Morgunblaðið - 05.03.2019, Síða 25
Í Svíþjóð unnum við mikið og
þétt saman nokkur af Verk-
fræðistofunni ásamt félögum
öðrum í gegnum verkfræðistof-
una HRV. Gistum í sama fjöl-
býlishúsi, og fórum samferða í
vinnuna á morgnana og að nátt-
stað aftur að kvöldi. Finnbogi
vildi mæta snemma. Við hin
lögðum mörkin við 6.30 og þótti
það of snemmt. Finnbogi sættist
loks á það, og sagðist þá myndu
nýta morgunstundina í hress-
ingargöngu á meðan við ungling-
arnir svæfum út.
Samstarfsfélagar af minni
kynslóð (unglingarnir), sem
störfuðu á sama fagsviði og
Finnbogi, nutu reynslu hans
beint inn í sameiginleg verkefni.
Þeir eru stoltir af því að vera
kallaðir pjakkarnir hans Finn-
boga. Því miður get ég ekki stát-
að af því að vera einn af pjökk-
unum hans Finnboga,
pjakkarnir myndu ekki sam-
þykkja það, því þó að ég hafi
starfað með honum er mitt
fagsvið annað en hans. En
vinnulag Finnboga og vaskleg
framganga er fyrirmynd okkar
allra sem höfum notið þeirra for-
réttinda að starfa með honum.
Hildigunni og fjölskyldu
Finnboga vottum við Fjóla okk-
ar innilegustu samúð. Eftir
Finnboga lifir mannorð mætt.
Eggert Vilberg
Valmundsson.
Finnbogi Höskuldsson kom
árið 1973 til starfa hjá Verk-
fræðistofu Sigurðar Thoroddsen
(nú Verkís) og starfaði þar alla
tíð síðan. Hann kom beint frá
námi í Danmörku í véltækni-
fræði við DTU (Tækniháskóla
Danmerkur). Hann var einn af
hópi tæknimanna sem komu til
starfa á þessum tíma og mynd-
uðu sterkan kjarna í starfsliði
fyrirtækisins.
Finnbogi var fjölhæfur tækni-
maður. Vélahönnun, lagnakerfi,
vatnsúðakerfi og brunahönnun
ásamt umsjón tölvukerfa og for-
ritun varð aðalstarfsvettvangur
hans. Hann gerðist fljótlega
hluthafi í verkfræðistofunni og
tók þátt í uppbyggingu hennar
og rekstri.
Hönnun lagnakerfa ásamt
flutningakerfum var sérsvið
Finnboga síðustu ár og naut
hann mikils álits á því sviði bæði
innan stofunnar, hjá samstarfs-
aðilum og viðskiptamönnum, en
þeir sóttust eftir Finnboga í hin
vandasamari og stærri verkefni.
Finnbogi var farsæll í starfi
og verkin hans standa sem vitn-
isburður um mikla fagmennsku.
Hann skoðaði öll verk niður í
kjölinn. Hann skilgreindi öll
vandamál og leysti þau. Öll verk
hans voru traust og vönduð.
Hann reyndi ávallt að leita
lausna sem voru hagkvæmar og
auðveldar í framkvæmd.
Í stóriðjuverkefnum seinni ár-
in var hann bakhjarl yngri
manna í hönnun og smíði flók-
inna lagna- og flutningskerfa.
Reynsla og yfirsýn Finnboga
nýttist fyrirtækinu vel. Flókin
verkefni uxu honum aldrei í aug-
um en hann réðst að þeim með
skipulegum og yfirveguðum
hætti. Eitt helsta einkenni Finn-
boga var hve drífandi og áhuga-
samur starfsmaður hann var.
Þeir sem unnu með honum smit-
uðust gjarnan af krafti hans og
elju.
Okkur vinnufélögum leið vel
að vinna með honum í verkefn-
um og hann hafði góða nærveru.
Honum var gefið mikið andlegt
atgervi sem hann nýtti sér vel
en hann var vinnusamur og af-
kastamikill og duglegur við að
mennta og þjálfa yngri starfs-
menn fyrirtækisins.
Við sjáum á bak traustum og
góðum félaga og söknum hans,
en geymum minningu um mik-
inn afbragðsmann. Fráfall Finn-
boga kom ekki á óvart en hann
hafði um eins árs skeið glímt við
erfið veikindi.
