Morgunblaðið - 05.03.2019, Side 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MARS 2019
Kristjana vin-
kona mín er látin að-
eins fimmtug að
aldri. Við kynntumst í gegnum
mennina okkar, ég nýflutt norður
til Donda og hún nýtekin saman
við Geira sinn. Með okkur tókst
góður vinskapur sem varð enn
nánari á þeim rúmu 20 árum sem
við áttum saman.
Við áttum það sameiginlegt að
hafa alist upp í Kópavogi en hún
var miklu meiri landsbyggðar-
kona en ég, enda ættuð úr Keldu-
hverfi. Þau Geiri urðu fyrri til að
eignast barn þegar Hildur fædd-
ist árið 2000 en við vorum síðan
samferða í barneignum árin 2002
og 2005. Við áttum því sannarlega
samleið í gegnum þetta skeið í lífi
okkar.
Við höfum alltaf ferðast mikið
saman, farið í ótal margar útileg-
ur og skoðað landið okkar. Eina
helgi á vetri fórum við saman til
Akureyrar á skíði, leigðum bú-
stað í Kjarnaskógi og höfðum það
gott saman. Börnin okkar eru líka
góðir vinir, hafa umgengist eins
og frændsystkini frá því þau
fæddust. Samverustundirnar
voru margar og ómetanlegar.
Kristjana og Geiri voru líka ið-
in við að bjóða okkur í mat en það
var sameiginlegt áhugamál
þeirra hjóna að elda góðan mat.
Reyndar lék allt slíkt í höndunum
á Kristjönu, hvort sem það var
matargerð, bakstur, sultugerð
eða handavinna. Þessi myndar-
skapur byrjaði snemma hjá
Kristjana Ríkey
Magnúsdóttir
✝ Kristjana Rík-ey Magnús-
dóttir fæddist 10.
ágúst 1968. Hún
lést 21. febrúar
2019.
Útför Kristjönu
fór fram 2. mars
2019.
henni, hún bakaði
sjálf fyrir ferming-
arveisluna sína.
Þessi kraftur í henni
birtist líka í því
hvernig hún tókst á
við lífið, það var
aldrei neitt vanda-
mál heldur bara
áskoranir. Þegar
hún veiktist fyrir ári
síðan voru veikindin
bara enn eitt verk-
efnið að takast á við. Og það gerði
hún af hugrekki og æðruleysi.
Kristjana fór oft sínar eigin
leiðir, var ekki að hlaupa eftir
tískubylgjum eða nýjasta æðinu
sem greip landann. Hún gat átt
það til að vera fullþrjósk í þessum
málum en gerði óspart grín að
sjálfri sér fyrir það. Hún átti
mörg áhugamál, spilaði á píanó,
tók þátt í leikfélaginu áður en hún
eignaðist börnin, hafði gaman af
útivist og alls konar hreyfingu.
Hún var algjörlega frábær
mamma og hlúði af alúð að börn-
unum sínum þremur. Missir
þeirra er mikill.
Kristjana var trúnaðarvinkona
mín, eins góð og hægt var að vera.
Ef eitthvað bjátaði á gat ég alltaf
leitað til hennar. Það var hún sem
ég vildi tala við þegar ég hafði
einhverjar fréttir, vildi deila gleði
og sorg með henni. Kristjana sjálf
var mjög jarðbundin og gat oft
gefið mér góð ráð. Mikið á ég eftir
að sakna þess að geta ekki sest
við eldhúsborðið í Heiðargerðinu
og spjallað.
Við Kristjana kvöddumst
margsinnis á meðan hún var sem
veikust. Hún vissi hvað mér þótti
vænt um hana og ég vissi hvað
henni þótti vænt um mig. Hún
skilur eftir sig stórt skarð í lífi
okkar fjölskyldunnar. Ég lofaði
henni að við myndum áfram fara í
útilegur með Geira og krökkun-
um, að við myndum halda áfram
að hittast yfir góðri máltíð. Ég
ætla að efna það loforð.
Við fjölskyldan á Laxamýri
sendum okkar dýpstu samúðar-
kveðjur til Geira, Hildar, Rík-
eyjar og Magnúsar Mána. Einnig
til Ríkeyjar, Guðbjargar, Höllu
og Hlífars ásamt fjölskyldum
þeirra. Megi góður Guð styrkja
ykkur í sorginni.
Ingibjörg Sigurjónsdóttir.
Kær bekkjarfélagi í gegnum
alla grunnskólagönguna og vin-
kona í gegnum lífið er farin. Hún
sem við héldum að yrði kvenna
elst fór fyrst af okkur æskuvin-
konunum. Í minningargreinum
verður fólki tíðrætt um þakklæti
yfir að hafa átt hina látnu að í lífi
sínu. Ég á Kristjönu Ríkeyju
margt að þakka.
