Morgunblaðið - 19.02.2019, Síða 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 2019
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Vetrarkyrrð er yfirskrift tónleika
Jóns Svavars Jósefssonar bassa-
barítóns og píanóleikarans Guð-
rúnar Dalíu Salómonsdóttur í Saln-
um í Kópavogi í kvöld, þriðjudag,
klukkan 20 en þeir eru hluti af Tí-
brár-tónleikaröðinni. Eins og felst í
yfirskriftinni segir Jón Svavar
markmiðið að flytja ljóð og lög um
veturinn en hugsa þó jafnframt hlý-
lega til sumarsins. Þau fluttu efnis-
skrána fyrst á tónleikum í menning-
arhúsinu Bergi nú um helgina.
„Upphaflega vorum við beðin um
að halda tónleika í röðinni Klassík í
Bergi, á Dalvík. En þegar maður
leggur svo mikla vinnu í að æfa og
undirbúa sig fyrir tónleika eins og
þessa fyrir norðan, þá fannst okkur
við verða að flytja efnisskrána líka
fyrir sunnan. Annars missa margir
af þessu og fara að skamma okkur,“
segir Jón Svavar og brosir.
„Við slógum því bara til og feng-
um að halda líka tónleika í Salnum.
Þegar við Guðrún Dalía vorum bæði
nýútskrifuð fyrir tólf árum þá héld-
um við tónleika saman á sama stað
og kölluðum þá Ókyrrð í Salnum.
Það voru hálfgerðir drauga-
tónleikar. En núna köllum við tón-
leikana Vetrarkyrrð enda erum við
orðin þroskaðri og stilltari.
Samstarf okkar Guðrúnar Dalíu
hefur varað allar götur síðan við
komum saman í Salnum fyrir þetta
mörgum árum og við spilum mjög
mikið saman. Samspilið hefur þrosk-
ast mjög mikið og hefur verið mjög
ánægjulegt. Og mér finnst sam-
starfið vera rétt að byrja! Við höfum
lofað okkur því að flytja saman Vetr-
arferð Schuberts áður en við verðum
fimmtug – það er samt langt í það,
við erum svo ung,“ segir hann og
hlær.
Síðustu tónleikar þeirra tveggja í
Salnum voru söngtónleikar fyrir
börn sem báru heitið Ég sá sauð.
Misþekkt sönglög og aríur
Þegar Jón Svavar er spurður út í
efnisskrána þá segir hann þau Guð-
rún Dalíu ætla að „smakka aðeins“ á
Vetrarferðinni, sem þau munu flytja
seinna í heild. „Hún er svo stór að
við erum byrjuð að æfa okkur á
henni“ – þau flytja lögin „Gute
Nacht“ og „Der Lindenbaum“. „Svo
flytjum við ýmis íslensk sönglöng
um þennan árstíma, veturinn, en það
glittir þó líka í vorið. Og við laumum
okkur aðeins inn í sumarið en helst
ekki að haustinu …“ bætir hann við.
Jón Svavar segist hafa sungið sum
laganna áður en önnur sé hann að
takast á við opinberlega í fyrsta
skipti. „Sum þessara laga tel ég lík-
legt að tónleikagestir hafi jafnvel
ekki heyrt, þótt þau séu í söngva-
bókum tónskáldanna.“ Og hann
nefnir sem dæmi „Sláttuvísur“ eftir
Sigurð Þórðarson við ljóð Jónasar
Hallgrímssonar. Meðal annarra laga
verða á efnisskránni verkin „Vetur“
og „Sprettur“ eftir Sveinbjörn
Sveinbjörnsson, „Draumalandið“,
„Gígjan“ og „Sofnar lóa“ eftir Sigfús
Einarsson, „Í dag skein sól“ eftir Pál
Ísólfsson og „Í rökkurró“ eftir
Björgvin Guðmundsson. Sögvarinn
tekur fram að þau Guðrún Dalía hafi
oft flutt lög eftir Karl O. Runólfsson
en þau ætli að „hvíla hann“ á þessum
tónleikum. „Lög Karls eru í miklu
uppáhaldi en nú leitum við víðar
fanga.
Við endum svo kannski á nokkrum
óperuaríum,“ bætir hann við og
nefnir tónskáldin Donizetti, Wagner
og Gounod.
Stjórnar mörgum kórum
Þegar Jón Svavar er spurður að
því hvað hann sé annars að fást við
um þessar mundir segist hann vera
að fást við söng á einn eða annan
hátt. „Fyrir um tíu árum slysaðist ég
til þess að stofna karlakór, Bartóna,
og það hefur hlaðið utan á sig. Ýmsir
hafa síðan leitað til mín vegna kóra-
starfs og nú er ég farinn að stjórna
fleiri kórum en ég ætti að stjórna!“
Hann hlær og bætir við að að það sé
mjög gaman og kórarnir séu líka
ólíkir. Hann stjórni kvennakór,
karlakór og blönduðum kór, fram-
haldsskólakór og vinnustaðakórum.
„Svo hef ég verið í að talsetja teikni-
myndir og ég kenni söng. Allt snýr
þetta að röddinni á einn eða annan
hátt. Svo koma verkefni inn á milli
þar sem ég er að syngja, hvort sem
það eru óperur eða tónleikar. Það er
bara alveg brjálað að gera,“ segir
hann og hlær.
