Morgunblaðið - 19.02.2019, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 19.02.2019, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 2019 Kæri vinur. Þá er komið að leiðarenda. Ein- hverra hluta vegna hugsar maður aldrei út í það en samt eru endalokin staðreynd. Maður heldur alltaf að það sé tími fyrir eina heimsókn í viðbót, einn kaffibolla eða eitt spjall um heimsins mál. Í önnum dagsins týnir maður tímanum og heldur að allt sé hægt að vinna upp, sama hversu seint. Það er mikil missir að þér, vinur. Sú vingjarnlega og hlýja nærvera sem þú hafðir er okkur öllum til eftirbreytni. Þessi ein- staki áhugi og þolinmæði fyrir Finnur Bergsveinsson ✝ Finnur Berg-sveinsson fæddist 28. maí 1920. Hann lést 11. febrúar 2019. Útför Finns fór fram 18. febrúar 2019. öllum samræðum sama um hvað þær voru eða við hvern, hverfa mér aldrei úr minni. Hvernig þú fylltir ömmu mína lífsgleði með fé- lagsskap þínum síðastliðin tuttugu ár verð ég ávallt þakklátur fyrir. Ég mun seint gleyma hversu ánægður þú varst þegar við spurðum hvort börnin okkar mættu kalla þig langafa sinn. Þeim þótti mjög vænt um langafa sinn og sakna mikið. Það er eins og þú hafir verið í lífi okkar alla tíð og mun minn- ingin um einstaklega góðan mann lifa með okkur um aldur og ævi. Farðu í friði, kæri vinur og langafi, Ómar Ásbjörn, Hildur Anna, Óskar Karl og Margrét Embla. Það sem lýsir þér svo vel er að þú varst alltaf tilbúinn að hjálpa ef eitthvað stóð til, tala nú ekki um ef það þurfti að laga eitthvað. Til dæmis ef það þurfti að laga rennilása eða setja bót á buxur, þá kom ég til þín á Háaleitisbrautina og þú tókst fram saumavélina og reddaðir vandamálinu á núll einni. Þú varst svo lunkinn og fannst ýmsar lausnir við þeim vandamálum sem ég hafði. Ég man eftir ófáum rúntum niður á Snarfara og um höfn- ina, því alltaf þurfti að skoða skipin og bátana. Þessi rúntur var m.a. notaður til þess að æfa lestur. Búinn var til leikur, sá sem var fyrstur til að lesa nafn- ið á bátnum mátti eiga þann bát. Ég man eftir mörgum ferð- um um Hvalfjörðinn þegar við vorum ýmist á leið í útilegu eða í heimsókn til ættingja í Borg- arnesi. Þú varst alltaf að spyrja hvort ég þekkti staðhætti, svar- Baldur Jóhannsson ✝ Baldur Jó-hannsson fæddist 18. júlí 1934. Hann lést 3. febrúar 2019. Útförin fór fram 15. febrúar 2019. ið var alltaf nei, í hverri einustu ferð. En ekki gafst þú upp, hélst áfram að spyrja og útskýra nöfn og segja sög- ur um hvaðan nöfnin voru komin. Þú hefur þó kennt mér svo margt, eins og þegar vinstri höndin fyllir upp í tunglið, þá er tunglið vaxandi. Þetta einfalda trikk hefur gert það að verkum að í hvert sinn sem ég horfi á tunglið hef ég alltaf og mun alltaf hugsa til þín. Þetta ein- falda trikk hef ég kennt mann- inum mínum og er að vinna í að kenna syni mínum og þegar dóttir mín verður eldri mun hún einnig læra að þekkja hvort tunglið sé að minnka eða vaxa. Þessi hugsun dregur mig til þess dags, sem þú kvaddir okkur. Þetta var fallegur vetr- ardagur, logn og jólasnjókoma. Við fjölskyldan fengum að hitta þig þar sem búið var að búa um þig á Borgarspítalanum í því herbergi sem ég hafði hitt þig í nokkrum dögum áður. Þá fékk ég meðal annars lyfjalistann þinn svo ég gæti kíkt yfir hann til að athuga hvort það væri ekki allt undir kontrol, eins og maður segir. Það var ekkert að lyfjamálunum en ég sá á þér hvað þú reyndir að vera já- kvæður, þrátt fyrir að þér hundleiddist að hanga þarna. Ég skil þig vel, þetta var ekki þér líkt. Þú varst alltaf