Mínar fyrstu minningar um
hana eru frá því þegar ég byrjaði
átta ára gömul í Kópavogsskóla.
Hún var heiðrík og ljóshærð með
fléttur. Hún var alltaf vinaleg og
hjálpleg. Heimili Kristjönu var að
Vogatungu 28 við hliðina á Hólm-
fríði bekkjarsystur okkar og
Röggu. Þar kom ég oft við á leið-
inni í skólann. Við fjórmenning-
arnir höfum fylgst að í gegnum
lífið og margar góðar vinkonur
slegist í hópinn. Kristjana var
nefnilega þannig að henni lynti
við alla og öllum lynti við hana.
Í barnaskóla á sjöunda og átt-
unda áratug síðustu aldar var
ekki mikil meðvitund um einelti
og vanlíðan. Það gekk oft mikið á
á skólalóðinni og á leiðinni í og úr
skóla. Stundum hlupum við grát-
andi heim. En Kristjana tók aldr-
ei þátt í stríðni, baknagi eða of-
beldi. Í kringum hana var friður
og gilti það líka um fjölskyldu
hennar í Vogatungunni. Þangað
var gott að koma. Foreldrar
hennar, þau Magnús heitinn og
Ríkey, voru alltaf ræðin og hjálp-
leg og heimilið notalegt og nær-
veran góð. Það voru ekki margir
foreldrar á þessum tíma sem gáfu
sér jafn mikinn tíma og þau til að
spjalla við vini barna sinna. Um
systur sínar þær Guðbjörgu og
Höllu talaði Kristjana af kærleik.
Hún var klettur, vinkona og
salt jarðar. Alltaf jarðbundin, ein-
beitt og dugleg. Það er gott að
eiga vini sem eru ólíkir manni.
Frá unglingsárunum eru samtöl-
in í ísbíltúrum minnisstæð. Það
voru ágætar kennslustundir því
hún bar alla tíð einstakt æðru-
leysi gagnvart lífinu og framtíð-
inni.
Þegar stórborgirnar toguðu í
sumar okkar, þá lét Kristjana sig
dreyma um sveitina í góðri nánd
við vini og samfélag. Og trú sjálfri
sér flutti hún til Húsavíkur og
byggði þar sitt fjölskyldulíf með
Geira.
Já, ég hef margt til að vera
þakklát Kristjönu. Á fyrsta árinu
mínu í KHÍ fór ég í verknám til
Húsavíkur. Þá bjó ég hjá Krist-
jönu sem hóf kennslu í barnaskól-
anum þar nokkrum árum áður.
Við elduðum saman á kvöldin,
spjölluðum og prjónuðum. Þetta
voru sex ljúfar vikur og minning-
arnar um nærveru hennar og
vina hennar og frændfólks munu
alltaf fylgja mér.
Fáum árum síðar vorum við
allar vinkonurnar komnar með
fjölskyldur og þurftum að sæta
lagi til samfunda. Þá komst sá
siður á að hittast þegar Kristjana
kom í bæinn. Eftir að hún veiktist
kom styrkur hennar skýrt fram.
Það var ekki vandræðalegt að
tala um veikindi eða endanleika
þess sem beið hennar að líkindum
fyrr en okkar. Alltaf stóð hún
föstum fótum í raunveruleikanum
en gat samt notið þess að hlæja
með okkur. Það er óendanlega
dýrmætt að hafa átt vinkonu eins
og hún var. Það sem hún kenndi
mér kenni ég börnunum mínum.
Elsku Kristjana verður með
mér í huga, hjarta og minningum
það sem ég á eftir ólifað. Ég votta
fjölskyldu hennar mína dýpstu
samúð.
Ólöf Guðmundsdóttir.
Mínar fyrstu minningar um
Kristjönu eru þegar ég kom heim
frá Spáni fimm ára gömul og ég
fékk þau skilaboð að vinkona mín
í næsta húsi biði spennt eftir að
hitta mig aftur. Frá þeirri stundu
varð ég tíður heimagangur inni á
heimili Magnúsar heitins og Rík-
eyjar og varð það fljótlega ljóst
að þar ætti ég gott athvarf. Heim-
ili Kristjönu einkenndist af ró og
kærleika og ólust þær systurnar
upp við allra besta atlæti og er ég
mjög minnug því að það var
drekkutími kl. 3 alla daga sem ég
og Ragga nutum oft góðs af.
