Morgunblaðið - 19.02.2019, Síða 29
DÆGRADVÖL 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 2019
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Gættu þess að stökkva ekki upp á
nef þér af minnsta tilefni. Notaðu tækifær-
ið og komdu sjálfum/sjálfri þér á framfæri
því sveltur sitjandi kráka en fljúgandi fær.
20. apríl - 20. maí
Naut Maður er manns gaman. Hristu af
þér slenið og drífðu þig út úr húsi. Þú
munt fljótlega hitta manneskju sem vekur
áhuga þinn.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú kynnist mörgum í starfi þínu
og þarft að muna að ekki eru allir viðhlæj-
endur vinir. Þú þarfnast vitsmunalegrar
örvunar jafn mikið eða meira en þú þarfn-
ast hreyfingar.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Óvænt innkaup (ófyrirséð fjárútlát)
vekja spenning hjá yngstu fjölskyldu-
meðlimunum. Þú færð brátt svar við
spurningu þinni um hvers vegna makinn er
svona hengdur upp á þráð.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Það er margt sem byrgir manni sýn
dags daglega. Aðallega ímyndað tímaleysi.
Ef þú treystir á sjálfa/n þig munu aðrir
ganga til liðs við þig.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Reyndu að koma þannig fram við
aðra að þeir óttist ekki að leita til þín eftir
hjálp. Þú færð fljótlega heimboð sem á eft-
ir að setja veröld þína á hvolf.
23. sept. - 22. okt.
Vog Varastu að gera nokkuð það sem get-
ur valdið misskilningi um fyrirætlanir þínar.
Sestu niður, taktu þér tak og veldu úr það
sem þú vilt sinna betur.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Nú er mál að gera áhugamálið
að atvinnu, að hika er sama og tapa. Þú
átt inni greiða hjá kunningja, nýttu þér
það.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þótt þú hafir í mörg horn að
líta máttu ekki gleyma vinum þínum. Þú er
þinnar eigin gæfu smiður.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Allt er að gerast í dag - vertu
viðbúin/n óvæntum uppákomum. Reyndu
að temja þér meiri tillitssemi í samskiptum
við aðra.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Einhver þér eldri gæti gefið þér
óvenjulegar ráðleggingar varðandi ásta-
málin í dag. Venjubundin rútína þín fer úr
skorðum í dag.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Láttu ekki fjárhagsáhyggjur skyggja
á líf þitt í dag því ef þú heldur rétt á spöð-
unum eru þær flestar óþarfar. Gleymdu
óöryggi og kýldu á hlutina.
Víkverji var að hita upp fyrirbumbubolta um helgina ásamt
þremur félögum sínum þegar Reið-
höllina í Víðidal bar óvænt á góma
en tveir félaganna höfðu iðkað þar
knattspyrnu á sinni tíð. Víkverji
varð aldrei svo frægur að spyrna á
þeim glæsta skeiðvelli en sótti þar á
hinn bóginn fræga tónleika með
málmböndunum Whitesnake og
Quireboys.
„Hvaða ár var þetta?“ spurði þá
fjórði félaginn.
1990. Þú hefur líklega rétt misst
af þessum tónleikum.
„Já, þetta var árið sem ég fædd-
ist.“
Já, tíminn flýgur.
x x x
Whitesnake átti að koma fram átvennum tónleikum í Víðidaln-
um þetta haust en sem frægt er þá
forfallaðist söngvarinn, David
Coverdale, á þeim seinni. Varð eitt-
hvað misdægurt, karlinum; mögu-
lega hefur tærleiki íslenska vatnsins
orðið honum um megn. Steig þá
Pétur heitinn W. Kristjánsson á
svið með þeim snákungum og stóð
sig víst með stakri prýði. Þá var
Víkverji raunar fjarri góðu gamni
en hann átti miða á fyrri tónleikana
þar sem Coverdale var við hesta-
heilsu.
