Morgunblaðið - 26.02.2019, Blaðsíða 31
MENNING 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 2019
Sjöttu og síðustu tónleikarKammermúsíkklúbbsins áþessum vetri fóru fram ípurpurablálýstum Norður-
ljósasal Hörpu við fjölmenna að-
sókn. Sáust sem endranær fáir inn-
an við fimmtugt, og er óneitanlega
sláandi hve gæði virðast nú þoka
meir en nokkru sinni fyrir rusli í
tónneyzlu yngri hlustenda.
Vonandi tekst að snúa þeirri
öfugþróun við í tæka tíð áður en
flestir fara á borgaralaun og gerast
„gentlemen of leisure“, enda að
sönnu átakanlegur vitnisburður um
algert sambandsleysi í miðri tækni-
byltingu tjáskipta, þar sem aldrei
áður hefur verið jafn auðvelt að
nálgast klassíska gimsteina og nú
(t.d. á „YouTube“) fyrir hvern sem
nennir að bera sig eftir þeim.
Er nema von þótt maður spyrji
hvað hafi brugðizt?
Því nöturlegri var fjarvera erf-
ingja landsins, þar eð dagskráin var
ekki aðeins sérlega fjölbreytt held-
ur í ofanálag flutt af viðtækum
glæsibrag. T.a.m. – svo aðeins ein
hlið sé nefnd – að styrkleikablæ;
einn af mörgum ,parametrum‘ sem
hurfu í rafmengun rokkvæðingar.
Hugsanlega fremsti strokkvartett
landsmanna í dag, „Siggi“, lék sér
nefnilega ósjaldan að því að laða
fram jafnt dulúð sem kímni með því
að gæla við fíngerðustu styrkbrigði
þá tilefni gafst – t.d. í „kammer-
útgáfu“ Stravinskíjs af Vorblótinu
er minnt gat á næturdaður í dyngju
hefðarkonu á frumsteinöld.
Annað var eftir því. Síðrómant-
ískt kryddseiðandi æskuverk Web-
erns kom ýmsum á óvart er þekkja
hann aðeins af stuttaralegum tólf-
tónastíl seinni ára. Þar sem víðar
birtist fáguð spilamennska Sigg-
verja fram í fingurgóma. Þó skorti
hvorki kraft né rögg þegar með
þurfti. Né heldur lét samtaka
hrynskerpa á sér standa og gegndi
það mestu í lokaatriðinu Op. 130,
þó svo að sumt hefði kannski mátt
,sitja‘ pinku betur með ívið ríflegri
rúbatóum, t.d. í þýzka dansinum
(Alla tedesca, III) er hefði mátt
þeyta meir pilsum í Ländler-
sveiflu.
Vitanlega var meistaraverk
Beethovens frá 1826, ekki sízt
hrynrænt séð, kröfuharðasti bitinn
á tónseðli dagsins og ekki að sök-
um að spyrja þótt varla væri þar
allt í óaðfinnanlegu toppstandi
frekar en hjá jafnvel nafntoguðustu
strengjafereykjum heimsins. Mestu
skipti þó að leikið var af smitandi
gleði og innlifun, enda leyndi
ánægja hlustenda sér ekki að leiks-
lokum.
Strokkvartettinn Siggi „Hugsanlega fremsti strokkvartett landsmanna í dag, „Siggi“, lék sér nefnilega ósjaldan að
því að laða fram jafnt dulúð sem kímni með því að gæla við fíngerðustu styrkbrigði þá tilefni gafst – t.d. í „kammer-
útgáfu“ Stravinskíjs af Vorblótinu er minnt gat á næturdaður í dyngju hefðarkonu á frumsteinöld,“ skrifar rýnir.
Norðurljósum í Hörpu
Kammertónleikarbbbbn
Mozart: Dívertímentó í F, K138. Webern:
Langsamer Satz (1905). Stravinskíj: 3
stykki fyrir strengjakvartett (1914).
Beethoven: Kvartett nr. 13 í B Op. 130.
