Morgunblaðið - 05.03.2019, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 05.03.2019, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MARS 2019 Nú er Ingveldur Hjartardóttir fallin frá, eða amma eins og ég kallaði hana alltaf þótt við værum óskyld. Ég kynntist henni Ingu í Sig- urðarhúsi þegar ég, skóla- sveinninn, fékk sumarvinnu á skrifstofu Hraðfrystihúss Pat- reksfjarðar í nokkur sumur. Þar kynntist ég mörgu góðu en ekki síður óborganlega skemmtilegu fólki, þar á meðal hjónunum Ingu og Sigga í Sig- urðarhúsi. Siggi á eilífum þeyt- ingi út um allt að redda vél- arbilunum, síbrosandi og vinnandi, kvikur og kátur og gleymdi áreiðanlega að skrifa megnið hjá sér. Það sem hann skráði á annað borð af verkum eða vinnutímum var áreiðan- lega rukkað seint og um síðir. Amma var mögnuð kona. Hún var afar félagslynd og þurfti að ræða margt, eiginlega alla skapaða hluti. Hún var mjög pólitísk, glerhörð sjálf- stæðiskona með miklar skoð- anir hvort heldur þær sneru að Vestfjörðum eða á landsvísu. Viðhorfin voru skýr og byggð- ust á gildum hennar um ein- Ingveldur Ásta Hjartardóttir ✝ Ingveldur ÁstaHjartardóttir fæddist 7. júlí 1934. Hún lést 23. febr- úar 2019. Útför Ingveldar fór fram 2. mars 2019. staklings- og at- hafnafrelsi. Engin skoðun eða ein- staklingur var í hennar huga svo heilagur að ekki mætti gera góðlát- legt grín eða segja skemmtilegri sögu. Þar var hún á heimavelli. Skemmtisögur af samherjum hennar eða andstæðingum í pólitík, eða bara hverjum sem var, flugu um leið og tækifæri gafst í góðra vina hópi. Þar var hún í essinu sínu. En það voru ekki bara sögur, heldur alvarlegar umræður um hvaðeina sem hún gat hleypt upp með skemmti- legri athugasemd. Þetta er sú mynd sem ég hef í huganum af ömmu. Að hitta hana var and- leg hressing og nýttist bæði við að létta lundina og ekki síður að skerpa hugann í rökræðum við hana. Oftar en ekki vorum við samt ekki skoðanasystkin. Einhverju sinni fyrir fáein- um árum hringdi ég í ömmu vestur á Patró til að ræða póli- tíkina þegar mér fannst vinstri- mennskan komin út yfir allt með skattlagningu, ríkisrekstri og endalausum boðum og bönn- um. Ekkert mátti gera nema því væri stjórnað frá Reykja- vík. Þá sagði ég við ömmu: „Hvernig er það, getur fólk ekki lært af reynslunni? Horfðu bara til þeirra landa þar sem sósíalisminn hefur náð að stýra. Þar eru lífskjör ömur- leg, fólkið múlbundið af rík- isvaldinu og þjóðirnar sökkva í fátækt. Hvernig má það vera að hér á Íslandi, meðal vel menntaðs og upplýsts fólks, rísa upp boðberar sósíalisma og ætla að sökkva okkur í sama fen?“ „Já, Binni minn,“ svaraði amma, „þetta er alltaf eins. Ef þú ert kartöflubóndi og nennir ekki á fætur á morgnana til að reyta arfa í garðinum þínum, þá mun arfinn kæfa kartöflu- grösin og uppskeran verður lé- leg um haustið. Þessu er alveg eins farið með okkur hægri- mennina. Við höfum lofað arf- anum að kæfa umræðuna af því við stöndum ekki upp á hverjum degi til að færa fram rök fyrir okkar máli og and- mæla með málefnalegum hætti.