Morgunblaðið - 05.03.2019, Síða 9

Morgunblaðið - 05.03.2019, Síða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MARS 2019 Dæmi voru um það á fjölsóttum ferðamannastöðum á Suðurlandi um síðustu helgi að ferðamenn yrðu fyrir barðinu á vasaþjófum. Baldvin Jónsson leiðsögumaður varaði við vasaþjófunum á Face- book-síðunni Bakland ferðaþjón- ustunnar í gær. Þjófarnir nota meðal annars þá aðferð að gefa sig að fólki og bjóða því að taka myndir af því og ræna það á meðan samtalið fer fram. Ásdís Kristjánsdóttir, rekstrar- stjóri Kaffi Gullfoss, staðfesti í samtali við mbl.is að vasaþjófar hefðu verið fyrirferðarmiklir við fossinn og í kringum kaffihúsið um helgina. „Já, því miður. Ég hef verið viðloðandi frá því að þetta byrjaði hérna fyrir tuttugu árum og ég hef aldrei orðið vör við þetta.“ Þjófavörn klippt af fötum Ásdís sagði að erfitt væri að áætla hversu stórfelldur þjófn- aðurinn var en hún segir að dæmin hafi verið fjölmörg. „Það var meira um að verið var að reyna að stela af ferða- mönnum en ég veit ekki hversu mörgum tókst að ná einhverju,“ sagði Ásdís. Ekki tókst hins vegar að bera kennsl á þjófana og hafði þjófn- aðurinn ekki verið tilkynntur lög- reglu, svo Ásdís vissi af. „Ég reyndi það ekki einu sinni,“ sagði Ásdís, sem hefur reynslu af því að lögreglan á Suðurlandi hafi ekki mannafla til að sinna málum tengdum þjófn- aði. „Það hafa verið stórfelldir þjófnaðir úr búðinni, þar sem þjófavörnin er klippt af rándýr- um flíkum, en þeir hafa ekki tíma til að sinna svona.“ Íhugar öryggisgæslu Það er hins vegar nauðsynlegt að mati Ásdísar að grípa til að- gerða. „Við höfum rætt það hérna hvort við þyrftum að hafa manneskju eða mannskap úti til að vara fólk við. Ég hef því mið- ur ekki mannskap í það í dag, en ef þetta fer að verða virkilega áberandi þá verður að vera ör- yggisvörður á svæðinu. Ekki vilj- um við láta ræna gestina okkar.“ Vasaþjófar herja á ferðamenn  Bjóðast til að taka myndir af fólki Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Við Gullfoss Vasaþjófar stálu þar frá ferðamönnum um helgina. Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Mælingar Heilbrigðiseftirlits Suður- lands á saurgerlamengun í Laugar- vatni leiddi í ljós að saurgerlamagn er nú undir viðmiðunarmörkum og óhætt er að baða sig í vatninu. „Eftir mælingar í janúar, sem leiddu til þess að við vöruðum fólk við að baða sig í vatninu, gerði Blá- skógabyggð viðeigandi ráðstafanir, en talið er að saurgerlamengunin hafi stafað af því að úrgangsvatn úr rotþróm hafi seytlað út í vatnið,“ segir Sigrún Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseft- irlits Suðurlands. Sigrún segir að mengunin hafi uppgötvast við reglulegt eftirlit í desember. Við mælingu í janúar hafi ástandið ver- ið lítið skárra og því hafi verið brugðið á það ráð að vara við böðun í vatninu. Sigrún segir að mælt verði aftur fljótlega. Hún segir að þar sem Laugarvatn sé skilgreint sem útivistarsvæði gildi þar stífari reglur en gilda um náttúrulaugar. Laugarvatn í lagi Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Vellíðan Baðgestir á Laugarvatni geta tekið gleði sína á ný. Nú er hægt að baða sig í vatninu og njóta náttúrunnar.  Óhætt að baða sig aftur í vatninu OR STEFNA Í MÓ OPINN ÁRSFUNDUR - 6. MARS - 15:00 - GRAND HÓTEL ÁVARP Helgi Jóhannesson, formaður stjórnar Samorku RSTJÓRI ónsdóttir, stefnustjóri Orkuveitu Reykjavíkur ÁVARP Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra MÓTUN ORKUSTEFNU ÍSLANDS Guðrún Sævarsdóttir, formaður starfshóps stjórnvalda um gerð orkustefnu MIKILVÆGI ORKUSTEFNU Páll Erland, framkvæmdastjóri Samorku CREATING ENERGY POLICY: EXPERIENCE FROM NORWAY Toril Johanne Svaan, deildarstjóri í orkumálaráðuneyti Noregs HVERJAR A ÁHERSLUR ÍSLANDS TIL FRAMT TUN ÍÐAR? FUNDA Guðrún Erla J KU VERÐ LÉTTAR VEITINGAR Í FUNDARLOK

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.