Morgunblaðið - 26.02.2019, Síða 30

Morgunblaðið - 26.02.2019, Síða 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 2019 SMÁRALIND – KRINGLAN Fyrir kokkinn á heimilinu Skurðabretti Ofnhanskar Svuntur Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Saxófónleikarinn Tumi Árnason og trommuleikarinn Magnús Trygvason Eliassen hafa sameinað krafta sína og sköpunargleði á hljómplötunni Allt er ómælið sem kom út á vínyl föstudag- inn 22. febrúar á vegum plötuversl- unarinnar Reykjavík Record Shop við Klapparstíg. Tvennir útgáfutónleikar verða haldnir í Mengi, menningarhús- inu góðkunna á Óðinsgötu 2 um næstu helgi, laugardaginn 2. mars og sunnudaginn 3. mars. Fyrir saxófón og slagverk Platan er sennilega sú fyrsta í sögu íslenskrar hljómplötuútgáfu sem inni- heldur eingöngu dúetta fyrir saxófón og slagverk, að því er fram kemur í tilkynningu en á plötunni má heyra níu ný tónverk í flutningi þeirra fé- laga og þá bæði forsamin og frjálsan spuna. Tumi hefur komið víða við í tónlist, var m.a. einn þeirra sem stofnuðu hina eldhressu hljómsveit Grísalappa- lísu, var meðlimur í spunaútgáfunni Úsland, semur fyndin jólalög með fé- lagsskapnum Purumönnum og hefur leikið inn á plötur og komið fram með fjölda tónlistarmanna og hljómsveita. Magnús hefur einnig komið víða við og líklega töluvert víðar en Tumi, hef- ur leikið með hljómsveitunum ADHD, amiinu, Moses Hightower og Tilbury og leikið með fjölda annarra tónlistar- manna og hljómsveita. Til staðar en heyrist ekki Tumi er að taka til heima hjá sér þegar blaðamaður nær tali af honum og er fyrst spurður að því hvaða merkingu plötutitillinn hafi. „Þetta er spurning sem heimspekingur gæti kannski svarað betur,“ segir Tumi sposkur, „en þetta er í rauninni til- vitnun í Anaxímandros sem var einn af frumspekingunum. Forveri hans, Þales, komst að þeirri niðurstöðu að allt væri vatn en Anaxímandros fannst það ekki alveg ganga upp þannig að hann fékk þá flugu í höfuðið að allt væri ómælið. Ómælið er í raun- inni hið óræða, óendanleiki.“ Tumi segir titilinn einnig vísa til þess að aðeins sé leikið á trommur og saxófón á plötunni og því sé mikið af efni til staðar í tónlistinni sem heyrist þó ekki. „Það vantar hljómahljóðfæri og bassalínur eru aldrei sagðar en undirliggjandi eru samt hljóma- gangar og alls konar sem skilar sér kannski ekki beint í hljóðið. Þetta er eitthvað sem er ekki mælt.“ –Titillinn endurspeglar þá alveg innihaldið? „Já, það var svona verið að reyna það. Á bakhliðinni eru „liner notes“ eftir Tómas Ævar, kunningja minn. Hann skrifaði mjög fallegan texta og þar setti hann líka nokkur ómælin orð sem er búið að sverta yfir þannig að það mun aldrei neinn komast að því hvað þar stendur,“ segir Tumi kíminn og vill eðlilega ekki segja blaðamanni hvaða orð þar eru á ferð. En hafa þeir Magnús gefið út plötu saman áður? „Nei, þetta er fyrsta platan okkar saman en við höfum reyndar spilað inn á plötur, tekið upp plötur fyrir aðra tónlistarmenn,“ svar- ar Tumi. Þeir Magnús hafi því þekkst ágætlega fyrir. „Við höfum haldið tón- leika saman nokkrum sinnum sem dú- ett og með plötunni er svolítið verið að reyna að fanga það samstarf,“ segir Tumi. Rammi fyrir spuna Í tilkynningu vegna útgáfunnar segir að hér sé á ferðinni frjáls ís- lenskur djass, „free jazz“ eins og slík- ur djass er oftast nefndur á ensku. „Djasstónlist sem er ekki bundin ein- hverjum viðteknum reglum,“ útskýrir Tumi, „maður hefur frelsi til að spila það sem manni dettur í hug án þess að vera beint njörvaður niður í einhvern fastan ryþma eða fastan hljómagang.“ –Rennið þið þá alveg blint í hvert lag? „Ja, sko, prósessinn er í raun þann- ig að fyrir mörg af lögunum var ég búinn að semja einhvers konar lög sem eru oft einhvers konar stemn- ingar og laglínur, kannski meira eins og hálfgerðar leiðbeiningar,“ svarar Tumi. „Svo förum við bara af stað og þetta er eins og rammi fyrir spuna.