Morgunblaðið - 12.03.2019, Page 21
Mannkostir Sigurðar voru öll-
um sem kynntust honum ljósir.
Leitun er að hjartahlýrri manni.
Hann var greindur, vel lesinn og
var lagið að segja frá og kenna,
enda valdi hann sér kennarastarf-
ið í byrjun. Hann vildi öllum vel,
var viðmótsþýður, greiðvikinn, út-
sjónarsamur og handlaginn. Hann
lét sér ekki nægja að kenna, held-
ur bætti sífellt við sig námi. Hann
varð prestur, góður prestur, rúm-
lega fimmtugur og um sjötugt
doktor í menntunarfræðum. Ég
held að skilyrðislaus ást sé fremur
fátíð, utan ást foreldra á börnum
sínum, en ást Didda á konu sinni
var skilyrðislaus. Hann dáði hana
og hampaði og var ólatur að tjá
henni og þeim sem heyra vildu
hvað hann mat hana mikils og var
þakklátur fyrir lífsgöngu þeirra
saman. Þau héldust þétt í hendur í
blíðu og stríðu. Strítt var lífið við
og eftir fráfall elsku Ágú. Blítt var
þeim hins vegar að sjá Möggu
Stínu blómstra í tónlistinni, við að
umvefja og styðja endalaust dótt-
ursynina þrjá, sem áttu hjá þeim
ástríkt skjól, síðar fá og dá yngri
barnabörnin tvö og fylgjast með
öllum dafna.
Ævi öðlingsins Sigurðar Páls-
sonar er á enda, en elska okkar til
hans, okkar sem fengum að vera
honum samferða, tekur ekki enda.
Guð hefur tekið á móti einum af
sínum bestu þjónum og sameinað
föður og dóttur á ný. Það huggar
og gleður. Ég þakka meira en sex-
tíu ára samfylgd og bið Guð að
vernda elsku Jóhönnu systur,
Möggu Stínu, tengdason, barna-
börnin og fjölskyldur þeirra. Megi
gleði og þakklæti fyrir einstakan
eiginmann, föður og afa ná að sefa
söknuðinn og að lokum verða
sorginni yfirsterkari.
Helga Möller.
Í Biblíunni er dregin upp ein-
stök mynd af kærleikanum, sem
fellur aldrei úr gildi. Sigurður
Pálsson bar kærleikanum fagurt
vitni með lífi sínu og framgöngu.
Sú umhyggja og virðing sem hann
sýndi nemendum sínum og öðru
samferðafólki er til eftirbreytni.
Hann var einstakur kennari og
vinur. Frá honum streymdi kær-
leikur og hlýja.
Áhugi hans á kennslugreininni
kristin fræði, siðfræði og trúar-
bragðafræði var mikill og eftir-
tektarverður og með faglegri
nálgun sinni náði hann vel til nem-
enda sinna.
Þegar ég hóf nám í Kennarahá-
skóla Íslands naut ég leiðsagnar
Sigurðar. Ég sat og hlustaði á
þennan speking útskýra hið óút-
skýranlega á svo fallegan og sann-
færandi hátt að ég ákvað að vel
ígrunduðu máli að helga mig þess-
ari námsgrein, sem nú ber heitið
trúarbragðafræði. Áhugi minn á
greininni gladdi Sigurð og átti ég
ávallt stuðning hans vísan um
hvaðeina er varðaði fagið. Síðar
áttum við eftir að starfa saman á
ýmsum vettvangi að framgangi
greinarinnar.
Sigurður var einstakt prúð-
menni. Hann gekk ávallt vel til
fara í jakkafötum og með bindi. Í
hvert sinn sem hann gekk inn í
kennslustofuna fór hann úr jakk-
anum, braut hann saman á sinn
sérstaka hátt og lagði á stólbak.
Fyrr gat kennslan ekki hafist.
Árið 1998 var stofnað fagfélag
kennara í kristnum fræðum, sið-
fræði og trúarbragðafræðum,
FÉKKST. Sigurður var aðal-
hvatamaður að stofnun þess.
Hann bar hag greinarinnar mjög
fyrir brjósti og var dyggur stuðn-
ingsmaður félagsins. Hann reynd-
ist óþreytandi að miðla fróðleik og
visku til stjórnarmeðlima þegar
eftir því var leitað.