Strokkvartettinn Siggi (Una Sveinbjarn-
ardóttir & Helga Þóra Björgvinsdóttir
fiðla, Þórunn Ósk Marínósdóttir víóla og
Sigurður Bjarki Gunnarsson selló.
Sunnudaginn 24.2. kl. 16.
RÍKARÐUR Ö.
PÁLSSON
TÓNLIST
Steinaldardaður
Ronja Ræningjadóttir (Stóra sviðið)
Sun 3/3 kl. 13:00 44.sýn Sun 31/3 kl. 13:00 Auka Sun 5/5 kl. 13:00 56.sýn
Sun 3/3 kl. 16:00 45.sýn Sun 31/3 kl. 16:00 49.sýn Sun 5/5 kl. 16:00 57.sýn
Sun 10/3 kl. 13:00 46.sýn Sun 7/4 kl. 13:00 50.sýn Sun 12/5 kl. 13:00 58.sýn
Sun 10/3 kl. 16:00 47.sýn Sun 7/4 kl. 16:00 51.sýn Sun 12/5 kl. 16:00 59.sýn
Sun 17/3 kl. 13:00 Aukas. Sun 14/4 kl. 13:00 52.sýn Sun 19/5 kl. 13:00 Auka
Sun 17/3 kl. 16:00 48.sýn Sun 14/4 kl. 16:00 53.sýn Sun 19/5 kl. 16:00 Auka
Sun 24/3 kl. 13:00 Auka Sun 28/4 kl. 13:00 54.sýn
Sun 24/3 kl. 16:00 Auka Sun 28/4 kl. 16:00 55.sýn
Stórskemmtilegur og æsispennandi söngleikur fyrir alla fjölskylduna!
Einræðisherrann (Stóra Sviðið)
Lau 2/3 kl. 19:30 15.sýn Lau 9/3 kl. 19:30 17.sýn Fös 29/3 kl. 19:30 19.sýn
Fös 8/3 kl. 19:30 16.sýn Lau 23/3 kl. 19:39 18.sýn Fös 5/4 kl. 19:30 20.sýn
Siggi Sigurjóns mætir Charlie Chaplin!
Jónsmessunæturdraumur (Stóra sviðið)
Mið 27/2 kl. 19:30 Fors. Fös 15/3 kl. 19:30 3.sýn Lau 6/4 kl. 19:30 7.sýn
Fim 28/2 kl. 19:30 Fors. Lau 16/3 kl. 19:30 4.sýn Fös 12/4 kl. 19:30 8.sýn
Fös 1/3 kl. 19:30 Frums Fös 22/3 kl. 19:30 5.sýn
Fim 7/3 kl. 19:30 2.sýn Lau 30/3 kl. 19:30 6.sýn
Fyndinn og erótískur gamanleikur
Þitt eigið leikrit (Kúlan)
Fös 1/3 kl. 18:00 11.sýn Lau 9/3 kl. 17:00 Auka Sun 24/3 kl. 17:00 20.sýn
Lau 2/3 kl. 15:00 12.sýn Sun 17/3 kl. 15:00 15.sýn Lau 30/3 kl. 15:00 21.sýn
Lau 2/3 kl. 17:00 Auka Sun 17/3 kl. 17:00 16.sýn Sun 31/3 kl. 15:00 22.sýn
Fim 7/3 kl. 18:00 Auka Lau 23/3 kl. 15:00 17.sýn Sun 31/3 kl. 17:00 23.sýn
Fös 8/3 kl. 18:00 13.sýn Lau 23/3 kl. 17:00 18.sýn Lau 6/4 kl. 15:00 24.sýn
Lau 9/3 kl. 15:00 14.sýn Sun 24/3 kl. 15:00 19.sýn Sun 7/4 kl. 15:00 25.sýn
Það er þitt að ákveða hvað gerist næst!
Súper - þar sem kjöt snýst um fólk (Kassinn)
Lau 16/3 kl. 19:30 Frums. Fim 28/3 kl. 19:30 6.sýn Mið 10/4 kl. 19:30 Aukas.
