Morgunblaðið - 12.03.2019, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MARS 2019
Veður víða um heim 11.3., kl. 18.00
Reykjavík 4 alskýjað
Hólar í Dýrafirði 2 skýjað
Akureyri 2 skýjað
Egilsstaðir 2 skýjað
Vatnsskarðshólar 3 rigning
Nuuk -4 skúrir
Þórshöfn 4 heiðskírt
Ósló 1 rigning
Kaupmannahöfn 3 heiðskírt
Stokkhólmur 0 léttskýjað
Helsinki -4 snjóél
Lúxemborg 5 léttskýjað
Brussel 7 rigning
Dublin 8 rigning
Glasgow 7 skýjað
London 10 heiðskírt
París 9 heiðskírt
Amsterdam 7 rigning
Hamborg 4 skúrir
Berlín 5 léttskýjað
Vín 4 skýjað
Moskva 2 léttskýjað
Algarve 22 heiðskírt
Madríd 18 léttskýjað
Barcelona 15 léttskýjað
Mallorca 17 léttskýjað
Róm 15 léttskýjað
Aþena 17 heiðskírt
Winnipeg -13 heiðskírt
Montreal 2 rigning
New York 8 rigning
Chicago 0 alskýjað
Orlando 27 heiðskírt
12. mars Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 7:58 19:19
ÍSAFJÖRÐUR 8:04 19:22
SIGLUFJÖRÐUR 7:47 19:04
DJÚPIVOGUR 7:28 18:48
VEÐUR KL. 12 Í DAG
Á miðvikudag Hægt vaxandi suðaustanátt og úr-
komulítið, 8-15 m/s síðdegis og byrjar að rigna eða
slydda sunnan- og vestantil. Hiti um og undir frost-
marki, en upp í 4 stig með suðurströndinni.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austan og norðaustan 6-18 m/s. Snjókoma norðanlands, talsverð rigning
eða slydda með austurströndinni og léttir til um landið suðvestanvert. Norðan 5-15 m/s í kvöld.
Sindragata 12c | Ísafirði | Sími 456 1300 | smidjan@velsmidjan.is
FYRIR BÍLINN
FJARLÆGIR
MENGUN
ÁHRIF
AUKA SKILVIRKNI HEMLUNAR
KREFST EKKI
AÐ TAKA Í SUNDUR
BREMSU
HREINSIEFNI
FYRIR BÍLA
Líney Sigurðardóttir
Þórshöfn
Engisprettufaraldur er ekki það
fyrsta sem upp í hugann kemur í
mars, allra síst á Norðurlandi þar
sem snjór þekur jörð eins og á Þórs-
höfn. Varla er þó um faraldur að
ræða en sprelllifandi engispretta af
stærstu tegund kom þó í heimsókn í
grunnskólann við mikinn fögnuð
nemenda, að sögn náttúrufræði-
kennarans Almars Marinóssonar.
„Þetta mun vera rákaspretta
sem er ein stærsta engisprettuteg-
undin,“ sagði Almar sem þegar
hafði haft samband við Erling
Ólafsson, skordýrafræðing hjá
Náttúrufræðistofnun.
Engisprettan kemur frá hlýrri
heimshluta, væntanlega frá Ítalíu
því hún hefur trúlega verið laumu-
farþegi í varahlutasendingu sem
kom á verkstæði Ísfélagsins á Þórs-
höfn frá Ítalíu.
Vakin af værum blundi
„Þessi tegund af engisprettu
liggur venjulega í dvala á þessum
árstíma á sínum heimaslóðum en
hefur nú verið vakin hastarlega af
værum blundi,“ sagði Almar og
bætti við að áhugi nemenda á nátt-
úrufræði og skordýrum hafi verið
mikill og sem kennari nýtti hann
tækifærið vel og allir bekkir fengu
að sjá þennan framandlega gest.
Engisprettan var sett í plast-
box með loki og fóðruð á spínat-
blöðum sem hún virtist kunna
ágætlega að meta og var búin að
kroppa töluvert í. Hún sýndi stökk-
kraft sinn og stökk upp í lokið á
fangelsinu sínu svo buldi í og var þá
sett farg ofan á lokið til öryggis.
Nemendurnir í skólanum óska þess
að hægt verði að halda lífi í engi-
sprettunni, sem er hin sprækasta
ennþá.
Rákaspretta á Þórshöfn
Engispretta Rákasprettan hefst við í plastboxi og fær spínat að borða.
Kom líklega sem laumufarþegi í varahlutasendingu
Rákasprettan er ein af stærstu engisprettutegundunum
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
„Það er stór biti að kyngja að þurfa
að greiða 55.800 kr. til viðbótar við
flugfargjaldið fyrir súrefni sem eig-
inmaðurinn þarf á að halda í flugi frá
Billund til Keflavíkur og aftur til
baka,“ segir Nanna Arthursdóttir
sem flýgur til Íslands í júlí. Hún seg-
ir eiginmanninn þurfa að nota súr-
efnisþjöppu og er mjög ósátt við að
Icelandair meini eiginmanni hennar
að nota þjöppuna sem er af gerðinni
Inogen One í fluginu frá Billund.
„Ég ferðast mikið en kýs að kaupa
mér súrefnisþjónustu Icelandir
þrátt fyrir kostnað. Það fer betur
með mig að fá súrefni úr kút þar sem
súrefnisþjappan mín á erfiðara með
að ná í súrefni þegar flogið er í
30.000 feta hæð,“ segir Kjartan Mo-
gensen, formaður Samtaka lungna-
sjúklinga. Hann segir að það bjóði
ekki öll flugfélög upp á súrefnisþjón-
ustu og fæst lággjaldaflugfélaganna
geri það.