Sigurður var kennari af Guðs
náð. Það var honum eðlilegt að
uppfræða og honum var annt um
nemendur sína. Sigurður, eins og
aðrir mátti heyja sínar glímur í líf-
inu. Þegar sorgin knúði dyra hjá
honum og fjölskyldunni þá miðlaði
hann reynslu sinni til okkar nem-
endanna og helgaði nokkrar
kennslustundir viðfangsefninu.
Sigurður Pálsson var allt í
senn, prestur, kennari, samstarfs-
maður og traustur vinur. Í minn-
ingunni um hann eru margar
ánægjulegar og innihaldsríkar
stundir. Síðasta haust hittumst við
á förnum vegi. Hann hafði séð mig
álengdar og gekk til móts við mig
með útbreiddan faðminn. Hann
umfaðmaði mig með kærleika sinn
í hjarta. Minningin um þessa sér-
stöku stund er mér dýrmæt og
mun ávallt fylgja mér.
Nú skilja leiðir. Ég votta Jó-
hönnu eiginkonu Sigurðar og fjöl-
skyldunni mína einlægustu samúð
og bið almáttugan Guð að styrkja
þau í sorg sinni.
Birgitta Thorsteinson.
Bernskuminning úr guðsþjón-
ustu í Neskirkju: Mér varð star-
sýnt á Jóhönnu og Sigurð sem
sungu sálmana fullum hálsi, í sam-
keppni við kirkjukórinn! Það var
óvanalegt.
Nokkrum árum síðar urðu þau
hluti af lífi mínu og ég þeirra. Sig-
urður talaði oft á KSS-fundum og
kom á flest kristileg skólamót. Þá
var Jóhanna iðulega með í för. Þau
urðu eins konar trúarlegir stuðn-
ingsforeldrar margra KSS-inga
og heimili þeirra stóð okkur opið.
Það nýtti ég mér óspart hluta ung-
lingsáranna.
Auk þess stjórnaði hann Æsku-
lýðskór KFUM og KFUK. Það
var góður tími og dýrmætt sam-
félag, trúarlegt, tónlistarlegt og
félagslegt nesti út í lífið.
Diddi og Hanna leiddu stóran
hóp framhaldsskólaunglinga á
norrænt kristilegt framhalds-
skólamót (SUM) í Noregi sumarið
1977. Eftir mótið fór meirihluti
hópsins í fimm daga rútuferð og
endaði svo á nokkurra daga dvöl í
Ósló, sem þá var enn kölluð
stærsta sveitaþorp í heimi. Þessi
fyrsta utanlandsferð mín var góð
og eftirminnileg enda hópurinn í
öruggum höndum þeirra
hjónanna. Allan tímann var eins
og Diddi fyndi á sér ef einhverjum
leið illa, hann var alltaf næmur á
líðan annarra.
Um þetta leyti var ég í stjórn
KSS en hann var lengi „eldri
fulltrúi“ í þeirri stjórn. Nokkrum
árum síðar var ég kosinn í stjórn
KFUM í Reykjavík þar sem Sig-
urður var formaður. Þar, sem
annars staðar, var hann sam-
viskusamur og ábyrgur, nákvæm-
ur og vandvirkur. Í mótun starfs-
ins var hann í senn íhaldssamur á
gömul gildi og opinn fyrir ný-
breytni í starfsháttum.
Helst háði honum sem leiðtoga
hve viðkvæmur hann var og hætti
til að efast um sjálfan sig og stöðu
sína, algerlega að ástæðulausu.
Mér reyndist hann ætíð umburð-
arlyndur og vinsamlegur. Um-
hyggjan var föðurleg.
Hanna og Diddi komust ekki í
brúðkaup okkar Þóru svo við buð-
um þeim heim í kvöldkaffi nokkru
síðar. Þau svældu í sig kökuna
sem ég hafði bakað og reyndu að
hrósa henni. Eftir á kom nefnilega
í ljós að ég hafði farið baukavillt og
sett negul í staðinn fyrir natron.
En vinir setja slíkt ekki fyrir sig.
