Morgunblaðið - 05.03.2019, Síða 27
Náttúruverndarsamtök Íslands,
Náttúruverndarfélagið Laxinn lifi og
nokkur veiðifélög. Þar er á stefnu-
skránni að koma í veg fyrir eyðilegg-
ingu íslensku laxastofnanna af völd-
um laxeldis í opnum sjókvíum með
laxi af norskum kynbættum eldis-
stofni, sem er mjög ólíkur íslenskum
laxastofnum sem þróast hafa í villtri
náttúru landsins síðustu 10.000 árin.
Dýrkeypt getur reynst ef kynbættur
norskur laxastofn blandast villtum ís-
lenskum laxastofnum og verða þess
konar mistök ekki aftur tekin. Góð
náttúruverndarfyrirheit í stefnu-
skrám mega sín oftar en ekki lítils og
loforð um gull og græna skóga og
mikla atvinnu eru léttvæg í saman-
burði við mistök af þessu tagi.“
Fjölskylda
Eiginkona Óttars er Elín Birna
Daníelsdóttir, f. 20.2. 1939, hjúkrun-
arfræðingur. Foreldrar hennar voru
hjónin Unnur Pálsdóttir, f. 1911, d.
2006, og Daníel Brandsson, f. 1910, d.
1994. Þau bjuggu á Fróðastöðum í
Hvítársíðu.
Börn: 1) Unnur Guðrún, f. 27.8.
1962, doktor í listmeðferð, barns-
faðir: Sigurður Hjálmar Jónsson,
skíðamaður, barn: Jón Karl, f. 1983,
doktor í stærðfræði, Unnur Guðrún á
eitt barnabarn; 2) Helga Melkorka, f.
16.5. 1966, lögmaður og fram-
kvæmdastjóri LOGOS, maki: Karl
Þráinsson, verkfræðingur og fram-
kvæmdastjóri, börn: María, f. 1991,
Óttar Magnús, f. 1997, Birna Rún, f.
1999 og Þráinn, f. 2008, Helga Mel-
korka á eitt barnabarn; 3) Yngvi
Daníel, f. 22.12. 1968, verkfræðingur
og MBA, framkvæmdastjóri Ís-
lensku útflutningsmiðstöðvarinnar,
maki: Dagrún Hálfdánardóttir, lög-
maður, MA í siðfræði, hjúkrunar-
fræðingur, börn: Agnes Anna Garð-
arsdóttir, f. 1997, Óttar Snær, f. 2000,
Thelma, f. 2002 og Elín Birna, f. 2005;
4) Rakel, f. 4.6. 1973, tölvunarfræð-
ingur og MBA, framkvæmdastjóri
hjá Arion banka, maki: Gísli Óttars-
son, doktor í verkfræði og fram-
kvæmdastjóri hjá Arion banka, börn
Gísla: Kolbeinn, Nína, Óttar, Helga
Liv. Gísli á tvö barnabörn.
Systkini: Örn, f. 24.3. 1929, d. 28.9.
1995, fulltrúi í Reykjavík, og Stein-
unn Helga, f. 9.5. 1934, húsmóðir í
Reykjavík.
Foreldrar Óttars voru hjónin Guð-
rún Jónsdóttir Bergmann, f. 1904, d.
1995, húsmóðir og Yngvi Jóhannes-
son, f. 1896, d. 1984, skrifstofustjóri
og ljóðaþýðandi. Þau voru bús. í
Reykjavík.
Yngvi Jóhannesson
skrifstofustjóri og ljóðaþýðandi í Rvík
Steinunn Jakobína Jakobsdóttir
húsmóðir á Kvennabrekku
Jakob Guðmundsson
prestur, sat á
Sauðafelli, alþm. og
þjóðfundarmaður 1851
Steinunn Theodóra Guðmundsdóttir
húsmóðir
Sigurður
Jóhannesson
fulltrúi í Rvík
Flosi
Sigurðsson
veður-
fræðingur í
Rvík
Sigurður
Flosason
tónlistar-
maður
Óttar Yngvason
Steinunn
Helga
Yngva-
dóttir
húsmóðir
í Rvík
Páll Harðarson
forstjóri Kaup-
hallarinnar
Vilborg Helga
Harðardóttir
forstjóri Já hf.
Jakob
Jóhannes-
son Smári
skáld og
magister í
íslensku
Jakob Yngvason
prófessor í
eðlisfræði við
Vínarháskóla
Katrín
Smári
kennari
í Rvík
Júlíus Smári
lögfræðingur
Jakob Smári
doktor í sálfræði Bergþór
Smári
læknir
Sveinn
Jónsson
erslunar-
maður í
Rvík
v
Bergljót
veinsdóttir
listmálari
S
Sigurjón
Kjartansson
handritshöf.
og tónlistarm.
