Morgunblaðið - 26.02.2019, Side 17

Morgunblaðið - 26.02.2019, Side 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 2019 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í fyrrakvöld að sér lægi ekki á því að ná samkomulagi við leiðtoga einræðisstjórnarinnar í Norður- Kóreu um kjarnorkuafvopnun og kvaðst vera ánægður með þróunina í samskiptum ríkjanna svo fremi sem Norður-Kóreumenn hæfu ekki kjarnorku- og eldflaugatilraunir að nýju. Trump ræðir við Kim Jong- un, leiðtoga Norður-Kóreu, í Hanoi í Víetnam á morgun og fimmtudag. Trump lýsti því yfir eftir fyrsta fund leiðtoganna í Singapúr 12. júní að Bandaríkjunum stafaði ekki lengur hætta af kjarnavopnum Norður-Kóreu. Mike Pompeo, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, var spurður í viðtali við CNN-sjónvarp- ið hvort hann teldi að hætta stafaði af norðurkóresku vopnunum. „Já,“ svaraði utanríkisráðherrann og bætti við þegar fréttamaður CNN benti á að þetta samræmdist ekki yfirlýsingu forsetans: „Þetta er ekki það sem hann sagði. Ég veit ná- kvæmlega hvað hann sagði.“ „Allir geta nú talið sig öruggari en daginn áður en ég tók við emb- ættinu,“ sagði Trump á Twitter 13. júní eftir fundinn með Kim í Singa- púr. „Það stafar ekki lengur hætta af kjarnavopnum Norður-Kóreu.“ Virðist vera raunsærri Forsetinn virðist vera raunsærri í yfirlýsingum sínum fyrir leiðtoga- fundinn í Hanoi en fyrir viðræð- urnar í Singapúr þegar hann fór mjög lofsamlegum orðum um ein- ræðisherra Norður-Kóreu, sagði að hann hefði verið „mjög hreinskil- inn“, „mjög heiðvirður“ og „mjög einlægur“ í viðræðunum um afvopn- un. Fylgismenn Trumps í Banda- ríkjunum og víðar voru farnir að tala í spjallþáttum sjónvarps- og út- varpsstöðva um að Trump verð- skuldaði friðarverðlaun Nóbels fyrir að knýja einræðisherrann til samn- ingaviðræðna. Trump virðist nú vilja dempa væntingarnar fyrir viðræðurnar í Hanoi. Hann sagði á Twitter að Norður-Kórea gæti orðið að einu af „miklu efnahagsveldum heimsins“ ef einræðisstjórn landsins féllist á að afsala sér kjarnavopnum sínum. Norður-Kórea hefði „meiri mögu- leika á hröðum hagvexti en nokkurt annað land“. Skömmu áður sagði Trump við fréttamenn að samband sitt við Kim væri orðið „mjög, mjög gott“. Sér lægi ekki á því að knýja Norður- Kóreumenn til eyða kjarnavopnun- um. „Ég vil ekki reka á eftir nein- um. Ég vil bara ekki neinar kjarnorkutilraunir. Svo fremi sem ekki kemur til neinna tilrauna erum við ánægðir.“ Setja öryggið á oddinn Eftir viðræðurnar í Singapúr undirrituðu leiðtogarnir tveir samn- ing með mjög óljósu loforði um að löndin ynnu að „algerri kjarnorku- afvopnun Kóreuskaga“. Síðan þá hefur lítt miðað í viðræðum embættismanna landanna tveggja um næstu skref í átt að kjarnorku- afvopnun. Norður-Kóreustjórn hef- ur lengi sagt að hún láti ekki kjarnavopn sín af hendi nema Bandaríkin flytji hermenn sína frá Suður-Kóreu. Hún hefur alltaf hald- ið því fram að hún þurfi á kjarna- vopnum að halda til að koma í veg fyrir að Bandaríkjamenn og sam- starfsþjóðir þeirra geri árásir á landið og reyni að steypa einræðis- stjórninni af stóli. Ekkert hefur komið fram sem bendir til að þessi afstaða hennar hafi breyst. Fréttaskýrendur í Bandaríkjun- um telja að Trump og embættis- menn hans ætli að reyna að telja einræðisstjórnina á að fara að dæmi kommúnistaríkisins Víetnam og koma á efnahagsumbótum. Trump lofi henni gulli og grænum skógum fallist hún á að láta kjarnavopn sín af hendi. Sá hængur er hins vegar á að einræðisstjórnin hugsar ekki eins og fasteignabraskarar á Man- hattan og setur eigið öryggi á odd- inn, en ekki hugsanlegan gróða. Vonir um kjarnorkuafvopnun „draumórar“ „Donald