Morgunblaðið - 26.02.2019, Side 4
4
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 2019
Veður víða um heim 25.2., kl. 18.00
Reykjavík 7 skýjað
Hólar í Dýrafirði 4 rigning
Akureyri 7 alskýjað
Egilsstaðir 7 skýjað
Vatnsskarðshólar 7 rigning
Nuuk -7 snjókoma
Þórshöfn 7 skýjað
Ósló 3 heiðskírt
Kaupmannahöfn 7 léttskýjað
Stokkhólmur 6 heiðskírt
Helsinki 5 heiðskírt
Lúxemborg 16 heiðskírt
Brussel 16 heiðskírt
Dublin 13 skýjað
Glasgow 13 skýjað
London 17 heiðskírt
París 16 heiðskírt
Amsterdam 14 heiðskírt
Hamborg 13 heiðskírt
Berlín 12 heiðskírt
Vín 12 heiðskírt
Moskva 1 snjókoma
Algarve 18 heiðskírt
Madríd 18 heiðskírt
Barcelona 16 heiðskírt
Mallorca 15 léttskýjað
Róm 15 heiðskírt
Aþena 4 skýjað
Winnipeg -27 heiðskírt
Montreal -3 snjókoma
New York 3 alskýjað
Chicago -11 alskýjað
Orlando 19 heiðskírt
26. febrúar Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 8:47 18:36
ÍSAFJÖRÐUR 8:58 18:34
SIGLUFJÖRÐUR 8:41 18:17
DJÚPIVOGUR 8:18 18:04
VEÐUR KL. 12 Í DAG
Á miðvikudag Suðaustlæg átt, 8-13 m/s og dálítil
væta S- og V-lands, en annars hægari og bjartviðri.
Hiti yfirleitt 1 til 6 stig, en vægt frost í innsveitum á
N- og A-landi.
Dregur smám saman úr vindi og úrkomu síðdegis, en áfram stormur eða rok A-lands
fram á kvöldið. Kólnar N-til í kvöld og víða dálítil slydda eða snjókoma þar.
Baldur Arnarson
Gunnlaugur Snær Ólafsson
„Verðbólga gæti farið yfir fjögur pró-
sentustig á síðari helmingi ársins ef
allir hópar með lausa samninga fá
verulegar launahækkanir.“
Þetta segir Jón Bjarki Bentsson,
aðalhagfræðingur Íslandsbanka.
Tilefnið er samtal við Vilhjálm Eg-
ilsson, fv. framkvæmdastjóra Sam-
taka atvinnulífsins, hér í blaðinu í
gær. Telur Vilhjálmur að ný forysta
verkalýðshreyfingarinnar hafi lagt
markmið um stöðugleika til hliðar.
Jón Bjarki segir aðspurður að
stöðugleikinn hafi fengið takmarkað
vægi í umræðunni.
Gamalkunn víxlverkun
„Það er áhyggjuefni hversu lítið er
gert með áhrif umfangsmikilla launa-
hækkana á stöðugleika og hættuna á
því að við förum í gamalkunna víxl-
verkun óhóflegra launahækkana,
verðbólguþrýstings og gengisveik-
ingar. Ef það verður ekki sátt um að
umfangsmestu launahækkanirnar
miðist við þá sem lægst hafa launin
verður verðbólga væntanlega talsvert
meiri en við erum að spá. Þ.e.a.s. ef
laun myndu almennt hækka í ein-
hverjum viðlíka takti og lægstu laun-
in, eins og dæmi eru um úr fyrri
kjarasamningum,“ segir Jón Bjarki.
Hann segir aðspurður að Greining
Íslandsbanka reikni með því í verð-
bólguspá sinni að laun hækki hlut-
fallslega mest hjá þeim sem lægst
hafa launin. Það sé innbyggt í spána
að ekki verði verulegar launahækk-
anir hjá þeim sem eru hærra í launa-
stiganum. Gert sé ráð fyrir 5,5-6%
nafnlaunahækkun í ár. Samkvæmt
spánni verði verðbólgan um 3,5% frá
miðju þessu ári og fram á næsta ár.
Fjarlægjast verðbólgumarkmið
„Um leið og það verða meiri launa-
hækkanir á línuna aukast líkur á að
verðbólgan verði yfir 4% þegar líður
á árið. Með því fjarlægjumst við
[2,5%] verðbólgumarkmið Seðla-
bankans,“ segir Jón Bjarki. Ásamt
því að þrýsta á vaxtahækkanir geti sú
þróun kallað fram gengisveikingu.
„Ef samningarnir verða ekki að-
eins framhlaðnir, heldur fela í sér
miklar almennar launahækkanir ár
eftir ár næstu árin, skapar það launa-
kostnað og verðlagsþrýsting umfram
það sem hagkerfið ræður við með
góðu móti. Til að endurheimta sam-
keppnishæfnina þyrfti gengið þá að
gefa eftir,“ segir Jón Bjarki.