Þetta var löðursveitt gigg og góð-
ur „stemmari“ í húsinu sem hentaði
alls ekki illa undir tónleikahald.
x x x
Coverdale hristi fljótt af sér sleniðog er enn í fullu fjöri, orðinn 67
ára, og von er á nýrri breiðskífu frá
Whitesnake með vorinu. Raunar
kveðst kappinn alls ekki vera að rifa
seglin, í samtali sem Víkverji rakst
á í alþjóðapressunni. Þar kemur
fram að hann sé í hörkuformi, miðað
við aldur og fyrri störf, og sennilega
þurfi á endanum að draga hann
spriklandi af sviðinu – til að þagga
niður í honum. Svo gaman hefur Co-
verdale ennþá af því að troða upp.
x x x
Hvað ætli sé annars að frétta afgömlu kærustunni hans, Tawny
Kitaen, sem fór mikinn í mynd-
böndum Whitesnake í kringum
1990? Hún var með afbrigðum
hress. vikverji@mbl.is
Víkverji
Ég veit að lausnari minn lifir og hann
mun síðastur ganga fram á foldu.
(Jobsbók 19.25)
Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is
Bakteríuvörn
Kvarts steinn frá Silestone er fáanlegur í fjölbreyttum áferðum og litum.
Silestone bjóða einir upp á borðplötur með varanlegri
bakteríu- og sveppavörn.
Gefðu heimilinu ferskleika og líf á þínum forsendummeð Silestone.
Blettaþolið Sýruþolið
Högg- og
rispuþolið
Kvarts steinn
í eldhúsið
silestone.com
Á sunnudag skrifaði Ólafur Stef-ánsson: „Þegar ég kom á Leir
fyrir margt löngu voru þar margir
góðir á fleti fyrir. Þar var auðvitað
Þórir Jónsson foringi úr Svarfaðar-
dal og svo hún Engilráð M. Sigurð-
ardóttir, sem því miður hefur sett
of lítið inn á vefinn.
Ég heyrði þá sögu, að hún hefði
kveðið bekkjarfélaga sína í kútinn á
„reunion“ þegar þeir létu að því
liggja í vísum að stúlkurnar hefðu
eitthvað aukið mittismálið frá því í
skóla.
Vísa Engilráðar var einhvern
veginn svona:
Þótt árin hafi ýmsu breytt
ætla ég að vona
að þið kvartið ekki neitt,
við erum betri svona.
Mér finnst þessi vísa hafa skýr
höfundareinkenni eins og ég man
og nam frá Engilráð á Króknum.
Bæti við einni frá mér frá í gær
með kveðjum norður:
Lít ég til í lengd og bráð,
þó langt sé frá mínum sóknum,
að yrki meira Engilráð,
eðalfrú á Króknum.
„Lengi von hjá gamlingjunum,“
segir Ármann Þorgrímsson. „Ung
og falleg kona búin að hringja
þrisvar undanfarna daga og bjóða
mér þjónustu“:
Í mig hringdi yngisfljóð,
aðstoð bauð hún gömlum kalli,
en enskan mín er ekki góð
svo ekkert varð úr þessu spjalli.
Í Iðunni er rifjað upp, að sagt
var að Mývetningar vildu draga
engjar undan prestssetrinu á
Skútustöðum; þá orti Konráð Er-
lendsson:
Vænkast tekur Mammons mál,
máttur Drottins ræður ei;
Mývetningar sína sál
seldu fyrir mýrarhey.
Þessu svaraði Jón á Arnarvatni
þannig:
Sagt er að höfum selt fyrir hý
sálna vorra gengi;
en Konsi lýgur þessu því
það var – bleiki-engi!
Á föstudagskvöld orti Pétur Stef-
ánsson:
Laus við amstur, fals og fjas,
fjarri dagsins böli
finnst mér best að fá í glas
úr flösku af góðu öli.
Jón Daníelsson svaraði að bragði:
Laus við böl og basl og hlaup,
bráðum vænkast hagur.
Fær sér eitt, svo annað staup
enda flöskudagur.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Mittismálið og fréttir
af gamlingjum
„vegna ofnæmis, mæli ég meÐ AÐ ÞÚ
FORÐIST ÞESSA.”
„elskan mín, hann verÐUR TENGDAFAÐIR
ÞINN.”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að finna þessa einu
manneskju sem færir
þér hamingju.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
ÞAÐ EINA SLÆMA VIÐ
GÓÐAN NÆTURSVEFN …
HANN SPILLIR GÓÐUM
DAGSVEFNI
SJÁÐU HVERSU FLOTTUR
GARÐURINN MINN ER. ÉG GET
ÞAKKAÐ ÞÉR STÓRAN HLUTA AF
ÞVÍ!
Í ALVÖRU?
JÁ! ÉG ÞARF AÐ KOMAST
ÚT ÚR HÚSI!
ROOOP!