Morgunblaðið - 19.02.2019, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.02.2019, Blaðsíða 18
BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Bleikjustofninn í Mývatnihefur tekið við sér síðustuár og þakkar Guðni Guð-bergsson, sviðsstjóri fersk- vatnslífríkis á Hafrannsóknastofnun, árangurinn fyrst og fremst öflugri veiðistjórnun. Beinar veiðar hafi ver- ið í lágmarki í vatninu frá 2011 og vetrarveiðar aðeins í tvær vikur fyrri hluta mars rétt svo að fólk gleymdi ekki bragðinu af bleikjunni, eins og Guðni orðar það. Takmarkanir hafa verið gerðar á veiðitíma, veiði- svæðum og möskvastærð og segir Guðni að síðustu ár hafi veiðiréttarhafar verið samtaka um aðgerðir til að byggja stofninn upp. Nýliðun hafi aukist á ný og stofninn stækkað. Takist hrygning vel í ár og á næsta ári megi hugsan- lega leyfa auknar veiðar í kjölfarið, hugsanlega 2021. Samkvæmt mæl- ingum 2018 séu uppvaxandi árgangar í vatninu og mikilvægt að áfram verði gerðar mælingar á bleikjustofninum áður en veiðar verði auknar svo að sú veiðistjórnun sem gripið hefur verið til skili tilætluðum árangri. Viðkvæmt ástand Fyrir 3-4 árum komu fram mikl- ar áhyggjur vegna ástandsins í Mý- vatni, ekki aðeins af erfiðleikum bleikjunnar, heldur voru kúluskítur og hornsíli einnig nefnd til sögunnar. Aðspurður segir Guðni að ástandið í vatninu sé mjög viðkvæmt og á mörk- um ofauðgunar. Hann segir mikil- vægt að vel sé fylgst með ástandi vatnsins og að þess sé gætt að mann- legar athafnir, s.s. frárennsli frá auk- inni byggð og ferðamannastraumi, mengi ekki vatnið. Breyting á vatns- gæðum í Mývatni gæti auk áhrifa í vatninu sjálfu haft áhrif á Laxá. Guðni fjallaði um rannsóknir á stofnstærð bleikju og veiði í Mývatni sem hafa verið gerðar samfleytt frá 1986 í erindi í málstofu Hafrann- sóknastofnunar í síðustu viku. Guðni byggði erindi sitt á ritrýndri grein sinni sem birtist í Náttúrufræð- ingnum á síðasta ári. Tvívegis hefur orðið hrun í bleikjustofni vatnsins á þessu tíma- bili, það fyrra 1988 og síðara 1997. Hrunin urðu yfir sumartímann og má ráða af fæðusamsetningu og holda- fari að um fæðuskort hafi verið að ræða. Eldri fiskar sem gátu nýtt sér hornsíli sem fæðu lifðu af en smærri fiskar hurfu úr stofninum, en megin- fæða bleikjunnar er krabbadýr og mýlirfur. Eftir fyrra hrunið náði bleikjustofninn sér tiltölulega fljótt aftur en eftir síðara hrunið hefur bleikjustofninn verið afar lítill og mat á veiðistofni verið undir tvö þúsund fiskum. Í greininni í Náttúrufræðingn- Bleikjustofninn að taka við sér í Mývatni Morgunblaðið/Birkir Fanndal Mývatn Veiðimaður vitjar um net sín frammi á ísnum fyrir nokkrum árum. um segir Guðni að á síðustu árum lendi nærri því hver einasti árgangur uppvaxandi bleikju einhvern tíma í niðursveiflu á átustofnum. Það hafi komið talsvert á óvart þegar í ljós hafi komið að silungur hafði í raun drepist úr hungri sumrin 1988 og 1997, ekki síst í ljósi þess hve frjó- samt Mývatn er. Í greininni segir að afar brýnt sé að áfram verði haldið við rannsóknir og söfnun veiðiskýrslna úr Mývatni. „Það rannsóknarátak sem nú er í gangi má líta á sem lágmarksátak til að fylgjast með vexti og viðgangi sil- ungsins í vatninu.“ Guðni Guðbergsson 18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Staða kjara-viðræðnannasem nú standa yfir er enn afar óljós þó að komið sé fram yfir miðjan febrúar og að samningagerð hefði þurft að ljúka fyrir áramót. Þetta er í meira lagi óheppileg staða og eins og ítrekað hefur verið bent á hefur hún þegar valdið atvinnulífinu miklum búsifjum og þar með skaðað heimilin í landinu. Frétt- ir hafa borist af samdrætti í verslun, ekki síst í sölu nýrra bíla, sem sýnir að almenningur heldur að sér höndum af ótta við að hótanir sem settar hafa verið fram verði að veruleika. Hagtölur styðja mjög þá til- finningu