Mið 20/3 kl. 19:30 2.sýn Lau 30/3 kl. 19:30 7.sýn Fim 11/4 kl. 19:30 9.sýn
Fim 21/3 kl. 19:30 3.sýn Mið 3/4 kl. 19:30 Aukas. Fös 12/4 kl. 19:30 10.sýn
Fös 22/3 kl. 19:30 4.sýn Fim 4/4 kl. 19:30 8.sýn
Mið 27/3 kl. 19:30 5.sýn Lau 6/4 kl. 19:30 Aukas.
Nýtt og bráðfyndið leikrit, fullt af "gnarrískum" húmor
Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari)
Mið 27/2 kl. 20:00 Mið 20/3 kl. 20:00 Mið 10/4 kl. 20:00
Mið 6/3 kl. 20:00 Mið 27/3 kl. 20:00
Mið 13/3 kl. 20:00 Mið 3/4 kl. 20:00
Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins!
Mið-Ísland (Þjóðleikhúskjallarinn)
Fim 28/2 kl. 19:30 Lau 2/3 kl. 19:30 Fös 8/3 kl. 19:30
Fös 1/3 kl. 19:39 Lau 2/3 kl. 22:00 Fös 8/3 kl. 22:00
Fös 1/3 kl. 22:00 Fim 7/3 kl. 19:30
Bara Góðar - Uppistandssýning (Þjóðleikhúskjallarinn)
Sun 3/3 kl. 20:00 Sun 17/3 kl. 20:00
leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200
BORGARLEIKHÚSIÐ
Kynntu þér nýjan tapas-matseðil Leikhúsbarsins
á borgarleikhus.is
Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is
Matthildur (Stóra sviðið)
Þri 12/3 kl. 19:00 Fors. Lau 23/3 kl. 19:00 7. s Fös 12/4 kl. 19:00 18. s
Mið 13/3 kl. 19:00 Fors. Sun 24/3 kl. 19:00 8. s Lau 13/4 kl. 13:00 19. s
Fim 14/3 kl. 19:00 Fors. Mið 27/3 kl. 19:00 9. s Sun 14/4 kl. 19:00 20. s
Fös 15/3 kl. 19:00 Frums. Fim 28/3 kl. 19:00 10. s Þri 16/4 kl. 19:00 21. s
Lau 16/3 kl. 19:00 2. s Sun 31/3 kl. 19:00 12. s Mið 24/4 kl. 19:00 22. s
Sun 17/3 kl. 19:00 3. s Mið 3/4 kl. 19:00 13. s Fim 25/4 kl. 19:00 23. s
Mið 20/3 kl. 19:00 4. s Fös 5/4 kl. 19:00 15. s Fös 26/4 kl. 19:00 24. s
Fim 21/3 kl. 19:00 5. s Sun 7/4 kl. 19:00 16. s Sun 28/4 kl. 19:00 25. s
Fös 22/3 kl. 19:00 6. s Mið 10/4 kl. 19:00 17. s Þri 30/4 kl. 19:00 26. s
Miðasalan er hafin!
Elly (Stóra sviðið)
Fös 1/3 kl. 20:00 205. s Fös 8/3 kl. 20:00 207. s Lau 30/3 kl. 20:00 209. s
Lau 2/3 kl. 20:00 206. s Lau 9/3 kl. 20:00 208. s
Síðustu sýningar komnar í sölu.
Ríkharður III (Stóra sviðið)
Sun 3/3 kl. 20:00 14. s Fös 29/3 kl. 20:00 auka
5 stjörnur - ÞT. Morgunblaðið / 5 stjörnur - SJ. Fréttablaðið
Fólk, staðir og hlutir (Litla sviðið)
Mið 27/2 kl. 20:00 41. s Mið 6/3 kl. 20:00 45. s Sun 10/3 kl. 20:00 49. s
Fim 28/2 kl. 20:00 42. s Fim 7/3 kl. 20:00 46. s Mið 13/3 kl. 20:00 50. s
Fös 1/3 kl. 20:00 43. s Fös 8/3 kl. 20:00 47. s
Lau 2/3 kl. 20:00 44. s Lau 9/3 kl. 20:00 48. s
Athugið, takmarkaður sýningafjöldi.