Sigfús Bergmann Guðmundsson
bóndi á Króksstöðum í Miðfirði
Jóhanna Hólmfríður Jónsdóttir
húsmóðir
Jón Sigfússon Bergmann
farmaður og skáld í Keflavík
Helga Málfríður Magnúsdóttir
húsmóðir í Keflavík, síðar í Rvík
Magnús Þórarinsson
útvegsbóndi í Miðhúsum, Garði
Guðrún Einarsdóttir
húsmóðir
Úr frændgarði Óttars Yngvasonar
Guðrún Jónsdóttir Bergmann
húsmóðir í Rvík
Ragnheiður
Jóhannes-
dóttir
húsmóðir í
Mosfellsbæ
Vífill Oddsson verkfr.
Þengill Oddsson læknir
Ólafur Oddsson læknir
Helgi Jó-
hannes-
on loft-
keyta-
maður í
Rvík
s
s
Jóhannes
.L. Helgason
lögmaður
Haukur Jóhannesson
loftskeytamaður í Rvík
Leifur Hauks-
son útvarps-
maður
L
Helgi
Jóhannesson
lögmaður
Jóhann Tómasson
prestur á Hesti í Borgarfirði
Arnbjörg Jóhannesdóttir
húsmóðir
Jóhannes L.L. Jóhannsson
prestur og málfræðingur á
Kvennabrekku í Dölum
Ingveldur Magnúsdóttir
húsmóðir í Garði og Rvík
Magnús
Kristjánsson
kökugerðar-
meistari í Rvík
ÍSLENDINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MARS 2019
Eirvík flytur heimilistæki inn
eftir þínum séróskum
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is
90 ára
Arnheiður Klausen
85 ára
Guðrún Ansnes
Hafsteinn Eyjólfsson
Þráinn Þorleifsson
80 ára
Guðmundur Jóhannes
Matthíasson
Hanna S. Olgeirsdóttir
Hulda Eiríksdóttir
Marsibil Katrín
Guðmundsdóttir
Óttar Magnús G. Yngvason
Pálína Gunnmarsdóttir
Ragnheiður Eggertsdóttir
Sigurgeir Þorkelsson
Skafti Skúlason
75 ára
Benedikt Jóhannes
Axelsson
Sigríður Einarsdóttir
70 ára
Bjarni Sigmar Kjartansson
Eyþór Gunnþórsson
Friðrik Magnús Gíslason
Guðmundur Gunnarsson
Guðný Ársælsdóttir
Jóhannes Bjarnason
Jóhann Pálsson
Jón Daníelsson
Margrét Lóa Guðjónsdóttir
Virgar Wardum
60 ára
Atli Sævar Grétarsson
Guðrún Sólveig
Högnadóttir
Gunnlaugur Valtýsson
Henryk Etorowicz
Jóhann J. Bergmann
Sigvaldason
Leonida Prifti
Sigurður Valur Sveinsson
Þorlákur Ástmar Helgason
50 ára
Christian Diethard
Guðrún Andrésdóttir
Guðrún Linda Sverrisdóttir
Haraldur Rafn Ingvason
Ingunn Hildur Hauksdóttir
Jakob Ástmar Jóhannsson
Sigrún Harpa
Sigurðardóttir
Zdenek Chytil
Þorsteinn Snævar
Erlendsson
40 ára
André M. Carvalho Cardoso
Bjarki Þórir Kjartansson
Bjarni Elvar Hannesson
Daði Halldórsson
Elías Þór Þórðarson
Ellen Dröfn Björnsdóttir
Garðar Sveinn Tranberg
Gunnar Örn Tynes
Herdís Unnur Valsdóttir
Hlynur Guðlaugsson
Hörður Hafliði Tryggvason
Ingvar Pétur Guðbjörnsson
Kaja Ó. Bech Skarphéðinsd.
Kotchamon Phimso
Nína Björg Steinarsdóttir
Sveinbjörn Geir Hlöðverss.
Þorbjörn Emil Kjærbo
30 ára
Björk Björnsdóttir
Christopher Þ. Anderiman
Ervin Sokk
Fanney Sigurðardóttir
Jóhanna Gísladóttir
Katrín Mist Haraldsdóttir
Laufey Björnsdóttir
Mustafa Shamal
Sandra Ómarsdóttir
Sigurjón Hákon Andrésson
Simona Butkuviene
40 ára Bjarni er frá Eyri á
Bíldudal og býr þar. Hann er
sjálfstætt starfandi smiður.
Maki: Klara Berglind
Hjálmarsdóttir, f. 1979,
kennari.
Dætur: Emilía Sara, f. 1998,
Hólmfríður Birna, f. 2003,
Elva Lind, f. 2005, Helena
Margrét, f. 2011, Eydís
Hanna, f. 2012, og Hrafney
Mist, f. 2016.
