Morgunblaðið - 15.02.2019, Qupperneq 31
MENNING 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2019
Sólveigar Anspach-verðlaunin voru afhent í þriðja sinn í
gærkvöld á Franskri kvikmyndahátíð í Háskólabíói og
hlaut þau Mélanie Charbonneau sem er frá Quebec í Kan-
ada. Verðlaunin eru veitt fyrir frumraun í stuttmyndagerð
og er skilyrði að leikstjórinn sé kona og að myndin sé á
frönsku eða íslensku, að því er fram kemur í tilkynningu
en 60 kvikmyndagerðarkonur sendu umsóknir, m.a. frá Ís-
landi, Frakklandi, Alsír, Kanada og Kongó.
Í dómnefnd verðlaunanna sátu Dagur Kári Pétursson,
Helga Rakel Rafnsdóttir, Ísold Uggadóttir, Sjón, sem
jafnframt var formaður og Valérie Leroy. Þrjár myndir
voru valdar úr þessum 60 og sýndar í gær og segir í til-
kynningu að hver og ein þeirra beri sterk einkenni, ljóð-
ræna sýn, vísindaskáldskap og fjölskyldusögu. Myndirnar
kanni dýpsta samband okkar við þá sem okkur standa
næst og minni á hve ímyndun og dagdraumar skipti miklu
í lífinu.
Í sýningarlok var tilkynnt um sigurvegarann sem tók
við verðlaununum úr hendi Elizu Reid forsetafrúar. At-
höfninni lauk svo með sýningu á Tunglferðinni, hinni
merku kvikmynd Georges Méliès frá árinu 1902.
Charbonneau er þessa dagana að framleiða sína fyrstu
kvikmynd í fullri lengd. Hún vakti fyrst athygli fyrir
myndbönd sín á YouTube og varð fyrst Quebec-búa til að
ná milljón áhorfum á myndband á þeim vef. Hún hefur
gert nokkrar stuttmyndir og var sú sem hún hlaut Ans-
pach-verðlaunin fyrir, Lunar-Orbit Rendezvous, frum-
sýnd á Locarno-kvikmyndahátíðinni í fyrra. Hún fjallar
um ungan mann sem ætlar á grímuball í búningi geimfara.
Þar kynnist hann ungri konu og fer með henni í ferðalag.
Anspach-verðlaunin afhent
Morgunblaðið/Eggert
Verðlaunahafinn Mélanie Charbonneau tók við Anspach-verðlaununum í gær úr hendi Elizu Reid forsetafrúar.
List í ljósi, hin vikulanga listahátíð á
Seyðisfirði sem hlaut Eyrarrósina
fyrir fáeinum dögum, stendur nú yfir
og nær hámarki í kvöld og á morgun
með kvölddagskrá og göngu um
Seyðisfjörð bæði kvöld. Öll ljós verða
slökkt á meðan og kveikt á listaverk-
unum sem sjá má víða um bæinn.
65 listamenn taka þátt í hátíðinni í
ár, um helmingur þeirra erlendur.
Erlendu listamennirnir koma sér-
staklega hingað til lands til að taka
þátt í hátíðinni og sýna ljósalistaverk
sín.
„Hátíðin umbreytir landslagi
Seyðisfjarðar í uppljómað undraland
með listaverkum eftir innlenda og er-
lenda listamenn. Á ferðinni verður
fjöldinn allur af fjölbreyttum lista-
verkum s.s. skúlptúrum, mynd-
vörpum, hljóð- og vídeóverkum,“
segir meðal annars í tilkynningu um
hátíðina og að landslag Seyðisfjarðar
sé í forgrunni og listamennirnir vinni
með það í sköpun sinni. „Þessi áskor-
un veldur því að útkoman verður al-
veg einstök og ævintýraleg,“ segir í
tilkynningunni og vitnað í listrænan
stjórnanda hátíðarinnar, Celiu Harr-
ison, sem segir hátíðina fyrir þá sem
þyrstir í ævintýri. Listaverkin munu
birtast áhorfendum milli kl. 20 og
miðnættis, eftir að slökkt hefur verið
á öllum bæjarljósum og kannski
munu himinhvolfin bjóða upp á ljós-
listaverk í formi norðurljósa.
