Morgunblaðið - 19.02.2019, Side 20

Morgunblaðið - 19.02.2019, Side 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 2019 Vegakerfi landsins þarfnast mikilla við- gerða og lagfæringa til þess að þola alla þá umferð sem um það fer daglega. Um það er enginn ágreiningur. Nú er til umræðu á Alþingi tillaga um sér- stakan skatt sem leggja skal á bíleig- endur fyrir að aka um vegina þrátt fyrir að skattar og gjöld, sem þegar eru lögð á þessa sömu bíleigendur, skili sér ekki nema að hluta til vegaframkvæmda, eða samkvæmt nýlegum fréttum að- eins 28 milljarðar af 40 milljarða ár- legum álögðum sköttum og gjöldum. Ein röksemdin fyrir þessari nýju skattheimtu er að með henni yrðu erlendir ferðamenn sem leigja bíla hér á landi látnir borga 40% af inn- heimtunni, en þeir hljóta þá að borga 40% af þeim sköttum sem þegar eru lagðir á bifreiðaeldsneyti og verður ekki annað sagt en þeir greiði sinn sanngjarna hlut til vega- gerðarinnar nú þegar. Einnig er því haldið fram sem rök fyrir þessum skatti að víða í ná- grannalöndunum séu álíka gjöld inn- heimt af bílaumferð, en þess aldrei getið að í mörgum tilfellum, jafnvel flestum, er þar um að ræða hrað- brautir sem lagðar eru af einkaað- ilum, sem eiga þær og reka, en bílstjórar hafa alltaf val um að fara aðrar leiðir sem þá eru seinfarnari en enginn er neyddur til að aka gjaldskyldu vegina. Hér á landi á ekki að vera neitt val um aðra vegi en þá sérsköttuðu. Enn ein rök fyrir nýja skattinum eru þau að ekki verði hægt að fjármagna þær fram- kvæmdir sem nauðsyn- legt er að ráðast í á næstu árum nema með því að láta „þá borga sem nota“ en að sjálfsögðu er vegakerfið í þágu allra landsmanna sem njóta þess beint og óbeint, t.d. með flutn- ingi nauðsynjavara vítt og breitt um landið. Viðbótarskattur á flutninga- bílana fer að sjálfsögðu beint út í verðlagið og hækkar þar með al- mennt vöruverð. Á sama tíma og rætt er um þessa skattaáþján á bíleigendur er rætt um að arður af Landsvirkjun, allt að 20 milljarðar á ári, verði lagður í sjóð sem hægt væri að grípa til ef á þyrfti að halda. Væri ekki ráð að ráðstafa þessum arði fyrstu þrjú til fjögur ár- in til þessarar bráðnauðsynlegu lag- færinga á vegakerfinu? Einnig er rætt um að selja annan ríkisbankann fyrir allt að 300 milljarða króna, þannig að ekki myndi skorta fram- kvæmdafé ef að því yrði, en reyndar dygði Landsvirkjunararðurinn til að koma öllu vegakerfinu í viðunandi horf á örfáum árum. Ekki var fyrr farið að ræða þenn- an nýja skatt á bíleigendur vegna aksturs á þjóðvegunum en borgar- stjórinn í Reykjavík steig fram og sagði bráðnauðsynlegt að leggja álíka skatta á bíleigendur vegna aksturs á götum Reykjavíkur og ætti sá skattur að renna til þess að borga fyrir þá rándýru strætóleið sem kölluð hefur verið borgarlína, en er auðvitað ekkert annað en nýjar sérakreinar fyrir strætisvagna á kostnað þrenginga gatnanna vegna annarrar umferðar, sem þó á að borga fyrir almenningssamgöng- urnar. Engar áætlanir virðast vera til um hvernig innheimtu nýja skattsins verði hagað, en þó sagt að þetta verði allt rafrænt og framkvæmt af hlutafélagi sem ríkissjóður muni stofna og reka þangað til fram- kvæmdirnar fyrirhuguðu yrðu upp- greiddar. Trúi því hver sem vill að innheimtunni verði nokkurn tíma hætt, ef byrjað verður á henni á ann- að borð. Það er líklegt að í þessu máli sem mörgum öðrum sannist að ef réttur er fram litli fingurinn muni öll hönd- in verða af við öxl. Að rétta litla fingur Eftir Axel Jóhann Axelsson » Það er líklegt að í þessu máli sem mörgum öðrum sannist að ef réttur er fram litli fingurinn muni öll hönd- in verða af við öxl. Axel Jóhann Axelsson Höfundur er bókari og bíleigandi. Nú þegar lífinu er í miklum mæli lifað í stafrænum heimi leit- ast allir við að helga sér þar land. Menningar- söguleg söfn í landinu eru þar engin undan- tekning. Þeirra land- svæði heitir Sarpur og er stórt og býr yfir fjöl- breyttu landslagi. 