Morgunblaðið - 05.03.2019, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 05.03.2019, Qupperneq 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MARS 2019 Útlánum Borgar- bókasafns Reykjavíkur fjölgaði um 3,2% á árinu 2008 mið- að við árið áður. Samkvæmt upp- lýsingum frá safninu fengu lánþegar samtals að láni 705.074 bækur, tímarit, vínylplötur, geisladiska, DVD-diska og annað sem var í boði á bókasafn- inu árið 2018. Mest fjölgaði bókalánum milli ára, en lánþegar fengu 6,1% fleiri bækur lánaðar árið 2018 en 2017, samtals 705.074 bækur. Lánum á tónlist fækkaði um 12,8% og lánum á kvikmyndum og þáttum um 0,7%. Loks fækkaði lánum á tímaritum um 3,2%. Lánum á rafbókum fjölg- aði hins vegar um 103,5% milli ár- anna 2017 og 2018, en í fyrra voru samtals 20.063 bækur teknar að láni á rafrænu formi. Þess má geta að 53% notenda Rafbókasafnsins eiga kort hjá Borgarbókasafninu. Útlánið jókst Lestölva Nýtist við lestur rafbóka. Edda Guðmundsdóttir hefur opnað 10. málverkasýningu sína í Hann- esarholti. „Edda hóf myndlistar- nám sitt í Myndmáli Rúnu og var þar í sex vetur. Undanfarin ár hef- ur Edda verið í Myndlistarskóla Reykjavíkur í módelteikningu í frjálsri málun og nú síðast í vinnu- stofu í Myndlistarskólanum. Edda tók einnig námskeið í portrett- málun hjá David Kassan 2009,“ seg- ir í tilkynningu. Sýningin stendur á fjórðu viku og er opin þriðju-, miðviku- og sunnu- daga milli kl. 11.30 og 17, en fimmtu-, föstu- og laugardaga milli kl. 11.30 og 23. Edda sýnir málverk í Hannesarholti Málverk Edda Guðmundsdóttir. Hlynur Páll Pálsson hefur verið ráðinn framkvæmda- stjóri Íslenska dansflokksins frá og með 20. mars. Hlyn- ur lauk BA-prófi í bókmenntafræði frá Háskóla Íslands og BA-prófi í leiklist frá Listaháskóla Íslands. Hlynur hefur starfað sem fræðslustjóri Borgarleikhússins frá 2014 auk þess að vera framkvæmdastjóri sviðslista- hópsins 16 elskendur á sama tímabili. „Hlynur hefur einnig starfað sem framkvæmdastjóri Reykjavík Dance Festival, sýningarstjóri í Borgarleikhúsinu og sviðs- maður hjá Þjóðleikhúsinu auk þess sem hann hefur verið aðstoðarleikstjóri í fjölda stórsýninga á borð við Mary Poppins, Billy Elliot og Matthildi,“ eins og segir í til- kynningu frá Íd. „Hin mikla og víðfeðma reynsla Hlyns í sviðslistum er mikilsverð fyrir Íslenska dansflokkinn og erum við full tilhlökkunar að fá hann til liðs við okkur, hann er sannkallaður happafengur“ er haft eftir Ernu Ómars- dóttur, listdansstjóra Íd, í sömu tilkynningu. Nýr framkvæmdastjóri ráðinn hjá Íd Hlynur Páll Pálsson Eins og undanfarin ár tekur i8 gall- eríið þátt í Armory Show-list- kaupstefnunni í New York sem hefst í vikunni og stendur út næstu helgi. Sýnd verða verk eftir níu af lista- menn sem galleríið vinnur með, þau Margréti H. Blöndal, Ólaf Elíasson, Elínu Hansdóttur, Ragnar Kjart- ansson, Alicju Kwade, B. Ingrid Ol- son, Karin Sander, Ignacio Uriarte og Þór Vigfússon. Armory Show er haldin á tveimur yfirbyggðum bryggjum með sýning- arrýmum sem ganga út í Hudson- fljótið og þar setja tugir gallería upp sýningar í afmörkuðum svæðum. Undanfarin ár hefur samhliða verið haldin kaupstefna nýrra og minna þekktra gallería á bryggjunni við hliðina undir heitinu Volta. Fyrir tæplega þremur vikum var hins vegar til- kynnt að vegna ótraustra undir- staða annarrar bryggjunnar þar sem Armory Show er venju- lega haldin, gengi það ekki núna og var sá hluti kaupstefnunnar færður í salina þar sem Volta átti að vera og þeim sýningum aflýst. Olli það tals- verðum vandræðum, til að mynda fyrir erlend gallerí sem þegar höfðu sent verkin sem átti að sýna til New York. Verk níu listamanna i8 á Armory Show Margrét H. Blöndal Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Frönsk stemmning svífur yfir salar- kynnum Hafnarborgar í hádeginu í dag. Á slaginu klukkan tólf hefur Bergþór Pálsson barítónsöngvari upp raust sína og syngur frægar franskar aríur við undirleik Antoníu Hevesi píanóleikara í samfellt