Morgunblaðið - 12.03.2019, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MARS 2019
Sími 555 2992 og 698 7999
Hátt hlutfall Omega 3 fitusýra
Gott fyrir:
• Maga- og þarmastarfsemi
• Hjarta og æðar
• Ónæmiskerfið
• Kolesterol
• Liðina
Læknar mæla með selaolíunni
Selaolían fæst í: Apótekum, Þín verslun Seljabraut, heilsuhúsum, Fjarðarkaupum, Fiskbúðinni Trönuhrauni, Hafrúnu og Melabúð
Óblönduð
– meiri virkni Selaolía
Ég heyrði fyrst um Selaolíuna í gegnum kunningja minn en
konan hans hafði lengi glímt við það sama og ég, - stirðleika
í öllum liðum og tilheyrandi verki. Reynsla hennar var það góð
að ég ákvað að prufa. Fyrstu tvo mánuðina fann ég litlar
breytingar, en eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið
niður stiga á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað
áður. Ein góð „aukaverkun“ fylgdi í kjölfarið, ég var
með frekar þurra húð um allan líkamann, en eftir
að ég fór að nota Selaolíuna hvarf sá þurrkur og
húð mín varð silkimjúk. Ég hef nú notað
Selaolíuna í eitt og hálft ár og þakka henni
bætta líðan og heilsu.
Guðfinna Sigurgeirsdóttir.
„Eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga
á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað áður.“
SVIÐSLJÓS
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
„Dóttir mín er með mikil líkamleg
einkenni – þrálátar stíflur við ennis-
og kinnholur, sár í munnvikum og
mikið exem og sár í hársverði. Hún er
alltaf með stíflað nef sem háir henni
mjög í íþróttum,“ segir móðir tveggja
barna sem stunda nám í Fossvogs-
skóla í Reykjavík. Eldri dóttirin, 11
ára, er sú sem hér um ræðir en yngri
telpan hefur ekki sýnt jafn alvarleg
einkenni. Ástæðu þessara veikinda
segir móðirin vera slæmt ástand
Fossvogsskóla.
Greint var frá því í Morgunblaðinu
um helgina að Fossvogsskóli væri
mjög illa farinn eftir langvarandi
lekavandamál. Er þörf á að grípa til
róttækra aðgerða vegna raka og
myglu í skólahúsnæðinu. Verður skól-
anum nú lokað eftir að skóladegi lýk-
ur á morgun, miðvikudag, og nem-
endur færðir annað. Alls óvíst er
hversu mikið viðgerðir á skólanum
munu kosta.
Móðirin segist margsinnis hafa far-
ið með dóttur sína til læknis og að hún
hafi átt við heilsufarsvanda að stríða í
rúm þrjú ár. Voru læknar farnir að
spyrja foreldra stúlkunnar hvort
mygla væri á heimilinu.
„Við létum auðvitað athuga þetta
en það kom ekkert í ljós. Á þessum
tíma tengdi ég heilsufarsvanda dóttur
minnar ekki við skólann og hef í dag
mjög mikið samviskubit vegna
þessa,“ segir hún og bætir við að
stúlkan, sem hefur þurft á lyfjagjöf að
halda vegna þessa, kvarti mjög undan
höfuðverkjum, hafi minna úthald en
áður og eigi erfitt með að vakna á
morgnana.
„Hún æfði áður þrjár íþróttir en
hefur núna einungis orku til að æfa
eina. [...] Við tókum þá ákvörðun að
senda hana ekki í skólann – það borg-
ar sig ekki að taka áhættuna.“
Þá segist móðirin vera bæði sár og
reið út í Reykjavíkurborg. „Við erum í
þeirri stöðu að hundruð barna og
starfsmanna eru í óheilbrigðu hús-
næði. Það hlýtur einhver að bera
ábyrgð á því,“ segir hún.
Hefðu átt að sjá rakaskemmdir
Greint var frá því í Morgunblaðinu
sl. laugardag að fulltrúi frá Heilbrigð-
iseftirliti Reykjavíkur hefði komið í
reglubundið eftirlit í Fossvogsskóla
21. nóvember sl. Var húsnæðið m.a.
skoðað með tilliti til viðhalds og inni-
vistar. Í eftirlitsskýrslunni er nær
engar athugasemdir að finna og fékk
skólinn heildareinkunn 4 af 5 mögu-
legum, sem þýðir að hann uppfyllti
kröfur heilbrigðiseftirlitsins með
„einhverjum ábendingum“.
Þá sagðist Heilbrigðiseftirlit
Reykjavíkur standa við skýrslu sína
um ástand Fossvogsskóla, en sam-
kvæmt henni fundust engar vísbend-
ingar um langvarandi lekavandamál.
„Það kom fulltrúi frá heilbrigðiseft-
irlitinu og ég gekk með honum um
húsið og svaraði spurningum,“ segir
Árni Freyr Thorlacius Sigurlaugsson,
aðstoðarskólastjóri í Fossvogsskóla.
„Við höfum í gegnum tíðina bent á
rakaskemmdir í skólanum.“
Spurður hvort rakaskemmdir hafi
verið sjáanlegar þegar Heilbrigðiseft-
irlit Reykjavíkur gerði úttekt á Foss-
vogsskóla kveður Árni Freyr já við.