Foreldrar: Hannes Bjarna-
son, f. 1946, og Birna Jóns-
dóttir, f. 1949.
Bjarni Elvar
Hannesson
30 ára Björk er frá Akur-
eyri en býr í Reykjavík.
Hún er menntaður grunn-
skólakennari og er leik-
skólakennari í Rofaborg í
Árbænum og knatt-
spyrnuþjálfari HK.
Maki: Andrés Már Jó-
hannesson, f. 1988, knatt-
spyrnumaður í Fylki og
nemi í viðskiptafr. í HR.
Foreldrar: Björn Kristinn
Björnsson, f. 1960, og
Lára Ósk Heimisdóttir, f.
1963, bús. í Kópavogi.
Björk
Björnsdóttir
30 ára Laufey er frá
Akureyri en býr í Reykja-
vík. Hún er menntaður
þroskaþjálfi og er sér-
kennslustjóri í Rofaborg.
Maki: Guðmundur Einar
Sigurðar- og Láruson, f.
1987, framleiðandi hjá
RÚV 0.
Foreldrar: Björn Kristinn
Björnsson, lagerstjóri hjá
Íslenskri erfðagreiningu,
og Lára Ósk Heimisdóttir,
vinnur við ráðgjöf í Ís-
landsbanka.
Laufey
Björnsdóttir
Til hamingju með daginn
Tijana Drobnjak hefur varið
doktorsritgerð sína í lyfjafræði við
Lyfjafræðideild Háskóla Íslands. Rit-
gerðin ber heitið: Lífeðlisfræðilegir og
lyfjahvarfafræðilegir eiginleikar fylg-
jupróteins 13 (PP13). In vitro og in vivo
dýratilraunir (Physiological and
pharmacokinetic properties of placen-
tal protein 13 (PP13). In vitro and in
vivo animal studies). Leiðbeinandi var
dr. Sveinbjörn Gizurarson, prófessor
við lyfjafræðideild.
Við þungun eiga sér stað miklar
breytingar á æðakerfi konu til að
mæta aukinni blóðþörf og tryggja eðli-
legan vöxt fósturs. Til þess þarf víkkun
á æðum sem flytja blóð til fylgju og
fóstursins að eiga sér stað. Ef þessar
breytingar ná ekki að myndast, getur
það leitt til ýmissa meðgöngutengdra
sjúkdóma, eins og meðgöngueitrunar.
2-5% þungaðra kvenna í Evrópu grein-
ast með meðgöngueitrun, sem lýsir
sér sem nýtilkominn háþrýstingur og
mælanlegt prótein í þvagi. Fylgjupró-
tein 13 (PP13) er prótein sem er ein-
göngu seytt af fylgju og mælist í blóði
kvenna á fimmtu viku meðgöngu. Kon-
ur sem eru í áhættuhópi reynast vera
með mun lægra magn af PP13 í sermi
en konur með heilbrigða meðgöngu.
Markmið dokt-
orsverkefnisins
var 1) að skoða
skammtíma- og
langtímaáhrif pró-
teinsins á æða-
kerfið í kringum
legið. 2) Að skil-
greina verkunar-
máta próteinsins á
einangraðar legæðar úr rottum. 3) Að
meta áhrif próteinsins á fósturvöxt í
rottum. 4) Að meta lyfjahvörf pró-
teinsins í kanínum. Niðurstöðurnar,
sem eru fyrstar sinnar tegundar í
heiminum, sýndu að PP13 hefur veru-
leg æðavíkkandi áhrif (38-50%). Jafn-
framt leiddi rannsóknin í ljós að áhrif
próteinsins í þunguðum rottum sem
voru meðhöndlaðar með PP13 væru
með marktækt stærri unga saman-
borið við viðmiðunarhópinn. Lyfja-
hvörf PP13, sem fram fóru í kanínum,
reyndust vera skammtaháð milli hóp-
anna. Niðurstöðurnar eru mikil hvatn-
ing fyrir áframhaldandi rannsóknir til
að meta PP13 sem mögulegan lyfja-
sprota til að fyrirbyggja meðgöngu-
eitrun og aðra meðgöngutengda sjúk-
dóma sem tengjast ófullnægjandi
blóðflæði til legs og fylgju.
Tijana Drobnjak
Tijana Drobnjak er fædd árið 1987 í Serbíu, en flutti til Íslands ásamt fjölskyldu
sinni árið 2001. Hún lauk stúdentsprófi af náttúrufræðibraut Kvennaskólans í
Reykjavík árið 2008, BS-prófi í lyfjafræði frá Háskóla Íslands árið 2011 og MS-
prófi frá sama skóla árið 2013. Hún starfar sem gæðastjóri hjá Oculis. Foreldrar
hennar eru Slavisa Drobnjak iðnaðarmaður og Ljiljana Drobnjak lyfjatæknir.
Doktor