Morgunblaðið - 05.03.2019, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.03.2019, Blaðsíða 14
Kirkjuþing samþykkti á laugardag tillögu um sameiningu prestakalla í Austurlands- og Vestfjarðaprófasts- dæmi. Hólmavíkur- og Reykhólapresta- kall í Vestfjarðaprófastsdæmi verða sameinuð í eitt prestakall sem mun bera heitið Breiðafjarðar- og Strandaprestakall. Auk þess munu Djúpavogs-, Heydala-, Kolfreyju- staðar-, Eskifjarðar- og Norðfjarð- arprestakall í Austurlandsprófasts- dæmi sameinast í eitt prestakall sem mun bera heitið Austfjarðaprestakall. Í greinargerð með tillögunum kemur fram að tillögurnar séu hluti af stefnu biskupafundar um nýskipan prestakalla á landsvísu sem unnið hafi verið að, segir í fréttatil- kynningu. Felist í þeirri stefnu að horfið verði frá einmennings- prestaköllum, þar sem því verði við komið. Sameining presta- kalla samþykkt Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Hólmavík Reykhóla- og Hólma- víkurprestakall verða sameinuð. 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MARS 2019 Ármúla 26 | 108 Reykjavík | Sími 578 4400 | heimilioghugmyndir.is Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Nokkur andstaða var við breytingar á samningi ríkisins og bænda um starfsskilyrði sauðfjárræktar í at- kvæðagreiðslu meðal sauð- fjárbænda. Það kom Oddnýju Steinu Valsdóttur, formanni Lands- samtaka sauð- fjárbænda, ekki á óvart. „En þetta var afgerandi nið- urstaða. Það skiptir máli,“ segir Oddný. 705 bændur samþykktu breyt- inguna, 313 höfnuðu henni og 17 tóku ekki afstöðu. Hlutfallið er það að lið- lega 68% þeirra sem greiddu atkvæði samþykktu breytinguna og liðlega 30% voru á móti. Á kjörskrá voru 2.297 og 1.035 greiddu atkvæði. Þátt- takan var því 45%. Aðlögun framleiðslunnar Breytingarnar fela það meðal ann- ars í sér að greiðslum ríkisins er breytt til að draga úr framleiðslu- hvata þeirra og bændum er gefinn kostur á að draga úr eða hætta fram- leiðslu og snúa sér að annarri vinnu á jörðum sínum með samningum um búháttabreytingar. Oddný segir að breytingar á greiðslum komi misjafn- lega við búin og telur það megin- ástæðuna fyrir þeirri andstöðu sem kom fram við atkvæðagreiðsluna. Upphaflegt markmið var að fækka fé um 10% frá ársbyrjun 2017 til þess að koma á jafnvægi á milli framboðs og eftirspurnar kindakjöts á mark- aðnum. Fé hefur talsvert fækkað síð- ustu tvö ár en Oddný segir að enn þurfi að fækka um 8 þúsund vetrar- fóðraðar ær til að ná jafnvægis- punkti. Stjórnvöld hafa áformað að kaupa upp greiðslumark þegar á þessu ári. Oddný bætir því við að með breyt- ingum á samningnum fáist verkfæri til sveiflujöfnunar í atvinnugreininni. Það nýtist í framtíðinni ef upp koma aðstæður á mörkuðum, eins og verið hafa undanfarin ár og leiddu til mik- ils tekjusamdráttar hjá bændum. Hún segir að ef slík ákvæði hefðu verið í núgildandi búvörusamningi hefði verið hægt að bregðast við að- stæðum sem verið hafa á markaðnum síðustu ár. Landbúnaðarráðherra mun vænt- anlega leggja fram frumvarp á Al- þingi á næstunni til breytingar á bú- vörulögum, til að lögfesta breytingar samningsins. Morgunblaðið/Eggert Réttastörf Bændur reka fé til réttar. Betra jafnvægi er komið á markaðinn og vonast er til að bjartari tímar séu framundan hjá sauðfjárbændum. 68% sauðfjár- bænda samþykktu Oddný Steina Valsdóttir Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Kirkjuþing samþykkti á laugardag að leggja niður Saurbæjarprestakall í Vesturlandsprófastsdæmi. Séra Kristinn Jens Sigurþórsson, sóknar- prestur í Saurbæ, er ósáttur við þessa ákvörðun og segist telja hana ólögmæta. Um var að ræða framhaldskirkju- þing og til af- greiðslu voru mál sem ekki náðist að ljúka á kirkju- þingi í nóvember á síðasta ári. Kristinn Jens segir ýmislegt óljóst varðandi þessa samþykkt kirkjuþings, t.d. liggi ekki fyrir frá og með hvaða degi eigi að leggja prestakallið niður. „Mér finnst óeðli- legt að fara þessa leið niðurlagningar þegar eðlilegt hefði verið að fara leið sameiningar eins og annars staðar var gert,“ segir séra Kristinn Jens. Hann bendir á að allar umsagnir um tillöguna úr héraði til kirkjuþings, þrír safnaðarfundir í sóknum Saur- bæjarprestakalls og aukahéraðs- fundur í