Morgunblaðið - 26.02.2019, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 2019
✝ SigurbjörgEinarsdóttir
fæddist í Káranes-
koti í Kjós 17. febr-
úar 1960. Hún lést
15. febrúar 2019 á
heimili sínu.
Sigurbjörg var
dóttir hjónanna
Einars Karlssonar,
f. 5. júlí 1927, og
Sigurlaugar Har-
aldsdóttur, f. 22.
september 1925, d. 18. febrúar
2001. Systkini Sigurbjargar
eru Sigurkarl Einarsson og
Bergþóra Einarsdóttir. Árið
1999 giftist Sigurbjörg Hauki
Arasyni, eðlisfræðingi og
frá Ásgarðsskóla 1973. Þrettán
ára gömul flutti hún ásamt
systur sinni til Reykjavíkur til
að stunda nám í gagnfræða-
skóla. Fjórtán ára gerði hún
árshlé á námi til að sjá um búið
í Káraneskoti vegna veikinda
föður síns. Að loknu grunn-
skólaprófi stundaði hún nám
við Menntaskólann í Reykjavík
og lauk stúdentsprófi úr latínu-
deild 1981. Hún lauk BA-prófi í
íslensku frá Háskóla Íslands
1987, uppeldis- og kennslu-
fræði ári síðar og meistara-
prófi í kennslufræðum 2008.
Sigurbjörg kenndi einn vetur
við framhaldsdeild í Reykholti í
Borgarfirði. Árið 1988 hóf hún
kennslu í Menntaskólanum við
Hamrahlíð og starfaði þar til
dauðadags.
Útför Sigurbjargar fer fram
frá Dómkirkjunni í Reykjavík í
dag, 26. febrúar 2019, klukkan
13.
dósent á Mennta-
vísindasviði HÍ, f.
28. janúar 1962.
Dóttir þeirra er
Guðrún Soffía, f.
31. október 2001.
Börn Hauks af
fyrra hjónabandi
eru Sólveig, f. 19.
ágúst 1988, og Ari
Guðni, f. 19. ágúst
1994. Börn Sól-
veigar og Skúla
Einarssonar eru Melkorka Mar-
grét, f. 6. september 2013, og
Skarphéðinn Ari, f. 2. október
2016.
Sigurbjörg ólst upp í Kára-
neskoti. Hún tók fullnaðarpróf
Með ást, söknuði og trega
kveðjum við Sigurbjörgu systur
okkar. Hún var okkur kærari en
okkar fátæklegu orð fá lýst, því
látum við hennar eftirlætisljóð-
skáld, Jónas Hallgrímsson, um
kveðjuorðin. Mynd í ljóði sem við
munum ætíð geyma í hjarta okk-
ar og minningum.
Mín er meyjan væna
mittisgrönn og fótnett,
bjarteyg, brjóstafögur,
beinvaxin, sviphrein;
hvít er hönd á snótu,
himinbros á kinnum,
falla lausir um ljósan
lokkar háls inn frjálsa. -
(Jónas Hallgrímsson)
Sigurkarl Einarsson og
Bergþóra Einarsdóttir.
Úti er frost og fjúk.
Kona kemur gangandi á móti
mér. Hún er í hvítum og grá-
yrjóttum pels með húfu á höfði.
Nei hún gengur ekki, hún stik-
ar áfram röskum markvissum
skrefum, veit alveg hvert hún er
að fara.
Það er hún Sigurbjörg.
Við tökum tal saman og hún
segir mér frá því að allir grá-
yrjóttir hundar í hverfinu flaðri
upp um hana einmitt þegar hún
er í þessum pels. Kannski héldu
þeir að hún væri mamma þeirra.
Svo skiljast leiðir og hún
hverfur inn í snjómugguna jafn
hratt og hún kom.
Og nú er hún horfin inn í feg-
urð himinsins.
Eftir stöndum við harmþrung-
in. Sigurbjörg var engum lík.
Hún var úr Kjósinni.
Hún var traust eins og klettur
sem aldrei brást, sama hvernig
heimurinn velkist. Hún var gáf-
uð, sá alltaf það skemmtilega í al-
vörunni og alvöruna í því
skemmtilega.
