Morgunblaðið - 12.03.2019, Blaðsíða 33
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MARS 2019
Svo til uppselt (sætavísa gizk-aði á 95% nýtingu) var áfyrstu uppfærslu Íslenzkuóperunnar síðan 2008 á e.t.v.
vinsælustu óperu allra tíma, La trav-
iata [„Hinni afvegaleiddu“], er Guis-
eppe Verdi samdi 1849 upp úr leikriti
Alexandres Dumas yngri, Kam-
ellíudömunni 1848 (kenndri við blóm
er táknar samhygð og vináttu). Þótt
tónsetningin ,flaskaði‘ (< ít. fiasco) á
frumsýningu í Feneyjum 1853, sló
hún heldur betur í gegn síðar og festi
Verdi varanlega í sessi sem fremsta
fulltrúa ítalskrar óperu.
Skyldi engan undra – þó aðeins
væri fyrir þann sæg eftirminnilegra
eyrnaorma sem þar má finna og raula
ósjálfrátt fyrir munni sér enn í dag.
Svo ekki sé minnzt á grúa ,yfir-
breiðna‘ í djassi og poppi síðari ára.
Því melódísk auðlegð Verdis stendur
enn óhögguð fyrir sínu – til hvetjandi
fyrirmyndar á okkar laglausu skálm-
öld.
Altítt er í óperuuppfærslum seinni
áratuga að færa upphaflegt sögusvið
nær nútíma. Eflaust í vitund um æ
söguskertari innlifunarhæfni hlust-
enda, og tekst það misvel eins og
gengur. Í þessu tilviki virtist þannig
mega tímasetja umgjörðina út frá
búningum og (furðu vel heppnaðri)
sviðsmynd við ca. 1940-60. En ein-
hverra hluta vegna (»guði sé lof!«
myndu kannski sumir segja) stóð þó á
nútíma rétttrúnaðarnálgun á aðstöðu
aðalpersónunnar Violettu, byggðri á
raunverulegri manneskju er lézt að-
eins 23 ára úr tæringu 1847.
Þetta skal aðeins sagt í ljósi nýj-
ustu umræðu um kjör hérlendra
vændiskvenna. Því þótt Kamellíu-
frúin hafi tilheyrt efstu stétt þáver-
andi „escort“-fljóða (á við geisjur
Japana og hetærur Forngrikkja) og
verið dáð og eftirsótt af helztu andans
stórmennum Frakklands, þá mætti
eflaust búast við allt annarri útreið í
skæðustu túlkun nútíma femínista.
Hvað sem því líður var mikil
ánægja að tónlistarflutningi kvölds-
ins. Og þó að framlag flestra ein-
söngvara, ásamt eldhressum söng
Óperukórsins (að ógleymdum sveifl-
andi dansi), stæði í mörgu upp úr, ber
ekki sízt að nefna sérlega hnitmið-
aðan leik hljómsveitar, jafnt að styrk-
rænu samvægi sem hrynrænni
skerpu, er hlaut að upphefja flest á
sviði í sannfærandi heildarupplifun.
Bjarni Frímann hljómsveitarstjóri
var þar, með orðum Bjarna Fel.,
vægast sagt betri en enginn.
Satt að segja var næsta erfitt að
bregða putta á neinn verulega veikan
punkt. Einsöngvarar hinna þriggja
aðalhlutverka Violettu, Alfredos og
föður hans Giorgios stóðu sig oftast
afburðavel og náðu að draga fram
persónueinkenni sín af tilhöfðandi
fjölbreytni. Og þó að undirrituðum
fyndist raddbeiting Herdísar á há-
værustu köflum svolítið skjögrandi í
titri, þá sýndi hún á veikari stöðum
hins vegar heillandi og að sama skapi
sannfærandi innlifun í túlkun.
Aukahlutverkin voru auðheyran-
lega einnig í góðum höndum á þeim
tiltölulega stuttu augnablikum sem
þeim gáfust í verkinu, er virðast al-
mennt skemmri en í mörgum öðrum
óperum ítalska meistarans.
Sem fyrr nefnt var sviðsskreyt-
ingin – í nánast tímalausum nútíma-
stíl ef svo mætti kalla – furðuvel til
þess fallin að hæna ólíkar kynslóðir
að klassísku 175 ára gömlu ástar-
drama. Svo og lýsing, dansatriði og
sjónleikræn tilþrif. (Ónefndur áheyr-
andi kvartaði að vísu undan viftusuði
(e.t.v. frá ljóskösturum), en það trufl-
aði þó ekki mig.)
