Morgunblaðið - 14.02.2019, Qupperneq 16
dk iPos snjalltækjalausn
fyrir verslun og þjónustu
Einfalt, fljótlegt og beintengt dk fjárhagsbókhaldi
Smáratorgi 3, 201 Kópavogur • Hafnarstræti 53, 600 Akureyri
510 5800, dk@dk.is, www.dk.is
dk iPos er hluti af snjalltækjalínu dk hugbúnaðar.
Líttu við og fáðu kynningu á þeim fjölbreyttu lausnum
sem dk hugbúnaður hefur fyrir verslun og þjónustu.
VIÐSKIPTA
Viðskiptablað Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100, vidsk@mbl.is Útgefandi Árvakur hf.
Umsjón Stefán Einar Stefánsson fréttastjóri, ses@mbl.is Auglýsingar sími 5691111, augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf.
VIÐSKIPTI Á MBL.IS
Tugmilljóna greiðslu stolið
Stjórnin ekki einróma um uppsögn
44 milljóna árslaun bankastjóra
Ekki búast við sömu vöxtum ...............
Hafði frumkvæði að launalækkun
Mest lesið í vikunni
INNHERJI
RÉTTARRÍKIÐ ÞÓRODDUR BJARNASON
SKOÐUN
Skuldir ríkja innan OECD sem hlutfall
af landsframleiðslu verða 72,6% á
árinu 2019 að því er fram kemur í nýju
riti OECD um horfur ríkisskulda með-
al ríkja OECD. Í ritinu kemur m.a.
fram að ríkisskuldir sem hlutfall af
landsframleiðslu hafi aukist úr 49,5%
árið 2007 í 72,6% árið 2018. Áætlanir
OECD gera ráð fyrir að hlutfallið
haldist óbreytt árið 2019 vegna aukins
hagvaxtar, þrátt fyrir áframhaldandi
skuldasöfnun OECD-ríkjanna.
Ásgeir Jónsson, deildarforseti hag-
fræðideildar Háskóla Íslands, segir
það í sjálfu sér mjög jákvætt að hlutfall
skulda af landsframleiðslu sé ekki að
aukast á milli ára. „Þetta hófst eftir
efnahagshrunið þar sem ríki heimsins
þurftu að legggja út í ýmsan kostnað
vegna fjármálakreppunnar og reyndu
jafnframt að örva hagkerfi sín með
auknum ríkisútgjöldum. Þetta var að
miklu leyti fjármagnað með peninga-
prentun, s.k. magnbundinni íhlutun,
þar sem seðlabankar á t.d. Bretlandi,
Bandaríkjunum og Evrusvæðinu
keyptu skuldabréf ríkisins og fjár-
mögnuðu þannig halla á ríkissjóði,“
segir Ásgeir. Hann segir að nú liggi
fyrir að helstu seðlabankar heimsins
fari að draga peningamagnið til baka,
bandaríski seðlabankinn sé þegar
kominn vel á veg. Það gæti leitt til
hækkunar langtímavaxta á heimsvísu,
og raunar hafi það þegar gerst að
nokkru. Hins vegar séu vestrænir rík-
issjóðir gjarnan fjármagnaðir með
löngum skuldabréfum á föstum vöxt-
um og því muni hækkandi vextir ekki
hafa svo mikil áhrif fyrsta kastið. Hins
vegar sé staða ríkjanna misjöfn.
Þýskaland standi t.a.m. vel að vígi en
staðan sé ekki jafn góð á Ítalíu þar
sem ríkisfjármálin hafi lengið verið í
miklum ólestri.
Eftirtektarverður viðsnúningur
Hann segir viðsnúninginn á Íslandi
eftirtektarverðan í þessu samhengi.
„Það voru fáir eða engir ríkissjóðir
sem bættu eins miklu af skuldum við
sig í kreppunni líkt og hér á landi. Við
þurftum að endurfjármagna nýju
bankana og áætlun Alþjóðagjaldeyr-
issjóðsins gerði ráð fyrir því að út-
gjaldahlið fjárlaganna yrði látin standa
óbreytt fyrir árið 2009 þó mikill sam-
dráttur væri fyrirsjáanlegur í skatt-
tekjum. Það vann á móti kreppunni en
kostaði miklar lántökur.“ segir Ásgeir.
Í Lánamálum fyrir febrúar kemur
fram að heildarskuldir ríkissjóðs sem
hlutfall af vergri landsframleiðslu séu
undir 30%. „Það hefur ýmislegt gengið
okkur í haginn, hagkerfið hefur vaxið
um rúm 30% frá 2011 og hér hefur ver-
ið mikil atvinnusköpun sem leiðir til
tekna hjá ríkinu, sem og stöðugleika-
framlög kröfuhafanna sem hjálpuðu
mikið til,“ segir Ásgeir. „Við erum
komin á mjög góðan stað í ríkisfjár-
málum eins og Lánamál sýna.“
Ásgeir Jónsson dósent segir við-
snúning Íslands eftirtektarverðan.