Hún var falleg einsog forn-
kona með mikið hár og bros í
augum. Hún var fljót að hugsa,
eldsnögg. Hún þekkti lömbin af
mæðrum þeirra. Hún keyrði
traktor þegar hún var tólf ára.
Hún kunni Brennu-Njálssögu
utanað. Hún annaðist þá sem hún
elskaði af heitu hjarta.
Allt sem hún sagði og gerði var
í alvöru. Hún var alvörumann-
eskja.
Hún tók örlögum sínum með
sama hugrekki og öllu öðru í líf-
inu.
Minningin um Sigurbjörgu
mun fylgja okkur alla tíð.
Far vel hjartkæra tengda-
dóttir.
Sólveig Hauksdóttir.
Í dag kveðjum við uppáhalds-
frænku okkar alltof snemma. Það
er óbærilegt að hugsa til þess að
við munum aldrei fá að hitta
Sigurbjörgu aftur. Enginn getur
fyllt upp í það skarð sem nú hefur
myndast, sorgin er mikil og sár
en minningarnar margar og
bjartar.
Það voru forréttindi að fá að
alast upp með Sigurbjörgu sér
við hlið. Því þannig var það, hún
var í raun eins og elsta systir
okkar. Hún og mamma voru alla
tíð mjög nánar og Sigurbjörg var
mikið heima hjá okkur auk þess
sem hún passaði okkur þegar á
þurfti að halda. Það var algjör-
lega óhugsandi að halda jól, mat-
arboð eða afmæli án Sigur-
bjargar, hún var ein af kjarna-
fjölskyldunni. Hún kom iðulega á
hjólinu alla leið úr vesturbænum,
glæsileg til fara og las upp úr
Sjálfstæðu fólki eða einhverju
öðru skáldverki meðan mamma
eldaði dýrindis mat.
Eins og allir vita sem þekktu
Sigurbjörgu var hún sérstaklega
vel gefin, glæsileg og skemmtileg
kona. Hún fylgdist vel með öllum
þjóðfélagsmálum og hafði skoð-
anir á öllu. Hún átti auðvelt með
að sjá spaugilegu hliðina á málum
og stutt var í hláturinn. Okkur
leið alltaf vel í kringum hana.
Hún gaf sér tíma til að spjalla við
okkur, hafði mikinn áhuga á því
sem við vorum að fást við hverju
sinni og talaði við okkur eins og
jafningja frá því að við vorum
pínulitlar. Það þótti okkur vænt
um.
Sigurbjörg kynntist Hauki
sínum árið 1997 og börnum hans
Sólveigu og Ara. Árið 2001 bætt-
ist svo Guðrún Soffía við í fjöl-
skylduna, augasteinn mömmu
sinnar. Það var yndislegt að
heimsækja fjölskylduna í vestur-
bænum, alltaf var vel tekið á móti
manni með sterku kaffi og lífleg-
um umræðum um öll heimsins
mál. Þau voru einstaklega góðir
gestgjafar og naut Ásta sérstak-
lega góðs af því þegar hún fékk
að halda veislur á þeirra heimili,
sjálf búsett í Svíþjóð. Matarboðin
á Grenimelnum voru þau allra
skemmtilegustu og mikið til-
hlökkunarefni. Dúkað var til
borðs með Che Guevara-servétt-
um, dýrindismatur snæddur og
rætt um allt milli himins og jarð-
ar. Eftir matinn mátti treysta á
að Sigurbjörg gripi bók úr bóka-
hillunni og deildi með okkur ein-
um góðum kafla eða vel völdu
ljóði á meðan yngri kynslóðin
hljóp um íbúðina í tómri gleði eða
dansaði í kringum jólatréð. Allir
fengu að njóta sín.
Sigurbjörg var ein af okkar
stærstu fyrirmyndum í lífinu,
samband okkar hefur alla tíð ver-
ið byggt á kærleika, ást og virð-
ingu. Orð geta ekki lýst hversu
mjög við eigum eftir að sakna
frænku okkar. Við kveðjum hana
með ást og þakklæti fyrir allt það
sem hún var okkur.
Ásta og Sigurlaug
Jónasdætur.
Störin á flánni
er fölnuð og nú
fer enginn um veginn
annar en þú.
Í dimmunni greinirðu
daufan nið
og veist þú ert kominn
að vaðinu á ánni.