hálf- tíma. Bergþór hefur áður sungið á hádegistónleikum í menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar, sem haldnir eru fyrsta þriðjudag í mán- uði á veturna. Antonía er listrænn stjórnandi og velur ekki aðeins söngvarana heldur líka efnið, en vitaskuld í fullu samráði við væntan- lega flytjendur. Eins og Bergþór. Hún þurfti ekki beinlínis að pína hann til þess að syngja á frönsku. „Nema síður væri,“ segir Bergþór brosandi og bætir við að hann hafi haft svolitla hönd í bagga hvað þema tónleikana áhrærði; Frakkland og frönsk tónskáld. „Frönsk óperu- tónlist er ekki mikið flutt hér á landi, enda tiltölulega fáir sem hafa vald á tungumálinu. Ég er svo heppinn að hafa aðeins sautján ára gamall farið sem skiptinemi til Frakklands þar sem ég lærði málið. Það er allt öðru- vísi að læra tungumál svona ungur þegar tungan er lipur og sveigjanleg heldur en þegar maður er orðinn eldri. Síðan hefur mér verið tamt að syngja á frönsku og finnst það mjög skemmtilegt.“ Syngur þrjár aríur Antonía er kynnir á tónleikunum og útskýrir fyrir áheyrendum sög- urnar í óperunum sem Bergþór syngur á sinni fínu frönsku. „Kynn- ingin er um leið hálfgert skemmti- atriði og lífgar upp á viðburðinn,“ segir Bergþór og víkur að efnisskrá tónleikanna: „Ég syng þrjár aríur og kannski eitthvað aukalega ef ég kem því við í svona stuttri dagskrá, sem alls ekki má teygjast úr. Margir áheyrendur eru að nota hádegishléð sitt og því tímabundnir. Aríurnar eru „Söngur nautabanans“, þekkt lag úr Carmen, eftir Georges Bizet, „Faust“ eftir Charles-François Gounod og „Her- ódes“ eftir Jules Émile Frédéric Massenet.“ Aríurnar eru úr óperum sem frönsku tónskáldin þrjú gátu sér helst frægð fyrir, en þau voru nánast samtímamenn, öll fædd á nítjándu öld. Á tónleikunum bregður Bergþór sér í býsna ólík hlutverk. Hann verð- ur nautabaninn ástríðufulli Esca- millo í Carmen, umhyggjusamur bróðir á leið í stríð sem biður um vernd Margréti systur sinni til handa í Faust og loks syngur hann hlutverk Heródesar í samnefndir óperu, þar sem þessi konungur Galí- leu túlkar ást sína til konu sem hann veit ekki að er dóttir eiginkonu hans.“ Góð tilbreyting Bergþór segist einhvern tímann á söngferlinum hafa sungið brot úr þessum óperum á tónleikum en aldr- ei þó í uppfærslu verkanna. Raunar hafi einungis Carmen verið sett upp hér á landi. Honum finnst hálftími feikinógur tími fyrir aríurnar þrjár ásamt kynningum Antoníu. „Ég er hrifinn af stuttu tónleikaformi, sem brýtur upp daginn og er góð til- breyting fyrir marga. Og þá tala ég bæði sem flytjandi og áheyrandi því sjálfur vil ég helst hvorki syngja né sitja í meira en hálftíma á tón- leikum,“ segir óperusöngvarinn. Fleiri virðast sama sinnis því oftast er húsfyllir á hádegistónleikum Hafnarborgar, sem kosta ekki krónu. Morgunblaðið/Eggert Franskar og frægar  Bergþór Pálsson og Antonía Hevesi á hádegistónleikum í Hafnarborg í dag Frakkland og frönsk tónskáld Þemað á tónleikum þeirra Bergþórs Pálssonar og Antoníu Hevesi í Hafnarborg er Frakkland og frönsk tónskáld. Baldvin Ómar Magnússon Lögg. Fasteignasali Sími: 585 0101 – Gsm: 898 1177 baldvin@huseign.is Suðurlandsbraut 20, 2 hæð, Reykjavík | Sími: 585 0100 | www.huseign.is Við getum boðið margar gerðir stálgrindarhúsa með fullmáluðum einangruðum samlokueining- um, gluggum, glerveggjum og fleira en þetta er líklegasti ódýrasti byggingarmátinn í dag. Nú getum við boðið stálgrindarhús frá ýmsum fyrirtækjum í Evrópu og Asíu á mjög hagstæðu verði sem uppfylla öll evrópsk skilyrði. Við vinnum með kaupanda/arkitekti eða yfir- verktaka frá fyrstu hugmynd til verkloka. Þannig verður ódýrasti byggingarmátinn staðreynd. Hugmyndir af stálgrindarhúsum: Íþróttahús, verslunarmiðstöðvar, knattspyrnuhús, skrifstofubyggingar, verksmiðjuhús, gripahús, íþróttastúkur, brýr og ýmislegt fleira. Nánari upplýsingar veitir Helgi Snorrason í síma 615 2426. Stálgrindarhús

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.