sem fólk hefur um að fara beri varlega. Samtök at- vinnulífsins tóku á dögunum saman nokkra hagvísa sem gefa ágæta mynd af hagkerfinu og líklegri þróun þess og benda þeir allir í sömu átt; það hægir á. Hagvöxtur minnkar ef marka má spá Seðlabankans og verður 1,8% á þessu ári. Vegna fjölg- unar landsmanna þýðir þetta að hagvöxtur á mann verður nei- kvæður, sem segir í raun allt sem segja þarf um það svigrúm sem nú er til launahækkana. En fleira segir sömu sögu. Einkaneysla er ekki eins kröft- ug og var, sem sést til dæmis á kortaveltu, og er staðfesting þess sem þeir finna sem fylgjast með úti í atvinnulífinu. Ferðamönnum hefur fækkað á þessu ári og útlitið er mun verra en verið hefur. Vissulega hefur vöxturinn verið ævintýra- legur, en samdráttur er þó alltaf erfiður og samdráttur í grein sem orðin er mikilvæg í efna- hagslífinu styður að sjálfsögðu ekki við háar launakröfur. Eins og sjá má í fréttum er einnig áhyggjuefni að loðnunni virðist ætla að takast að synda framhjá landinu án þess að við náum að veiða hana, sem væri mikið tap fyrir þjóðfélagið, sem treystir mjög á þennan undirstöðu- atvinnuveg, sjávarútveginn. Stjórnendur fyrirtækja hafa aðspurðir gefið þau svör að fækka þurfi starfsfólki. Verka- lýðshreyfingin hefur gefið lítið fyrir þetta, en tölur staðfesta þetta með því að sýna vaxandi atvinnuleysi, þó að það sé sem betur fer enn lágt. Við þessar aðstæður hér inn- anlands bætist, eins og Samtök atvinnulífsins benda á, að horfur um hagvöxt í helstu viðskipta- löndum eru áhyggjuefni og líkur eru á að þróunin erlendis verði til þess að draga úr þrótti hag- kerfisins hér á landi, enda er Ís- land að sjálfsögðu ekki eyland í efnhagslegum skilningi. Þrátt fyrir það sem að ofan er rakið er engin ástæða til að ör- vænta um efnahagsástandið hér á landi. Staðan er að flestu leyti mjög góð í samanburði við aðrar þjóðir, til að mynda eru laun, kaupmáttur og lífskjör þannig að Ísland er öfundsvert nánast hvaðan sem horft er. Og þó að hægst hafi á og óvissa sé um margt, þá er grundvöllurinn sterkur, skuldastaðan hófleg og tækifærin mikil. En fyrir þá sem vilja spilla fyrir eru líka mikil tækifæri. Það er hægt að valda miklu tjóni og jafnvel langvarandi ef fólk gætir ekki að sér og fer fram af óbilgirni og óraunsæi í þeim kjaraviðræðum sem nú virðast vera að ná hápunkti. Með skyn- samlegum samningum má hins vegar tryggja þann árangur sem þegar hefur náðst og byggja enn frekar undir kjarabætur fram- tíðarinnar. Tímabært er að viðsemjendur á vinnumarkaði láti af hótunum og semji af skynsemi} Óraunsæi er afleitt í viðkvæmri stöðu Facebook sæt-ir harðrigagnrýni í nýrri skýrslu nefndar breska þingsins, þar sem þessi samfélags- miðill er sagður „stjórnlaust lestarslys sem er að eyðileggja lýðræðið,“ eins og greint var frá á mbl.is í gær. Fram kemur að Facebook hafi af ásettu ráði brotið persónuverndar- og sam- keppnislög og að fyrirtækinu ætti ekki að líðast að hegða sér eins og „stafrænir glæpamenn“. Þetta eru þung orð en því miður er það svo að um leið og samfélagsmiðlar geta verið gagnlegir eru þeir líka varasam- ir. Þetta eru ný fyrirbæri sem hafa breiðst hratt út og hömlulaust. Og hættan fyrir lýðræðið er ekki helst fólgin í því að persónuupplýs- ingar séu misnot- aðar, þó að það sé út af fyrir sig alvarlegt. Hættan fyrir lýðræðið sem fylgir þessum nýju miðlum er ekki síst sú að þeir sem sækja megnið af upplýsingum sínum í þessa miðla fá afar skakka mynd af því sem um er að vera í þjóð- félaginu. Þess vegna eru ritstýrðir og vandaðir hefðbundnir fjölmiðlar svo mikilvægir. Þeir eru eina vörn samfélagsins gegn þeirri skökku heimsmynd sem ella blasir við. Samfélagsmiðlar geta verið gagnlegir, en þeir geta líka ver- ið mjög skaðlegir} Heimsmyndin skekkist H vert viljum við fara? Hvað viljum við gera? Hvað getum við