„Það er ákveðin skerðing fyrir
súrefnisþega og það skýtur skökku
við þegar Sjúkratryggingar taka
ekki þátt í kostnaði við súrefnisnotk-
un á flugi en greiða fyrir leigu á súr-
efniskút þegar súrefnisþegi er lentur
á erlendri grund,“ segir Kjartan sem
bætir við að súrefnisþjónusta Ice-
landair hafi hækkað úr 3.000 kr. í
27.900 kr. Kjartan segist ekki hafa
forsendur til þess að meta hvort nýja
verðið sé raunhæft en klárlega hafi
3.000 kr. engan veginn staðið undir
kostnaði. Kjartan segir að þar sem
hann þurfi síflæði noti hann þrjá til
fjóra lítra af súrefni í 2 klst. flugferð.
Samkvæmt upplýsingum frá
Ísaga kostar 2 lítra gaskútur 9.497
kr. auk þess sem greiða þarf 179 kr.
leigu á sólarhring fyrir hvern kút eða
46.374 kr. fyrir ársleigu á 2 lítra kút.
Súrefni á kostnaðarverði
„Það hefur einhver misskilningur
átt sér stað, við leyfum Inogen One-
súrefnisþjöppur í okkar vélar. Við
bjóðum einnig farþegum sem nýta
þurfa auka súrefni í flugi aðgang að
þeirri þjónustu á kostnaðarverði.
Frá 1. desember eru greiddar 27.900
kr. fyrir hvern fluglegg sem er
kostnaðarverð súrefnis að viðbættri
vinnu flugvirkja. Áður niðurgreiddi
Icelandair þessa þjónustu verulega,“
segir Ásdís Pétursdóttir, upplýs-
ingafulltrúi Icelandair, sem bendir á
að slík þjónusta er ekki í boði hjá öll-
um flugfélögum og þar sem hún sé í
boði sé hún yfirleitt ekki niður-
greidd. Ásdís segir að Icelandair sé
að vinna að drögum að samningi við
Samtök lungnasjúklinga sem gangi
út á að koma til móts við þá sem
þurfa á súrefni að halda í flugi.
Dýrt fyrir súrefnisþega að fljúga
Hjálpartæki Handhæg súrefnisþjappa til að ferðast með fyrir súrefnisþega.
Súrefnisþegar greiða 27.900 kr. fyrir súrefni í flugi Farþegi fékk ekki leyfi til að nota súrefnis-
þjöppu vegna misskilnings Sjúkratryggingar greiða fyrir súrefni erlendis en ekki í flugferðum
Súrefni í flugi
» Icelandair upplýsir á heima-
síðu hvað viðskiptavinur með
súrefnisþjöppu þarf að upp-
fylla fyrir flug.
» Notkun á flestum tegundum
af súrefnisþjöppum leyfð.
» Heimilt að hafa tvær litíum-
rafhlöður í handfarangri.
» Súrefnisþjappa ekki talin
með sem handfarangur og ekki
greitt aukalega fyrir hana.
» Notkun súrefnisþjöppu þarf
að tilkynna 14 dögum fyrir flug.
» Nauðsynlegt að leggja fram
læknisvottorð.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Auður (audur.is) er ný fjármálaþjón-
usta Kviku banka sem tekur formlega
til starfa í dag. Auður býður sparnað-
arreikninga fyrir einstaklinga með
4% vöxtum. Vextirnir eru greiddir
mánaðarlega.
Sparnaðarreikn-
ingarnir eru
óbundnir og alltaf
lausir til úttektar.
Bankaþjónusta
Auðar er alfarið á
netinu og er afar
einföld og þægileg
í notkun, sam-
kvæmt fréttatil-
kynningu. Auður
nýtir rafræn skilríki til auðkenningar
og fara öll viðskipti fram í íslenskum
krónum. Fljótlegt er að stofna reikn-
ing á slóðinni audur.is og það eina
sem þarf eru rafræn skilríki. Lág-
marksinnistæða hvers reiknings er
250.000 krónur en heimilt er að hafa
lægri innistæðu í allt að 180 daga.
Ólöf Jónsdóttir, forstöðumaður
Auðar, sagði að það væri nýjung hjá
Kviku banka að bjóða þjónustu sem
þessa fyrir einstaklinga. Hingað til
hefur Kvika banki einkum þjónustað
fjárfesta og sinnt eignastýringu.
Hver einstaklingur getur stofnað
einn sparnaðarreikning hjá Auði. Ólöf
sagði að ekkert þak væri á innistæð-
um á sparnaðarreikningunum. Lág-
marksinnistæðan tekur mið af því að
geta staðið undir föstum kostnaði
Auðar við þjónustuna.
„Við bjóðum upp á fjármálaþjón-
ustu á netinu og með því getum við
lækkað kostnað og boðið betri kjör,“
sagði Ólöf. „Hugmyndin er að vera
með litla yfirbyggingu og að við-
skiptavinir afgreiði sig sjálfir og fái í
staðinn hærri innlánsvexti. Vextirnir
eru greiddir mánaðarlega inn á
sparnaðarreikninginn þannig að það
myndast vaxtavextir af vöxtunum.
Það tekur viðskiptavininn bara
nokkrar sekúndur að millifæra aftur
yfir á reikning í sínum banka.“
Í fréttatilkynningu segir Ólöf að
horft hafi verið til erlendra banka sem
bjóða upp á svipaða þjónustu með
góðum árangri.
Auður býður upp
á 4% innlánsvexti
Ný fjármálaþjónusta Kviku banka
Ólöf
Jónsdóttir