(Hannes Pétursson)
Það er þyngra en tárum taki
að kveðja kæra vinkonu, Sigur-
björgu Einarsdóttur, fyrir aldur
fram. Sigurbjörg var vel gerð
kona að öllu leyti. Hún var stór-
glæsileg svo að eftir var tekið
hvar sem hún kom, greind og vel
að sér um allt milli himins og
jarðar, örlát og hlý. Hún hafði
sterkar skoðanir á mönnum og
málefnum og gat talað um ólík-
legustu málefni af þekkingu og
innsæi.
Sigurbjörg var menningarlega
sinnuð, mikil leikhúsmanneskja,
tónlistar- og listunnandi en bók-
menntirnar voru henni þó kær-
astar, ekki síst bækur Halldórs
Laxness en hún var örugglega
einhver mesti sérfræðingur
landsins í verkum hans.
Sigurbjörg átti það til að gera
mikið úr ýmsu sem okkur þótti
heldur smávægilegt en var svo
eins og klettur í stóru málunum,
t.a.m. tók hún fregnunum af því
að hún væri haldin ólæknandi
sjúkdómi af æðruleysi og þótt
hún væri alls ekki sátt við hlut-
skipti sitt eða tilbúin að segja
skilið við þessa jarðvist þá hafði
hún í raun meiri áhyggjur af
þeim sem eftir lifðu en sjálfri sér.
Við höfum þekkst allar þrjár í
meira en 40 ár og brallað ýmis-
legt saman. Ófáar ballferðir (svo-
lítið síðan vissulega), leikhús,
tónleikar, óteljandi matarboð og
síðast en ekki síst bókaklúbbur-
inn okkar dásamlegi þar sem við
spjölluðum ekki bara um bók-
menntir heldur ýmislegt annað
líka og hlógum mikið, enda var
Sigurbjörg ákaflega hláturmild
og hafði smitandi hlátur sem við
eigum vonandi eftir að muna alla
tíð. Það var svo skemmtilegt að
hlæja saman.
Við vinkonurnar eigum eftir að
sakna þín mikið, kæra Sigur-
björg, og þinna ákveðnu skoðana
á öllu milli himins og jarðar. Það
var sama hvaða málefni var rætt,
alls staðar varstu með á nótun-
um. Þú varst bara svo mikið í
þessum heimi og þess vegna er
svo ömurlegt að þú sért horfin úr
honum.
Heimurinn hefur sannarlega
misst mikið við fráfall þitt, kæra
vinkona, og okkar eigin veruleiki
fátækari en hann var. Það er ekk-
ert réttlæti í því að þú, sem hafðir
svo mikinn lífsvilja, mikið að lifa
fyrir og mikið að gefa fólkinu í
kringum þig, skulir hafa verið
hrifin burt svona snemma.
Elsku Haukur, Soffía, Sólveig,
Ari, Einar, Begga, Kalli, og þið
öll, við vottum ykkur okkar
dýpstu samúð og vonum að þið
getið fundið styrk hvert af öðru á
þessum erfiðu tímum.
Farðu sæl til sælli heima! (HKL)
Þínar vinkonur,
Helena og Steinunn.
Ég minnist fyrsta samtals
okkar Sigurbjargar er ég freist-
aði þess að gefa mig á tal við hana
sem nýliða á kennarastofu MH
haustið 1988. Hún svaraði spurn-
ingum mínum greiðlega án þess
að spyrja nokkurs á móti en gat
þess í lokin, íbyggin á svip, að við
værum víst töluvert skyld. Var
svo sem ekkert að ota því fram
sem hún vissi betur en ég, en allt
í lagi að fræða ef viðmælandinn
hafði áhuga. Dæmigert fyrir
þessa frænku og hraðgengu
sveitastelpu úr Kjósinni. Já, Sig-
urbjörgu bar hratt yfir á dag-
legri morgun- og síðdegisgöngu
árum saman milli Vesturbæjar
og Hlíða og ekki allra að fylgja
henni eftir.
Á síðastliðnum þrjátíu árum
höfum við átt margar gjöfular
spjallstundir á vinnustað okkar,
skipst á skoðunum um menn og
málefni og oftar en ekki gaukaði
frænka að mér einhverju sem
vert var að hugsa um frá nýju
sjónarhorni.
