Morgunblaðið - 15.02.2019, Side 33

Morgunblaðið - 15.02.2019, Side 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2019 bestakryddid.isBeztu uppskriftirnar okkar Enn einn dagur í Paradís Bez t á allt Ragnheiður (Heiða) Árnadóttir heldur tón- leika í Mengi í kvöld. Heiða lauk meistara- námi í söng við Konunglega tónlistar- háskólann í Haag í Hollandi. Hún hefur haldið tónleika í Hollandi, Belgíu, Frakk- landi, Indlandi og Danmörku, meðal ann- ars í djass/þjóðlaga-, tilrauna- og nútíma- tónlist. Heiða hefur einnig haldið fjölda tónleika á Íslandi, meðal annars með hljómsveitinni Mógil, flutt ný verk með En- semble Adapter og unnið með tónskáld- unum í SLÁTUR. Heiða hefur gefið út þrjá geisladiska með hljómsveit sinni Mógil. Húsið verður opnað kl. 20.30 en tónleikarn- ir hefjast kl. 21. Heiða með tónleika í Mengi í kvöld Tónlistarkona Heiða Árnadóttir. Leikhúslistakonur 50+ halda leik- lestur á þremur einþáttungum; Köngulónni, Við lestur framhalds- sögunnar og Amalíu eftir Odd Björnsson, í Hannesarholti kl. 20 í kvöld og kl. 16 á sunnudaginn. Þór- unn Magnea Magnúsdóttir leik- stýrir. Í Köngulónni er leiklesturinn í höndum þeirra Sigurðar Skúlason- ar, Kjartans Darra Kristjánssonar, Orra Hugins og Kristínar Péturs- dóttur. Jakob S. Jónsson og Ólafur Ás- geirsson leiklesa Við lestur fram- haldssögunnar og Sigurður Skúla- son, Jóhanna Norðfjörð og Kristín Pétursdóttir leiklesa Amalíu. Oddur Björnsson, sem lést árið 2011, var einn helsti módernistinn í íslenskri leikritun. Hann samdi fjöl- mörg leikrit sem hafa verið sett upp á sviði, flutt í útvarpi eða sjón- varpi og nokkur gefin út á prenti. Jafnframt leikritun starfaði Oddur sem rithöfundur og sem leikstjóri við Þjóðleikhúsið, Leikfélag Akur- eyrar og RÚV. Oddur hlaut menningarverðlaun DV árið 1981 fyrir leikstjórn á Beð- ið eftir Godot og heiðursverðlaun Grímunnar 2011 fyrir framúrskar- andi ævistarf í þágu leiklista Leikstjóri Þórunn Magnea Magnúsdóttir. Leiklesa einþáttunga Odds Björnssonar Óháði kórinn heldur tónleika til styrktar Rótinni – félags um mál- efni kvenna með áfengis- og fíkni- vanda í húsnæði Óháða safnaðarins við Háteigsveg 56 í kvöld kl. 20. Kórinn kemur fram ásamt hljóm- sveit undir stjórn Kristjáns Hrann- ars Pálssonar. Á efnisskránni er tónlist eftir Tom Odell, Depeche Mode, Mugison auk frumsaminna laga eftir kórstjórann. Miðaverð 1.500 kr. og rennur miðaverð óskert til Rótarinnar. Miðar eru seldir á tix.is og við hurð. Óháði kórinn var stofnaður í mars 2018. Rótin var stofnuð í mars 2013 með það að markmiði að stofna til umræðu um konur, fíkn, áföll, ofbeldi og geðheilbrigði og huga að sérstökum meðferðar- úrræðum fyrir konur. Ný Óháði kórinn var stofnaður í fyrra. Styrktartónleikar fyrir Rótina í kvöld Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Hildigunnur Birgisdóttir myndlist- arkona opnar tvær tengdar sýningar á morgun, laugardag. Sýningarnar nefnir hún Universal Sugar – 39.900.000 ISK, 11.900.000 ISK. Fyrri sýningin verður opnuð á Höfðavegi 11 í Vestmannaeyjum kl. 14 og hin í Löngulínu 2 (íbúð númer 203) í Garðabæ og verður sú opnuð þremur tímum síðar eða kl. 17. Sýningar Hildigunnar eru í nýrri sýningaröð Listasafns ASÍ og er hún annar listamaðurinn sem valinn er til þátttöku en fyrst voru settar upp sýningar Sigurðar Guðjóns- sonar í Hafnarfirði og á Blönduósi. Í tilkynningu segir að viðfangsefni sýninga Hildigunnar, sem við fyrstu sýn virðast mjög áþekkar, endur- spegli á margan hátt samfélagið á hvorum stað fyrir sig og sama má segja um húsnæðið sem þær eru settar upp í en um er að ræða ólík rými frá mismunandi tímum, hvort með sína sögu. Listasafn ASÍ vinnur nú að því að koma sér upp nýrri sýningaraðstöðu og á meðan eru sýningar safnsins á eldri og nýrri verkum haldnar í sam- starfi við stofnanir og samtök víðs- vegar um landið. Og Hildigunnur út- skýrir að milljónirnar sem nefndar eru í heiti sýningarinnar séu í raun verðið á íbúðunum sem sýningarnar eru settar upp í og eru báðar til sölu. „Það er ætlast til þess að lista- maðurinn í þessari sýningaröð setji upp tvær sýningar, eina á höfuð- borgarsvæðinu og aðra úti á landi. Mér datt í hug að setja þær bara upp samtímis,“ segir hún. „Ég vildi að sýningarnar væru einhvern veginn jafn réttháar en þá verða þær líka að vera frumsýndar á sama tíma.