Morgunblaðið - 05.03.2019, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 05.03.2019, Qupperneq 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MARS 2019 sem nýburi er ekki trygging fyrir því að heyrn haldist eðlileg til fullorðins- aldurs. Heyrnarskerðing getur átt sér stað á hvaða aldri sem er og á sér þá ýmsar orsakir. Á skrá HTÍ eru yf- ir 200 börn á aldrinum 0-18 ára með eitthvert form heyrnarskerðingar eða um það bil 12,5 börn í hverjum árgangi. Mikilvægt er að þessi börn fái viðeigandi stuðning og þjónustu í bæði skólakerfi og heilbrigðiskerfi. Rannsóknir sýna að góð þjónusta skilar sér í betri menntun, meiri lífs- gæðum og betri afkomu. Það er því þjóðhagslega hagkvæmt að sinna þörfum hvers barns fyrir sig. Heyrn- arskerðing er falin fötlun sem tekur oft tíma að átta sig á. Á meðan líður dýrmætur hluti af þroskaskeiði barnanna. Foreldrar og starfsfólk skóla þurfa að vera vel upplýst um þarfir heyrnarskertra barna og geta átt góðan aðgang að viðeigandi ráð- gjöf til að annast fræðslu þeirra. Hávaði er vaxandi orsök heyrnarskerðingar Margir þættir í lífinu hafa áhrif á heyrnarheilsu. Rannsóknir benda til að erfðir séu algengasta ástæða heyrnarskerðingar hjá börnum. Nú eru börn bólusett og/eða eiga kost á viðeigandi meðferð við helstu sýk- ingum sem þekktar eru að því að geta valdið skemmd á heyrn. En það eru aðrar ógnanir á veginum. Sú helsta nú er umhverfishávaði. Við getum sem einstaklingar og þjóð haft áhrif á hávaðamengun í um- hverfi okkar. Börn geta ekki á fyrstu æviárunum varið sig sjálf fyrir há- vaða og er það því hlutverk fullorð- inna að gera það. Börn eiga erfiðara með að greina tal út úr klið. Tal sem þau eiga að hlusta á þarf að vera á meiri styrk ofan við kliðinn en full- orðnir þurfa. Heyrnarskert börn þurfa að hafa þennan mun enn meiri. Þess vegna er góð hljóðvist á leik- skólum og skólum afar mikilvæg. Hönnun þessara vinnustaða barn- anna og kennsluhættir verða að mið- ast við að hávaði trufli ekki líðan né skerði námsárangur barnanna. Því miður sýna nýjustu rannsóknir að kennarar eru í vaxandi hættu á að fá heyrnarskaða af völdum hávaða. Börnin okkar eru í sama umhverfi og kennarar. Breyttar venjur og menningar- straumar hafa sífellt áhrif á daglegt líf. Mörg börn og unglingar hlusta t.d. daglega á tónlist og tölvuleiki með heyrnartólum. Mikilvægt er að nota viðurkennd heyrnartól sem uppfylla viðmið Evrópureglugerða um styrk hljóðs sem kemur úr þeim. Ef það er gert fer hljóðið ekki yfir hættumörk. Langvarandi hlustun á miklum hljóðstyrk skaðar heyrn. Því meiri sem hljóðstyrkurinn er því styttri tíma má hann vera í eyrunum áður en hann fer að skemma heyrn- ina. Stöndum vörð um heyrnina, okkar eigin og barna okkar. Látið mæla heyrn ef grunur vaknar um heyrnar- skerðingu. Nýtt snjallforrit WHO gerir kleift að skima heyrn á fljótlegan og þægi- legan máta. Appið heitir hearWHO og má hlaða niður gjaldfrjálst í snjalltæki af GooglePlay, AppStore eða af vefsíðu www.hti.is. Alþjóðlegur dag- ur heyrnar er hald- inn 3. mars ár hvert. Þann dag leggur Al- þjóðaheilbrigð- ismálastofnunin (WHO) áherslu á mismunandi þætti heyrnarheilsu. Í ár hvetur WHO fólk til að vera meðvitað um heyrnarheilsu sína og láta mæla heyrnina eða gera sjálft skimun á heyrn sinni í gegnum smáforrit sem stofnunin hefur gert í tilefni dagsins (sjá leiðbeiningar um niðurhal í lok greinar). Mikilvægi skimunar á heyrn barna Góð heyrnarheilsa er öllum mikil- væg. Heyrnarskerðing getur haft áhrif á almenna heilsu og lífsgæði á hvaða aldri sem er. Heyrnar- og tal- meinastöð Íslands (HTÍ) annast framkvæmd skimunar á heyrn ný- bura hér á landi og undanfarin ár hafa um 94% nýbura farið í skimun á heyrn. Ef skimun vekur grun um skerta heyrn