Morgunblaðið - 19.02.2019, Qupperneq 16
BAKSVIÐ
Pétur Hreinsson
peturhreins@mbl.is
Þau 68 fyrirtæki sem farið hafa í
gegnum viðskiptahraðalinn Startup
Reykjavik Invest hafa í heildina
fengið um 3,8 milljarða króna í fjár-
festingu eða styrkveitingar frá því að
hraðallinn var stofnaður árið 2012.
Um tveir þriðju hlutar koma inn í
fyrirtækin sem hlutafé og um einn
þriðji hluti kemur inn í fyrirtækin
sem styrkveitingar, að mestu leyti í
gegnum Tækniþróunarsjóð. Þetta
segir Einar Gunnar Guðmundsson,
forsvarsmaður nýsköpunar hjá Ar-
ion banka, við Morgunblaðið en hann
ritaði nýlega færslu þar sem farið er
yfir árangur verkefnsins á síðustu
árum.
278 milljóna eignasafn
Heildarfjárfesting Arion banka í
Startup Reykjavik Invest frá upp-
hafi verkefnisins nemur 176 milljón-
um króna en við þátttöku í hraðlin-
um fjárfestir Arion banki í hverju og
einu fyrirtæki. Í dag nemur sú fjár-
festing 2,4 milljónum króna.
Virði eignasafns Startup Reykja-
vik Invest nemur 278 milljónum
króna sé miðað við nýjasta verðmat
sem fjárfestar hafa greitt fyrir hluti í
þeim fyrirtækjum sem fengið hafa
fjárfestingu en önnur fyrirtæki eru
metin út frá líkum á að ná árangri.
54% fyrirtækjanna í viðskipta-
hraðlinum teljast virk og eru starf-
andi í dag. Óvirk fyrirtæki eru 13%
en þau liggja í dvala og óvíst er um
framtíð þeirra og frekari starfsemi.
Þriðjungurinn sem eftir er flokkast
undir seld fyrirtæki sem ekki lengur
eru í eignasafni Startup Reykjavik
Invest þar sem vitað var að frum-
kvöðlarnir hygðust ekki halda við-
skiptahugmyndinni gangandi.
Sterkir árgangar
Sé litið til einstakra árganga sést
að árin 2013 og 2014 voru einkar góð
þegar kemur að fjárfestingu. Fjögur
fyrirtæki frá árinu 2013 hafa hlotið
um 990 milljóna heildarfjármögnun.
Þar á meðal er fyrirtækið Florealis
sem lauk 390 milljóna króna hluta-
fjáraukningu á síðasta ári en fyrir-
tækið þróar og markaðssetur skráð
jurtalyf og lækningavörur. Þrjú
fyrirtæki eru virk frá 2014-árgang-
inum sem var afar öflugur þar sem
heildarfjármögnun nemur 1,4 millj-
örðum. Það eru fyrirtækin Authen-
teq, sem unnið hefur að þróun á raf-
rænum skilríkjum og auðkenningu í
bálkakeðjum (e. blockchain) Mure,
sem þróar hugbúnaðinn Breakroom
sem skapar vinnuaðstöðu í sýndar-
veruleika, og Mesher sem þróar hug-
búnað til þess að mæla líkama fólks
með notkun símamyndavéla og á að
auðvelda fatakaup á netinu. Um-
sóknarfresti í hraðalinn í ár lýkur 27.
mars næstkomandi.
3,8 milljarðar í sprota
Fjármögnun Startup Reykjavik Invest (SRI)
Fyrirtæki eftir árgöngum Virk Seld Óvirk
Eftir árgöngum, milljónir kr.
1.500
1.250
1.000
750
500
250
0
Hlutafé
Styrkir
Virk
Seld
Óvirk
2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018
Heimild:
einargunnar.com
Heildarfjármögnun, milljónir kr.
608 990 1.361 272 348 124 22
Virði hlutar Startup Reykjavik Invest, milljónir kr.
4,3 84 119 21 12 18 22
2012
Kaptio
Þríhöfði
Designing
reality
Asteria
Live Shuttle
Stream Tags
Eski Tech
Skyhook
Startupville
Ævi
2013
Activity
Stream
Black
Florealls
SAReye
Hey Heyr
Sojóhus softw.
Þoran
Distillery
Golf Pro
Silverberg
Technologies
Zallbuna
2014
Authenteq
Mesher
MURE
Boontrusic
ESP Prod-
uctions
Fullklædd
GG Software
Levo
Pioneur
Relium
2015
Gorki
Instruments
Klappir
Spor i sandinn
Wasabi
Iceland
Three42
Cario
Elsendia
Floori
hún/hann
Ludis
Delfi
2016
Flow VR
Icelandic
Lava Show
Hold Film
Platome
Líftækni
Travelade/
Total Host
Drexler
Hringborð
Instrivo
Moon
Chocolate
Convex
2017
Bone &
Marrow
Data Plato
Maul
Myrkur
software
Námsflæði
Porcelain
Fortress
RAGNARS
Safe Seat
Zifra Tech
2018
Anymaker
Ekki banka
Huginn Care
Konvolut
Koride
Leiguskjól
LifeLine
Sea Data
Center
UnifyMe
Virði eignasafns
Startup Reykja-
vik Invest
54%
33%
13%
Alls
278
m. kr.