Eyrarrósin er viðurkenning fyrir
framúrskarandi menningarverkefni
á starfssvæði Byggðastofnunar og
segir í umsögn dómnefndar um List í
ljósi að henni hafi vaxið ásmegin, ár
frá ári. „Hátíðin laðar nú að sér
breiðan hóp listafólks og gesta til
þátttöku í metnaðarfullri og fjöl-
breyttri dagskrá. Sérstök ljósa-
listahátíð er nýnæmi í íslensku
menningarlandslagi og er List í ljósi
þegar farin að hafa áhrif langt út fyr-
ir Seyðisfjörð, til að mynda með
áhugaverðu samstarfi við Vetrar-
hátíð í Reykjavík. Það er einstaklega
ánægjulegt að sjá listaverkefni á
landsbyggðinni taka leiðandi hlut-
verk á landsvísu á sínu sviði,“ segir
þar.
Ljósmyndir/List í ljósi
Landslagið í forgrunni
List í ljósi nær hámarki í kvöld og annað kvöld með
göngu um Seyðisfjörð 65 listamenn sýna verk sín
Á fjalli Listin teygir sig up til fjalla.
Dýrð Seyðisfjörður er
baðaður ljósi og litum.
Ronja Ræningjadóttir (Stóra sviðið)
Sun 17/2 kl. 13:00 40.sýn Sun 17/3 kl. 13:00 Aukas. Sun 14/4 kl. 13:00 52.sýn
Sun 17/2 kl. 16:00 41.sýn Sun 17/3 kl. 16:00 48.sýn Sun 14/4 kl. 16:00 53.sýn
Sun 24/2 kl. 13:00 42.sýn Sun 24/3 kl. 13:00 Auka Sun 28/4 kl. 13:00 Aukas.
Sun 24/2 kl. 16:00 43.sýn Sun 24/3 kl. 16:00 Auka Sun 28/4 kl. 16:00 Aukas.
Sun 3/3 kl. 13:00 44.sýn Sun 31/3 kl. 13:00 Auka Sun 5/5 kl. 13:00 Aukas.
Sun 3/3 kl. 16:00 45.sýn Sun 31/3 kl. 16:00 49.sýn Sun 5/5 kl. 16:00 Aukas.
Sun 10/3 kl. 13:00 46.sýn Sun 7/4 kl. 13:00 50.sýn Sun 12/5 kl. 13:00 Aukas.
Sun 10/3 kl. 16:00 47.sýn Sun 7/4 kl. 16:00 51.sýn Sun 12/5 kl. 16:00 Aukas.
Stórskemmtilegur og æsispennandi söngleikur fyrir alla fjölskylduna!
Einræðisherrann (Stóra Sviðið)
Fös 15/2 kl. 19:30 Aukas. Lau 23/2 kl. 19:30 14.sýn Lau 9/3 kl. 19:30 17.sýn
Lau 16/2 kl. 19:30 13.sýn Lau 2/3 kl. 19:30 15.sýn Lau 23/3 kl. 19:39
Fös 22/2 kl. 19:30 Auka Fös 8/3 kl. 19:30 16.sýn Fös 29/3 kl. 19:30
Siggi Sigurjóns mætir Charlie Chaplin!