“ Hildigunnur verður því fyrst við opnunina í Vestmannaeyjum á morgun en flýgur svo strax í bæinn og verður mætt að til taka á móti gestum í Garðabæ þremur tímum síðar. „Ég hef líka lengi haft á huga á hlutum sem þykjast vera eins og þetta var kjörið tækifæri til að velta sér upp úr því!“ segir hún. „Mér finnst það kostur að Lista- safn ASÍ eigi ekki húsnæði um þess- ar mundir og ég geti komið mér fyrir hvar sem er með sýninguna. Við fór- um að skoða hvaða húsnæði er laust og hentar mínum verkum og það leiddi hugann að tómu íbúðar- húsnæði með „dúllunum“ mínum hangandi einhvers staðar. Það hefur lengi kveikt hjá mér vissa fagur- fræðilega nautn að skoða fasteignir á netinu og út frá því kviknaði hug- myndin að sýna í íbúðum sem eru til sölu, sem ég er að gera.“ Þegar spurt er út í verð íbúðanna sem getið er um í heiti sýningarinar, segir Hildigunnur að sýningin hafi í og með þróast út í það að fjalla um verðgildi. „Svo margt kemur til þeg- ar verð er sett á íbúð, þessar eru misgamlar, misstórar og á mismun- andi stöðum. Tekið er tillit til alls þessa. En báðar eru líka góðar eins og þær eru.“ Þegar spurt er hvort samskonar verk séu á sýningunum segir hún að sama beinagrindin sé á báðum. „En birtingarmyndirnar og útfelling- arnar eru að sjálfsögðu ólíkar. Það byggist á samspili við íbúðirnar, ég verð að bregðast við rýminu. Ég hef undanfarið ár verið að hanna staura og súlur með verkunum sem ég gæti sett upp nánast hvar sem væri. Eins og flestir myndlistarmenn hef ég ofboðslega mikinn áhuga á rýmum og hef nú verið að leika mér að því að koma fyrir þessari beina- grind verkanna og bregðast við íbúðunum en verkin eru nú í miklu samtali við arkitektúrinn og smekk fyrrverandi eigenda.“ Og hún segir verkin flest þrívíð en „eins og fyrr hjá mér eru aðalstjörnur sýning- arinnar aukahlutir, hlutir sem hafa orðið til sem einnota fyrirbrigði eða útfellingar neyslusamfélagsins.“ „Datt í hug að setja þær bara upp samtímis“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Útfellingar Hildigunnur Birgisdóttir á sýningu sinni í íbúð í Garðabæ sem er til sölu. Hin sýningin, sem líka verður opnuð í dag, er í Vestmannaeyjum.  Opnar í Vest- mannaeyjum og í Garðabæ í dag Þungarokkssveitin Svartidauði fagnar annarri plötu sinni, Revelat- ions of the Red Sword, með útgáfu- tónleika á Húrra í kvöld kl. 21, en húsið verður opnað kl. 20. „Sveitin kom íslenskum öfgamálmi á kortið með útgáfu Flesh Cathedral sem hefur rutt brautina fyrir bylgju ís- lenskra svartmálmssveita sem hafa vakið mikla athygli undanfarin ár. Í kjölfarið hefur Svartidauði spilað ötullega um alla Evrópu undan- farin ár,“ segir í tilkynningu frá sveitinni. Þar er rifjað upp að fyrsta plata sveitarinnar Flesh Cathedral sé „álitin költ klassík innan stefnunnar“. Svartidauði fer í tónleikaferð um Evrópu í maí auk þess sem á döfinni er frekara tónleikahald á erlendri grundu. Sérstakir gestir á tón- leikum kvöldsins eru Nornahetta og Almyrkvi, en Almyrkvi mun einnig vera Svartadauða til halds og traust á komandi Evróputúr. Miðar eru aðeins seldir við dyrnar og kostar 2.000 kr. inn. Svartidauði breiðir úr sér á Húrra Svartidauði Nýjasta plata sveitarinnar hefur hlotið góðar viðtökur erlendis. Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður á Ísafirði fer fram í 16. sinn 19.-20. apríl í húsnæði Kampa á Ísafirði. Í til- kynningu frá skipuleggjendum er upplýst að í ár koma fram Mammút, Todmobile, JóiPé og Króli, Jónas Sig, Svala Björgvins, Hórmónar, Salóme Katrín, Auðn, Berndsen, Þormóður Eiríksson, Svala, sigurvegarar Músíktilrauna 2019, Herra Hnetusmjör, Ayia, Bagdad Brothers, Gosi og Teitur Magnússon & Æðisgengið. „Dagskrá hátíðarinnar er sprúð- landi glæsileg í ár og má með sanni segja að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi á fjölbreyttu hlaðborði hátíðarinnar. Eins og áð- ur fer dagskráin um víðan völl í straumum og stefnum tónlistar þar sem bæði landsþekktar hljóm- sveitir og listamenn koma fram í bland við ungt, upprennandi og spennandi tónlistarfólk. Segja mætti að breiddin í dagskránni, þessi vel blandaði grautur, sé að- alsmerki hátíðarinnar,“ segir í til- kynningu. Aldrei fór ég suður í 16. sinn Pétur Magnússon

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.