Síðustu 29 ár hafa verið Sigurði
mjög erfið. Þrátt fyrir það gaf
hann alltaf af sér, í prédikun,
fræðslu og sálgæslu. Flest störf
hans um ævina tengjast fræðslu
með einhverjum hætti en þótt
hann væri kennari í eðli sínu var
hann samt enn frekar hirðir, góð-
ur hlustandi og afbragðs sálusorg-
ari.
Umhyggja Didda fyrir mér og
mínum var ósvikin. Sönn vinátta
felst ekki endilega í daglegri um-
gengni, miklu frekar í því að láta
vita af sér þegar neyðin er stærst
og þörfin mest. Í erfiðleikum er
dýrmætt að eiga þá að sem
hringja eða senda skilaboð með
reglulegu millibili og láta sig
varða líðan þess sem er rakkaður
niður. Slíkur vinur var Diddi Páls.
Þann stuðning og alla elsku-
semi fyrr og síðar þökkum við
Þóra af heilum hug.
Nú hefur Sigurður öðlast lausn
og frið. Guð varðveiti Jóhönnu,
Möggu Stínu, alla afkomendur og
fjölskyldur þeirra.
Ólafur Jóhannsson.
Skammt er stórra högga á milli.
Enn einn vinur minn er fallinn frá.
Ég kynntist Sigurði fyrir rétt
tæpum þremur áratugum eða
1990. Hann var þá framkvæmda-
stjóri Hins íslenska biblíufélags
þegar það ásamt guðfræðistofnun
Háskóla Íslands gerði með sér
samning um nýja þýðingu Gamla
testamentisins. Sett var á laggirn-
ar þýðingarnefnd sem fara skyldi
yfir nýja texta þýðenda með nýja
biblíuþýðingu í huga. Ég var beðin
um að sitja í þessari nefnd ásamt
fjórum öðrum og var Sigurður
einn þeirra. Við hittumst vikulega
milli fjögur og sjö flesta mánu-
daga yfir vetrarmánuðina í 17 ár í
vinnuherbergi Gunnlaugs A.
Jónssonar prófessors í aðalbygg-
ingu HÍ. Við sátum alltaf í sömu
sætum og fengum okkur alltaf
kaffibolla klukkan hálfsex. Árni
Bergur Sigurbjörnsson féll raun-
ar frá 2005 en enginn settist í sæt-
ið hans eftir það. Nefndin náði vel
saman og aldrei bar skugga á vin-
áttu okkar. Auðvitað komu upp
ágreiningsmál en þau voru öll
leyst áður en fundi var slitið.
Fáeinum árum eftir að verki
okkar lauk hafði Sigurður sam-
band og stakk upp á að við fengj-
um okkur hádegissnarl á Sögu
ásamt Gunnlaugi. Þetta varð að
föstum lið hjá okkur þremur vor
og haust árum saman, síðustu árin
í Norræna húsinu. Við ræddum
allt milli himins og jarðar og nut-
um þess að vera saman þessa
stund og treysta vinaböndin.
Nú hringir enginn Sigurður og
spyr hvort ekki sé kominn tími til
að hittast. Mér þótti afar gott að
leita til hans og alltaf átti hann
huggandi orð þegar ekki lá vel á
mér. Öll eigum við okkar markaða
tíma og verðum að sætta okkur
við það. En ég mun samt sakna
þess að sjá hann ekki koma til
fundar í ljósa frakkanum sínum
með fallega hattinn, brosandi út
að eyrum.
Ég sendi Jóhönnu og fjölskyldu
þeirra Sigurðar mínar innilegustu
samúðarkveðjur.
Guðrún Kvaran.