Ný hugmyndafræði
Meginmarkmið við gerð kjara-
samninga á tímum þjóðarsáttarsamn-
inganna var að viðhalda stöðugleika,
sérstaklega að halda aftur af verð-
lagsþróun og þess vegna var farið
fram á hófstilltar kauphækkanir,
segir Gylfi Dalmann Aðalsteinsson,
dósent hjá viðskiptafræðideild Há-
skóla Íslands, spurður hvort breyting
hafi orðið á áherslum verkalýðsfélag-
anna. Hann segir jafnframt breyting-
arnar ekki endilega stafa af því að
forystan sé ný og bendir meðal ann-
ars á að Vilhjálmur Birgisson, for-
maður VLFA, Drífa Snædal, forseti
ASÍ, og Ragnar Þór Ingólfsson, for-
maður VR, hafi tekið þátt í starfi
verkalýðshreyfingarinnar um nokk-
urt skeið. Aðeins formaður Eflingar,
Sólveig Anna Jónsdóttir, sé ný.
„Þannig að maður þarf kannski að
spyrja hvort eitthvað sé öðruvísi í
umhverfinu sem verkalýðshreyfingin
er að benda á sem var kannski ekki
eftir þjóðarsáttarsamningana og
þeim verður tíðrætt um leigumark-
aðinn og húsnæðismarkaðinn,“ segir
Gylfi. Á þessum grunni megi vissu-
lega segja að verið sé að víkja frá
þjóðarsáttarhugmyndafræðinni,
segir hann.
Spurður um hættu á höfrunga-
hlaupi vísar hann til þess að í næsta
mánuði verða samningar opinberra
starfsmanna lausir og hafa þeir kraf-
ist þess að menntun verði metin til
launa. „Þetta er bara lögmálið um
höfrungahlaupið, að þegar maður
lyftir grunninum þá fer það upp
þrepin. Nema það sé hægt að gera
einhverskonar þjóðarsátt um það að
lyfta þessum sem eru með allra
lægstu launin.“
Verðbólgan
gæti farið yfir
4% í lok árs
Keðjuverkun launahækkana
Áherslan ekki lengur á stöðugleika
Jón Bjarki
Bentsson
Gylfi Dalmann
Aðalsteinsson
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Stjórn VR kom saman í gær og
ræddi næstu skref í kjarasamning-
um auk atkvæðagreiðslu um boðun
verkfalls. Aðgerðaáætlun félagsins
var þar lögð fyrir stjórnina og sam-
þykkt einróma, en hún var útfærð
um helgina. Verður sú áætlun kynnt
með formlegum hætti á föstudaginn,
auk þess sem auglýst verður rafræn
atkvæðagreiðsla um aðgerðir.
Fyrstu aðgerðir VR munu beinast
að stórum fyrirtækjum í ferðaþjón-
ustu, og var haft eftir Ragnari Þór
Ingólfssyni, formanni VR, í gær að
þær myndu fara gegn „breiðu bök-
unum“ þar. Ragnar Þór segir í sam-
tali við Morgunblaðið að næstu að-
gerðir verði gegn fyrirtækjum í
öðrum atvinnugreinum. „Þetta verða
allt staðbundnar aðgerðir, þannig að
þær ná bara til þeirra félagsmanna í
kosningu sem aðgerðirnar ná yfir.“
Spurður um gagnrýni frá Samtök-
um ferðaþjónustunnar á þá leið að
verkföll þar gætu bitnað víðar en á
þeim sem teljast til „breiðu bak-
anna“ segir Ragnar að ekki sé farið í
aðgerðirnar af léttúð. Í hótelgeiran-
um sé staðan til að mynda sú að þar
séu starfsmenn í VR sem fái ekki
laun sem dugi fyrir framfærslu. „Að-
gerðirnar þurfa að bíta, og við teljum
að sú áætlun sem við kynnum á
föstudag muni svo sannarlega vera
áhrifarík.“
Verkföll engin óskastaða
Ragnar segir kjarna málsins vera
að markmiðið með aðgerðunum sé
fyrst og fremst að ná samningum.
„Ég vona svo sannarlega að þetta
verði á endanum til þess að við fáum
samningsaðila að borðinu af mun
meiri alvöru en verið hefur,“ segir
Ragnar Þór og bætir við að verka-
lýðsfélögin hafi reynt í allt of langan
tíma að fá áheyrn og skilning, en
þegar til kastanna hafi komið hafi
móttilboði þeirra ekki einu sinni ver-
ið svarað. „Þá spyr maður sig, hvar
liggur ábyrgðin á stöðunni? Ég kalla
eftir því að samningsaðilar okkar
fari að hugsa í lausnum, en ekki í til-
boðum sem þeir vita að okkar fé-
lagsmenn munu hafna. Þetta er
hægt, þetta er leysanlegt,“ segir
Ragnar og vísar meðal annars til
samkomulags VR og Almenna leigu-
félagsins sem náðist í gær.