“ Vissulega var Inga amma orðin fullorðin og ekki reiknaði ég með að kveðja hana svo fljótt sem nú er raunin. Símtöl- in og spjallstundirnar yfir hvít- víni voru vissulega alltof fá en það áttu að vera mörg eftir. Ég kveð ömmu Ingu með miklum söknuði. Nú snýr hún sér að því að leggja línurnar hjá himnaföðurnum. Sigurgeir B. Kristgeirsson. Í dag verður vinkona okkar, Ingveldur Ásta Hjartardóttir, jarðsungin frá Patreksfjarðar- kirkju og eftirsjáin er mikil enda sjónarsviptir að mætri konu. Ingveldur Ásta var fjöl- hæf atorkukona, eðlisgreind og átti auðvelt með að greina kjarnann frá hisminu. Hún var fljúgandi mælsk og lét menn heyra það ef henni þótti hallað röngu máli. Það voru sjaldnast haldnir pólitískir fundir á Patreksfirði án Ingveldar Ástu. Hún tók iðulega til máls með skörug- legum hætti og vakti athygli ráðamanna á því misrétti sem íbúar dreifðra byggða eru oft og tíðum beittir. Stundum tók- umst við á enda var Ingveldur hörð í horn að taka en alltaf vorum við þó vinir og á milli okkar ríkti gagnkvæm virðing og trúnaður. Ingveldur var líka mikill húmoristi sem gat gert grín að verstu aðstæðum og gerði gott úr öllu. Með okkur tókst náin vin- átta þótt nokkrir tugir ára skildu okkur að. Það var gott að eiga Ingveldi Ástu að, bæði sem vinkonu og ráðgjafa. Hún lét umsvifalaust vita ef eitt- hvað gekk á sem gæti farið fram hjá bæjarstjóranum. Ingveldur stóð með sínu fólki, traust sem klettur. Meðan ég var heima í fæðingarorlofi vitjaði hún mín oft og á meðgöngunni fékk ég ófá símtölin um að ég yrði að fara mér hægt. Hún varð sjálfskipuð „langamma“ dóttur okkar við fæðingu enda fannst henni ótækt að barnið ætti ekki langömmu! Okkar síðustu löngu fundir voru á haustdögum. Það var stuttu áður en við fjölskyldan fluttumst búferlum frá Pat- reksfirði. Við ræddum framtíð þorpsins sem okkur báðum þykir svo vænt um. Ingveldur var heldur ósátt við að við værum að fara en sagði mér líka að hún væri stolt af mér. Mér þótti vænt um það. Við kvöddumst að morgni 14. sept- ember og það var í síðasta skipti sem við hittumst. Ingv- eldur lofaði mér því að koma norður og heimsækja okkur fjölskylduna strax í vetur. Því miður verður ekkert af því, himnafaðirinn kallaði vinkonu okkar til æðri verka. Við Hafþór kveðjum Ingv- eldi Ástu með mikilli hlýju og sendum fjölskyldu hennar okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Ingv- eldar Ástu Hjartardóttur. Ásthildur Sturludóttir, Hafþór Gylfi Jónsson. Nú er gengin á vit forfeðr- anna hún Ingveldur Ásta Hjartardóttir, góð vinkona okkar hjóna frá Patreksfirði. Kynni okkar hófust árið 1994 þegar við Kristín fluttum til Patreksfjarðar og ég tók við embætti sýslumanns þar. Inga vann hjá embættinu um skeið sem tryggingafulltrúi, og gegndi því starfi með miklum ágætum, þar til hún lét af störf- um fyrir aldurs sakir. Inga var hnarreist kona og myndarleg og eftir henni tekið hvar sem hún fór. Sumir segja eflaust að það hafi gustað af henni, sem má alveg til sanns vegar færa, því hún hafði sterk- ar skoðanir á mönnum og mál- efnum og var óhrædd við að láta þær í ljós, en var þó jafnan málefnaleg. Hún lagði mikla áherslu á að ég áttaði mig á því að Geirseyri og Vatneyri væru hreint ekki einn og sami hlut- urinn, og enn síður Geirseyr- ingar og Vatneyringar! Ingv- eldur lá svo sannarlega ekki á liði sínu og var virk í fé- lagsstörfum, s.s. í Slysavarna- deildinni Unni og Sjálfstæðis- félaginu Skildi á Patreksfirði. Við Kristín færum börnum Ingveldar og afkomendum öll- um okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Minning hennar lifir. Þórólfur Halldórsson. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐNÝ RAGNARSDÓTTIR, Fífuseli 16, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans fimmtudaginn 28. febrúar. Útför hennar fer fram frá Seljakirkju föstudaginn 8. mars klukkan 13. Sigurrós Gísladóttir Vilborg Gísladóttir Mohamed Adem Yusuf barnabörn og barnabarnabarn Ég ber laust að dyrum á skrifstofu sr. Sigurðar: „Komdu sæll, nafni.“ „Sæll vertu sjálfur, nafni minn,“ svarar hann. „Hvernig hefirðu það?“ „Ég hef það og læt ekki,“ segir hann prakkarakíminn. Þannig heilsuðumst við iðulega, nafn- arnir. Hann var „presturinn okk- ar“. Vinur minn og fjölskyldu allrar, vinur í gleði og sorg, ætíð til staðar ef mögulegt var og lét sig miklu varða velferð okkar. Við leiðarlok er efst í huga þakklæti fyrir: heilræðin, að- stoð, samstarf, samveru, vin- áttu, tryggð. Sofðu rótt, sofðu rótt, hina síðustu nótt. Burt úr þjáning og þraut þú ert svifinn á braut. Vakir vinur þér hjá, hann mun vel fyrir sjá. Sofðu vært, sofðu rótt hina síðustu nótt. (Sr. Sigurður Helgi Guðmundsson) Kæru Brynhildur, Sigurður, Margrét, Vilborg og fjölskyld- ur: Okkar dýpstu samúðar- kveðjur. Við kveðjum góðan vin með virðingu og þökk fyrir allt og allt. Sigurður Skagfjörð, Björg og fjölskylda. Sigurður Helgi Guðmunds- son, fyrrverandi forstjóri Sigurður Helgi Guðmundsson ✝ Sigurður HelgiGuðmundsson fæddist 27. apríl 1941. Hann lést 20. febrúar 2019. Útför hans fór fram 4. mars 2019. hjúkrunarheimil- anna Eirar og Skjóls, er fallinn frá. Sigurður hafði mikil áhrif á öldr- unarmál. Hann var frumkvöðull í byggingu hjúkr- unarheimila, öryggisíbúða og dagþjálfunar með áherslu á fjöl- þætta þjónustu fyrir aldraða. Honum var umhugað um velferð skjólstæðinga sinna og er honum þakkað allt það uppbyggingarstarf fyrir Eir og Skjól. Starfsfólk Eirar og Skjóls þakkar samfylgdina og sam- starfið. Brynhildi eiginkonu hans og fjölskyldu vottum við inni- lega samúð. Fyrir hönd starfsfólks, Sigurður Rúnar Sigurjónsson, forstjóri Eirar og Skjóls. Ég minnist fyrrverandi tengdaföður míns með sorg í hjarta. Betri afa fyrir börnin mín er vart hægt að hugsa sér. Þegar þessi stóri og stæðilegi maður frétti af fæð- ingu sonar míns og fyrsta barnabarns hans og nafna felldi hann gleðitár. Ég minnist fyrsta skiptis- ins sem ég hitti séra Sigurð og Brynhildi konuna hans. Það var um páskana 1993 sem ég var kynnt inn í fjölskyld- una, sem ég var síðan hluti af í 17 ár. Ég man hve kvíðin ég var að hitta þau, með hnút í maganum og bankandi hjarta. En ég hefði að sjálfsögðu engu þurft að kvíða. Þau hjónin stóðu í hlaði á sum- arbústaðnum sínum og buðu mig velkomna með opnum örmum. Ávallt hefur haldist gott samband okkar í milli, enda einstaklega yndisleg hjón. Minningarnar streyma að. Sigurði var margt til lista lagt. Hann var einstaklega handlag- inn og góður smiður. Hann smíðaði til að mynda komm- óður handa barnabörnunum, sem þau munu ávallt varðveita til minningar um afa sinn. Sig- urður var afar laginn við að út- búa hinar ýmsu blómaskreyt- ingar og ávallt kom hann færandi hendi með fallega út- búna borðskreytingu um jól og páska. Hann fékk síðan ílátin