50 söfn standa að þessum sameiginlega gagnagrunni þar sem skrár yfir safngripi þeirra eru opnar til skoðunar öllum sem vilja sjá og lesa. Rétt eins og í söfnunum sjálfum kennir þar margra grasa. Þar má sjá forngripi fundna í jörðu, listaverk okk- ar helstu myndlistarmanna, menning- arsögulega gripi fyrri alda og sam- tímagripi sem taldir eru varpa ljósi á okkar tíma. Einnig má þar finna þjóð- háttalýsingar með frásögnum almenn- ings af lífinu sem var og er lifað í land- inu og örnefnaskrár með staðarheitum og staðfræðilýsingum. Allt þetta og ótalmargt fleira bíður skoðunar í Sarpi. Allir ættu að geta fundið þar eitthvað sem þá fýsir að sjá og fræðast um. Enn er ónefnd stærsta safnheildin í Sarpi, sjálfar ljósmyndirnar. Vægi þeirra vex á stafrænum tímum þegar myndlæsi vex á kostnað læsis. Ljós- myndaöldin rann upp fyrir 180 árum eða 1839 og ljósmyndirnar spanna öll þessi ár. Frá frumskeiði ljósmyndunar er að vísu lítið til hér á landi. En eftir 1860 fer ljósmyndum smám saman fjölgandi eftir því sem íslenskir ljós- myndarar fóru að gera sig gildandi. Tæplega ein milljón ljósmynda er skráð í Sarp. Flestar þeirra eru þar án mynd- ar því þar er að finna skrár frá fjölmörgum ljósmyndastofum sem eru hættar störfum. Allt frá ljósmyndastofum þeirra Sigfúsar Ey- mundssonar og Nicoline Weywadt til ljósmynda- stofa þeirra Guðmundar A. Erlendssonar og Sig- ríðar Bachmann. Auðvit- að er ekki allt sem er í söfnunum komið í Sarp en að því er unnið hægt og bítandi að allt sem varðveitt er verði þar að finna. Hér þarf að sönnu að vita að hverju fólk vill leita. Þú getur spurt um stað- arheiti, bæjarheiti, götuheiti með og án númers (og séð bæði götuna, einstök hús og íbúana ef heppnin er með þér), en líka mannanafn, efnisorð og séð hvað til er. Viltu vita hvernig umhorfs var á Seyðisfirði um 1900? Langar þig að sjá hvort að til sé mynd af lang- ömmu þinni? Bænum sem afi þinn ólst upp á? Eða jafnvel af þér? Viltu kynn- ast ljósmyndun Jóns Kaldals eða Þor- steins Jósepssonar? Fá innsýn í dans- menninguna, verklag við ullarþvott eða sögu flugsins. Kíktu í Sarpinn og sjáðu hvort þar leynist ekki eitthvað skemmtilegt fyrir þig. Hefurðu svipast um í Sarpi? Eftir Ingu Láru Baldvinsdóttur Inga Lára Baldvinsdóttir »Kíktu í Sarpinn og sjáðu hvort þar leynist ekki eitthvað skemmtilegt fyrir þig. Höfundur er sviðsstjóri Ljósmynda- safns Íslands í Þjóðminjasafni. inga.lara@thjodminjasafn.is Allt um sjávarútveg Töfrar eldamennskunnar byrja með Eirvík Eldhúsið er ekki bara herbergi, heldur upplifun Við hjá Eirvík trúum því að eldhúsið sé hjarta heimilisins. Innanhússarkítektar og sérfræðingar í heimilistækjum keppast við að hanna hágæða eldhús sem standast tímans tönn, með virkni, gæði og sveigjanleika að leiðarljósi. Eldhúsið er fjárfesting til framtíðar - tryggðu þér raunveruleg gæði á hagstæðu verði. Eirvík Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is. Opnunartími mánudaga - föstudaga 10-18, laugardaga 11-15

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.