svo aktífur og þegar heimilishjálpin kom að þrífa hjá ykkur ömmu nú síð- ustu árin, þá varst þú á fullu að færa húsgögnin frá og hjálpa til, þannig man ég eftir þér. Einnig minnist ég þess tíma sem við sátum saman við eld- húsborðið á Háaleitisbrautinni og spiluðum rommí, þú kenndir mér að raða spilum og leggja kapal, þessar minningar um góðan mann, sem jafnvel hummar og flautar lög, ylja mínu hjarta og ég mun alltaf elska þig, elsku besti afi minn, hvíl nú í friði. María Erla Bogadóttir. Okkur þótti og þykir svo óendanlega mikið vænt um afa okkar og langafa og langar okkur að festa hér nokkur orð á blað honum til heiðurs. Afi var alltaf svo hjartahlýr og ljúfur í viðmóti og hann og amma gerðu svo margt skemmtilegt með okkur barna- börnunum. Má þar nefna reglu- lega sunnudagsbíltúra niður á höfn að skoða skipin og útileg- urnar, bindindismót í Galtalæk var næstum árlegur viðburður. Við barnabörnin og svo einn- ig barnabarnabörnin skiptum hann afar miklu máli eins og sýndi sig reglulega og sannaði. Hann afi var alveg sérstakur maður og afar handlaginn. Hann kunni svo sannarlega til verka við sauma. Hann átti það reglulega til að gera við flíkur ef göt voru á þeim, hvort sem þeim hafi ætlað að vera þannig eður ei og stytta buxur ef hon- um þótti þær of síðar. Alltaf að hugsa um að við værum snyrti- leg til fara. Minningin vekur ör- lítið bros á vör þrátt fyrir sorg- ina sem fylgir því að missa þennan einstaka mann. Hann mun ætíð og að eilífu eiga sér búsetu í hjörtum okkar og er og verður sárt saknað. Bróðir minn Sigurður skrif- aði á Facebook eftirfarandi fal- lega minningu um afa okkar: Í gær fengum við þær sorgarfréttir að minn besti vin- ur og afi hefði fallið frá. Síðustu ár voru honum erfið en hann fór í gegnum þau sem hetja, já- kvæður, hjálpsamur, sterkur og góðhjartaður. Nú er hann kom- inn á betri stað og heldur áfram að hjálpa þeim sem þurfa, eins og honum einum var lagið. Sannað sig núna hefur hann, hetja og örlagavaldur. Kveðjum við þennan mæta mann, maðurinn sá heitir Baldur. (Snæbjörn Ragnarsson) Við munum elska þig að ei- lífu afi og langafi, Baldur Þór, Sigurður Markús, Hanna Lára og Helena Marý. Þegar ég þurfti leiðsögn úr hafvill- um mínum var Ninna Norður- stjarnan og Norðurstjarnan er hluti af Litla Birni. Litli Björn er stjörnumerki okkar sem lifum á norðurhveli jarðar og vísar okkur veginn. Stjörnur skína að eilífu og á meðan við samferðafólk Ninnu; „flugdýrin“ og allir hinir lifa mun Norðurstjarnan vísa okkur veginn. Þegar afkomendur okkar kom- ast til manns munum við gefa þeim í veganesti það sem Ninna gaf okkur: gleði, væntumþykju, réttlætiskennd og þá von sem Norðurstjarnan lét okkur í té. Þannig mun Ninna lifa áfram í gegnum okkur, börn okkar og barnabörn. Lifa að eilífu. Mín von er sú að þeir mann- kostir sem ástrík æska umvafin yndislegri fjölskyldu mótaði í Ninnu – að bæta og betra heim okkar – skili sér til sem allra flestra eins og hún gerði til þess er skrifar þessi fátæklegu orð. Hugur hans er orð þessi skrif- ar af vanmætti andspænist al- mættinu, dvelur við þá staðreynd að í hvert skipti er lagt er á hafið mun Norðurstjarnan vísa honum veginn heim og minna hann á að vanda sig við að vera góð mann- eskja, faðir og sonur. Ég sakna Ninnu meira en orð fá lýst. Ég er þakklátur fyrir Norðurstjörnuna og veginn heim. Ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst Ninnu því án við- kynningar við hana væri ég fá- tækur. Til útskýringar: Orðið „flug- dýr“ kemur frá Jóni Páli „Palla“ Þorbergssyni flugvélstjóra heitn- um og nær utan um fólk sem vinnur saman í háloftunum og myndar með sér órjúfanleg tengsl. Júlíus Steinar Heiðarsson, flugþjónn, Air Atlanta 1992-95. Elsku Ninna. Það er örugglega enginn sem ég hef átt jafn mörg hálfkláruð Jónína Helga Þórólfsdóttir ✝ Jónína HelgaÞórólfsdóttir fæddist 8. janúar 1971. Hún lést 27. janúar 2019. Útför Jónínu fór fram 8. febrúar 2019. samtöl við og þú. Það var nefnilega ósjaldan þegar við vorum að spjalla að það heyrðist ein- hvers staðar kallað mamma og önnur hvor okkar stökk af stað. Börnin okkar ná alveg einstaklega vel saman og við ræddum það ótal sinnum hversu fal- legt og dýrmætt samband þeirra væri. Ég hugsaði alltaf að við hefðum meiri tíma til að spjalla saman þegar börnin yrðu eldri og þá ættum við eftir að gera svo margt. Við áttum til dæmis eftir að verða frábærar í golfi og fara í ótal ferðalög með bræðrunum og fjölskyldunni. Þú varst svo ynd- isleg og góð manneskja að hlýjan geislaði einhvern veginn af þér. Aldrei hef ég samt séð þig geisla eins mikið og á brúðkaupsdaginn ykkar Orra, sólin bliknaði í samanburði við þig. Mikið sem við erum þakklát fyrir þann dá- semdardag. Þú hafðir farið víða og upplifað svo margt að mér fannst eins og það væri sama hvar við bærum niður, þú ættir sögu eða minn- ingu um það. Þú varst alltaf skemmtileg og komst svo oft með hnyttna punkta í umræðuna en hafðir litla þörf fyrir að vera mið- punktur athyglinnar. Í veikind- unum þegar fólk vildi heyra hvernig þú hefðir það og ræða heilsu þína þá tókst þér iðulega að snúa samtalinu við þannig að þú varst að hlusta á viðmæland- ann ræða eitthvað úr sínu lífi. Þú varst svo góður hlustandi og sýndir fólki alltaf skilning. Þú hafðir líka einstakt lag á að tengj- ast fólki og ég fylgdist oft full aðdáunar með úr fjarlægð hvern- ig þú fannst alltaf tengingar við alla sem þú hittir. Þú snertir mörg hjörtu á þinni lífsleið og margir sitja daprir eftir nú þegar þú ert farin. Þú áttir og munt eiga pláss í hjarta okkar og við fjölskyldan munum gera það sem við getum til að styrkja og styðja Orra, Loft Snæ og Lenu Líf sem hafa misst svo ótrúlega mikið. Megi allir góðir vættir vaka yfir þeim, for- eldrum þínum, systkinum og öðr- um ástvinum. Takk fyrir allt okkar, kæra Ninna. Perla, Högni, Salka Heiður og Katla Móey. Elsku, besta frænka okkar. Við erum langt frá því að vera tilbúnar að setjast niður og skrifa minning- arorð um þig. Þessa flottu góðu frænku sem var okkur svo kær. Margs er að minnast og byrj- um við þegar við systur vorum stelpur í sveitinni fyrir norðan. Þegar von var á Signýju frænku og fjölskyldu að sunnan í sína ár- legu heimsókn var það mikið til- hlökkunarefni. Bæði fyrir okkur og systkini hennar sem voru mjög náin. Skemmtilega frænkan okkar var alltaf svo glöð og kát, smart klædd og mikil vinkona allra barna. Allir voru jafnir í hennar augum. Hún var lista- kokkur, við eldum enn eftir henn- ar uppskriftum góðu sveppasós- una, hakk og spaghettí af einstakri snilld. Hannyrðakona var hún mikil og allt lék í hönd- unum á henni. Eitt sinn tók hún sig til og saumaði á litlu systurn- ar gallabuxur og vesti og var snögg að. Það sem við vorum fínar og hrifnar, okkur fannst við geta sómt okkur á hvaða tískusýningu sem var. Eftir að við systur fluttum suð- ur áttum við alltaf athvarf hjá frænku, okkur var alltaf tekið opnum örmum, umvafðar frænkukærleik. Ef einhver úr fjölskyldunni utan af landi þurfti að leita sér lækninga þá var Signý alltaf til staðar fyrir