Við Kristjana voru ólíkar að
öllu leyti og þegar við byrjuðum í
skóla og gengum saman á hverj-
um morgni, var það skondin sjón
að sjá okkur, hún lítil og ljóshærð
og ég stór og dökkhærð.
Kristjana leiddi mig í gegnum
grunnskólann, hvatti mig til að
standa mig betur í náminu og fór
með mig vikulega á bókasafnið í
Kópavogi að sækja bækur og
fékk mig til að keppa við sig hver
væri á undan að lesa bækurnar.
Þegar hún fór í tónlistarnám
gerði ég það líka, við æfðum fim-
leika af miklu kappi inni í stofu
eða á túninu og síðar æfðum við
blak með HK. Kristjana lét ekk-
ert stoppa sig og setti mikið kapp
í alla leiki og tókst að verða góð í
öllu sem hún tók sér fyrir hendur.
Mínar bestu æskuminningar
tengjast Kristjönu og má þar
nefna brennó og kýló og alla leik-
ina á túninu, skíðaferðirnar með
Magnúsi og krökkunum í götunni
og þegar ég fór með fjölskyldu
hennar í sumarbústað í Munaðar-
nesi. Ég var svo sannarlega hepp-
in að hafa alist upp með svona
góðu fólki og er þakklát fyrir allar
okkar stundir.
Í vinahópnum var Kristjana sú
skynsama og hrausta og ég held
að henni hafi stundum þótt það
skrítið þegar við hinar völdum
flóknar og erfiðar leiðir í lífinu.
En Kristjana dæmdi aldrei nokk-
urn mann og sýndi öllum kær-
leika og umburðarlyndi og vildi
öllum vel. Það var mjög stutt í
stríðnina hjá henni og hún hló
aldrei eins dátt eins og að klaufa-
skap okkar hinna. Kristjana tókst
á við öll lífsins verkefni af miklum
dugnaði, elju og æðruleysi og vor-
um við vinkonurnar vissar um að
henni tækist að sigrast á öllum
raunum og þar á meðal krabba-
meininu.
Heimurinn er óneitanlega
tómlegri án hennar Kristjönu og
mun hún alltaf eiga einstakan
stað í hjarta mínu. Ég sendi mín-
ar innilegustu samúðarkveðjur til
Geira, Hildar, Ríkeyjar og Magn-
úsar og mæðgnanna Ríkeyjar,
Guðbjargar og Höllu.
Með sorg í hjarta kveð ég minn
elsta vin.
Hólmfríður Ólöf Ólafsdóttir.
Kær samstarfskona er látin,
Kristjana Ríkey Magnúsdóttir
kennari.
Allir sem kynntust Kristjönu
fundu hlýju hennar, fölskvaleysi
og einlægan áhuga á skólastarfi
og því hvernig það skyldi upp
byggt. Metnaður fyrir hönd nem-
enda og umburðarlyndi ásamt al-
gjöru fumleysi var það sem ein-
kenndi störf hennar. Hún var vel
liðin og virt og myndaði góð
tengsl við samstarfsfólk, nem-
endur og foreldra.
Það var heiður að kynnast
Kristjönu og fá að njóta þekking-
ar hennar, reynslu og nærveru.
Fyrir það þökkum við af alhug.
Orð mega sín lítils þegar slíkur
harmur er að fólki kveðinn. Hug-
ur okkar er hjá fjölskyldu hennar
og sendum við henni hlýjar hugs-
anir.
Um undra-geim, í himinveldi háu,
nú hverfur sól og kveður jarðarglaum;
á fegra landi gróa blómin bláu
í bjartri dögg við lífsins helgan straum.
(Benedikt Gröndal)
Minningin lifir í hjörtum
okkar.
Fyrir hönd starfsfólks Borgar-
hólsskóla þakka ég Kristjönu
fyrir samvistirnar hér á jörð og
flyt aðstandendum okkar dýpstu
samúðarkveðjur.
Þórgunnur Reykjalín
Vigfúsdóttir, skólastjóri.
Þau eru ófá fallegu lýsingar-
orðin sem koma upp í hugann
þegar Kristjönu er minnst.
Heil, hlý og góð í gegn. Glöð og
stutt í hláturinn. Greind, vel að
sér, með sterkar skoðanir.
Vel lesin, áhugasöm og ein-
staklega vel máli farin. Dugleg,
iðin og samviskusöm. Gjörsam-
lega laus við fordóma og nei-
kvæðni í garð annarra. Kristjana
var einfaldlega ein sú heilbrigð-
asta manneskja sem ég hef
kynnst, hvernig sem á það er
litið.
