Morgunblaðið - 14.02.2019, Side 14

Morgunblaðið - 14.02.2019, Side 14
verið kostnaðarsamt og langdregið, og oft að kaupa þarf þjónustu sérfræðinga til að útbúa umsóknina og fylgja henni eftir. Sem dæmi um sóknarfæri í verndun hugverka hér á landi nefnir Borghildur jarðvarmaiðnaðinn en ný- lega var bent á að ekki hafa verið skráð nein íslensk einkaleyfi á sviði jarð- hitatækni. „Þrátt fyrir að vera leiðandi í nýtingu jarðhita til orkuframleiðslu hefur þekkingin ekki verið nýtt til að sækja um einkaleyfi, en það getur skapað grundvöll fyrir tekjulind sem byggist á hugviti,“ segir hún. „Það sem fyrirtæki eru líka að gera sér betur grein fyrir í dag er að ef þau ætla að sækja út á erlenda markaði – hvað þá ef þau þurfa að fá fjárfesta í lið með sér – þá getur verndun hugverka sýnt að vel er haldið utan um verðmæti fyrirtækisins sem gerir það að væn- Greina má jákvæða þróun í nýjustu töl- um Einkaleyfastofunnar. Borghildur Erlingsdóttir forstjóri ELS segir að bæði fari íslenskum umsóknum fjölg- andi og umsækjendahópurinn sé að stækka. „Árið 2018 fjölgaði einkaleyf- isumsóknum íslenskra aðila um 54% á milli ára og þarf að fara allt aftur til ársins 2010 til að finna jafnmikinn fjölda umsókna. Þá eru umsækjend- urnir mjög dreifður hópur og uppfinn- ingar þeirra á hér um bil öllum tækni- sviðum sem er ólíkt því sem við sáum 2010 þegar meirihluti umsókna kom frá þremur stórum aðilum.“ Borghildi grunar að fjölgun einka- leyfisumsókna megi rekja til vitund- arvakningar í atvinnulífinu um hve mikil verðmæti geta verið fólgin í hug- verkum, og hve brýnt það er að tryggja að hugverk séu vel vernduð. „Við sjáum það bæði hjá stjórnvöldum, sem og hjá samtökum á borð við SI og Viðskiptaráð að hugverkaréttindi eru komin rækilega á dagskrá, og aðilar betur meðvitaðir um að einkaleyfi og vörumerki eru viðskiptatæki sem geta skapað mikil verðmæti.“ Verndun hugverka höfðar til fjárfesta Í gegnum árin hefur mátt greina það viðhorf hjá sumum íslenskum fyr- irtækjum og sprotum að þeim þyki einkaleyfi helst til flókin og átti sig ekki á tækifærunum sem felast í verndun hugverka. Umsóknarferlið getur jú Morgunblaðið/Hari Mikil fjölgun einkaleyfisumsókna Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Svo virðist sem viðhorfs- breyting hafi orðið í atvinnu- lífinu og að íslensk fyrirtæki og sprotar gæti þess betur nú en áður að vernda hug- verkaréttindi sín. Borghildur segir íslensk fyrirtæki m.a. gera sér betur grein fyrir því í dag hve miklu máli verndun hugverka skiptir fyrir sókn á erlenda markaði. 14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2019FÓLK SPROTAR PwC Ágúst Krist- insson hefur verið ráðinn endurskoð- andi hjá PwC. Ágúst er löggiltur endur- skoðandi og hefur að undanförnu rekið sína eigin endurskoðunarskrifstofu þar sem hann hefur sinnt ýmsum verkefnum er varða reikningsskil, ráðgjöf og endurskoðun. Hann hefur nú sam- einað rekstur sinn við PwC. Ágúst hefur mikla reynslu úr atvinnulífinu og starfaði hjá Deloitte í Reykjavík og í New York í 18 ár. Hann var í slit- astjórn Byrs sparisjóðs og hefur setið í ýmsum stjórnum og nefnd- um hjá fjármálafyrirtækjum og líf- eyrissjóðum. Ágúst hefur cand.oe- con. próf frá Háskóla Íslands. Ágúst sameinar reksturinn við PwC VISTASKIPTI Gullfiskur Kæliþurrkaður harðfiskur semhámarkar ferskleika, gæði og endingu. Inniheldur 84%prótein. 