Undirtektir voru eftir því hlýjar.
Enda ekki að sökum að spyrja. Ís-
lenzka óperan lifir enn – og eftir
þessu að dæma á bullandi uppleið!
Tímalaus samhygð
Ljósmynd/Jóhanna Ólafsdóttir
„Á bullandi uppleið“ „Einsöngvarar hinna þriggja aðalhlutverka Violettu, Alfredos og föður hans Giorgios stóðu sig oftast afburðavel og náðu að draga
fram persónueinkenni sín af tilhöfðandi fjölbreytni,“ skrifar rýnir. Hér eru Elmar Gilbertsson og Herdís Anna Jónasdóttir sem Alfredo og Violetta.
Eldborg í Hörpu
La traviata bbbbn
Eftir Giuseppi Verdi. Söngrit: Francesco
Maria Piave. Leikstjórn: Oriol Tomas.
Leikmynd: Simon Guilbault. Búningar:
Sébastien Dionné. Lýsing: Erwann Bern-
ard. Danshöfundur: Lucie Vigneault.
Myndbandshönnuður: Félix Fradet-
Faquy. Aðalhlutverk: Violetta: Herdís
Anna Jónasdóttir S; Alfredo Germont:
Elmar Gilbertsson T; Giorgio Germont:
Hrólfur Sæmundsson Bar. Aðrir söngv-
arar: Sigríður Ósk Kristjánsdóttir,
Hrafnhildur Árnadóttir, Snorri Wium,
Oddur Arnþór Jónsson, Paul Carey Jon-
es og Valdimar Hilmarsson. Kór (kórstj.
Magnús Ragnarsson) og hljómsveit Ís-
lensku óperunnar. Hljómsveitarstjóri:
Bjarni Frímann Bjarnason. Íslenska
óperan frumsýndi í Eldborg Hörpu laug-
ardaginn 9. mars 2019 kl. 20.
RÍKARÐUR Ö.
PÁLSSON
ÓPERA
Tilkynnt hefur verið hvaða tón-
listarmenn munu koma fram á
tónlistarhátíðinni Bræðslunni á
Borgarfirði eystra í sumar en há-
tíðin vinsæla verður haldin 27.
júlí næstkomandi.
Auður, GDRN, Dúkkulísurnar,
Dr.Spock, Jón Jónsson og Frikki
Dór, Sóldögg og Jónas Sig munu
stíga á svið í sumar „á Bogganum
og lofa Bræðslubræður ógleym-
anlegri skemmtun sem fyrr,“ seg-
ir í tilkynningu frá aðstandendum
skemmtunarinnar.
Bræðslan hefur fyrir löngu fest
sig í sessi sem einn af helstu tón-
listarviðburðum ársins hér á
landi og verður þetta í 15. skiptið
sem hátíðin fer fram. Íbúafjöldi í
þorpinu margfaldast þessa daga
og sækja margir gesta í að koma
aftur og aftur að upplifa líflegan
tónlistarflutning í fallegu um-
hverfinu.
Miðasala á Bræðsluna 2019 er
hafin en síðustu 13 ár hafa miðar
selst upp.
Auður, GDRN og fleiri á Bræðslunni
Ljósmynd/iTorfa
Gleði Uppselt hefur verið á Bræðsluna á
Borgarfirði eystra 13 síðustu sumur.
Bandaríska lista-
konan Kara Wal-
ker hefur verið
valin til að skapa
næstu stóru inn-
setningu í hinn
víðáttumikla
Túrbínusal í
Tate Modern-
safninu í Lond-
on. Verður sýn-
ing hennar opnuð í október en sýn-
ingarnar vekja alla jafna mikla
athygli. Sú best sótta var Weather
Project Ólafs Elíassonar en aðrar
rómaðar eru Sólblómafræ Ais Wei-
wei og rennibrautir Carsten Höll-
ers.
Kara Walker er blökkumaður og
sló hún í gegn snemma á tíunda
áratugnum fyrir verk sem fjölluðu
um þrælahald og kynþáttaníð í
Bandaríkjunum; þekktustu mynd-
verk hennar eru svartar skugga-
myndir á hvítum fleti sem fjalla um
þá myrku sögu og sýna til að
mynda hvíta menn beita svarta of-
beldi. Á síðustu árum hefur Walker
skapað stór opinber myndverk sem
vakið hafa mikla athygli.
Kara Walker næst í Túrbínusalnum
Kara Walker