Kristjana sagði sjálf í haust að
það að hún skyldi fá þennan öm-
urlega sjúkdóm í sín vel þjálfuðu
reyklausu lungu sýndi berlega og
sannaði að ekkert er gefið í þessu
lífi. Þrælveik og máttfarin árétt-
aði hún þó að hún væri búin að
lifa frábæru lífi og væri þakklát
fyrir það.
Lífsvilji Kristjönu var sterkur
þegar á reyndi, enda átti hún
mikið að lifa fyrir. Hún tók óneit-
anlega kennarann sem hún var á
okkur vinkonurnar þegar hún út-
skýrði í hvað stefndi, og gegn
betri vitund óskaði maður þess
innilega að hún hefði nú einu
sinni kolrangt fyrir sér.
Ég minnist Kristjönu af mikl-
um hlýhug. Hugur minn er hjá
fjölskyldu hennar, Geira og
krökkunum, Ríkeyju móður
hennar, systrum og fjölskyldum
þeirra. Þeirra er missirinn mest-
ur og votta ég þeim innilega sam-
úð mína.
Hildur Ómarsdóttir.
Kristjana Ríkey, samstarfs-
kona mín og vinur, er látin eftir
erfið veikindi langt fyrir aldur
fram. Vinskapur okkar hófst þeg-
ar Kristjana hóf störf sem kenn-
ari við Borgarhólsskóla á Húsa-
vík fyrir um tveimur áratugum.
Kristjana var farsæll og góður
kennari sem bar mikla umhyggju
fyrir nemendum sínum. Við sát-
um oft á tíðum og þá sérstaklega
á seinni árum og ræddum
kennslu, nám og metnað. Lestur
og verndun tungumálsins okkar,
íslensku, voru henni mjög hug-
leikin.
Við Kristjana unnum saman í
fimleikadeild Völsungs í mörg ár
og fórum saman í eina utanlands-
ferð með hóp krakka í æfingaferð
til Danmerkur. Þessa ferð skipu-
lagði hún að stórum hluta ásamt
stjórn deildarinnar og auðvitað
stóðst skipulagið fullkomlega.
Kristjana vann í mörg ár innan
fimleikadeildar félagsins og var
formaður deildarinnar í nokkur
ár.
Sjálf æfði hún blak innan fé-
lagsins auk þess sem hún studdi
vel við bakið á börnunum sínum,
Hildi, Ríkeyju og Magnúsi Mána,
í þeim greinum sem þau æfðu og
æfa innan Völsungs ásamt eigin-
manni sínum honum Geira, klett-
inum í hennar lífi.
Við áttum sameiginlegt áhuga-
mál, prjónaskap, og um hann gát-
um við rætt öllum stundum og
leituðum ráða hvor hjá annarri
varðandi uppskriftir og vanda-
mál er upp komu við prjónaskap-
inn.
Það var alltaf gott að leita til
Kristjönu, hún var tilbúin að
hlusta og gefa góð ráð og það
nýtti ég mér oft þegar ég var for-
maður Völsungs.
Ég minnist Kristjönu sem ró-
legrar, yndislegrar en ákveð-
innar manneskju sem hafði
sterkar skoðanir. Samfélagið
okkar hefur misst mikið en minn-
ingin um einstaka konu lifir og ég
mun gera mitt til að halda minn-
ingu hennar á lofti. Stundirnar
sem ég átti með henni á síðustu
mánuðum og fram á síðasta dag
hafa sýnt mér þá virðingu sem
Kristjana hafði fyrir lífinu og
fjölskyldu sinni og hvernig hún
tók veikindum með miklu æðru-
leysi.
Með alúð og virðingu votta ég
Sigurgeiri, börnum og fjölskyldu
mína dýpstu samúð.
Guðrún Kristinsdóttir.
Í dag kveðjum við hinsta sinni
kæra vinkonu, Kristjönu Ríkeyju
Magnúsdóttur. Kristjana var ein-
stök manneskja; eldklár, hug-
rökk, harðdugleg og með stórt
hjarta. Hún var einstaklega já-
kvæð og traust manneskja og
æðrulaus í öllu því sem á dundi.
Kristjana sá alltaf það góða í fólki
og gaf öllum séns. Betri vinkonu
er ekki hægt að hugsa sér.
Þær eru margar minningarnar
en sumar eru sterkari en aðrar.
Eins og minningin um litlu ljós-
hærðu sjö eða átta ára hnátuna
sem tók vinkonur sínar með á
Bókasafn Kópavogs, þar sem hún
leiðbeindi þeim um val á bókum.