er gerð nánari grein- ing. Greinist barnið með skerta heyrn er ráðlögð viðeigandi meðferð og stuðningur við barnið og fjöl- skyldu þess. Heyrnin er mikilvæg fyrir þroska barnsins, málþroska, fé- lagslegan þroska, tengslamyndun o.fl. Það er því mikilvægt að geta gripið snemma inn í með stuðningi, fræðslu og meðferð. Á síðustu fimm árum hafa að meðaltali greinst fjög- ur börn á ári á aldrinum 0-6 mánaða í kjölfar nýburamælingar með allt frá vægri heyrnarskerðingu á öðru eyra upp í heyrnarleysi á báðum eyrum. En að standast skimun á heyrn Eftir Bryndísi Guðmundsdóttur og Ingibjörgu Hinriksdóttur Ingibjörg Hinriksdóttir » Alþjóðlegur dagur heyrnar er haldinn 3. mars ár hvert. Í ár var lögð áhersla á að hvetja fólk til að vera meðvitað um heyrnar- heilsu sína. Höfundar eru starfsmenn Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands. Bryndís Guðmundsdóttir Dagur heyrnar 2019 – Mælum heyrnina Langar þig í ný gleraugu! Smáralind – Sími 517 0317 – www.plusminus.is PLUSMINUS | OPTIC Það fyrsta sem Marilyn Monroe leikkona tók eftir þegar hún hitti Arthur Miller rithöfund, voru gleraugun! Þegar ég dvaldi í Reykjavík fyrir skömmu hitti ég margt fólk sem spurði mig undrandi hvað væri eiginlega að gerast á Spáni. Á eyjunni fögru í Norður- Atlantshafi hafa verið settar fram skoðanir sem vekja efa- semdir um ástand lýð- ræðisins á Spáni. Því er haldið fram að í landinu mínu séu pólitískir fangar sem hafi unnið það til saka að vera sjálfstæðissinnar og að réttarhöldin yfir þeim séu óréttlát vegna þess að hæstiréttur hafi ákveð- ið það fyrirfram að þeir skuli dæmdir sekir. Þessum staðhæfingum fylgja aðrar á borð við þá að það sé ekki glæpur að nýta sér rétt sinn til sjálfs- ákvörðunar. Það ætti ekki að þurfa að útskýra aðstæður í ríki eins og Spáni sem er eitt öflugasta lýðræðisríki heims eins og reglulega kemur fram í alþjóðlegum mælingum þar sem Spánn er ofar á lista en önnur Evr- ópuríki sem enginn myndi voga sér að draga í efa að væru lýðræðisríki. En þrátt fyrir það og einnig vegna þess að víða gætir misskilnings um þessi mál, ætla ég að leyfa mér að út- skýra nokkur atriði í þeirri von að með því öðlist lesendur skýrari og raunsærri sýn á landið mitt og að- stæðurnar í Katalóníu. Á Spáni er fólk ekki handtekið vegna stjórn- málaskoðana sinna held- ur fyrir að hlíta ekki lýðræðislegum lögum, rétt eins og tíðkast á Ís- landi. Árum saman hafa verið starfræktir spænskir stjórnmála- flokkar sem vilja að- skilnað frá Spáni, leið- togum þeirra er frjálst að kynna skoðanir sínar eins og þeir kjósa og þeir hafa fullkomið frelsi til þess hvort heldur er í fjölmiðlum eða opinberum stofnunum, svo sem á héraðsþingi eða spænska þjóðþing- inu. Sífelldar yfirlýsingar núverandi forseta héraðsstjórnar Katalóníu og annarra katalónskra stjórnmála- manna um aðskilnað frá Spáni eru ótvíræð sönnun þess. Hvorki Am- nesty International né Human Rights Watch, tvenn virtustu mannréttinda- samtök heims, telja að tólfmenning- arnir, sem verið er að lögsækja, séu „pólitískir fangar“. Sakborningarnir, sem eru núna í varðhaldi, eru ákærðir fyrir alvarlega glæpi sem menn eru sannarlega dæmdir í fangelsi fyrir í ríkjum á borð við Noreg, Þýskaland, Ítalíu eða Bandaríkin, svo að nokkur séu nefnd. Sjálfstæðissinnar vilja setja pólitískan stimpil á réttarhöldin og láta líta svo út að þau beinist gegn lýðræðinu á Spáni. Af þeim sökum hefur hæstiréttur gripið til ýmiss kon- ar ráðstafana til að tryggja gagnsæi réttarhaldanna, svo sem að sjónvarp- að sé frá þeim, að rúmlega 600 spænskir og erlendir blaðamenn séu viðstaddir og að almenningur hafi að- gang að öllum gögnum sem tengjast þeim. Þegar að því kemur að kveða upp dóm mun hæstiréttur gera það á grundvelli