84%prótein - 100% ánægja Framleiðandi: Tradex ehf, Eyrartröð 11, 220Hafnarfjörður, tradex@tradex.is Harðfiskur // Bitafiskur // Skífur Lang- vinsælastur hollusta í hverjum bita Þarftu skjóta afgreiðslu á ein- blöðungum, bæklingum, vegg- spjöldum, skýrslum, eða nafn- spjöldum? Þá gæti stafræna leiðin hentað þér. Sendu okkur línu og fáðu verðtilboð. STAFRÆNT Öryggismiðstöðin Stefán Atli Rúnarsson hefur verið ráð- inn sérfræðingur á markaðssviði Öryggismiðstöðvarinnar. Stefán Atli er einn af stofnendum markaðs- og framleiðslu- fyrirtækisins Kalt sem sérhæfir sig í gerð myndefnis fyrir samfélagsmiðla og framleiðslu á myndefni í samstarfi við áhrifavalda. Hann er einnig hluti af afþreyingarmiðlinum Ice Cold sem hefur m.a. unnið að útsendingum frá tölvuleiknum Fortnite. Stef- án segir ánægjulegt að vera genginn í raðir Öryggismiðstöðvarinnar sem hefur lagt mikla áherslu á stafræna markaðssetningu á undanförnum árum. Sérfræðingur á markaðssviði Það eru ekki bara einkaleyfaskráningar sem fer fjölgandi hér á landi heldur hefur vörumerkjaskráningum líka fjölgað. Segir Borghildur að á árinu 2018 hafi Einkaleyfastofan fengið 4.300 umsóknir um skrán- ingu vörumerkja, þar af 860 í eigu íslenskra aðila. Er það 23% fjölgun milli ára. „Skráning vörumerkis er töluvert einfaldari en umsókn um einka- leyfi og yfirleitt að einstaklingar eiga auðvelt með að skila inn gildri umsókn í gegnum vefsíðu ELS með því að fylgja leiðbeiningunum sem þar er að finna. Kostar umsóknin frá 32.000 kr., gildir í tíu ár, og nær yfir íslenska markaðinn,“ útskýrir Borghildur. Skráning vörumerkja getur létt fyrirtækjum lífið og verndað hags- muni þeirra ef aðrir reyna að selja vöru eða þjónustu með svipuðu nafni og/eða svipuðu merki. „Í dag eru vörumerki oft verðmætustu eignir fyrirtækja enda halda þau utan um orðspor, ímynd og við- skiptavild þeirra. Er því mikið í húfi og nauðsynlegt að vera með þessa hluti á hreinu.“ Skráðu 860 íslensk vörumerki legri fjárfestingakosti. Felast því gríð- arleg tækifæri í því fyrir aðila í nýsköp- un, rannsóknum og þróun að vernda hugverk sín.“ Hvert land með sitt kerfi Borghildur segir vissulega þurfa að meta í hverju tilviki fyrir sig hvort að besta leiðin til að vernda hugverkarétt- indi sé að sækja um einkaleyfi en hún bætir við að umsóknarferlið sé senni- lega ekki eins dýrt og flókið og margur heldur og kostar t.d. sjálf einkaleyf- isumsóknin aðeins tæpar 65.000 kr. „Umsóknarferlinu getur þó fylgt annar kostnaður en hægt er að sækja um sér- staka einkaleyfastyrki hjá Tækniþró- unarsjóði sem létta undir með umsækj- endum. Einkaleyfastofan kappkostar líka að reyna að gera ferlið eins einfalt og þægilegt og mögulegt er fyrir fyrir- tæki og aðila í nýsköpun .“ Þá er hugverkið aðeins verndað í því landi þar sem einkaleyfi hefur verið veitt og þurfa umsækjendur að vega og meta á hvaða mörkuðum væri ráðleg- ast að fá einkaleyfi skráð. Segir Borg- hildur að gjarnan sé sótt um einkaleyfi í Bandaríkjunum, í völdum löndum Evrópu og í Asíu. „Því miður er ekkert til í dag sem heitir ESB einkaleyfi þó stjórnvöld í Evrópu vinni að því, en hins vegar hefur á síðustu árum orðið auðveldara að sækja um í mörgum löndum í einu í gegnum Evrópsku einkaleyfastofuna, EPO, sem Ísland er aðili að.“ Þrátt fyrir jákvæð merki um fjölda umsókna segir Borghildur að það sé of snemmt að segja til um hvort breyt- ingin sem sást á síðasta ári sé komin til að vera. „Það er mikið verk eftir óunn- ið í að auka vitund fyrirtækja um tæki- færi í hugverkaréttindum. Nýsköpun, rannsóknir og þróun geta skapað grundvöll fyrir sjálfbærum hagvexti hér á landi en þá þurfum við að standa vörð um verðmætin sem þar skapast. Það skiptir verndun hugverka lykilmáli.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.