Það var háttur Sigurbjargar
að tala tæpitungulaust og taka
afgerandi til orða ef svo bar und-
ir. Fannst mér stundum sem þar
hefðu endurnýjast orðfæri og
áherslur ömmu hennar og nöfnu
sem ég man vel frá barnæsku.
Sigurbjörgu var annt um nem-
endur og hún vann störf sín af
mikilli alúð og samviskusemi,
fagmanneskja fram í fingur-
góma. Góð verkefni nemenda
voru henni sígilt gleðiefni og hún
lagði sig eftir að fylgjast með
hvernig stúdentum okkar frá
MH vegnaði í frekara námi og
störfum.
Að leiðarlokum er ég þakklát-
ur fyrir að hafa átt Sigurbjörgu
að traustum vini og samherja
þannig að hvergi bar skugga á.
Samúð mín er hjá hennar nán-
ustu sem mikils hafa misst.
Reyni að sjá fyrir mér frænku
hnarreista með kápuna flaksandi
á hraðri göngu mót vindinum.
Lárus H. Bjarnason.
Minningar leita á hugann á
kveðjustund.
Við Sigurbjörg urðum vinnu-
félagar þegar ég kom til starfa í
MH haustið 1989. Hún var komin
þangað einu ári fyrr. Smátt og
smátt urðum við nánar, ekki
bara vinnufélagar heldur líka
trúnaðarvinkonur og sá trúnaður
hélst þar til yfir lauk.
Sigurbjörg var metnaðarfull-
ur kennari. Hún bar hag nem-
enda sinna mjög fyrir brjósti og
henni lá mikið á hjarta um
menntamál. Við deildum áhyggj-
um af ýmsu í þróun skólamála og
reyndum að halda dampi þótt
okkur fyndist oft að menntun
sótt.
Sigurbjörg var forkur til
verka. Þegar ég flutti á Sólvalla-
götu bjó hún á Ásvallagötu.
Þetta var snemma sumars og
Sigurbjörg hjálpaði okkur að
mála íbúðina. Hún mætti á hverj-
um morgni og vann af kappi allan
daginn. Á kvöldin borðuðum við
saman og fengum okkur kannski
rauðvínstár. Þá fór Sigurbjörg á
kostum og sagði skemmtisögur,
oftast úr Kjósinni, og við grétum
öll úr hlátri.
Þótt Sigurbjörg gæti átt erfitt
með að ákveða sig um ýmis smá-
atriði var það ekki svo þegar að
stóru málunum kom. Þegar hún
hitti Hauk var hún fljót að
ákveða sig. Hér var kominn mað-
urinn sem hún vildi eyða ævinni
með. Í kaupbæti með Hauki fékk
hún Sólveigu og Ara sem þaðan í
frá voru hennar. Og svo bættist
Guðrún Soffía í hópinn. Hún var
stærsta gæfa Sigurbjargar í líf-
inu.
Sigurbjörg vissi sjálf vel að
hverju stefndi. Í veikindum sín-
um sýndi hún æðruleysi sem
vakti aðdáun og sem hjálpaði öll-
um í kringum hana. Hún hélt
sínu striki og hélt áfram að
vinna, skrapp bara frá dag og
dag í lyfjagjafir sem sannarlega
reyndu á. Hún kvartaði ekki, hún
hélt húmornum, hún hélt gagn-
rýninni hugsun, las nýjustu bæk-
urnar og sagði óborganlegar
skemmtisögur eins og ekkert
hefði í skorist.
Við, vinir Sigurbjargar, höfum
misst góða vinkonu og MH hefur
misst frábæran kennara. Mestur
er þó missir Hauks, barnanna
þriggja og fjölskyldu Sigurbjarg-
ar. Ég votta þeim samúð mína.
Ragnhildur Richter.
Ég kveð í dag vinkonu mína
Sigurbjörgu Einarsdóttur, sem
látin er eftir stutta en hetjulega
baráttu við illvígan sjúkdóm.
