Morgunblaðið - 12.03.2019, Síða 27

Morgunblaðið - 12.03.2019, Síða 27
York, til að læra á nýjan búnað og tækni en þá stóð yfir umfangsmikil endurnýjun innviða hér á landi, verk- efni sem kostað var af Atlantshafs- bandalaginu. Hjá Ratsjárstofnun var ég nemi, tæknimaður, deildarstjóri tæknideildar, rekstarstjóri ratsjár- stöðvanna og síðast rekstrarstjóri hugbúnaðarsviðs.“ Þegar Varnarmálastofnun var sett á stofn í maí 2008 var Jón ráðinn sviðsstjóri loftrýmiseftirlitssviðs og síðar framkvæmdastjóri. Verkefni Varnarmálastofnunar voru færð til Landhelgisgæslu Íslands 2011 en þar er hann framkvæmastjóri varnarmálasvið með ábyrgð á dag- legri framkvæmd varnartengdra verkefna samanber varnarmálalög og samning við utanríkisráðuneytið. Árið 2006 var Jón í starfshópi und- ir forystu Jóns E. Böðvarssonar, fv. forstjóra Ratsjárstofnunar, en verk- efnið var að taka við Keflavíkur- flugvelli af Bandaríkjaher og tryggja að flugvöllurinn yrði starfhæfur frá og með 1.10. það ár. Sama ár var Jón skipaður í nefnd á vegum utanrík- isráðuneytisins til að eiga viðræður við Bandaríkin og NATO um framtíð íslenska loftvarnarkerfisins. Í umboði utanríkisráðuneytisins er Jón fullrúi Íslands í stjórnum Inn- kaupa- og þjónustustofnunar NATO í Lúxemborg og Fjarskipta- og upp- lýsingatæknistofnunar NATO í Haag, Hollandi. Jón var á tímabili félagi í Björg- unarsveitinni Stakkur í Keflavík, hann er félagi í Rótarýklúbbi Kefla- víkur og hefur verið formaður stjórnar Verðlauna- og og styrkt- arsjóðs Rótarý á Íslandi frá árinu 2013 en sjóðurinn veitir árlega við- urkenningar fyrir framúrskarandi eða nýstárlegt framtak, sem unnið er hér á landi á sviði mennta, lista, vís- inda eða atvinnumála, og styður samfélagsverkefni. „Ég er einnig félagi í Golfklúbbi Suðurnesja og á ég þar mínar bestu stundir með eiginkonu og börnum. Ég nota golfið sem hreyfingu og hef það eina markmið að fjölga gæða- stundum með fjölskyldunni, allt ann- að er aukaatriði. Ég er mikið á ferð- inni vegna vinnunnar, hef komið mjög víða og vil því helst eyða frítím- anum heima. Nýjasta áhugamálið er að sjálfsögðu fyrsta barnabarnið, afastrákurinn hann Manúel Nói.“ Fjölskylda Eiginkona Jóns frá 2.8. 1998 er Hulda Oddsdóttir, f. 2.8. 1959, bóka- safns- og upplýsingafræðingur, skjalastjóri hjá lögreglustjóranum á Suðurnesjum. Foreldrar Huldu: Oddur Jónsson, f. 9.3. 1927, d. 31.3. 2010, vaktmaður í Sædýrasafninu í Hafnarfirði, og Laufey Guðlaugs- dóttir, f. 6.7. 1937, starfsmaður í eld- húsinu í álverinu í Straumsvík, bú- sett í Hafnarfirði. Börn Jóns og Huldu eru 1) Guðni Oddur Jónsson, f. 25.3. 1989, BS í verkfræði, starfsmaður verkfræði- deildar Icelandair, sambýliskona: Jóhanna Ósk Kristinsdóttir, BA í sálfræði, leiðbeinandi í sérdeildinni Ösp í Njarðvíkurskóla, barn: Manúel Nói Guðnason, f. 31.7. 2016; 2) Laufey Jóna Jónsdóttir, f. 14.5. 1998, nemi í verkfræði við Technical Uni- versity of Denmark (DTU), bús. í Lyngby. Systkini Jóns eru Kristín Sigríður Guðnadóttir, f. 21.3. 1958, heima- vinnandi í Reykjanesbæ; Ívar Pétur Guðnason, f. 23.6. 1960, BA í ensku, bús. í Reykjavík; Þorbjörg Margrét Guðnadóttir, f. 14.12. 1965, leikskóla- kennari í Reykjanesbæ. Foreldrar Jóns eru hjónin Guðni Jónsson, f. 14.6. 1936, fv. forstjóri starfsmannahalds Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli, og Berta Björg- vinsdóttir, f. 1.10. 