Vesturlandsprófafastsdæmi hafi hafnað niðurlagningunni, en tal- að fyrir sameiningu. Undir Garðaprestakall „Sóknirnar í prestakallinu verða ekki lagðar niður, heldur eiga þær að færast undir Garðaprestakall, þar sem þeim verður áfram þjónað. Í nýju prestakalli eiga að vera þrír prestar og nú eru þrír prestar á þessu svæði, tveir á Akranesi og ég í Saurbæ. Með niðurlagningunni missi ég einfaldlega embættið og þar með þau lögkjör og réttindi, sem embætt- inu hafa fylgt,“ segir Kristinn Jens. Hann segir að um nokkurn tíma hafi hann átt í deilum vegna prests- bústaðarins í Saurbæ vegna myglu og skemmda. Hann hafi ekki viljað flytja þar inn fyrr en að fullnægjandi viðgerðum loknum, en í það verkefni hafi ekki verið ráðist. Með leyfi bisk- ups hafi hann því búið utan presta- kallsins. „Mér virðist að sú ákvörðun að leggja prestakallið niður hafi verið leið að því markmiði að leggja prests- setrið niður, eins og í raun kemur fram í greinargerð með tillögunni,“ segir Kristinn Jens, sem hefur þjón- að í Saurbæjarprestakalli frá 1996. Jafnara starfsálag Í tillögu um Saurbæjarprestakall sem lögð var fyrir kirkjuþing á síð- asta ári kemur fram að Innra- Hólms-, Leirár- og Saurbæjarsókn tilheyri eftirleiðis Garðaprestakalli, sem nefnist Garða- og Hvalfjarðar- strandarprestakall. Segir í athuga- semdum með tillögunni að starfsálag muni jafnast með breytingunni. Í dag þjóni tveir prestar Garðapresta- kalli, þar sem 7.262 búa, en einn prestur þjóni Saurbæjarprestakalli þar sem 621 býr. Við þessa breytingu muni þriggja presta teymi þjóna samtals 7.883 íbúum. Síðan er fjallað um ástand mála í prestssetrinu í Saurbæ og segir þar m.a.: „Undanfarin ár hafa umfangs- miklar og mjög kostnaðarsamar við- gerðir farið fram á prestsbústað Saurbæjarprestakalls … vegna raka og myglu, samkvæmt ráðgjöf verk- fræðistofu. Mat sóknarprests er að þær viðgerðir sem þegar hafa farið fram séu ófullnægjandi og að prests- bústaðurinn sé enn heilsuspillandi. Staða mála í dag er sú að sóknar- prestur er fluttur í húsnæði á eigin vegum, með tímabundnu leyfi bisk- ups Íslands. Þessi staða mála er með öllu óviðunandi ekki hvað síst fyrir sóknarprestinn sem þarf að búa við þessa óvissu og óþægindi án vitn- eskju um hvað við tekur. Greitt úr óvissuástandi Prestum er skylt samkvæmt lög- um að hafa aðsetur og lögheimili á prestssetri þar sem þau eru lögð til, nema biskup heimili annað um stundarsakir eins og hér hefur verið gert. Felst einnig í þessu ástandi mikill aukakostnaður þar sem bæði þarf að greiða sóknarprestinum húsaleigu fyrir bráðabirgðahúsnæði og einnig viðbótaraksturskostnað. Því kemur ekkert annað til greina í stöðunni en að aflétta búsetuskyldu endanlega af sóknarprestinum og greiða þannig úr því óvissuástandi sem ríkir í Saurbæ. Gengið er út frá því að hlutaðeig- andi sóknarpresti verði áfram tryggt prestsembætti á því svæði sem Saur- bæjarprestakall nær til, með því að fá skipun sem prestur í hinu stækk- aða prestakalli.“ Í athugasemdum með tillögunni segir ennfremur að eina leiðin til að leggja niður prests- setrið í Saurbæ niður sé að leggja Saurbæjarprestakall niður og er vitnað til lögfræðiálits frá 2013. „Hvað svo sem gert verður er ljóst að fjárhagsstaða kirkjumálasjóðs er þröng og leyfir ekki meiri fjárfest- ingar vegna prestsþjónustu fyrir til- tölulega fá sóknarbörn,“ segir í at- hugasemdunum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Breytingar Kirkjan og prestssetrið í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Sóknarprestur ósáttur við ákvörðun kirkjuþings  Saurbæjarprestakall lagt niður  Þröng fjárhagsstaða Kristinn Jens Sigurþórsson Sr. Eðvarð Ingólfsson, sóknarprestur í Akraneskirkju, og biskup Íslands hafa gert með sér samkomulag um að Eðvarð takist á hendur ný verkefni í vígðri þjón- ustu kirkjunnar og hverfi frá núverandi þjónustu sem sóknarprestur Garðaprestakalls frá og með 1. apríl 2019, að því er fram kemur á heimasíðu Akra- neskirkju. Frá sama tíma fellur skylda til að halda úti prests- setri á Akranesi niður og hefur kirkjumálasjóður, sem er eigandi þess, hafið söluferli á eigninni. Eðvarð hverfur til nýrra starfa Eðvarð Ingólfsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.