Morgunblaðið - 05.03.2019, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 05.03.2019, Blaðsíða 36
Djassbræðingssveitin Gammar kemur fram á djasskvöldi Kex hostels í kvöld kl. 20.30 og leikur nýtt efni í bland við eldri lög. Hljómsveitin var á sínum tíma at- kvæðamikil í djassrokki á Íslandi og gaf út þrjár hljómplötur. Þrír með- limir hljómsveitarinnar hafa verið með frá upphafi; þeir Björn Thor- oddsen gítarleikari, Stefán S. Stef- ánsson saxófónleikari og Þórir Baldursson, píanó- og orgelleikari, en auk þeirra eru í sveitinni Bjarni Sveinbjörnsson bassaleikari og Sigfús Óttarsson trommuleikari. Gammar á Kex hosteli ÞRIÐJUDAGUR 5. MARS 64. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 670 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. Ísland mætir Portúgal í leik um 9. sæti Algarve-bikarsins í knattspyrnu kvenna á morg- un. Portúgal og Ísland voru með bestan árangur liðanna í þriðja sæti riðlanna. Íslenska landsliðið tapaði illa fyrir skoska landsliðinu á mótinu í gær og varð þar með að gera sér 3. sætið að góðu. »2 Ísland mætir landsliði Portúgals á Algarve ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Körfuboltamaðurinn Jón Axel Guð- mundsson er í stóru hlutverki hjá einu af sterkari háskólaliðum Bandaríkjanna, Davidson, og á góða möguleika á að spila annað árið í röð með liðinu í úrslitakeppninni. „Þegar menn hafa upplifað March Madness þá vilja menn vera áfram í þeim gæðaflokki,“ segir Jón Axel sem hefur skorað 17 stig að með- altali í leik með liðinu í vetur. »1 Vilja vera áfram í þessum gæðaflokki endur boðið sig fram sem fulltrúar EADA í CFA, Research Challenge. Það voru 50 manns sem sóttust eftir að komast í tvö lið frá skólanum. Ég þurfti að halda kynningu um sjálfan mig og sannfæra forstöðumenn námsins um að ég ætti erindi í liðið og var á endanum valinn í annað lið- ið. Það voru 12 lið sem kepptu á Spáni og sjö þeirra komust áfram í úrslitin þar sem mitt lið stóð uppi sem Spánarmeistari,“ segir Jón Haukur og bætir við að öll lið hafi verðmetið fyrirtækið Sacyr sem sé í byggingariðnaði víða um heim með höfuðstöðvar á Spáni. „Undirbúningur fyrir keppnina hófst í október á síðasta ári undir leiðsögn leiðbeinanda. Um miðjan febrúar skiluðum við af okkur verð- matsskýrslu á Sacyr og undir lok mánaðar, nú í síðustu viku, vörðum við niðurstöður okkar með kynningu og sátum fyrir svörum hjá dómnefnd sem skipuð var starfsmönnum CFA í spænsku kauphöllinni í Madríd,“ segir Jón Haukur sem bíður spennt- ur eftir alþjóðakeppninni í Zürich. Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Það var einstaklega skemmtilegt að vinna keppnina á Spáni. Þetta er viðurkenning á því að mikil gæði séu í náminu hér í EADA og jafnframt að ég taki eitthvað frá tíma mínum sem aðstoðarkennari í verðmati fyrirtækja við Háskólann í Reykja- vík,“ segir Jón Haukur Jónsson, meistaranemi í fjármálum fyrir- tækja við EADA-háskóla í Barse- lóna á Spáni. Jón Haukur var fyrir- liði keppnisliðs EADA Business School sem gerði sér lítið fyrir og vann CFA Research Challenge- keppnina þar sem keppt er í verð- mati fyrirtækja. Jón Haukur segir að sigurinn sé sá fyrsti í sögu EADA en skólinn hafi lent nokkrum sinnum í 2. til 3. sæti. Það hafi verið sér- staklega sætt að vinna nokkra af bestu viðskiptaskólum heims sem eru á Spáni. Fulltrúi Spánar í alþjóðakeppni „Liðið okkar fer 10. apríl til Zürich í Sviss sem fulltrúi Spánar í alþjóða- keppninni og ef við komumst áfram förum við í lokakeppnina í New York,“ segir Jón Haukur sem vonast til þess að sigurinn á Spáni opni hon- um ný tækifæri. Jón Haukur sem tekur meistara- námið á einu ári segir að hann hafi valið EADA-skólann þar sem upp- setning námsins heillaði hann. Sér- staklega að námsefnið væri ekki að- eins með tæknilegri nálgun heldur væru einnig aðrir áfangar svo sem verkefnastjórnun. Þar að auki sé ekki leiðinlegt að búa í Barselóna og hann njóti borgarinnar með unnustu sinni og fjögurra ára syni. Jón Hauk- ur er 29 ára og útskrifaðist með BSc í viðskiptafræði með áherslu á fjár- mál fyrirtækja frá Háskólanum í Reykjavík. Hann var alltaf ákveðinn í að fara í meistaranám og er nú í ársleyfi frá störfum hjá Arctica Fin- ance á Íslandi. Jón Haukur hlakkar til að koma aftur til starfa hjá Arc- tica Finance að loknu mastersnámi. „Þegar skólinn byrjaði gátu nem- Spánarmeistari í verðmati fyrirtækja  Jón Haukur Jónsson keppti fyrir hönd EADA-háskólans Sáttur Jón Haukur Jónsson, fyrirliði liðs EADA-viðskiptaskólans í Barse- lóna, hampar stoltur verðlaunum Spánarmeistara í verðmati fyrirtækja. Með innblæstri frá birtunni í Provence, skapaði L’OCCITANE hið nýja Immortelle Reset sem býr yfir kröftugri blöndu náttúrulegra innihaldsefna. Gullin hylki sem búa yfir kröftum Immortelle ilmkjarnaolíunnar, fljóta í einstöku serumi úr kryddmæru sem hjálpar húð þinni að endurnýja sig eftir erilsaman dag. Sýnilegan mun má sjá á húðinni sem virðist ÚTHVÍLD og FERSK. loccitane.com ÚTHVÍLD OG ENDURNÆRÐ VAKNAÐU MEÐ FERSKA OG GEISLANDI HÚÐ #HelloGoldMorning Kringlan 4-12 | s. 577-7040

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.