Morgunblaðið - 19.02.2019, Síða 36
Kvartett söngkonunnar Kristjönu
Stefánsdóttur kemur fram á djass-
kvöldi Kex hostels í kvöld kl. 20.30
og flytur fjölbreytta efnisskrá með
völdum djassstandördum, frum-
saminni tónlist og uppáhaldslögum
í djassbúningi. Með Kristjönu leika
Kjartan Valdemarsson á píanó,
Valdimar K. Sigurjónsson á
kontrabassa og Einar Scheving
á trommur og er aðgangur
ókeypis.
Kvartett Kristjönu
djassar á Kex hosteli
ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 50. DAGUR ÁRSINS 2019
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 641 kr.
Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr.
PDF á mbl.is 6.173 kr. iPad-áskrift 6.173 kr.
Valsmenn tryggðu sér sæti í undan-
úrslitum Coca Cola-bikars karla í
handknattleik í gærkvöldi þegar
þeir unnu Selfyssinga með sjö
marka mun á Selfossi, 31:24.
Segja má að handknattleikslið
Selfoss hafi ekki náð sér á strik í
gærkvöldi því kvennaliðið féll einn-
ig úr leik eftir stórt tap fyrir bikar-
meisturum Fram. » 3
Valur og Fram fyrstu
liðin í undanúrslit
ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM
Leitast er við að draga upp mynd af
Arnari Guðjónssyni í blaðinu í dag.
Stýrði hann karlaliði Stjörnunnar til
sigurs í Geysisbikarnum á laugar-
daginn en Arnar er á sínu fyrsta
tímabili sem þjálfari í efstu deild
hérlendis. Axel Kárason lýsir Arnari
sem harðduglegum og faglegum
þjálfara. Arnar sé ekki skaplaus
maður en sé ekki eins og fólk sé
flest, í jákvæðum skiln-
ingi. Sé persóna
sem kryddi til-
veruna. »1
Harðduglegur en
skapstór bikarmeistari
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Þorgeir Kjartansson, sem hefur verið
formaður Fornbílaklúbbs Íslands í
átta ár gefur ekki kost á sér áfram á
aðalfundinum 22. maí nk. „Ég hef
verið í stjórn og nefndum í rúm tíu ár
og mér finnst það ágætt, það er kom-
inn tími til þess að einhver annar taki
við,“ segir hann.
Fornbílaklúbburinn var stofnaður
1977 með það að markmiði „að efla
samheldni með áhugamönnum og
eigendum gamalla bíla og gæta hags-
muna þeirra.“ Auk þess vinnur
klúbburinn að því að auka áhuga al-
mennings á gömlum bílum og skiln-
ing á varðveislu þeirra.
Þegar bíll hefur náð 25 ára aldri frá
skráningarárgerð telst hann vera
fornbíll. Þá falla bifreiðagjöld niður
og hægt er að fá fornbílatryggingu
auk þess sem ekki þarf að mæta með
þá í skoðun nema annað hvert ár.
Bílar, sem voru eldri en 25 ára 1. jan-
úar 1989 geta verið með gömlu
Steðjanúmerin og smíðar klúbburinn
þau fyrir félagsmenn.
Frá byrjun hafa hópakstur og forn-
bílasýningar verið fastir liðir í starf-
seminni á sumrin, en á veturna hefur
skipulögð starfsemi einkum falist í
rabbkvöldum, myndakvöldum, kvik-
myndakvöldum, dóta- og verkfæra-
kvöldum og fræðsluferðum. „Vetur-
inn er rólegasti tíminn enda ekki
bílvænn tími fyrir fornbíla en við
reynum að hittast vikulega í félags-
heimilinu okkar,“ segir Þorgeir.
Klúbburinn á og rekur þrjár bíla-
geymslur á Esjumelum á Kjalarnesi,
samtals um 1.200 fermetra. Félagar
eru um 1.200, en Þorgeir segir að erf-
iðlega gangi að fá félagsmenn til
starfa. Þetta bitni á ferðanefnd og á
meðan komi ekki út prentað dagatal
en dagskráin sé aðgengileg á heima-
síðunni (fornbill.is). „Allt starfið er
unnið í sjálfboðavinnu og það er ekki
bara í fótboltanum sem erfitt er að fá
sjálfboðaliða því vandinn virðist vera í
öllu félagsstarfi,“ segir hann.
Fyrsta verkefni klúbbsins var hóp-
akstur í Reykjavík 17. júní 1977 og
síðan hefur hann ásamt bílasýningu
sama dag verið fastur liður í starf-
seminni. Auk þess eru nokkrar aðrar
skipulagðar ferðir á hverju sumri fyr-
ir utan fornbíladaga í Árbæjarsafni
og Húsdýragarðinum. „Fjörið byrjar
með skoðunardegi í maí og svo reyn-
um við að njóta sumarsins sem best,“
segir Þorgeir. Hann minnir á að
svona gamlir bílar geti alltaf bilað og
það hafi vissulega gerst í hópferðum
en menn séu fljótir að gleyma slíku.
„Yfirleitt er þetta ansi ljúft og það er
alltaf best að muna bara björtu hlið-
arnar.“
Næsta bíókvöld í félagsheimili
klúbbsins í Hlíðasmára í Kópavogi
verður miðvikudaginn 27. febrúar.
Ævintýramyndin Herbie the Love
Bug verður sýnd.
„Við sýnum gjarnan fræðslumynd-
ir eða bílatengdar myndir eins og til
dæmis Bullitt,“ segir formaðurinn og
bætir við að á myndakvöldum sýni
menn oft myndir frá bílasýningum og
ferðum innanlands og utan.
Eigendur fornbíla gera
klárt fyrir sumarið
Erfitt að fá sjálfboðaliða í fornbílum eins og í boltanum
Fornbílar Þorgeir Kjartansson á nokkra eldri en 25 ára bíla og gerir hér við Land Rover árgerð 1963.