Við Sigurbjörg kynntumst á
fyrsta ári í menntaskóla er við
settumst í sama bekk. Hún var
árinu eldri en ég en henni hafði
seinkað um ár í námi í grunn-
skóla þegar hún sá um bú for-
eldra sinna í Káraneskoti í Kjós
einn vetur í stað þess að ganga í
skóla, vegna veikinda föður henn-
ar. Það lýsir vel dugnaði Sigur-
bjargar, ósérhlífni og skyldu-
rækni að hafa tekist þetta verk á
hendur þá einungis fimmtán ára.
Það kom fljótt í ljós þennan
fyrsta vetur í MR að Sigurbjörg
var hörku námsmaður. Hún var
góðum gáfum gædd en líka
skipulögð í náminu. Hún var
greinilega búin að finna sína fjöl
strax þarna, því íslenskan var í
sérstöku uppáhaldi.
Sumarið eftir menntaskóla var
hún í Káraneskoti og ég í Reykja-
vík. Þá skrifuðumst við á. Þar
lögðum við drög að því að fara
saman út fyrir landsteinana ef við
færum ekki í skóla um haustið.
Það varð úr að við tókum árshlé
frá námi og sumarið eftir fórum
við saman í mánuð til Kúbu til að
vinna fyrir byltinguna. Þetta var
hennar fyrsta utanlandsferð og
mikið ævintýri. Síðan tóku við há-
skólaárin, þá minnkaði samgang-
ur okkar en vináttuböndin sem
við bundumst þennan vetur í MR
slitnuðu aldrei og fyrir það er ég
þakklát.
Sigurbjörg var einstaklega
vönduð og góð manneskja sem
vildi öllum vel. Hún var líka með
eindæmum bóngóð og traustur
vinur. Svo var hún svo skemmti-
leg. Hún hafði mikla kímnigáfu
og sagði skemmtilega frá. Það
var því alltaf gott og gaman að
hittast.
Sigurbjörg var mjög farsæl í
starfi sem íslenskukennari og
það leyndi sér ekki að hún lét sér
mjög annt um nemendur sína.
Hún var líka gæfumanneskja í
einkalífi. Hún átti góðar vinkon-
ur, þar á meðal Beggu systur
sína. Svo varð hún þeirrar gæfu
aðnjótandi að hitta lífsförunaut
sinn og síðar eiginmann, hann
Hauk. Hann átti þá tvö ung börn
af fyrra hjónabandi, Sólveigu og
Ara. Þau ólust mikið upp hjá
Hauki og Sigurbjörgu. Síðar
fæddist þeim sólargeislinn hún
Guðrún Soffía.
Svo var það fyrir rúmu ári að
Sigurbjörg sagði mér að hún
væri líklega komin með gigt. Það
kom síðar í ljós að gigtin var af-
leiðing af alvarlegum undirliggj-
andi sjúkdómi sem hún greindist
með fyrir tæpu ári. Sigurbjörg
tókst á við veikindin af æðruleysi,
þó að engum dyldist að það væri
við ramman reip að draga, studd
dyggilega af Hauki og Sólveigu
tengdamóður sinni. Það var helst
þegar Guðrúnu Soffíu bar á góma
að Sigurbjörg varð meyr. Það var
henni mjög þungbært að hugsa
til þess að hún yrði líklega ekki til
staðar fyrir hana fram á fullorð-
insár.
Um leið og ég votta Hauki,
Guðrúnu Soffíu, og öðrum að-
standendum mína dýpstu samúð
langar mig að kveðja Sigur-
björgu, mína framúrskarandi
vinkonu, með þessu fallega línum
úr ljóðinu Minningu eftir Ingi-
björgu Haraldsdóttur:
Þín augu mild mér brosa
á myrkri stund
og minning þín rís hægt
úr tímans djúpi
sem hönd er strýkur mjúk
um föla kinn
þín minning björt.
Vildís Halldórsdóttir.
Sigurbjörg unni bókmenntum.