til baka til að fylla í að ári liðnu. Hann var óþreytandi að gefa af sínum viskubrunni og ávallt leituðu börnin til afa ef þau þurftu hjálp við að leysa erfið stærðfræðiverkefni. Allt- af veitti hann sína aðstoð með ánægju. Hann var einnig mjög hag- mæltur og var ekki lengi að henda í vísu eða ljóð við hin ýmsu tækifæri, eins og brúð- kaup og afmæli. Eftir hann liggja bæði ljóðabækur og smásögusafn. Sigurður hafði einnig unun af laxveiði og voru ófáar fjöl- skylduferðir farnar í laxveiði yfir sumartímann. Hans uppá- hald var Miðá í Dölum, en einnig fórum við oft í Álftá, Norðurá, og í Elliðaárnar. Son- ur minn og nafni Sigurðar var enn ungbarn þegar afi skráði hann í Stangveiðifélag Reykja- víkur. Hann vildi vera viss um að nafni sinn fengi nú gott veiðinúmer. Góðar minningar tengjast líka heimsóknum þeirra hjóna þegar við fjölskyldan bjuggum í Bandaríkjunum, þar sem við vorum í 7 ár. Þau komu reglu- lega í heimsókn og var alltaf mikil tilhlökkun yfir komu þeirra. Oft var tíminn nýttur til ferðalaga og ferðuðumst við m.a. til Kanada á Íslendinga- slóðir. Einnig er minnisstætt þegar Sigurður varð sextugur og þau hjónin komu út til að halda upp á afmælið hans. Við fórum í ferð á slóðir Marks Twain og Jesse James og að sjálfsögðu var farið á gourmet- veitingastaði, en Sigurður kunni góð skil á góðum mat. Fjölskylduferðirnar til Ma- deira eru einnig minnisstæðar en þær voru ævintýri líkastar. Það er margs að minnast og einungis stiklað á stóru hér. Það er með þakklæti og sorg í hjarta sem ég kveð fyrrver- andi tengdaföður minn. Ég mun ávallt geyma ljúfar minn- ingar um yndislegan mann. Hvíl þú í friði, elsku Sigurður. Fjölskyldunni sendi ég alúð- legar samúðarkveðjur. Auður Harðardóttir. Sjómannadag 5. júní 1977 setti séra Garðar Þorsteinsson prófastur okkur séra Sigurð Helga Guðmundsson inn í emb- ætti sóknarpresta í Hafnarfirði í kveðjumessu sinni í Hafnar- fjarðarkirkju sem hann hafði þjónað í 45 ár, Sigurð í nýrri Víðistaðasókn en mig í Hafn- arfjarðarsókn. Sigurður hafði áður þjónað bæði Reykhóla- og Eskifjarðarprestaköllum. Messur beggja safnaða voru í fyrstu í Hafnarfjarðarkirkju. Fljótt fékk þó söfnuðurinn nýi athvarf í nýreistri Hrafnistu í Hafnarfirði. Sigurður beitti sér fyrir hag aldraðra, varð for- maður Öldrunarráðs Íslands og í forystu við undirbúning að ári aldraðra samhliða því sem hann vann að víðtækri upp- byggingu safnaðarins. Bjart var yfir Víðistaðatúni er fyrsta skóflustungan var tekin þar að kirkju safnaðarins fyrsta sumardag 1981. Smíðin var mikið verk enda vel til hennar vandað. Á vígsludegi 1989 gat að líta fagra kirkju sem eng- ilsvængi á háu kirkjustæði, og áhrifamikið var að sjá kirkju- skipið sem hækkaði frá kór og stórar freskumyndir Baltasars Samper við altarið. Þær túlka sæluboð Frelsarans og færa áhrif og áskoranir þeirra inn í samtíðina. Afburða hljómburð- ur kirkjunnar hreif og hefur laðað til hennar fjölda tónlist- ar- og listafólks. Ánægjulegt var að sjá draumsýnir séra Sigurðar rætast með kirkju- smíðinni og vaxandi safnaðar- starfi, og gleðjast með honum og söfnuði hans á hátíðarstund- um. Sigurður lét sig einnig varða það sem gerðist í Hafnarfjarð- arkirkju. Í 70 ára afmælisfagn- aði kirkjunnar flutti hann frum- samið ljóð og lýsti henni m.a. svo: „Hún var gleðinnar hásal- ur, heilagur staður helgaður Drottni í bænum og söng.