„Já, þeir hefðu átt að geta séð þær,“
segir hann.
Fleiri skólar undir smásjánni
Ámundi V. Brynjólfsson, skrif-
stofustjóri skrifstofu framkvæmda og
viðhalds hjá Reykjavíkurborg, segir
viðgerðir á Fossvogsskóla munu
kosta tugi milljóna króna. Ómögulegt
sé þó að áætla heildarkostnað á þessu
stigi málsins.
„Það þarf að fara í frekari skoðanir,
rífa upp byggingarhluta og sjá hvaða
úrræði eru í boði. Í sumar stóð þó allt-
af til að endurnýja þak,“ segir hann
og bætir við að nú sé einnig unnið að
viðgerðum í Breiðholtsskóla. „Þar er
verið að þétta vegna raka, en það
vandamál er mun minna umfangs en
þetta.“ Þá er einnig verið að kanna
ástand Ártúnsskóla.
Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti
Sjálfstæðisflokksins, vill að ráðist
verði í ástandsskoðun á skólum borg-
arinnar í ljósi þeirra slæmu tíðinda
sem berast af Fossvogsskóla.
„Borgin hefur á undanförnum ár-
um frestað viðhaldi á ýmsum sviðum
og það hefur í sumum tilfellum leitt til
meiri kostnaðar,“ segir hann og held-
ur áfram: „Það sem vekur athygli í
þessu máli er hins vegar ekki bara
skortur á viðhaldi heldur hvernig
ástand skólans fór algjörlega framhjá
borginni þar sem eftirlit hefur ekki
virkað sem skyldi.“
Þá segist Eyþór kalla eftir úttekt á
öðru skólahúsnæði í borginni. „Það er
ekki sparnaður að fresta viðhaldi. Við
munum einnig kalla eftir útskýring-
um á því hvernig úttektir heilbrigð-
iseftirlitsins reyndust rangar.“
Þá segir Vigdís Hauksdóttir, odd-
viti Miðflokksins, ástand Fossvogs-
skóla „enn eitt hneykslið“ í borginni.
„Allt viðhald hjá borginni hefur setið
á hakanum og fjármunum er þess í
stað eytt í gæluverkefni.“
Morgunblaðið/Hari
Heilsuspillandi Í ljós hefur komið alvarleg heilbrigðisógn í Fossvogsskóla og þarf að ráðast í róttækar viðgerðir.
Fóru margsinnis til læknis
Ellefu ára gamall nemandi Fossvogsskóla með húðsár og þrálátar stíflur í önd-
unarvegi Hlýtur einhver að bera ábyrgð, segir móðir Skólanum verður lokað
Morgunblaðið/Hari
Vandi Loftgæði eru sums staðar slæm í skólanum og verður honum lokað.
Til átaka kom á milli mótmælenda
úr röðum flóttafólks og lögreglu á
Austurvelli í gær og beitti lögregla
meðal annars piparúða gegn mót-
mælendum. Þetta eru fjórðu mót-
mælin sem skipulögð hafa verið af
flóttafólki á Íslandi og stuðnings-
fólki þess síðasta mánuðinn, en síð-
ast var mótmælt við Útlendinga-
stofnun í síðustu viku. Þar fóru
mótmælin friðsamlega fram.
Boðað var til mótmælanna vegna
beiðni hælisleitenda á Íslandi um
fund með dómsmálaráðherra, for-
sætisráðherra, velferðarráðherra
og fulltrúum Útlendingastofnunar,
sem ekki hefur verið brugðist við,
að þeirra sögn. Síðdegis í gær kom
til ryskinga og voru tveir mótmæl-
endur handteknir. Beitti lögregla
piparúða við handtökurnar.
Lögregla beitti pip-
arúða á Austurvelli
Mótmæli Nokkrir tugir mótmæltu á Aust-
urvelli og voru tveir þeirra handteknir.
Mikil umræða
hefur verið milli
íbúa á Seltjarn-
arnesi um inn-
brot í bíla. Í síð-
ustu viku var
haldinn íbúa-
fundur að frum-
kvæði íbúa og
var Ásgerður
Halldórsdóttir
bæjarstjóri boð-
uð á fundinn. „Þetta var mjög gott
framtak og ég bað fulltrúa lög-
reglunnar um að koma með mér,“
segir Ásgerður. Hún segir að hvatt
hafi verið til nágrannavörslu.
Sögðu íbúar á fundinum að ekk-
ert hefði verið tekið úr bílunum,
en að augljóst væri að inhver hefði
verið í þeim. Þá hafa íbúar haft
áhyggjur af því að brotist hafi ver-
ið inn í bíla án þess að brjóta rúð-
ur og grunaði þá að beitt hafi ver-
ið búnaði við að opna bílana með
því að virkja fjarlæsingu þeirra.
Samkvæmt lögreglu er talið lík-
legra að gleymst hafi að læsa bíl-
um, en að umræddum búnaði hafi
verið beitt.
Fulltrúi lögreglunnar á höfuð-
borgarsvæðinu upplýsti um að
ekki hafi verið aukning í tilkynn-
ingum um innbrot til lögreglu.Var
brýnt fyrir íbúum að vera vel vak-
andi og að tilkynna innbrot ef
grunur væri um slíkt.
Fundað um innbrot í
bíla á Seltjarnarnesi
Ásgerður
Halldórsdóttir