Minningin um skíðastelpuna
Kristjönu sem erfitt var að halda í
við, og stelpuna sem gat ekki beð-
ið eftir því að komast norður í
sauðburð á vorin. Minningin um
barngóðu stelpuna Kristjönu sem
síðar blómstraði í menntaskóla.
Minningin um stelpuna sem dró
okkur með sér í útivist og minn-
ingin um ungu konuna sem gat
ekki setið kyrr nema með prjóna í
höndum.
En einna vænst þykir mér þó
um minninguna um Kristjönu
þegar hún tilkynnti manninn í lífi
sínu, hann Geira. Hún ljómaði svo
fallega þann dag.
Kristjana var kletturinn okkar
allra og kenndi mér svo margt.
Sem betur fer átti hún líka sinn
eigin klett, hann Geira, og frá-
bæru börnin sín þrjú, Hildi, Rí-
keyju og Magnús Mána. Af þeim
var hún einstaklega stolt, enda
hafði hún ríka ástæðu til.
Elsku Geiri, Hildur, Ríkey,
Magnús Máni, Ríkey, Guðbjörg,
Halla og fjölskyldur, ég votta
ykkur mína dýpstu samúð.
Ragnheiður Gísladóttir.
Í dag kveðjum við vinkonu
okkar Kristjönu Ríkeyju, sem
barðist hetjulegri baráttu við ill-
vígan sjúkdóm. Þrátt fyrir að hún
hafi þurft að játa sig sigraða
sýndi hún ótrúlegt þrek, baráttu
og æðruleysi í sínum veikindum
og hélt jákvæðu fasi og glaðværð
lengur en hægt var að ætlast til.
Við vorum svo heppin þegar
Sigurgeir náði í þessa yndislegu
konu og kynnti okkur fyrir henni.
Kristjana var einstaklega
vönduð og góð manneskja sem
vildi öllum vel. Hún var líka með
eindæmum bóngóð og traustur
vinur. Hún hafði góða kímnigáfu,
sagði skemmtilega frá og var
þeim kosti gædd að hafa
skemmtilegan húmor fyrir sjálfri
sér.
Alltaf tók Kristjana vel og
fagnandi á móti okkur, var ávallt
jákvæð og brosandi og var falleg
jafnt að innan sem utan. Hún var
yndisleg heim að sækja og oftar
en ekki var til bakkelsi, heimalög-
uð sulta eða annað sem hún virtist
ekkert hafa fyrir að snara á borð-
ið með kaffinu. Ef svo ólíklega
vildi til að ekkert væri til var hent
í eina köku.
Hún var iðin við að rækta alls
kyns jurtir í glugganum sínum og
ekki útilokað að það vottaði
stundum fyrir smá öfund þegar
við kíktum í heimsókn á sumrin
og blómstrandi kryddjurtir fylltu
eldhúsgluggann þannig að ekki
sást út í garð.
Það er mikil eftirsjá að Krist-
jönu Ríkeyju og forréttindi að
hafa kynnst henni. Hún var ein af
þessum manneskjum sem gera
mann að betri einstaklingi.
Elsku Sigurgeir, Hildur, Ríkey
og Magnús Máni, við vottum ykk-
ur okkar dýpstu samúð og vonum
að þið getið fundið styrk hvert af
öðru á þessum erfiðu tímum.
Kveðja
Arnar Geir, Elínborg, Víðir,
Guðný, Pétur, Anna Mar-
grét, Kristján og Hermína.
Okkar ástkæra
UNNUR TORFADÓTTIR,
Skólastíg 14a,
Stykkishólmi,
lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands,
Akranesi, 28. febrúar.
Útförin fer fram frá Stykkishólmskirkju föstudaginn 8. mars
klukkan 14.
Marta Magnúsdóttir Benedikt Benediktsson
Guðný Jensdóttir Steinar Ragnarsson
og fjölskyldur
ERWIN PÉTUR KOEPPEN
andaðist á hjúkrunarheimilnu Sunnuhlíð,
Kópavogi, sunnudaginn 17. febrúar, 94 ára
að aldri. Útför hefur farið fram í kyrrþey að
ósk hins látna.
Fyrir hönd aðstandenda,
Brynjar E. Bjarnason, börn og barnabörn
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
LYDÍA RÓSA SIGURLAUGSDÓTTIR,
Ísafirði.
lést fimmtudaginn 28. febrúar.
Útför verður gerð frá Ísafjarðarkirkju
laugardaginn 9. mars klukkan 14.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Slysavarnadeildina
Iðunni, Ísafirði.
Albert Óskarsson Sigfríður Hallgrímsdóttir
Lydía Ósk Óskarsdóttir Kristján M. Ólafsson
barnabörn og langömmubörn