamálið og ósk-
aði vinkonu sinni alls góðs:
Vansvefta er vont að eyða vinnudegi.
Alheimsmáttur að þér sveigi
orkuglóð á verndarfleyi.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Vordraumur og
þankar á þorra
Í klípu
„ég veit aÐ ÉG GET EKKI FLOGIÐ Í
ALVÖRUNNI, EN ÉG NÝT ÞESS ENN AÐ
HLAUPA GANGINN FRAM OG TIL BAKA.”
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„hann er hættur aÐ spila.”
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... töfraefnið!
ÉG …
ER …
HEIMSINS …
HRAÐ -
SKREIÐ ASTA …
SKJALDBAKA?
EKKI! …
REKA Á! …
EFTIR MÉR! …
ÉG VARÐ AÐ
REKA VITA-
GAGNS LAUSA
ENDUR-
SKOÐAND ANN
MINN!
EN ÉG HÉLT AÐ HANN VISSI
ALLT UM VIÐSKIPTAHÆTTI
VÍKINGA!
HANN GERIR ÞAÐ! HANN RÆNDI
SJÓÐNUM MÍNUM!