Jónsmessunæturdraumur (Stóra sviðið)
Mið 27/2 kl. 19:30 Fors. Fös 15/3 kl. 19:30 3.sýn Lau 6/4 kl. 19:30 7.sýn
Fim 28/2 kl. 19:30 Fors. Lau 16/3 kl. 19:30 4.sýn Fös 12/4 kl. 19:30 8.sýn
Fös 1/3 kl. 19:30 Frums Fös 22/3 kl. 19:30 5.sýn
Fim 7/3 kl. 19:30 2.sýn Lau 30/3 kl. 19:30 6.sýn
Fyndinn og erótískur gamanleikur
Þitt eigið leikrit (Kúlan)
Fös 15/2 kl. 18:00 7.sýn Fös 8/3 kl. 18:00 Auka Sun 24/3 kl. 15:00 18.sýn
Lau 16/2 kl. 15:00 8.sýn Lau 9/3 kl. 15:00 14.sýn Sun 24/3 kl. 17:00 19.sýn
Fim 21/2 kl. 18:00 9.sýn Lau 9/3 kl. 17:00 Auka Lau 30/3 kl. 15:00 20.sýn
Lau 23/2 kl. 15:00 10.sýn Sun 17/3 kl. 15:00 15.sýn Sun 31/3 kl. 15:00 21.sýn
Fös 1/3 kl. 18:00 11.sýn Sun 17/3 kl. 17:00 Auka Sun 31/3 kl. 17:00 22.sýn
Lau 2/3 kl. 15:00 12.sýn Lau 23/3 kl. 15:00 16.sýn
Lau 2/3 kl. 17:00 Auka Lau 23/3 kl. 17:00 17.sýn
Það er þitt að ákveða hvað gerist næst!
Súper - þar sem kjöt snýst um fólk (Kassinn)
Lau 16/3 kl. 19:30 Frums Mið 27/3 kl. 19:30 5.sýn Fim 4/4 kl. 19:30 8.sýn
Mið 20/3 kl. 19:30 2.sýn Fim 28/3 kl. 19:30 6.sýn Fim 11/4 kl. 19:30 9.sýn
Fim 21/3 kl. 19:30 3.sýn Lau 30/3 kl. 19:30 7.sýn Fös 12/4 kl. 19:30 10.sýn
Fös 22/3 kl. 19:30 4.sýn Mið 3/4 kl. 19:30 Aukas.
Velkomin heim (Kassinn)
Fös 15/2 kl. 19:30 5.sýn Sun 17/2 kl. 19:30 7.sýn
Lau 16/2 kl. 19:30 6.sýn Sun 24/2 kl. 19:30 8.sýn
Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari)
Mið 20/2 kl. 20:00 Mið 6/3 kl. 20:00
Mið 27/2 kl. 20:00 Mið 13/3 kl. 20:00
Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins!
Mið-Ísland (Þjóðleikhúskjallarinn)
Fös 15/2 kl. 19:30 Fim 21/2 kl. 19:30 Lau 23/2 kl. 22:00
Fös 15/2 kl. 22:00 Fös 22/2 kl. 19:30 Sun 24/2 kl. 21:00
Lau 16/2 kl. 19:30 Fös 22/2 kl. 22:00 Mán 25/2 kl. 22:00
Lau 16/2 kl. 22:00 Lau 23/2 kl. 19:30 Fim 28/2 kl. 19:30
Bara Góðar - Uppistandssýning (Þjóðleikhúskjallarinn)
Sun 17/2 kl. 20:00 Sun 3/3 kl. 20:00 Sun 17/3 kl. 20:00
leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200
BORGARLEIKHÚSIÐ
Kynntu þér nýjan tapas-matseðil Leikhúsbarsins
á borgarleikhus.is
Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is
Matthildur (Stóra sviðið)
Þri 12/3 kl. 19:00 Fors. Lau 23/3 kl. 19:00 7. s Fös 12/4 kl. 19:00 18. s
Mið 13/3 kl. 19:00 Fors. Sun 24/3 kl. 19:00 8. s Lau 13/4 kl. 13:00 19. s
Fim 14/3 kl. 19:00 Fors. Mið 27/3 kl. 19:00 9. s Sun 14/4 kl. 19:00 20. s
Fös 15/3 kl. 19:00 Frums. Fim 28/3 kl. 19:00 10. s Þri 16/4 kl. 19:00 21. s
Lau 16/3 kl. 19:00 2. s Sun 31/3 kl. 19:00 12. s Mið 24/4 kl. 19:00 22. s
Sun 17/3 kl. 19:00 3. s Mið 3/4 kl. 19:00 13. s Fim 25/4 kl. 19:00 23. s
Mið 20/3 kl. 19:00 4. s Fös 5/4 kl. 19:00 15. s Fös 26/4 kl. 19:00 24. s
Fim 21/3 kl. 19:00 5. s Sun 7/4 kl. 19:00 16. s Sun 28/4 kl. 19:00 25. s
Fös 22/3 kl. 19:00 6. s Mið 10/4 kl. 19:00 17. s Þri 30/4 kl. 19:00 26. s
Miðasalan er hafin!