Kvenfólk (Nýja sviðið)
Fös 1/3 kl. 20:00 39. s Fös 8/3 kl. 20:00 41. s Fös 15/3 kl. 20:00 43. s
Lau 2/3 kl. 20:00 40. s Lau 9/3 kl. 20:00 42. s
Drepfyndin sagnfræði með söngvum.
Kæra Jelena (Litla sviðið)
Fös 12/4 kl. 20:00 Frums. Mið 24/4 kl. 20:00 5. s Fim 2/5 kl. 20:00 9. s
Lau 13/4 kl. 20:00 2. s Fim 25/4 kl. 20:00 6. s Fös 3/5 kl. 20:00 10. s
Sun 14/4 kl. 20:00 3. s Fös 26/4 kl. 20:00 7. s Sun 5/5 kl. 20:00 11. s
Þri 16/4 kl. 20:00 4. s Sun 28/4 kl. 20:00 8. s Mið 8/5 kl. 20:00 12. s
Kvöld sem breytir lífi þínu.
Club Romantica (Nýja sviðið)
Fim 28/2 kl. 20:00 Frums. Sun 3/3 kl. 20:00 2. s Fim 7/3 kl. 20:00 3. s
Hvað varð um konuna?
Kvöldvaka með Jóni Gnarr (Litla sviðið)
Lau 13/4 kl. 20:00 aukas.
Aukasýning komin í sölu.
Allt sem er frábært (Litla sviðið)
Lau 4/5 kl. 20:00 aukas. Fim 9/5 kl. 20:00 aukas. Lau 11/5 kl. 20:00 aukas.
Aukasýningar vegna mikillar eftirspurnar!
1962
MANFREÐ VILHJÁLMSSON
Endurgerð af heima-
smíðuðum traktor sem
Manfreð Vilhjálmsson
(1928) arkitekt smíðaði
fyrir son sinn Vilhjálm
og gaf honum á sex ára
afmæli hans árið 1962.
Á þessum tíma stóð
Manfreð í byggingu fjöl-
skylduheimilisins á
Álftanesi og nýtti afgangs-
krossvið sem fallið hafði til
við byggingarvinnuna.
Í tilefni af áttatíu ára afmæli
Manfreðs voru gerð 80 númeruð eintök að frumkvæði Epal og er ein-
tak 2/80 það sem til er í Hönnunarsafni Íslands. Endurgerðin var smíð-
uð af Georg Hollander en hann var lengi þekktur fyrir handunnin þroska-
leikföng úr viði sem hann hóf að gera undir nafninu Stubbur árið 1994 norður í Eyjafjarðarsveit.
Manfreð var einn stofnenda húsgagnaverslunarinnar Kúlunnar, stofnuð sama ár og traktorinn var gerð-
ur, en aðrir helstu stofnendur voru Magnús Pálsson og Dieter Roth. Þar voru m.a. seld einföld tréleikföng
byggð á grunnformum og grunnlitum í svipuðum anda og Villa-traktor.
Íslensk hönnun – Hönnunarsafn Íslands
Villa-traktor úr afgöngum
Ljósmynd/Hönnunarsafn Íslands/Elísabet V. Ingvarsdóttir skráði
Hlutverk Hönnunarsafns Íslands er að safna og varðveita þann þátt íslenskrar menningarsögu sem lýtur að hönnun, eink-
um frá aldamótunum 1900 til samtímans. Safnið á og geymir um 900 íslenska og erlenda muni, sem margir hafa mikla
menningarsögulega þýðingu. Safnkosturinn fer sístækkandi, enda æ fleiri hönnuðir sem hasla sér völl og koma fram með
vandaða gripi sem standast alþjóðlegan samanburð og eru hvort tveggja nytjamunir og/eða skrautmunir.
Í tilefni af aldarafmæli fullveldis Íslands setti safnið upp sýninguna 100ár100hlutir á Instagram þar sem 100 færslur eru
birtar á jafnmörgum dögum af hönnunargripum í eigu safnsins frá árunum 1918 til 2018.