Morgunblaðið - 19.02.2019, Page 8

Morgunblaðið - 19.02.2019, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 2019 Húðfegrun ehf | Vegmúli 2 | Sími 533 1320 | www.hudfegrun.is Háreyðing Lasermeðferð Tímapantanir í síma 533 1320 Við tökumvel ámóti ykkur í Vegmúla2 Við bjóðum upp á nýjustu tækni í laser háreyðingu! Píratar eru óvenjulegur stjórn-málaflokkur að því leyti að þrátt fyrir framboð í nokkrum kosningum og setu á þingi og í sveitarstjórnum árum saman er stefnan afar óljós og allt að því ósýnileg með öllu.    Flokkurinner líklega sá íslenski flokkur sem kemst næst því að geta talist popúlistaflokkur, því að hann stekkur á flest það sem hann telur til vinsælda fallið og tekur helst ekki afstöðu til annars eða felur að minnsta kosti stefnuna í öðrum málum.    Undarlegt dæmi um þetta máttiheyra í þættinum Þingvöllum á K100 á sunnudag þegar rætt var um kjaramál og skattastefnu. Þar var píratinn Halldóra Mogensen al- þingismaður spurð að því hvort pí- ratar vildu sjá fjögur eða fimm skattþrep, eins og verkalýðshreyf- ingin hefur kallað eftir.    Svarið var eftirfarandi: „Píratarbara styðja við kröfur verka- lýðshreyfingarinnar.“    Stjórnmálaflokkurinn Píratar ermeð öðrum orðum búinn að útvista stefnumörkun sinni til verkalýðshreyfingarinnar, væntan- lega af því að flokksforystunni finnst það hljóma vel þessa stund- ina.    En hvers konar stjórnmála-flokkur er það sem bara styð- ur kröfur einhvers félags eða ein- hverra félaga skilyrðislaust?    Er einhver leið að taka hann al-varlega? Halldóra Mogensen Undarlegur stjórnmálaflokkur STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Rangar upplýsingar í sumum daga- tölum og dagbókum urðu þess valdandi um helgina að nokkrir „hlupu“ konudaginn, þ.e. héldu að konudagurinn hefði verið sl. sunnu- dag en hið rétta er að hann er næsta sunnudag, 24. febrúar, þegar þorri kveður og góa tekur við. Dæmi eru um rómantíska unnusta sem buðu konum sínum út að borða um helgina en uppgötvuðu eftir á að hafa verið viku of snemma á ferðinni. Þegar haft var samband við nokkr- ar blómaverslanir á höfuðborgar- svæðinu í gær kannaðist afgreiðslu- fólk ekki við það að meira hefði verið að gera í blómasölu en venjulega, eða að keypt hafi verið sérstök konudags- blóm. Fram kom í umfjöllun í Morgun- blaðinu í desember sl. að bóndadagur hefði ekki verið rétt dagsettur í sum- um dagatölum. Þetta varð til þess að umsjónarmenn Almanaks Háskólans rituðu grein í Morgunblaðið og áréttuðu að bóndadagurinn væri 25. janúar 2019, ekki viku fyrr eins og margir höfðu haldið. Þessi ruglingur skýrir því af hverju farið var vikuvillt með konudaginn um helgina. Vissara er því að treysta á Alman- ak Háskólans en í prentaðri útgáfu þess 2019 er m.a. hægt að sjá fjögur ár fram í tímann með konudaginn. Fögnuðu konudegi viku of snemma  Röng dagsetning í dagatölum villti um fyrir rómantískum unnustum Morgunblaðið/Ómar Konudagur Sumir héldu upp á konudaginn um helgina. Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Engar breytingar eru fyrirhugaðar á skipulagi Félags háskólakennara. Um það var tekin ákvörðun að lokn- um félagsfundi nýverið þar sem skýrsla Gísla Tryggvasonar, sem hann vann fyrir félagið, var lögð fram. Skýrsla Gísla fjallaði um niður- stöður á kostum og göllum frá sjón- arhóli Félags háskólakennara og annarra hagsmunaaðila sem máli skipta við skipulagsbreytingar á Félagi háskólakennara. Michael Dal, formaður Félags há- skólakennara, segir að umræða um sameiningu félagsins og Félags pró- fessora við Háskóla Íslands í eitt stéttarfélag hafi verið til skoðunar um tíma. „Niðurstaðan var skýr og ekki til hagsbóta fyrir alla félagsmenn þessara félaga að sameinast í eitt félag, af ýmsum orsökum. Hvorki lagalegum, félagslegum né fjár- hagslegum,“ segir Michael sem bendir á að prófessorar hafi verið í Félagi háskólamanna þar til þeir fóru undir kjararáð. Háskólakennarar og prófessorar í BHM Michael sagði að í skýrslu Gísla Tryggvasonar hefði einnig verið lagt til að búið yrði til deildarskipt félag ef af sameiningu yrði. „Félag háskólakennara er stéttarfélag kennara og háskóla- menntaðra starfsmanna við HÍ og tengdra stofnanna. Annað slíkt fé- lag starfar fyrir kennara við Há- skólann á Akureyri,“ segir Michael sem bendir á að Félag háskóla- kennara og Félag prófessora séu bæði í BHM. Sameining kennara- félaga var skoðuð  Óbreytt skipu- lag hjá Félagi háskólakennara Morgunblaðið/Ómar Háskólinn Kennarar munu áfram verða í sínum stéttarfélögum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.