„Orðin þroskaðri og stilltari“
Söngvarinn Jón Svavar Jósefsson og Guðrún Dalía Salómonsdóttir píanó-
leikari koma fram á tónleikunum Vetrarkyrrð í Tíbrár-röð Salarins í kvöld
Morgunblaðið/RAX
Vetrarleikur Guðrún Dalía og Jón Svavar brugðu á leik í snjónum en þau hylla veturinn á tónleikunum í kvöld.
Í fyrra var sett upp í hinu stóra og
virta listasafni The Metropolitan
Museum of Art í New York rómuð
sýning á egypskum fornmunum og
fjársjóðum. Sýningin var kölluð
Nedjemankh and His Gilded Coffin
og fyrir miðju sýningarinnar og
það sem mesta athygli vakti var
glæsileg gulli slegin egypsk líkkista
frá fyrstu öld f.Kr. sem safnið hafi
nýkeypt og í höfðu verið líkams-
leifar háttsetts prests að nafni
Nedjemankh. Nú greinir The New
York Times frá því að safnið muni
skila kistunni til egypskra yfirvalda
því í ljós hafi komið að hún hafi ver-
ið þýfi frá grafarræningjum.
Stjórnendur safnsins segjast hafa
keypt hana í góðri trú frá forn-
gripasala í París en sá hafi fram-
vísað fölsuðum upprunavottorðum
sem sögðu kistuna hafa komið til
Evrópu fyrir mörgum áratugum.
Greiddi safnið um 470 milljónir
króna fyrir gripinn en nú hafa
stjórnendur safnsins falið lögfræð-
ingum að reyna að endurheimta
féð. Sannað mun vera að kistunni
gylltu hafi verið smyglað frá
Egyptalandi fyrir átta árum en sér-
fræðingar eru sammála um að
þetta sé einhver fegursta egypska
líkkista frá þessu tímabili sem kom-
ið hafi í ljós.
Ljósmynd/The Metropolitan Museum of Art
Verðmæt Safnið virta í New York
greiddi nær hálfan milljarð fyrir.
Skila gylltri
múmíukistu
Metropolitan-
safnið keypti ránsfeng
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Ég er mjög þakklát fyrir að mér sé
aftur treyst fyrir stórri sýningu. Eftir
að hafa átt í góðu samtali við Shake-
speare verður ekki leiðinlegt að hitta
fyrir þennan stórfenglega Rússa,“
segir Brynhildur Guðjónsdóttir sem
á næsta leikári leikstýrir Vanja
frænda eftir Anton Tsjekhov á Stóra
sviði Borgarleikhússins. Brynhildur
leikstýrði Ríkharði III. sem frum-
sýndur var um áramótin við ein-
staklega góðar viðtökur gagnrýn-
enda og áhorfenda. „Ég gæti ekki
verið hamingjusamari með Ríkharð,
hvort heldur er í samstarfinu við fólk-
ið hér innanhúss eða með viðtökurnar
enda virðist sýningin höfða jafnt til
leikra og lærðra.“
Spurð um valið á Vanja frænda
segir Brynhildur það hafa legið beint
við að demba sér í aðra klassík.
„Minn styrkur og jafnframt áhugi
liggur í klassíkinni,“ segir Brynhildur
og bendir á að hún sé mótuð af há-
skólamenntun sinni í bókmenntum og
klassísku leikaranámi í Bretlandi.
„Ég viðurkenni fúslega að ég er svo-
lítið gömul í mér og finnst gott að
leita í ræturnar, enda verðum við að
bera virðingu fyrir fortíðinni til að
eiga möguleika á að skilja framtíð-
ina.“
Eins og skrautfiskar í búri
Að sögn Brynhildar kallast Vanja
frændi sterklega á við samtímann þar
sem fólk glímir við kulnun og lífsleiða
og gefst upp fyrir sjálfu sér. „Við ætt-
um auðveldlega að geta sett okkur í
spor þessa fólks sem ber breyskleika
sinn á borð og glímir við mjög mann-
legar tilfinningar,“ segir Brynhildur
og tekur fram að eitt af því sem sé
hvað skemmtilegast við Vanja
frænda sé að verkið sé bráðfyndið á
harmrænan hátt. „Þetta er verk sem
rannsakar til hvers ætlast er af
manni og hvort maður geti fundið sér
farveg eða lokist inni,“ segir Bryn-
hildur og rifjar upp að í verkinu hafi
Vanja og Sonja lagt mikið á sig fyrir
föður Sonju. „Það er til margt fólk
sem er til í að leggja mikla vinnu á sig
fyrir aðra og verður eðlilega bæði
reitt og sárt þegar það áttar sig á því
„Gæti ekki verið
hamingjusamari“
Brynhildur Guðjónsdóttir leikstýrir
Vanja frænda í Borgarleikhúsinu
BORÐPLÖTUR
OG SÓLBEKKIR
• Gæðavörur úr harðplasti, akrílstein, Fenix og límtré
• Mikið úrval efna, áferða og lita
• Framleiðum eftir óskum hvers og eins
• Hentar jafnt fyrir heimili, vinnustaði og almenningssvæði
Fanntófell hefur sérhæft sig í framleiðslu á borðplötum og sólbekkjum síðan 1987.
Fanntófell ehf. | Gylfaflöt 6-8 | 112 Reykjavík | Sími 587 6688 | fanntofell.is