staðreynda, sönnunar- gagna og laga, enda væri annað frá- leitt í réttarríki. Enginn mótmælir því að varðhald sé harkaleg ráðstöfun en það tíðkast í öllum ríkjum í okkar heimshluta, þar sem tímaramminn er jafnvel lengri en spænsk löggjöf mæl- ir fyrir um. Í þessu sambandi langar mig einn- ig að útskýra þær ástæður sem hæstiréttur hefur tilgreint að liggi að baki ákvörðuninni um varðhald sak- borninganna. Meginástæða þess að þeir voru ekki látnir lausir gegn tryggingu var að rétturinn taldi að mikil hætta væri á að þeir færu úr landi, eins og Puigdemont og aðrir sakborningar sem lögðu á flótta und- an spænskri réttvísi. Hin ástæðan var að hætta var talin á að þeir brytu aft- ur af sér. Lengd varðhaldsins stafar af því að málið er flókið, nokkrir sak- borninga eru ákærðir fyrir margs konar brot, og hæstiréttur ákvað að leggja megináherslu á þá nauðsyn að allir þættir málsins stæðu á styrkum lagalegum grunni svo að tryggja mætti sanngjarna málsmeðferð. Eins og ég sagði í upphafi heyrði ég meðal annars fullyrt meðan ég dvaldi á Íslandi að það væri ekki glæpur að nýta sér réttinn til sjálfs- ákvörðunar og að ekki ætti að ákæra sakborningana fyrir það. Vitanlega er það ekki glæpur að nýta sér réttinn til sjálfsákvörðunar. Sá réttur er reyndar tryggður í sáttmála Samein- uðu þjóðanna þegar um er að ræða nýlendustefnu, erlent hernám eða al- varleg brot á mannréttindum. Ekkert af þessu á sér stað í Katalóníu og þar af leiðandi gildir reglan um rétt til sjálfsákvörðunar, sem getið er um í sáttmála Sameinuðu þjóðanna, ekki í ofangreindu héraði Spánar. Auk þess kveður stjórnarskrá Spánar, sem yfir 90% spænsku þjóðarinnar studdu, þar á meðal yfirgnæfandi meirihluti í Katalóníu, á um friðhelgi yfirráða- svæðis Spánar og að spænska þjóðin sé ein, órjúfanleg heild, eins og reyndar er tekið fram um flestar aðr- ar þjóðir í flestum öðrum stjórnar- skrám heims. Aðskilnaðarferlið sem hrundið var af stað af forystumönnum í einu auð- ugasta sjálfstjórnarhéraði Spánar, þar sem sjálfstjórn er mikil og mið- stýring lítil, byggist á aðgreiningar- stefnu og ískyggilegri yfirburða- kennd. Það sýna margendurteknar yfirlýsingar pólitískra leiðtoga að- skilnaðarsinna, sem reyna að þröngva stefnu sinni upp á þá sem hugsa ekki eins og þeir með því að ganga á svig við lögin og virða ekki réttindi þess rúmlega helmings íbúa Katalóníu sem kæra sig ekki um aðskilnað. Þeir stjórnmálaflokkar sem aðhyll- ast aðskilnaðarstefnu á Spáni eru full- komlega löglegir og mega boða hug- myndir sínar eins og þeim virðist best. Það hafa þeir gert í fjörutíu ár og þeim er fyllilega frjálst að halda því áfram um ókomna tíð. Það sem þeim leyfist aftur á móti ekki að gera, ekki frekar en stjórnmálaflokkum í öðrum lýðræðisríkjum, er að fremja stjórnarskrárbrot og lögbrot án þess að svara til saka fyrir það og nota sér opinberar stofnanir til að gefa út til- skipanir sem stríða gegn stjórnar- skránni og lýsa því yfir að hérað á spænsku yfirráðasvæði sé orðið sjálf- stætt lýðveldi. Opinberar stofnanir verða að virða lögin því ekkert annað getur tryggt okkur þjóðfélag þar sem valdníðsla viðgengst ekki og réttindi allra borgara landsins eru virt. Þeir stjórnmálaflokkar sem aðhyllast að- skilnað eiga að nota þær löglegu leiðir sem tiltækar eru til að leita stuðnings við pólitísk markmið sín, virða ramma stjórnarskrárinnar og ræða saman á þjóðþinginu, sem er æðsti vettvangur fullveldis fólksins. Eftir Maríu Isabel Vicandi María Isabel Vicandi » Á Spáni er fólk ekki handtekið vegna stjórnmálaskoðana sinna heldur fyrir að hlíta ekki lýðræðis- legum lögum, rétt eins og tíðkast á Íslandi. Höfundur er sendiherra Spánar á Íslandi. Katalóníumálið

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.