Elly (Stóra sviðið)
Fös 15/2 kl. 20:00 201. s Lau 23/2 kl. 20:00 204. s Fös 8/3 kl. 20:00 207. s
Lau 16/2 kl. 20:00 202. s Fös 1/3 kl. 20:00 205. s Lau 9/3 kl. 20:00 208. s
Fös 22/2 kl. 20:00 203. s Lau 2/3 kl. 20:00 206. s Lau 30/3 kl. 20:00 209. s
Síðustu sýningar komnar í sölu.
Ríkharður III (Stóra sviðið)
Sun 17/2 kl. 20:00 12. s Fim 21/2 kl. 20:00 13. s Sun 3/3 kl. 20:00 14. s
5 stjörnur - ÞT. Morgunblaðið / 5 stjörnur - SJ. Fréttablaðið
Fólk, staðir og hlutir (Litla sviðið)
Fös 15/2 kl. 20:00 35. s Sun 24/2 kl. 20:00 40. s Mið 6/3 kl. 20:00 45. s
Lau 16/2 kl. 20:00 36. s Mið 27/2 kl. 20:00 41. s Fim 7/3 kl. 20:00 46. s
Mið 20/2 kl. 20:00 37. s Fim 28/2 kl. 20:00 42. s Fös 8/3 kl. 20:00 47. s
Fös 22/2 kl. 20:00 38. s Fös 1/3 kl. 20:00 43. s
Lau 23/2 kl. 20:00 39. s Lau 2/3 kl. 20:00 44. s
Athugið, takmarkaður sýningafjöldi.
Kvenfólk (Nýja sviðið)
Lau 16/2 kl. 20:00 36. s Sun 24/2 kl. 20:00 38. s Fös 8/3 kl. 20:00 41. s
Sun 17/2 kl. 20:00 33. s Fös 1/3 kl. 20:00 39. s Lau 9/3 kl. 20:00 42. s
Fös 22/2 kl. 20:00 37. s Lau 2/3 kl. 20:00 40. s
Drepfyndin sagnfræði með söngvum.
Kæra Jelena (Litla sviðið)
Fös 12/4 kl. 20:00 Frums. Mið 24/4 kl. 20:00 5. s Fim 2/5 kl. 20:00 9. s
Lau 13/4 kl. 20:00 2. s Fim 25/4 kl. 20:00 6. s Fös 3/5 kl. 20:00 10. s
Sun 14/4 kl. 20:00 3. s Fös 26/4 kl. 20:00 7. s Sun 5/5 kl. 20:00 11. s
Þri 16/4 kl. 20:00 4. s Sun 28/4 kl. 20:00 8. s Mið 8/5 kl. 20:00 12. s
Kvöld sem breytir lífi þínu.
Kvöldvaka með Jóni Gnarr (Litla sviðið)
Lau 13/4 kl. 20:00 aukas.
Aukasýning komin í sölu.
Ég dey (Nýja sviðið)
Fös 15/2 kl. 20:00 Lokas.
Allra síðasta sýning!
Allt sem er frábært (Litla sviðið)
Lau 4/5 kl. 20:00 aukas. Fim 9/5 kl. 20:00 aukas. Lau 11/5 kl. 20:00 aukas.
Aukasýningar vegna mikillar eftirspurnar!