Morgunblaðið - 19.02.2019, Síða 12

Morgunblaðið - 19.02.2019, Síða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 2019 Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700 Opið: 11-18 virka daga, 11-16 laugardaga www.alno.is Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is S kilnaður foreldra er ekki endilega það sem mest- um skaða kann að valda í lífi barna. Það hvernig fólk gengur frá sínum málum þegar leiðir þess skilja og hvernig það hagar samskiptum sínum til framtíðar viðvíkjandi börnunum, hefur mest áhrifin. Það hafa reynsla og rannsóknir stað- fest, bæði mínar og annara,“ segir Sigrún Júlíusdóttir emerita í fé- lagsráðgjöf við Háskóla Íslands og þerapisti hjá Tengsl. Brýn umræða Í síðustu viku var haldið ár- legt Félagsráðgjafaþing undir yfirskriftinni Börnin geta ekki beðið. Í þeim titli endurspeglaðist þema þingsins þar sem málefni barna og fjölskyldna voru rædd frá ýmsum hliðum. Frá sjónarhóli félagsráðgjafa er þessi umræða brýn, samanber aukna áherslu stjórnvalda á málefni barna og ungmenna. Fjöldi ís- lenskra barna elst í dag upp á tveimur heim- ilum, þá oftast eftir skilnað foreldra. Þetta er mikil breyt- ing frá því sem var þegar algeng- asta formið var mamma, pabbi, börn og bíll og kvöldmatur um sjöleytið! Þann breytta veruleika má nálgast með ýmsu móti eins og kom fram í málstofu hjá þeim Sig- rúnu Júlíusdóttur og Gyðu Hjart- ardóttur félagsráðgjafa hjá Sýslu- manninum á höfuðborgarsvæðinu. Flóknari mál „Sú breyting hefur orðið í samskiptum skilnaðarforelda að nú óska mun fleiri en áður eftir aðstoð og faglegri leiðsögn um hvernig best sé að halda á mál- um,“ segir Gyða. „Tölfræði sýnir að um 80% foreldra hafa hæfni til að bera til að skilja með sátt og samkomulagi, með þekkingu og dómgreind. Um fjórðungur þarf hins vegar fræðslu og aðstoð til úrvinnslu mála, Með slíku getur fólk þá yfirleitt komið málum í góðan farveg og hindrað að vand- inn vaxi. Svo eru alltaf einhverjir sem þurfa meiri aðstoð og stuðn- ing til lengri tíma.“ „Þótt skilnaðarmálum hafi ekki fjölgað í seinni tíð þá hafa þau af margvíslegum ástæðum orðið flóknari frá því sem var, rétt eins og samfélagið sjálft. Aukið kynjajafnrétti á sinn þátt í að feð- ur eru orðnir virkari í umsjón barna sinna. Ábyrgðin í foreldra- hlutverkinu er jafnari en slíkt get- ur stundum stuðlað að valdaátök- um. Það á einkum við um minna hæfa foreldra sem ekki geta sett velferð barna sinna í fyrirrúm og svo þar sem báðir aðilar eru jafn hæfir foreldrar en báðir vilja vera í forsvari,“ segir Sigrún. Lausnir og lipur samskipti Svo jöfn búseta barna gangi upp þurfa nokkur atriði að vera uppfyllt, segir Sigrún. Í fyrsta lagi þurfa foreldrarnir að hafa unnið sig út úr tilfinningalegum átökum og ósætti sín á milli. Í annan stað þurfa þeir að geta átt lipur sam- skipti, rætt saman og miðl- að upplýsingum um daglegt líf barnsins. Geta látið velferð barnsins sitja í fyrirrúmi, ofar eigin þörfum og hagsmunum. Í því felst að stuðla að samfellu í lífi barnsins, til dæmis með því að búa í sama hverfi og að báðir foreldrar taki þátt í atburðum í lífi barnsins. Einnig að samstaða sé um tengsl við ömmur og afa og frændgarð í báðum ættum. „Það er mikilvægt að hlífa börnum við því að tengjast nýjum aðila í lífi foreldris of fljótt. Virða þarf aðstæður og einkalíf hvort annars en fyrst og fremst að taka tillit til þarfa, aldurs og við- kvæmni barna í þessum efnum. Þessi atriði og fleiri þarfnast oft umræðu og þá getur verið þörf á aðstoð félagsráðgjafa eða þeirra sem kunna skil á fjölskyldumál- efnum, tengslakenningum og geta beitt aðferðum samvinnu, lausna- miðunar og sáttaráðgjafar,“ segja Sigrún Júlíusdóttir og Gyða Hjartardóttir að síðustu. Skilnaðarmál valdi ekki skaða Börnin fyrst og fremst! Þegar leiðir foreldra skilja þarf að gæta að heill barnanna. Félagsráðgjafar fjalla um málið. Stundum þarf aðstoð svo samskiptin verði góð. Feður eru orðnir virkari í umsjón barna sinna. Thinkstock/Getty Images Skilnaður Mamma og pabbi fara hvort sína leið en jafnvægi í lífi barnanna verður að tryggja áfram með farsælum samskiptum. Talið er að í 80% skilnaðarmála megi ná mjúkri lendingu og ljúka málum með góðu samkomulagi. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Félagsráðgjafar Gyða Hjartardóttir til vinstri og Sigrún Júlíusdóttir prófessor. Báðar hafa þær mikla reynslu af starfi í fjölskyldumálum. Ábyrgðin í foreldra- hlutverkinu er jafnari en slíkt getur stundum stuðlað að valdaátökum. Í málstofu á Félagsráðgjafa- þingi kynntu Sigrún Júlíus- dóttir og og Gyða Hjartar- dóttir hvernig megi greiða almenningi aðgang að þjón- ustu í skilnaðarmálum. Þar sjá þær fyrir sér fjórskipt ferli, þar sem áherslan sé jafnan á börnin og hagsmuni þeirra. Í fyrsta lagi komi til sam- vinnusamtöl fyrir alla foreldra hvar farið sé yfir almennar upplýsingar og ráðgjöf. Í öðru lagi sáttameðferð fyrir for- eldra sem takast á tilfinninga- og málefnalega og svo í þriðja lagi sáttamiðlun fyrir foreldra sem deila hart vegna per- sónulegs vanda og tilfinninga- hnúta. Í fjórða lagi þurfi svo ráðgjöf þegar málin eru komin í hart og jafnvel til úrlausnar dómstóla, en í slíkum tilvikum eru persónlegir brestir og félagsleg vandamál oft undir- liggjandi. Um þetta fyrir- komulag þjónustunnar má nánar lesa í bók Sigrúnar og Sólveigar Sigurðardóttur Eftir skilnað – Um foreldra- samstarf og kynslóðatengsl. Deilur og tilfinninga- hnútar AÐGENGI AÐ RÁÐGJÖF Mannlíf Hér er sumar og sól.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.