gert? Stóru spurningarnar eru margar en svörin eru yfirleitt utan seilingar. Það skiptir þó máli í hvaða samhengi við spyrjum stóru spurninganna. Stundum eru þær um lífið, al- heiminn og allt. Stundum eru þær bara um hvað við viljum borða. Oft snúast spurning- arnar hins vegar um vinnuna. Vinnusemi og að vera duglegur virðist oft vera einhvers konar einkenni Íslendinga og ástæðan fyrir því á að vera augljós. Þegar betur er að gáð er ástæðan það alls ekki. Í dag komst ég að því, til dæmis, að stór hluti vinnunnar minnar snýst um að gera ekki neitt. Ekki þeirrar vinnu sem ég geri, heldur þess hvernig vinnustaðurinn minn virðist skipulagður. Á Alþingi leggjum við fram alls konar mál. Ræðum allt á milli himins og jarðar. Við viljum gera allt betur og gera allt betra. Svo deyr það í nefnd. Það er nefnilega skrítið markmið að örlög langflestra allra hinna merkilegu, og ómerkilegu, mála sem lögð eru fram á löggjafarþinginu okkar eru að enda ævi sína í nefnd. Nefndarvinnan, þar sem allt góða starfið á að fara fram ólíkt því sem alþjóð sér í ræðustól Alþingis, er hulin ákveðnum leyndarhjúp. Þar gerist alvöru pólitíkin. Ekki uppbyggilega pólitíkin eða rökræður um kosti og galla. Þar eru ekki heimspekilegar umræður um grundvallar- lögmál velferðarsamfélagsins. Inn í nefndirnar koma mál, fá umsagnir, kannski koma meira að segja gestir og kynna umsögn sína og svara spurn- ingum nefndarmanna. Svo, í langflestum til- fellum, gerist ekkert meira. Allar góðu hug- myndirnar fara bara ofan í skúffu meiri- hlutans þangað til næsta þing byrjar og nákvæmlega sami skrípaleikur endurtekur sig. Þetta er nefnilega skrípaleikur. Þetta er leikur þar sem meirihlutinn þarf ekki að gera grein fyrir afstöðu sinni til allra þeirra fjöl- breyttu mála sem lögð eru fram. Það sem meira er þetta er oft skrípaleikur stjórnarand- stöðunnar líka þar sem vitað er að mál komast hvort eð er aldrei í gegnum nefnd þá er hægt að leggja þau fram, skora pólitísk samfélags- stig og meina í raun ekkert með þeim. Þetta er hægt af því að nefndir klára næstum aldrei þau mál sem koma til þeirra. Svörin við stóru spurningunum á Alþingi eru því ekkert utan seilingar. Þær eru mjög einfaldar og leikjafræðileg- ar í sniðum. Svörin koma upp um ábyrgðarleysi stjórn- valda, stjórnmálaflokka og þingmanna. Flestir meina vel en þegar á hólminn er komið þá fer lítið fyrir stóru orð- unum. Þess vegna sjáum við flokka hinna stóru orða fyrir kosningar hverfa í útúrsnúningum og loðyrðum morgun- dagsins. Allt fyrir valdið og algjört samviskuleysi. Af hverju? Af því að þeir komast upp með það. Björn Leví Gunnarsson Pistill Hvert stefnum við? Höfundur er þingmaður Pírata. bjornlevi@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen Mývatn hefur lengi verið meðal bestu veiðivatna landsins og íbúar á bökkum þess byggðu afkomu sína lengi að hluta til á því sem vatnið gaf. Veiðifélag sem bændur við vatnið stofnuðu 1905 er elsta veiðifélag landsins. Tilgangur með stofnun þess var að auka veiði í vatninu, sem þá hafði minnkað frá því sem áður var. Miklar sveiflur hafa verið í afla í Mývatni. Árleg meðalveiði frá 1900 til 2016 var 26.375 silungar, bæði bleikja og urriði. Bleikja er og hefur verið aðalveiðistofn vatnsins og veiði á urriða mun minni og stöðugri þar til síðustu ár að stofnstærð urriða minnkaði í kjölfar aukinnar veiðisóknar eftir að dregið var úr bleikjuveiði. Veiði var mest fyrstu árin eftir 1920 og fór þá yfir 100 þúsund silunga á ári. Veiði á árunum 1930–1969 var að jafnaði 31.272 silungar. Meðal- veiðin 1970–2016 var 12.810 silungar en meðalveiði 2007–2016 var 3.678 silungar. Árið 2016 veiddust aðeins 1.476 silungar, en miklar tak- markanir hafa verið á veiðum síðustu ár. Miklar sveiflur í aflanum ELSTA VEIÐIFÉLAG LANDSINS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.