“ –Nú þekkið þið hvor annan og þá veltir maður fyrir sér hvort hægt sé að kalla þetta hreinan spuna, vitið þið ekki alltaf pínulítið við hverju þið megið búast hvor frá öðrum? „Jú, algjörlega og það er eflaust hægt að sækja sér meira og meira frelsi og kannski mest ef maður stendur alveg aleinn og óstuddur,“ svarar Tumi. Lögin á plötunni séu mismikið spunnin, sum hreinir spun- ar en í öðrum hafi hann spilað laglín- una út í gegn. „En það mætti jú segja að alltaf væri búið að fjarlægja ákveð- ið óvissu-element,“ bætir Tumi við. Þögn og hávaði –En er hreinn spuni til? „Góð spurning,“ svarar Tumi kím- inn, „kannski ekki en það er ef til vill betra að einhver annar svari því. En jú, ég held að hreinn spuni sé til en spuninn miðast samt alltaf við eitt- hvað sem þú hefur lært og hefur haft áhrif á þig. Ég myndi segja að í raun væri ekkert sem óhreinkaði spunann, þó þú sért að taka inn einhverjar upp- lýsingar og þekkingu á vegferð þinni.“ –Í tilkynningunni sem ég fékk vegna útgáfunnar er spurt hvort þetta sé frjáls djass eða hávaði. Er þetta kannski hvort tveggja? „Það fer svolítið eftir eyrunum á þeim sem hlustar á plötuna,“ svarar Tumi sposkur. „Þetta er náttúrlega allt saman bara þögn og hávaði og ég hef rekið mig á það að sumt sem mér þykir flott og fallegt finnst sumum al- gjörlega óþolandi. En þetta verður allt að fá að vera til.“ „Avant garde“-slagsíða –Þú hefur komið víða við í tónlist- inni, m.a. í rokki, tilraunamúsík og Úsland-útgáfunni en hvar liggur þinn tónlistaráhugi helst? Tumi hugsar sig um og svarar því til að áhuginn liggi fyrst og fremst í því að fá að gera tónlist af heilindum. „Það er alveg sama í hvaða stefnu eða stíl það er. Þegar ég er að semja músík fyrir sjálfan mig er hún oft með einhvers konar „avant garde“- slagsíðu,“ segir hann. Mikilvægast fyrir honum sé að vinna með góðu fólki, gera eitthvað fallegt og hafa eitthvað um sköpunarverkið að segja. Talið berst að lokum að plötu- umslaginu sem hinn dularfulli lista- maður Íbbagoggur hannaði. Mynd- verkið framan á því vekur forvitni blaðamanns. Hvað er þar á ferðinni? „Ég veit ekki hvort ég má segja frá því … en þetta er mjög sósaður saxó- fónkvartett þarna framan á plötunni og illgreinanlegur,“ svarar Tumi, léttur í bragði. Ljósmynd/Magnús Andersen Samstarfsmenn Tumi Árnason og Magnús Trygvason Eliassen hleypa á skeið á sinni fyrstu samstarfsplötu. Eitthvað sem verður ekki mælt  Tumi Árnason og Magnús Trygvason Eliassen snúa bökum saman á hljómplötunni Allt er ómælið  „Sumt sem mér þykir flott og fallegt finnst sumum algjörlega óþolandi,“ segir Tumi Myndbandið við lag tónlistar- mannsins Svavars Knúts, The Hurting, var um helgina valið besta rokkmyndbandið á banda- rísku Apex-kvikmyndahátíðinni sem helguð er stuttmyndum og tónlistarmyndböndum. Mynd- bandið gerðu þýskir listamenn og fjallar það um einmana húsvörð á næturvakt sem dansar og reynir að missa ekki frá sér drauminn um að verða flugkappi, eins og segir í lýs- ingu á myndbandinu á vefsíðu Apex. Lagið The Hurting er á plötu Svavars Knúts, Ahoy! Side A, sem kom út seint á síðasta ári. Hann hefur unnið talsvert í Þýskalandi og með þarlendum listamönnum upp á síðkastið. Í samtali hér í blaðinu um plötuna sagði Svavar Knútur meðal annars um lagið The Hurting að það fjallaði um „að maður fær ekki flúið djöfla sína, þeir eru alltaf í farangrinum“. Myndband við lag Svavars það besta Húsvörðurinn Sena í The Hurting. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir flytur í dag klukkan 12.05 hádegisfyrirlestur í Þjóðminjassafninu og kallar hann Galdra- og brennudómar. Réttarfar Íslendinga á 17. öld. Sagnfræðingafélag Íslands skipuleggur hádegisfyrir- lesturinn í samvinnu við Þjóðminjasafnið. Á sautjándu öld komu upp 152 galdramál á Íslandi sem leiddu til brennudóma yfir 25 einstaklingum. Var flestum dómunum fullnægt, þar af ríflega helmingi í héraði. Hefur sú réttarframkvæmd vakið spurningar í ljósi konungsbréfs sem gefið var út árið 1576 en virðist hafa farið fyrir ofan garð og neðan hjá íslenskum dóm- stólum lengi vel. Í fyrirlestrinum verður fjallað nánar um réttarframkvæmd þessa tíma í ljósi valinna galdramála sem tekin verða til greiningar og málsástæður þeirra og lagarök rakin. Fjallar um galdramál og dóma Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.