Þegar við hugsum til dr. Sig-
urðar Pálssonar, okkar kæra vin-
ar og starfsbróður, sem kvaddur
er í dag, þá kemur í hug frásögn úr
Talmúd, trúarriti Gyðinga, sem
segir frá fræðimönnum sem komu
til borgar einnar í Ísrael. Þeir
gerðu boð eftir varðmönnum
borgarinnar. Borgarstjórnin var
sótt. Fræðimennirnir sögðu:
„Þetta eru ekki varðmenn borgar-
innar.“ „Hverjir eru þá varðmenn
borgarinnar?“ spurðu borgarbúar
undrandi. Og fræðimennirnir
sögðu: „Varðmenn borgarinnar
eru þeir sem fræða hina ungu.“
Slíkur varðmaður var dr. Sig-
urður. Ungur fékk hann köllun til
að fræða hina ungu og var kennari
af Guðs náð. Öll hans störf, hvar
sem hann haslaði sér völl, á
löngum og farsælum ferli sem
kennari, hjá Ríkisútgáfu náms-
bóka, í menntamálaráðuneytinu,
Biblíufélaginu og sem prestur
voru alltaf borin uppi af þeirri
köllun og báru vitni um náðargáfu
kennarans og kennimannsins og
árvekni vökumannsins. Rödd
hans var sterk, kenning hans
„klár, kröftug … hrein og opin-
skár, lík hvellum lúðurhljómi“ –
eins og Passíusálmaskáldið brýnir
Guðs kennimenn. Menntun hans
var traust, þekkingin yfirgrips-
mikil, starfskraftar hans, elja og
atorka með ólíkindum og lífsvið-
horf hans mótuð af fjölþættri
reynslu. Það leyndi sér ekki held-
ur að öll boðun hans og sálgæsla
var borin upp af trú sem var skírð
í eldi þjáninga og rauna í eigin lífi
og fjölskyldunnar og því var öll
yfirborðsmennska og „klissjur“
eitur í hans beinum. „Varðmaður
borgarinnar“ var traustur veg-
bróðir, einlægur vinur, sannur,
heill og traustur. Við hjónin minn-
umst með söknuði og þakklæti
áratuga vináttu sem aldrei bar
skugga á, samstarfs, samskipta og
samfylgdar í gleði og raunum og
við blessum þær góðu minningar.
Við biðjum eiginkonu hans, frú Jó-
hönnu Möller, dóttur þeirra og
dætrabörnum og ástvinum hugg-
unar Guðs og náðar. Umhyggja
hans um þau lá honum ætíð innst
og dýpst í hjarta. Við biðjum fyrir
þeim með orðum hans:
Guð, sefaðu svíðandi hjarta
að sjái ég ljósið þitt bjarta
og gef mér þinn græðandi frið,
og gef mér þinn græðandi frið.
(Sigurður Pálsson,
sálmar 2013 nr. 924)
Kristín og Karl
Sigurbjörnsson.
Góður vinur og áhrifavaldur í
lífi mínu er nú horfinn inn í
Sumarlandið. Í sorg og söknuði
drúpi ég höfði og þakka fyrir líf
hans. Didda Páls kynntist ég sem
unglingur er hann var leiðtogi í
kristilegu unglingastarfi. Hann
hafði mikil áhrif á okkur öll sem
þar vorum, trú hans sterk og ein-
læg, góður hlustandi og óþreyt-
andi að ræða við okkur á við-
kvæmu tímaskeiði í lífi okkar.
Spurningarnar voru endalausar
og ég þurfti að spyrja og ræða. Þá
opnuðu þau Jóhanna og Diddi
heimilið sitt í Frostaskjólinu fyrir
mér og varð ég þar heimagangur
um margra ára skeið. Það var
samræmd og ástrík fjölskylda
sem ég kynntist þar. Og það var
gæfa fyrir mig að fá að kynnast
fallegu og góðu lífi þeirra.
Við Gunnar hófum síðan bú-
skap í kjallaranum í Frostaskjól-
inu, vináttan styrktist, samver-
urnar og samtölin urðu mörg. Þá
var ég einnig svo lánsöm að vera
skólasystir Didda í guðfræðinni,
vinna með honum á skólarann-
sóknardeild, í starfi í kirkjunni og
í námskrár- og skólamálum. Alls
staðar var Diddi fyrirmynd, agað-
ur fagmaður, alúðlegur, skarpur
og nákvæmur. Og alls staðar var
hann sjálfur besta gjöfin, enda ör-
látur á sig. Þá eru bréfin frá Jó-
hönnu og Didda frá Uppsalaárun-
um dýrmæt.
Sorgin óbærilega og óskiljan-
lega dundi yfir 9. apríl 1990 er Ágú
lést. Og eftir það var opin und og
skuggi sorgar sem hvíldi þungt.