Ísland stendur
betur en flestir
Andri Steinn Hilmarsson
ash@mbl.is
Skuldastaða íslenska rík-
isins er umtalsvert betri en
skuldastaða OECD-ríkja.
Andri Steinn Hilmarsson
ash@mbl.is
Draga má þann lærdóm af land-flótta hjúkrunarfræðinga og
lækna árin eftir hrun að samkeppni
um vinnuafl nær þvert á landamæri.
Einstaklingum með sérfræðiþekk-
ingu buðust hærri laun í Noregi en á
Íslandi og úr varð að heilbrigðis-
starfsfólk streymdi úr landi í átt til
betri kjara.
Smám saman fækkaði heilbrigðis-starfsfólki á sjúkrahúsinu og
landinn fylgdist grannt með fram-
vindu kjaraviðræðna. Samningar tók-
ust að lokum og heilbrigðisstarfsfólk
sneri aftur heim, enda kjörin orðin
samkeppnishæf við það sem úti
bauðst.
Af umræðunni undanfarna dagaað dæma, um góð laun banka-
stjóra Landsbankans, virðist lær-
dómurinn af þessu einfalda lögmáli
um að samkeppnishæf laun laði að
hæfari einstaklinga, hafa verið afar
takmarkaður. Í skýringum Lands-
bankans segir einmitt beinum orðum
að laun bankastjóra Landsbankans
hefðu verið færð nær þeim kjörum
sem almennt giltu fyrir æðstu stjórn-
endur fjármálafyrirtækja. Af hverju
er öllum svo í mun að lækka laun
Lilju Bjarkar, er hún lélegur banka-
stjóri?
Eign ríkissjóðs í Landsbankanumog Íslandsbanka er metin á 330
milljarða króna, eða 16,6% af lands-
framleiðslu! Mér hugnast afar illa að
eiga banka með fólki sem vill ekki það
sem er rekstrinum fyrir bestu. Góðir
stjórnendur leika þar stórt hlutverk.
Einkavæðum ríkisbankana. Almenn-
ingur á ekki að kjósa um launin.
Kosið um
launin
Innherji getur ómögu-lega munað hvort það
var von Mises, Rothbard
eða jafnvel sjálfur
Friedman sem benti á
að eftir því sem ríkið
stækkar fjölgar í þeim
hópi sem ver vöxt rík-
isins með kjafti og klóm.
Launþeganum þættiósköp þægilegt ef
báknið væri skorið örlít-
ið niður svo að lækka
mætti skattana hans um
eins og fimm prósentu-
stig, en hann berst ekki fyrir því af
sama krafti og ríkisstarfsmaðurinn
sem óttast að það verði starfið hans
sem lendi undir niðurskurðar-
hnífnum. Fyrir skattgreiðandann
eru aðeins 5% í húfi, en fyrir Nonna
kennara og Gunnu í ráðuneytinu eru
100% launanna í hættu.
Sama gildir um bótaþegann, ogum námsmanninn sem fer í rík-
isrekinn skóla og tekur námslán hjá
ríkinu. Sama gildir um bóndann sem
fær beingreiðslur í gegnum búvöru-
samninga, og um rithöfundinn sem
eygir einhverja von um að fá lista-
mannalaun eitt árið.
Jafnvel ef það blasir viðöllum að betra væri
að smækka ríkið, þá vilja
þeir sem eru með sína
sleif í pottinum ómögu-
lega að skorið sé niður,
ef ske kynni að þeirra
eigin sleif tæmdist.
Þetta hugleiddi Inn-herji þegar hann las
fréttir um töluverða
fjölgun ríkisstarfa.
Reiknaði Byggðastofnun
út að árið 2017 hefðu
stöðugildin hjá ríkinu,
þ.m.t. hjá fyrirtækjum í ríkiseigu,
verið rúmlega 24.000 og eru starfs-
menn sveitarfélaganna þá ekki tald-
ir með.
Ætli megi ekki áætla, nokkuðhóflega, að um 50.000 Ís-
lendingar lifi af greiðslum sem þeim
berast mánaðarlega frá hinu op-
inbera. Og allt væri þetta fólk víst
til að hugnast ekki að minnka um-
svif ríkis og sveitarfélaga bara agn-
arögn.
Jafnvel þó þeim væri bent á að
blessað ríkið, í gegnum Isavia, rek-
ur meira að segja verslun með
eggjandi undirfatnað í Leifsstöð.
Hvenær eru of margir í
vinnu hjá hinu opinbera?
Reuters
Ögn út fyrir lágmarks-
hlutverkið: frá sýningu
Victoria’s Secret.
Sjö ríkjum var bætt
við á svartan lista ESB
sem snýr að peninga-
þvætti og fjármögnun
hryðjuverka.
Sádi-Arabía á
svartan lista
1
2
3
4
5