“ Hann var vel hagmæltur og gaf út ljóðabækur og glettið smá- sagnasafn. Sigurður fylgdist af áhuga með byggingu safnaðarheimilis- ins sem fékk nafnið Strandberg og fyrir kom að við stæðum saman að vandasömum prests- verkum. Helgihald kristnihátíð- arársins, 2000, í Hafnarfirði hófst með sameiginlegri messu kirknanna þar í Víðistaðakirkju við messusöng Gunnars Þórð- arsonar sem Sigurður samdi textann við. Um sumarið stóð- um við prestarnir svo saman við úhlutun kærleiksmáltíðar Frelsarans á sólbjartri kristnihátíð á Þingvöllum. Sig- urður var orðinn forstjóri hjúkrunarheimilanna Skjóls og Eirar áður en hann lét af störf- um eftir aldamótin sem sókn- arprestur og gat þá gefið sig allan að þeirri köllun að sinna öldruðum. Reksturinn gekk vel fram að efnahagshruni er stoðir brustu. Sigurður tók áfallið nærri sér sem dró mjög úr lífs- þreki hans síðustu æviárin. Við höfðum ekki hist lengi er ég leit til Sigurðar á Hrafnistu á lið- inni aðventu. Við rifjuðum upp fyrri tíð og samskipti og báðum saman. Brynhildur eiginkona Sigurður var með okkur á helgri stundu. Hún var lífsak- keri hans í blíðu og stríðu og umvafði hann elsku sinni. „Yfir jörð, gegnum tíðina, yfir sorg, gegnum orrahríðina nær veldi hans af kærleika gjört“ hafði Sigurður ort um Frelsarann í ljóði sínu, Aðventu. Sá kirkju- árstími minnti á komu kær- leiksríkis hans. Við Þórhildur þökkum samleið séra Sigurðar Helga í helgri þjónustu og biðj- um góðan Guð að gefa góðan ávöxt af vitnisburði hans og verkum og leiða og blessa ást- vini hans. Gunnþór Ingason. Með Sigurði Helga Guð- mundssyni er genginn forystu- maður og mikill frumkvöðull. Kynni okkar hófust á fyrstu dögum rekstrar hjúkrunar- heimilisins Skjóls fyrir þremur áratugum. Þá hafði hann af miklu harðfylgi haft forystu um þjóðarátak og leitt saman aðila til uppbyggingar og reksturs þessa fyrsta hjúkrunarheimilis hér á landi sem hannað var sem slíkt og reist og rekið sem sjálfseignarstofnum. Fáeinum árum síðar undirbjó hann og kom í framkvæmd öðru stór- átaki með uppbyggingu hjúkr- unarheimilisins Eirar og síðar öryggisíbúðum því tengdum. Á þessum árum veitti Sigurður Öldrunarráði Íslands forystu og kom að ýmsum framfaramálum í samstarfi við félagasamtök og opinbera aðila, meðal annars að lagagerð um málefni aldraðra og reglugerðarsmíði um vistun- armat aldraðra. Okkur var snemma ljóst að hann var hugsjónamaður sem lét sig varða hag aldraðra, sér í lagi þeirra sem bjuggu við heilsubrest. Hann lét sig bága stöðu þeirra í samfélaginu miklu skipta og það sem meira var; leitaði lausna og kom þeim bestu í framkvæmd. Þannig for- ystumaður var Sigurður Helgi. Verka þeirra sem hann með stuðningi annarra innan félaga- samtaka og sveitarfélaga kom til leiðar hafa þúsundir eldri borgara notið á síðustu áratug- um. Með þakklæti í huga kveðj- um við, fyrrverandi samstarfs- menn hans á þessum hjúkrunarheimilum, eldhugann sem ekki lét hindranir stöðva mikilvæga uppbyggingu öldrun- arþjónustu og kom stórum framfaramálum til leiðar. Við vottum Brynhildi og fjöl- skyldunni samúð. Sigurbjörn Björnsson, Guðný Guðmundsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.