Ég er svo þakklát fyrir stund
með Didda og Jóhönnu á spítalan-
um þar sem ég fékk að kveðja
Didda. Þar voru tár og bros. Hann
talaði um sorgina þungu, glímu
sína við Guð og hvað hann elskaði
fólkið sitt. Hann vildi blunda, lagð-
ist á koddann og sagði mér frá
bæninni sem hann bæði samfellt í
SJÁ SÍÐU 22
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MARS 2019
Ástkær eiginmaður, faðir, sonur, bróðir
og frændi,
PÉTUR EIRÍKSSON
básúnuleikari,
lést á Spáni föstudaginn 8. mars.
Minningarstund verður haldin í Seljakirkju
14. mars klukkan 16.
Amy Schimmelman
Jakob Máni, Ísak Már, Evan Ari Péturssynir
Eiríkur Haraldsson
Haraldur Eiríksson og fjölskylda
Guðrún Eiríksdóttir og fjölskylda
Okkar ástkæri bróðir, mágur og frændi,
ÞORFINNUR PÉTURSSON,
Njálsgötu 65,
Reykjavík,
er látinn.
Útför verður auglýst síðar.
Sveinn Tómasson Guðlaug Pálsdóttir
Andri Sveinsson Andrea Baldursdóttir
Tómas Sveinsson Þórdís V. Þórhallsdóttir
Eva Guðrún Sveinsdóttir Ágúst Sverrir Daníelsson
Erna Svanhvít Sveinsdóttir Guðgeir Sturluson
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ÞÓRUNN SIGURÐARDÓTTIR,
Sóltúni,
lést á Landspítalanum fimmtudaginn
7. mars. Útförin verður auglýst síðar.
Erna Einarsdóttir
Sigurður Einarsson Arndís Björnsdóttir
Einar Þór Daníelsson
Hildigunnur Daníelsdóttir Árni Garðarsson
Þóra Jensdóttir
Helga Þórunn Óttarsdóttir Gústav Arnar Davíðsson
Þórunn Sigurðardóttir
Björn Sigurðsson
og barnabarnabörn
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
ÁSTA EIRÍKSDÓTTIR WATHNE,
áður til heimilis á Háaleitisbraut 40,
Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir, miðvikudaginn
6. mars. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn
14. mars klukkan 13.
Lára Wathne Kristján Friðriksson
Jóhann Wathne Díana Liz Franksdóttir
Eiríkur Jón Wathne
Ásta Hrönn, Almar Örn, Maríanna,
Friðrik Frank, María Fema
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
ÁSBJÖRN ÞÓRARINSSON
rakari,
Víkurbraut 30,
Höfn í Hornafirði,
lést á hjúkrunarheimilinu Skjólgarði föstudaginn 8. mars.
Útförin fer fram frá Hafnarkirkju laugardaginn 16. mars klukkan
10.30. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim
sem vilja minnast hans er bent á gjafa- og minningarsjóð
Skjólgarðs.
Vigdís Halldóra Vigfúsdóttir
Sonja Guðrún Ásbjörnsdóttir Ingi Þór Sigurgeirsson
Vigfús Þórarinn Ásbjörnsson Fjóla Hrafnkelsdóttir
Birnir Vilhelm Ásbjörnsson Silja Gylfadóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir,
frænka, amma, langamma og
langalangamma,
GUÐBJÖRG ÁMUNDADÓTTIR,
Minna-Núpi,
Skeiða- og Gnúpverjahreppi,
sem lést á dvalarheimilinu Ási, Hveragerði,
mánudaginn 4. mars, verður jarðsungin frá Stóra-Núpskirkju
laugardaginn 16. mars klukkan 11.
Guðrún Ingólfsdóttir Auðunn Gestsson
Herdís Kristjánsdóttir Trausti Sveinbjörnsson
Ámundi Kristjánsson
Viðar Ingólfsson Nína Björg Borgarsdóttir
Guðbjörg Emma Ingólfsd. Gunnlaugur Óttarsson
Snorri Arnarson Erla Gunnarsdóttir
Erla Arnardóttir Ingi Björnsson
langömmu- og langalangömmubörn