Að lokum segist Ragnar vona inni-
lega að ekki komi til verkfallsátaka
og að menn reyni að lenda samning-
um. „Verkföll eru dauðans alvara og
það er ekki óskastaða okkar í for-
ystusveit verkalýðshreyfingarinnar
að fara í átök. Við erum nauðbeygð
til þess út af því sem liggur fyrir, og
ég skora á bæði stjórnvöld og Sam-
tök atvinnulífsins, sérstaklega okkar
viðsemjendur, að koma að borðinu
aftur og freista þess að ná samkomu-
lagi og í það minnsta að fá tilboð sem
hægt er að taka afstöðu til,“ segir
Ragnar Þór að lokum.
Keðjan getur hæglega slitnað
Jóhannes Þór Skúlason, fram-
kvæmdastjóri Samtaka ferðaþjón-
ustunnar, segir að erfitt sé að skil-
greina „breiðu bökin“ í ferða-
þjónustunni og þau séu ekki endilega
svo mörg. „Það að vera með stórt
fyrirtæki er ekki endilega það sama
og að vera með mikinn hagnað, til
dæmis töpuðu stóru hópferðafyrir-
tækin öll peningum á síðasta ári,
þannig að þó að menn séu með mikið
umfang í rekstri þá er það ekki endi-
lega gríðarlega aflögufært.“
Hann bendir á að 86,3% fyrir-
tækja í ferðaþjónustu séu með tíu
starfsmenn eða færri og rúmlega
11% séu með á bilinu tíu til fimmtíu
starfsmenn. „Það þýðir að þau fyrir-
tæki sem teljast stór á íslenskan
mælikvarða, eru bara um 1,9%.“
Jóhannes segir að aðgerðir gegn
stórum fyrirtækjum í ferðaþjónustu
geti ekki einskorðast við þau og
nefnir sem dæmi að fyrirhugað verk-
fall ræstingafólks á hótelum muni
hafa áhrif langt út fyrir hótelin.
„Ferðaþjónustan er keðja, og þú get-
ur ekki ráðist á einn hlekk í keðjunni
og sagað hann í sundur án þess að
keðjan slitni,“ segir Jóhannes Þór.
„Og þessi keðja er svo víð og fyrir-
tækin hanga svo fast saman, þannig
að tjón sem verður í ferðaþjónust-
unni breiðist um hana alla, sem þýðir
einfaldlega að samfélagið verður fyr-
ir tjóni, því þegar þú ræðst að at-
vinnugrein sem skilar ríkinu um 40%
af öllum gjaldeyristekjum þjóðarinn-
ar, þá er ljóst að samfélagið tapar á
því þegar sú grein tapar.“
Jóhannes segir að ferðaþjónustan
finni þegar fyrir því að stórir erlend-
ir aðilar séu farnir að spyrja hvað
þeir eigi að gera við bókanir sem þeir
eiga eftir að staðfesta. „Og ef þetta
er viðvarandi ástand í ferðaþjónust-
unni er stórhætta fyrir höndum,“
segir Jóhannes Þór og varar við því
að verkföll í vor geti haft slæm áhrif
á bókanir fyrir sumarið.
„Það er stór ákvörðun fyrir lang-
flesta að koma til Íslands, menn
setja mikinn pening í það ferðalag og
það gerir þolþröskuldinn mögulega
lægri ef það lítur út fyrir að eitthvað
muni skemma ferðalagið, þá er
spurning hvort viðkomandi muni
ekki skoða hvort hægt sé að fá sam-
svarandi upplifun í t.d. Noregi eða
Kanada og örlítið ódýrari.“
Jóhannes Þór segir að aðgerðir
gegn ferðaþjónustunni muni því
ganga langt umfram það að valda at-
vinnurekendum tjóni. Aðgerðirnar
muni líka lenda á litlum fjölskyldu-
fyrirtækjum út á landi, svo dæmi séu
nefnd. „Ferðamaðurinn verður ekki
kyrr á hótelinu, hann fer út á land,
hann gistir á litlum gististöðum og
borðar á veitingastöðunum. Ef verk-
föllin verða til þess að ferðamaður-
inn kemur ekki hingað, þá tapa
allir.“
Morgunblaðið/Hari
Samtaka Fyrstu verkfallsaðgerðir VR munu beinast að ferðaþjónustu.
Boða aðgerðir gegn
ferðaþjónustunni
Gæti valdið umtalsverðu tjóni, segir framkvæmdastjóri SAF
Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi - Sími: 555-1212 - handverkshusid.is
Opið frá kl. 8 - 18 virka daga og 12 - 16 laugardaga
GÆÐA TRÉLÍM
Á FRÁBÆRU VERÐI
Kjaradeilur