Heildarfjárfesting Arion banka í Startup Reykjavik Invest nemur 176 millj-
ónum króna Meira en helmingur fyrirtækja úr hraðlinum er enn virkur
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 2019
Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi
Sími 535 4300 · axis.is
Vandaðar íslenskar innréttingar
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
kostnað. Laun og launatengd gjöld
hækkuðu um tæp 9% á árinu 2018 í
krónum talið hjá Icelandair og laun
sem hlutfall af tekjum nema 34,2%.
Eru „hærri tölur vandfundnar“ að
mati greinenda Capacent. Sama
hlutfall nemur 7,6% hjá ungverska
flugfélaginu Wizz Air og 21,1% hjá
SAS. Sé nánar rýnt í þær tölur kem-
ur í ljós að launakostnaður á hvern
starfsmann hjá Wizz Air er innan
við helmingur af því sem hann er
hjá Icelandair en aðeins um 5%
meiri en hjá SAS. Að mati grein-
enda Capacent „eru rekstrarniður-
stöður þessara þriggja félaga fyrir
árið 2018 sláandi“. Wizz air úthýsir
þjónustu í miklum mæli og var
EBIT-hlutfall þess, þ.e. hagnaður
sem hlutfall af tekjum fyrir fjár-
magnsliði og skatta, 15%. EBIT-
hlutfall SAS nam 5,6% en hlutfallið
var neikvætt upp á 5,2% hjá Ice-
landair sem sögulega séð hefur út-
hýst litlum hluta starfseminnar. Í
árslok 2018 nam eiginfjárhlutfall
Wizz Air 58%, SAS 21%, og Ice-
landair 32%. peturhreins@mbl.is
Samkvæmt nýju verðmati ráðgjafa-
fyrirtækisins Capacent sem
Morgunblaðið hefur undir höndum
er Icelandair Group nú metið á 12
kr. á hlut sem er 40% yfir markaðs-
virði. Lækkar verðmatið um 24%
frá síðasta mati en í því er mikið
gert úr háum launakostnaði félags-
ins og hann borinn saman við valin
erlend flugfélög sem hafa í meiri
mæli flutt hluta starfsemi sinnar úr
landi til þess að lækka launa-
Launakostnaður mikill í samanburði
Ráðgjafarfyrirtækið Capacent lækk-
ar verðmat á Icelandair um 24%
Morgunblaðið/Eggert
Icelandair Hlutur metinn á 12 kr.
● Raforkudreifingarfyrirtækið Lands-
net hagnaðist um rúma 4,3 milljarða
króna á árinu 2018, samanborið við
tæplega 3,3 milljarða króna hagnað ár-
ið áður. Þetta kemur fram í tilkynningu
frá fyrirtækinu. Eignir félagsins námu
rúmum 101 milljarði króna í árslok
2018, og drógust lítillega saman milli
ára, en þær voru tæpir 102 milljarðar í
lok árs 2017. Eiginfjárhlutfall í lok árs
nam 43,8%.
Guðmundur Ingi Ásmundsson, for-
stjóri félagsins, segir í tilkynningunni að
árið 2018 hafi verið ár stöðugleika í
rekstri fyrirtækisins og rekstur hafi ver-
ið samkvæmt áætlun. tobj@mbl.is
Hagnaður Landsnets
4,3 milljarðar í fyrra
19. febrúar 2019
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 118.81 119.37 119.09
Sterlingspund 152.27 153.01 152.64
Kanadadalur 89.36 89.88 89.62
Dönsk króna 17.946 18.052 17.999
Norsk króna 13.703 13.783 13.743
Sænsk króna 12.774 12.848 12.811
Svissn. franki 117.97 118.63 118.3
Japanskt jen 1.0754 1.0816 1.0785
SDR 164.67 165.65 165.16
Evra 133.93 134.67 134.3
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 166.9207
Hrávöruverð
Gull 1318.0 ($/únsa)
Ál 1828.0 ($/tonn) LME
Hráolía 64.86 ($/fatið) Brent
Hagnaður Reita
fasteignafélags
nam 110 millj-
ónum króna á
árinu 2018, en
hann var 5.671
milljón króna árið
áður. Í tilkynn-
ingu segir Guðjón
Auðunsson, for-
stjóri félagsins,
að matslækkun
fjárfestingaeigna félagsins að fjár-
hæð rúmlega 3,1 milljarður króna,
liti uppgjör Reita fyrir árið 2018, en
til samanburðar var matsbreytingin
um 3,9 milljarðar til hækkunar árið
2017. Þá bætir hann við að megin-
skýring lækkunarinnar liggi m.a. í
fram kominni hækkun fasteigna-
gjalda. Eiginfjárhlutfall var 32,6%
miðað við 35,1% 2017. tobj@mbl.is
Hagnaður
Reita 110 m.
Fasteignir Guðjón
Auðunsson.
Matslækkun fast-
eigna litar uppgjörið
● Heildarvelta á
hlutabréfamarkaði
í gær nam tæpum
1,5 milljörðum
króna. Mest hækk-
uðu bréf Iceland-
air eða um 4% í
195 milljóna króna
viðskiptum. Næst-
mesta hækkun
dagsins var á bréf-
um TM, en bréf
tryggingafélagsins hækkuðu um 1,28%.
Þá varð 0,11% hækkun á bréfum Mar-
els. Mest lækkuðu bréf Arion banka og
stendur gengi bréfa félagsins nú í 72,9
krónum á hvern hlut. tobj@mbl.is
1,5 milljarða velta á
hlutabréfamarkaði
Verð Lækkun varð
á Arion banka.
STUTT