Við, félagar og samstarfs-
menn Finnboga hjá Verkís,
sendum Hildigunni og fjölskyld-
unni okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Fyrir hönd samstarfsmanna
og vina hjá Verkís,
Níels Guðmundsson og
Kristján G. Sveinsson.
það hlutverk að leiða íslenskt
sjónvarp af stað fyrstu skrefin
og þar varð til sá hópur sem
hér sendir hinstu kveðju. Svala
Thorlacius var fyrsta fréttakon-
an í sjónvarpinu og sinnti því
starfi með sóma, jafnt í þorska-
stríðum sem öðru, þar til hún
gekk til liðs við Gylfa sinn á
lögmannsstofunni sem varð
þeirra starfsvettvangur æ síðan.
Vinahópurinn okkar samanstóð
af fimm hjónum og markmiðið
var fyrst og fremst að njóta vin-
áttunnar og lífsins, góðs matar
og menningar, oftar en ekki
undir glettinni en traustri leið-
sögn Gylfa. Dýrlegar veislur í
heimahúsum með föstu sniði,
dvalir í sumarhúsum þar sem
gítar var gjarnan til staðar, en
einnig fróðleiksferðir um landið
á sumrin, helgarferðir til ná-
lægra stórborga með leikhús-
upplifun, að ógleymdum ævin-
týralegum skútusiglingum um
Karíbahaf, í fyrstu undir hand-
leiðslu kapteins Gylfa, en af
þeim siglingum eru miklar
sögur. Gylfi var bæði gaman-
samur og glettinn, en jafnframt
formfastur og traustur. Hann
var bóngóður og greiðvikinn og
til hans var gott að leita ef eitt-
hvað bar útaf. Hann var klett-
urinn bæði í vinahópnum og líf-
inu öllu. Fráfall Gylfa er annað
höggið í þennan litla félagsskap,
en Ólafur Ragnarsson, frétta-
maður og bókaútgefandi, kvaddi
okkur fyrir nær 11 árum. Þeir
voru uppspretta ógleymanlegra
uppátækja og gríns sem létti
manni lundina í erli dagsins.
Þeir eiga vonandi góðar sam-
vistir á öðrum stað. Vináttan
hefur verið okkur öllum mikils
virði, hún léttir þyngstu stund-
irnar og minningarnar lifa.
Fyrir rúmum mánuði áttum við
yndislegt kvöld saman þar sem
Gylfi sat í öndvegi og nærvera
hans var okkur öllum dýrmæt.
Við þökkum honum samfylgdina
og allar góðu stundirnar og ósk-
um Svölu og fjölskyldunni
blessunar á erfiðum tímum.
Ása og Jóhannes,
Elín, Björg og Troels,
Þóra og Björn.
Gylfi Thorlacius, hæsta-
réttarlögmaður og einn eigenda
Fortis lögmannsstofu, er nú
fallinn frá.
Ég hef starfað á Fortis, hjá
Gylfa, Svölu, Sif og Kristjáni, sl.
níu ár. Ég byrjaði hjá þeim rétt
áður en ég lauk laganámi og
komst fljótt að því að ég væri í
góðum höndum. Gylfi var frá-
bær yfirmaður og það var ómet-
anlegt að stíga fyrstu skrefin í
lögmennsku undir handleiðslu
jafn reynslumikils lögmanns og
hans. Hvort sem það varðaði
vinnutengd málefni eða eitthvað
annað, þá var alltaf gott að leita
til Gylfa. Hann var boðinn og
búinn til að hjálpa og hann
hafði mikil áhrif á hvernig ég
sinni starfi mínu í dag.
Gylfi var mjög skemmtilegur
og það var alltaf líf og fjör í
kringum hann. Upp í hugann
koma fjöldamargar gamansög-
ur, ýmsar rökræður um málefni
líðandi stundar og stöku fyr-
irlestrar um réttarreglur er
gilda um víxla og tékka – sem
hann hafði einstaklega gaman
af að flytja fyrir unga lögmenn.
Gylfa verður sárt saknað af
okkur starfsfólkinu á Fortis.
Við þökkum honum fyrir far-
sælt og ánægjulegt samstarf og
sendum Svölu og fjölskyldu
hans innilegar samúðarkveðjur.