alla. Signý var einstaklega frændræk- in, var umhugað um að halda hópnum saman. Af minnsta til- efni var hún búin að blása til veislu og útbúa dýrindis kræsing- ar. Ef eitthvað bjátaði á var frænka mætt með poka fulla af mat og var þar allt sem tilheyrði Signý Gunnarsdóttir ✝ Signý Gunnars-dóttir fæddist 17. janúar 1939. Hún lést 18. janúar 2019. Signý var jarð- sungin 25. janúar 2019. lambalæri. Tilgang- urinn með þessu var að allir gætu verið saman og átt góða stund. Einnig útbjó hún á mettíma út- skriftarveislu ásamt góðu fólki fyrir aðra okkar þegar erfiðar aðstæður voru. Svona var frænka, alltaf til staðar, aldrei neitt mál, bara gengið í hlutina með bros á vör. Kærleikurinn og hjálpsemin í fyrirrúmi. Gjafmildari manneskju var vart hægt að finna. Margir fal- legir hlutir sem hún gaf okkur prýða heimilin okkar og minna okkur á hana. Við erum óskap- lega þakklátar fyrir allar þær stundir sem við áttum saman, út að borða, leikhúsferðir, stelpu- ferð til Keflavíkur, baðstofuferð- ir, sumarbústaðaferðir, allir frænkuhittingarnir að ógleymd- um búðarferðunum. Já, það hefur ýmislegt verið brallað. Elsku besta frænka, mikið er- um við ríkar að hafa átt þig að. Elsku besta amma Signý sem svo mörg börn kölluðu þig. Þú átt óteljandi „ömmubörn“. Við sjáum þig fyrir okkur sitjandi á hækjum þér í dyragættinni og börnin ganga beint í ömmufaðm og fá stórt knús. Síðasta ár var þér mjög erfitt en það var aðdáunarvert að sjá hvernig þú tókst á við þennan ill- víga sjúkdóm af ótrúlegri seiglu og æðruleysi. Elsku Signý frænka, minning þín lifir í hjört- um okkar og verður okkur ávallt leiðarljós. Ástarþakkir fyrir allt. Elsku Gunnar, Svanhildur og fjölskylda, innilegar samúðar- kveðjur til ykkar allra. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni. Og nú ertu genginn á guðanna fund það geislar af minningu þinni. (Friðrik Steingrímsson.) Voladalssystur, Guðrún (Rúrý), Guðný og fjölskyldur. Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SVANHILDUR FRIÐRIKSDÓTTIR, Sólbergi, Svalbarðsströnd, lést þriðjudaginn 12. febrúar. Útförin fer fram frá Svalbarðskirkju mánudaginn 25. febrúar klukkan 14. Rúnar Arason Inga Jóhannsdóttir Ásdís Jóhannsdóttir Úlfar Arason Larisa Seleznyova Edda G. Aradóttir Halldór Arinbjarnarson og fjölskyldur Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARÍA GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR, Dvalarheimili aldraðra Stykkishólmi, áður til heimilis að Tjarnarási 12, Stykkishólmi, lést á gjörgæsludeild Landspítalans sunnudaginn 10. febrúar. Útförin fer fram frá Stykkishólmskirkju föstudaginn 22. febrúar klukkan 14. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á félagsstarfið á Dvalarheimili aldraðra í Stykkishólmi, banki 309-26-1377, kt. 290575-3709. Guðrún Gunnlaugsdóttir Jónas Steinþórsson Kristján Gunnlaugsson Dallilja Inga Steinarsdóttir Guðmundur Gunnlaugsson Dagbjört I. Bæringsdóttir Þröstur Gunnlaugsson Helga Guðmundsdóttir Jóhann Gunnlaugsson Vaka Helga Ólafsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR H. GÍSLASON, Skúlagötu 20, áður Meistaravöllum 31, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 16. febrúar. Útförin fer fram frá Lindakirkju í Kópavogi föstudaginn 22. febrúar klukkan 13. Blóm og kransar afþakkaðir, þeim sem vilja minnast hans er bent á Slysavarnafélagið Landsbjörg eða Krabbameinsfélagið. Bjarney Kristín Viggósdóttir Viggó Guðmundsson Gunnar Ingi Guðmundsson Sigríður Kristinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.