Morgunblaðið - 19.02.2019, Side 2

Morgunblaðið - 19.02.2019, Side 2
Ópal, skip Norðursiglingar, sigldi seglum þöndum við Gróttu á Seltjarnarnesi á sunnu- dag. Siglingin var liður í þriggja daga ferð fólks á námskeiði á vegum Siglingaskólans í Reykjavík. Farið var á föstudegi frá Reykja- vík og út á Faxaflóa áður en lagst var við akkeri í Bakkavík á Seltjarnarnesi. Á laug- ardaginn voru fræðin áfram kennd og látið reyna á skonnortuna áður en haldið var til hafnar í Sandgerði. Þessum hluta námskeiðs- ins lauk í Reykjavíkurhöfn á sunnudag, en mest voru átta manns um borð í einu, að sögn Áka Ásgeirssonar, skipstjóra í ferðinni og leiðbeinanda í Siglingaskólanum í Reykjavík. Hann segir marga áhugasama um skútusigl- ingar og að falleg seglskip veki alltaf athygli. Skútuöldin sé flestum gleymd og fá skip eins og Ópal séu hér við land. Í vetur hefur skipið m.a. verið notað í kvöldsiglingar með ferða- menn og margir notið norðurljósanna þannig. aij@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Ópal sigldi seglum þöndum við Gróttu Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson Í höfn Norska uppsjávarskipið Roaldsen við bryggju á Seyðisfirði í gær. nú á leiðinni á kolmunnamiðin og á Papagrunninnu voru loðnutorfur úti um allt, á 17 mílna svæði. Og það hafa borist fréttir af loðnu úti á Verka- mannabanka sem er suður við fær- eysku línuna. Ég hef aldrei heyrt um loðnu svo sunnarlega,“ er meðal ann- ars haft eftir Hjörvari Hjálmarssyni, skipstjóra á Berki. Spurður um þessar fréttir sagði Þorsteinn að þarna væri væntanlega á ferðinni loðna sem áður hefði verið mæld og þessar upplýsingar bættu ekki miklu við fyrri fréttir. Ættum að vera á loðnu Mörg íslensk uppsjávarskip hafa síðustu daga verið á kolmunnaveiðum vestur af Írlandi. Ágætur afli hefur fengist, en veður verið misjafnt. Fjöldi skipa er á miðunum og þröng á þingi. Á heimasíðu Síldarvinnslunnar kemur fram að kolmunna hafi bæði verið landað í Neskaupstað og á Seyðisfirði. „Auðvitað ættum við að vera á loðnu núna í staðinn fyrir að vera að veiða kolmunnann þarna. Við erum Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Loðnuleit verður haldið áfram norður með Austfjörðum og vestur með Norðurlandi næstu daga. Áætlað var að rannsóknaskipið Árni Friðriksson og Polar Amaroq héldu úr höfn í gær- kvöldi, en þriðja leitarskipið, Ásgrím- ur Halldórsson SF, var austur af Langanesi síðdegis í gær. Norsku skipin Roaldsen og Akeröy tóku þátt í leitinni fyrir austan um helgina, en þátttöku þeirra er lokið. Að sögn Þorsteins Sigurðssonar, sviðsstjóra uppsjávarsviðs á Haf- rannsóknastofnun, hefur verið farið yfir stórt svæði úti fyrir Suðaustur- og Austurlandi síðustu daga og fimm skip tekið þátt. Loðnan hefði verið mjög dreifð, í raun hefði ekkert bæst við frá fyrri mælingum og niður- staðan gæfi ekki tilefni til að leggja til veiðikvóta. Útgerðarmaður sem rætt var við í gær sagði að helsta vonin fælist í því að nægjanlegt magn fyndist fyrir Norðurlandi, en hluti loðnunnar hef- ur hrygnt þar síðustu ár. Þar fékk Hoffellið tvívegis góðan afla eftir miðjan mars síðasta vetur. Helsta vonin að loðna finnist fyrir norðan  Farið yfir stórt svæði  Þrjú skip halda áfram loðnuleit 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 2019 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Magnús Heimir Jónasson Gunnlaugur Snær Ólafsson Minjastofnun Íslands hefur dregið tillögu sína um stækkun á friðlýstu svæði Víkurgarðs til baka. Kom þetta fram í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneyti í gær- kvöldi. Sátt náðist milli deiluaðila um tillögu Lindarvatns, framkvæmda- aðila á Landssímareitnum í miðbæ Reykjavíkur, um að færa inngang sem fyrirhugaður var inn í garðinn. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hafði síðastliðinn sunnudag í sjónvarpsvið- tali lýst því yfir að hún myndi á mánudag kynna ákvörðun sína um friðlýsingu Víkurgarðs og myndi fara eftir lögum um minjavernd. Mennta- og menningarmálaráð- herra friðlýsti Víkurgarð 8. janúar sl., en friðlýsingartillagan sem fallið var frá í gær sneri að stækkun þess svæðis um 8 metra til austurs. Svæð- ið allt er þó aldursfriðað samkvæmt lögum um menningarminjar frá 2012. Þar má engu raska eða breyta nema með leyfi Minjastofnunar. Með þessari lausn er tryggt að friðlýst svæði Víkurgarðs verður ekki fyrir álagi vegna starfsemi hót- elsins heldur verður gangandi um- ferð hótelgesta beint um innganga í Kirkjustræti, Aðalstræti og Thor- valdsensstræti við Austurvöll. Aðalatriðið að byggingaráform raskist ekki enn frekar „Með þessari niðurstöðu er Minja- stofnun að fallast á þá tillögu Lind- arvatns að það verði gerðar ákveðnar breytingar á hönnun inn- ganga hótelsins. Með því er komið til móts við sjónarmið þeirra sem vilja gera Víkurgarði hærra undir höfði. Aðalatriðið fyrir Lindarvatn er að þessi niðurstaða þýðir að bygging- aráformin raskast ekki frekar. Þau verða þá kláruð að mestu óbreytt og í samræmi við fyrirliggjandi skipu- lag og byggingaráform, fyrir utan þessar breytingar,“ segir Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri Lindarvatns, við Morgunblaðið og heldur áfram: „Við vonumst til að þetta sé til þess að ljúka þessu máli. Við bindum líka vonir við það að nið- urstöður úr hönnunarsamkeppni um Víkurgarð, sem eru fyrirhugaðar núna á vormánuðum, verði til þess að gera Víkurgarð að opnu, lifandi og aðlaðandi svæði fyrir borgarbúa og gesti okkar.“ Munu færa inn- gang hótelsins  Sátt náðist um verndun Víkurgarðs Veitingastaðurinn Dill Restaurant, sem var eini veitingastaður lands- ins með hina eftirsóttu Michelin- stjörnu, hefur nú misst krúnuna. „Frá því við fengum stjörnuna höfum við verið afskaplega stolt. Frábær tími, ótrúlega gaman og lærdómsríkt allt saman. Við höfum alltaf lagt afskaplega mikið á okkur og lagt allan okkar metnað í að gera vel við kúnnana okkar og passa upp á þá,“ segir Ólafur Ágústsson, framkvæmdastjóri Dill. „Að sama skapi erum við eðlilega pínu hissa yfir niðurstöðunni og að- eins hugsi. Sem gerir það að verk- um að við ætlum að leggja meira á okkur og koma þrefalt sterkari til baka. Og gera upplifun gesta okkar enn betri en hún er í dag og við von- um bara hreinlega að Michelin sjái sér aftur fært að koma í heimsókn og njóta góðs matar og víns.“ Krefjandi að halda stjörnunni Hann segir það mjög krefjandi leið sem þarf að fara til að fá Michelin-stjörnu þar sem mikil leynd ríkir yfir ferlinu. „Maður veit ekki hvar maður má stíga og hvar ekki. Við höfum lagt allt okkar í þetta en þetta gekk ekki í ár. En ég ætla að segja að þetta gangi á næsta ári.“ mhj@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Dill Maturinn á Dill hefur hlotið margar erlendar viðurkenningar. Dill missti Michelin- stjörnuna  Ætla að koma þre- falt sterkari til baka

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.