Þegar hún hreifst af ljóði eða línu
eða verki eða flutningi þá leyfði
hún öðrum að heyra og hrífast
með. Þetta var mjúka og innilega
hliðin. Hin var beittari þegar oln-
bogi nam við borðbrún á kenn-
arastofunni í MH og málin voru
rædd. Hljómfall raddar hennar,
hraður hvinur orða hennar, flug
skarpra raka hennar, mælskan
og lifandi myndir, hláturinn,
hæðnin, húmorinn, hnussið og
„heldur þú?“ enduróma í minn-
ingu um einstaka konu sem hélt
uppi málefnalegri umræðu í
kringum sig. Sigurbjörg hafði til
að bera sagnagáfu. Hún hafði
næma eftirtekt, afbragðsgott
minni og þegar við kennslukon-
urnar sem spiluðum saman bad-
minton á mánudögum gáfum
okkur tíma til að hittast utan
skólans vorum við alltaf lengur
en til stóð af þeirri ástæðu einni
að það var svo gaman hjá okkur
að hlusta á Sigurbjörgu reiða
fram sögur þar sem hún sat í
leðurstól við eldsbjarma frá arni
á Hótel Holti. Það er ekkert rétt-
læti í dauðanum. Þau sem komu
fyrst ættu að mega fá að fara á
undan þeim síðar komu. Sigur-
björg hefði átt að verða gömul og
falleg kona að segja börnum sög-
ur. En hún var falleg. Svipurinn
hreinn, ljós haddurinn ýmist
sleginn eða í hnút, hvítu síðu káp-
urnar og látlausu en ævinlega
smörtu kjólarnir, beru tærnar,
þægilegu skórnir, brosið hlýtt og
beint. Þannig var Sigurbjörg.
Hún talaði um börnin sín þau Sól-
veigu, Ara Guðna og Guðrúnu
Soffíu af umhyggju, metnaði og
stolti og þótt leyndar færi mátti
greina í öllu tali hennar um Hauk
bæði aðdáun og virðingu. Á skiln-
aðarstundu er samúðin með þeim
innileg og sú bæn í brjósti heit að
þeim farnist að finna veg og að
minningin um Sigurbjörgu megi í
gegnum sorgina verða ljósið sem
lýsir þeim áfram.
Guðrún Hólmgeirsdóttir.
Hjörðin mín er ekki öll,
eingin grein‘ eg ljósin:
jörðin þín er freðin fjöll,
fallin eina rósin.
Vísan hér að ofan var lögð í
munn Bjarts í Sumarhúsum þeg-
ar hann hafði misst Rósu, fyrri
konu sína. Honum vafðist tunga
um tönn og átti erfitt með að orða
harm sinn en fáum hefur þó tek-
ist betur að tjá þá djúpu sorg sem
fylgir ástvinamissi.
Hjörðin okkar í Menntaskól-
anum við Hamrahlíð er ekki held-
ur öll og erfitt að greina ljósin.
Sigurbjörg Einarsdóttir okkar
gáfaða, minnuga og skemmtilega
samstarfskona og vinkona er
horfin úr hópnum langt fyrir ald-
ur fram.
Vináttuböndin urðu sterk á
þessum þremur áratugum sem
við þekktum Sigurbjörgu. Ófáar
samverustundir í bíl á leið í og úr
vinnu eru eftirminnilegar. Sigur-
björg hafði orðið og leiðin úr MH
í Vesturbæinn var alltaf of stutt
fyrir það sem segja þurfti. Oft
fylgdu símtöl í kjölfarið því það
var svo margt sem þurfti að
ræða. Við nutum margra sam-
verustunda yfir góðum mat og
víni sem Sigurbjörg kunni að
njóta og aldrei þraut umræðu-
efnin. Kennaranámskeið hér-
lendis og erlendis urðu alltaf
skemmtileg ef Sigurbjörg var
með í för.
Sigurbjörg var kærkominn
gestur á heimilum okkar. Ljóslif-
andi er minning frá gamalli tíð
um Sigurbjörgu með rauðvín í
glasi og Bagatello-vindil í hendi,
segjandi skemmtisögur sem náðu
athygli unglinga í nálægum her-
bergjum: „Mamma, Sigurbjörg
er skemmtilegasta kona sem ég
þekki,“ valt upp úr einum þeirra
á góðri stund. Við samglöddumst
vinkonu okkar þegar hún kynnt-
ist ástinni sinni Hauki, eignaðist
Guðrúnu Soffíu og í kaupbæti
fékk hún Sólveigu og Ara.
Á hugann leita myndir; Sigur-
björg í ham að segja sprettiræð-
ur af mönnum og málefnu. Hún
mundi allt og kunni að klæða ein-
Sigurbjörg
Einarsdóttir