Tinna Björk Gunnarsdóttir.
Atvinnuauglýsingar
Fyrsti vélstjóri
Fyrsti vélstjóri óskast til afleysingar á
skuttogarann Múlaberg SI 22 sem gerður er
út frá Siglufirði.
Óskað er eftir réttindamanni en stærð
aðalvélar er 1325 kW.
Umsókn má senda á ragnar@rammi.is
Fundir/Mannfagnaðir
ses.xd.is
Samtök eldri
sjálfstæðismanna, SES
Hádegisfundur SES
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir,
ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra,
verður gestur á hádegisfundi SES á morgun,
miðvikudaginn 6. mars kl. 12:00, í Valhöll,
Háaleitisbraut 1.
Húsið opnað kl. 11:30.
Boðið verður upp á súpu
gegn vægu gjaldi,
1000 krónur.
Allir velkomnir.
Stjórnin
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9-12.30. Stólajóga kl. 9.30. Göngu-
ferð kl. 10.15. Tálgað í tré kl. 13. Postulínsmálun kl. 13. NÝTT NÁM-
SKEIÐ vatnslitun fyrir byrjendur með leiðbeinanda kl. 13, kostar
ekkert. Bíó í miðrými kl. 13.20. Kaffi kl. 14.30-15.20.
Árskógar Smíðar, útskurður, pappamódel með leiðbeinanda kl. 9-16.
Botsía með Guðmundi kl. 10. Opið hús, t.d. vist og brids kl. 13-16.
Bónusbíllinn fer frá Árskógum 6-8 kl. 12.30. Handavinna með leið-
beinanda kl. 12.30-16. Kóræfing, Kátir karlar kl. 13. MSfræðslu- og
félagsstarf kl. 14-16. Opið fyrir innipútt. Hádegismatur kl. 11.40-12.45.
Kaffisala kl. 15-15.45. Heitt á könnunni, Allir velkomnir. S. 535-2700.
Boðinn Botsía kl. 10.30. Fuglatálgun kl. 13. Brids og kanasta kl. 13.
Dalbraut 18-20 Félagsvist kl. 14.
Fella- og Hólakirkja Kyrrðarstund kl. 12 í umsjá Kristínar djákna og
Arnhildar organista. Saltkjöt og baunir, harmónikkuleikur söngur og
gaman. Verið velkomin.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Við hringborðið kl. 8.50. Fastir
liðir eins og venjulega. Spekingar og spaugarar kl. 10.45-11.45. Tölvu-
námskeið kl. 13.10. U3A kl. 16.30. Góugleði Hollvina haldin þann 7.
mars kl. 13.30-16, skráning stendur yfir og lýkur kl. 12 þann 6. mars.
Allir velkomnir óháð aldri. Nánari upplýsingar í síma 411-2790.
Félagsmiðstöðin Lönguhlíð 3 Kl. 11 stólaleikfimi. Kl. 13 opin hand-
verksstofa. Kl. 14.50 landið skoðað með nútímatækni. Kl. 14.30 kaffi-
veitingar. Allir velkomnir!
Garðabær Vatnsleikfimi Sjálandi kl. 7.30/15. Qi gong Sjálandi kl. 9.
Karlaleikfimi Ásgarði kl. 12. Botsía Ásgarði kl. 12.45. Gönguhópur fer
frá Jónshúsi kl. 10. Bónusrúta fer frá Jónshúsi kl. 14.45. Línudans í
Kirkjuhvoli kl. 13.30/14.30. Tréskurður/smíði í Smiðju kl. 9/13. Félags-
vist í Jónshúsi kl. 20.
Grafarvogskirkja Opið hús fyrir eldri borgara er í Grafarvogskirkju
kl. 13 til 16 alla þriðjudaga. Fyrir opna húsið er helgi- og fyrirbæna-
stund kl. 12 þar sem öllum er frjálst að mæta og svo er súpa og brauð
í boði fyrir vægt gjald þar á eftir. Hér er fjölbreytt dagskrá þar sem
allir ættu að geta fundið eitthvað við hæfi.
Gullsmári Myndlistarhópur kl. 9, botsía kl. 9.30, málm / silfurmíði /
kanasta / tréskurður kl. 13. Leshópur kl. 20.
Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9.
Handavinna með leiðbeinanda kl. 9-11.30, 1340 kr. mánuðurinn, allir
velkomnir og kostar ekkert að prufa. Hádegismatur kl. 11.30. Bónus-
bíllinn kl. 12.15. Spjallhópur kl. 13, notaleg og skemmtileg samvera,
allir eru velkomnir að vera með. Félagsvist kl. 13.15. Kaffi kl. 14.15.
Hraunsel Kl 9 dansleikfimi, kl. 10 qi-gong, kl. 13 brids.
Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá kl. 8-16, blöðin og
púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, útvarpsleikfimi kl. 9.45
og hádegismatur kl. 11.30. Brids í handavinnustofu kl. 13, helgistund
kl. 14 og eftirmiðdagskaffi kl. 14.30.
Korpúlfar Listmálun með Marteini kl. 9 í Borgum og botsía kl. 10 og
16 í Borgum. Helgistund kl. 10.30 í Borgum og leikfimshópur Korpúlfa
með Ársæl í Egilshöll kl. 11 í dag. Sundleikfimi með Brynjólfi kl. 13.30
í Grafarvogssundlaug, heimanámskennsla kl. 16.30 í Borgum.
Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, trésmiðja kl. 9-12, listasmiðja kl.
9-16, morgunleikfimi kl. 9.45, upplestur kl. 11, opin listasmiðja með
leiðbeinanda kl. 13-16, kaffihúsaferð kl. 14, tölvu- og snjalltækja-
kennsla kl. 16. Uppl. í s. 4112760.
Seltjarnarnes Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 7.10. Kaffispjall í krókn-
um kl. 10.30. Pútt í Risinu kl. 10.30. Kvennaleikfimi í Hreyfilandi kl.
11.30. Lomber á Skólabraut kl. 13.30. Brids í Eiðismýri kl. 13.30. Karla-
kaffi í safnaðarheimilinu kl. 14. Síðasti skráningardagur vegna
skemmtunarinnar í salnum á Skólabraut á morgun. Hefst kl. 17.30.
Skráning í síma 8939800.
Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10–16. Heitt á
könnunni frá kl. 10–11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá
kl. 11.30–12.15, panta þarf matinn daginn áður. Leikfimi kl. 13. Bóka-
bíllinn kemur kl. 13.15 og Bónusbíllinn kl. 14.40. Kaffi og meðlæti er til
sölu frá kl. 14.30–15. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er 568-2586.
Stangarhylur 4, FEB Reykjavík Skák kl. 13, allir velkomnir.
Félagslíf
EDDA 6019030519 II
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð-
viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
660 0230 og 561 1122.
BátarBílaþjónusta
GÆÐABÓN
Stofnað 1986 • Ármúla 17a
Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310
Það besta fyrir bílinn þinn
Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon,
blettun, bryngljái, leðurhreinsun.
Húsviðhald
FLÍSALAGNIR - MÚRVERK
FLOTUN - SANDSPARSL
MÁLUN - TRÉVERK
Ásamt öllu almennu viðhaldi
fasteigna
Áratuga reynsla og þekking
skilar fagmennsku og gæðum
Tímavinna eða tilboð
Strúctor
byggingaþjónusta ehf.
S. 893 6994
Smá- og raðauglýsingar
Aðalfundur
Stjórn Samkaupa hf. boðar hér með til
aðalfundar í félaginu fyrir rekstrarárið 2018.
Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 13.
mars 2019 kl. 15.00 á skrifstofu félagsins að
Krossmóa 4a, 260 Reykjanesbæ.
Á dagskrá fundarins eru aðalfundarstörf
samkvæmt 14. gr. samþykkta félagsins.
Auk þess verða lagðar fyrir fundinn tillögur
um breytingar á samþykktum félagsins, m.a.
vegna ákvörðunar stjórnar um að taka hluta-
bréf í Samkaupum hf. til rafrænnar skráningar
hjá Nasdaq verðbréfamiðstöð.
Þá verður lögð fyrir fundinn tillaga um að
félagið megi eignast og eiga allt að 10% hluta-
fjár í félaginu í 3. ár
Stjórn Samkaupa hf.
Vantar þig
pípara?
FINNA.is
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MARS 2019