Trump og margir aðrir í Washington segja í meginatriðum að ef Norður-Kórea lætur kjarna- vopn sín af hendi og fellst á erlend- ar fjárfestingar – eins og Kínverjar gerðu – verði hún að mjög auðugu ríki og leiðtogar landsins geti notið lystisemda sem þeir geta ekki einu sinni látið sig dreyma um núna,“ hefur fréttavefur CNN eftir Andrei Lankov, einum af helstu sérfræð- ingum heimsins í málefnum Norður-Kóreu. „Í augum Norður-Kóreumannanna er öryggi þeirra í forgangi. Og þeir telja að öryggi þeirra verði ábótavant ef þeir halda ekki einhverjum kjarna- vopnum. Hægt er að ná samkomu- lagi um fækkun kjarnavopnanna en það eru draumórar að gera sér von- ir um algera kjarnorkuafvopnun.“ Stjórnvöld í Suður-Kóreu og Jap- an óttast að Donald Trump nái sam- komulagi við Kim Jong-un sem feli aðeins í sér að einræðisstjórnin af- sali sér langdrægum eldflaugum sem hægt væri að skjóta á Banda- ríkin en ekki skammdrægum flaug- um sem hún gæti beitt gegn grann- ríkjum Norður-Kóreu. Það væri versta mögulega niðurstaða leið- togafundarins í Hanoi að mati dag- blaðsins The Korea Herald í Suður- Kóreu. Lítil von um kjarnorkuafvopnun  Donald Trump sagði eftir fundinn með Kim Jong-un í Singapúr að ekki stafaði lengur hætta af kjarnavopnum N-Kóreu en utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir nú að hættan sé enn fyrir hendi Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, og Donald Trump Bandaríkjaforseti undirrituðu samning á fyrsta fundi þeirra í Singapúr í júní Meginatriði samningsins Löndin tvö heita því að vinna að „nýjum tengslum“ ámilli þeirra Stjórnvöld í Bandaríkjunum lofa Norður-Kóreu „öryggistryggingum“ Löndin ætla að vinna með öðrum ríkjum að því að tryggja varanlegan frið á Kóreuskaga Einræðisstjórnin í Norður-Kóreu heitir því að vinna að „algerri kjarnorkuafvopnun á Kóreuskaga“ Löndin lofa að vinna saman að því að finna líkamsleifar bandarískra hermanna sem biðu bana í Norður-Kóreu Heimildir: Lögbirtingablað stjórnvalda í Singapúr/fréttir fjölmiðla Fyrsti fundur Trumps og Kims Capella-hótelið í Singapúr 12. júní 2018 Tvífarar Kims Jong-uns og Donalds Trumps kveðjast á hóteli í Hanoi áður en lögreglumenn tóku þá til yfirheyrslu í gær eftir að þeir höfðu sett leið- togafund á svið í borginni. Tvífari Kims, Hong Kong-búinn Howard X, sagði að þeim hefði verið bannað gera grín að leiðtogunum með þessum hætti. Víetnamskir embættismenn sögðu Howard X að vegabréfsáritun hans væri „ógild“ og honum yrði því vísað úr landi, að sögn fréttaveitunnar AFP. Tvífara Kims vísað úr landi AFP Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær að hún ein- setti sér enn að tryggja að Bretland gengi úr Evrópusambandinu 29. mars þótt nokkrir þingmanna Íhaldsflokksins hefðu hvatt hana til að fresta brexit til að koma í veg fyr- ir útgöngu án samnings. May sagði við fréttamenn að viðræður bresku stjórnarinnar við leiðtoga Evrópu- sambandsins síðustu daga bentu til þess að þeim væri umhugað um að tryggja að Bretland gengi úr ESB með samningi. Mark Rutte, for- sætisráðherra Hollands, sagði hins vegar að stjórnvöld í Bretlandi væru í „svefngöngu“ í áttina að brexit án samnings og hvatti þau til að „vakna“. May sagði í fyrradag að neðri deild breska þingsins fengi tækifæri til að greiða atkvæði um brexitsamn- ing bresku stjórnarinnar við ESB ekki síðar en 12. mars. Þá verða að- eins sautján dagar þar til útgangan á að taka gildi. AFP Þjarkað um útgöngu Stuðningsmenn og andstæðingar brexit mótmæla fyrir utan þinghúsið í London, rúmum mánuði áður en brexit á að taka gildi. May kveðst enn stefna að útgöngu 29. mars

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.