1939, fv. starfs- maður Póstsins í Reykjanesbæ. Þau eru búsett í Garðabæ. Jón Björgvin Guðnason Una Stefanía Stefánsdóttir húsfreyja í Neskaupstað Pétur Pétursson smiður, verkamaður og póstur í Vallanesi, Vallahr., S-Múl. Þorgerður Pétursdóttir húsfreyja á Djúpavogi Berta Björgvinsdóttir húsfreyja og starfsmaður hjá Póstinum í Keflavík Halldór Björgvin Ívarsson sjóm. og netagerðarmaður á Djúpavogi Anna Margrét Jónasdóttir húsfreyja á Djúpavogi Ívar Halldórsson trésmiður og járnsmiður á Djúpavogi María Jónsdóttir fv. verslunarstj. ÁTVR í Reykjanesbæ Einar Jónsson lögmaður í Reykjavík Skarphéðinn Jónsson sérfr. hjá sveitarfélaginu Garðabæ Halldóra Guðbjörg Jónsdóttir húsfreyja í Hafnarfirði Þorlákur Marteinsson framkvæmdastj. Verkfærasölunnar Jón Marteinsson vélvirki í Hafnarfirði Ólöf Marteinsdóttir dagmóðir í Reykjanesbæ Fjóla Björgvinsdóttir bóndi í Kálfsárkoti í Ólafsfirði Anna Rós Jóhannesdóttir yfirfélagsráðgjafi hjá Landspítalanum Hugrún Jóhannesdóttir mannauðssérfr. hjá Vinnumálastofnun Jóhannes Jóhannesson starfsmaður Bring Frigo í Stavanger, Noregi Einar Einarsson klæðskerameistari í Hafnarfirði Einar Einvarðsson bóndi í Snæfellsnes- og Mýrasýslu, síðar í Hafnarfirði Guðbjörg Árnadóttir húsfreyja í Hafnarfirði Kristín Sigríður Einarsdóttir húsfreyja í Hafnarfirði Jón Guðnason steinsmiður og forstjóri í Hafnarfirði Hólmfríður Þórðardóttir húsfreyja í Nýjabæ Guðni Jónsson bóndi í Reykjavík, Pálshúsum og Nýjabæ á Álftanesi Úr frændgarði Jóns Björgvins Guðnasonar Guðni Jónsson starfsmannastjóri í Keflavík ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MARS 2019 95 ára Hermann Jónsson 90 ára Eggert Kristmundsson Jónína Ingólfsdóttir 85 ára Guðrún Georgsdóttir Jörundur Albert Jónsson 80 ára Arnar Geir Hinriksson Elísabet Hauksdóttir 75 ára Erla Sveinbjörnsdóttir Glúmur Gylfason Guðríður Kolbrún Karlsd. Kolbrún Vilbergsdóttir Sigríður Stefánsdóttir Sigurjón Ingvason Þorkell Snævar Árnason 70 ára Einar Benediktsson Guðmunda K. Sigurðard. Hrafnhildur Ingólfsdóttir Margrét Lilja Valdimarsd. Steinunn Helga Lárusdóttir Valgeir Benediktsson 60 ára Ásthildur Magnúsdóttir Edda Jóhannsdóttir Elsa Guðmundsdóttir Eyjólfur M. Eyjólfsson Hermann Smárason Ingibjörg Salóme Egilsd. Jón Björgvin Guðnason Lucia van Vorstenbosch Matthildur Gunnarsdóttir Ólafur Ingi Jóhannesson Sigurður G. Arnórsson Sigþrúður Hilmarsdóttir 50 ára Gunnar Bjarnason Ingólfur Haraldsson Jay Allen Silvernail Joseph Varon Mamailao Jóhann Sigurjón Sigmarss. Karl Emilsson Kristín Ágústa Gunnarsd. Kristján Bjarnason Kristveig Atladóttir Olga Vasilisa Vasilenko Ólafur Rafn Ólafsson Sólrún Þorsteinsdóttir Zdzislaw Kozikowski 40 ára Andri Steinn Guðjónsson Atli Gunnar Arnórsson Ásmundur Jónsson Björn Zakarias Flohr Davíð Jónsson Davíð Sigurðsson Drífa Hrönn Stefánsdóttir Elías Freyr Guðmundsson Helena Rós Óskarsdóttir Helgi Páll Gíslason Jovanka Vujisic Jóhannes Freyr Þorleifsson Jón Albert Harðarson Ólafur Magnússon Slavoljub Aleksic Zenonas Gilaitis Þórmundur Blöndal 30 ára Aleksandra Maria Krawczyk Alice Hrncírová Alicja Jolanta Karkowska Guðrún Ósk Maríasdóttir Helga Sigrún Ómarsdóttir Julija Haragezova Kristrún Linda Kristinsd. Maria Andreea Iacob Natalia Jonasz-Stasieluk Oddrún Ragna Elísabetard. Pawel Siwek Piotr Zdunczyk Þorgerður Þórhallsdóttir 40 ára Þórhildur er Reyk- víkingur en býr í Kópa- vogi. Hún er menntaður félagsfræðingur og er deildarstjóri á leikskól- anum Aðalþingi. Börn: Sara Nadía, f. 2005, og Steindór Örn, f. 2007. Foreldrar: Örn Stefáns- son, f. 1954, viðskipta- fræðingur, og Ragnheiður Þórólfsdóttir, f. 1959, skrifstofumaður hjá Land- helgisgæslunni. Þórhildur Ýr Arnardóttir 30 ára Pétur er Garðbæ- ingur en býr í Kópavogi. Hann er grafískur hönn- uður að mennt og er staf- rænn hönnuður hjá Advania. Maki: Ástrós Óladóttir, f. 1987, vinnur í Bláa lóninu og samhliða að klára meistaragráðu í stjórnun og stefnumótun við HÍ. Dóttir: Laufey, f. 2016. Foreldrar: Pétur Pálsson, f. 1956, og Ásdís Braga- dóttir, f. 1959. Pétur Örn Pétursson 30 ára Gunnhildur er úr Garðinum en býr á Blönduósi. Hún er hjúkr- unarfr. á sjúkrahúsinu þar. Maki: Finnur Hrafnsson, f. 1982, hótelstjóri á Hótel Blöndu. Börn: Tanja Birna, f. 2009, og Alda Kristín, f. 2017. Foreldrar: Hafþór Þórð- arson, f. 1961, bús. í Keflavík, og Hulda Birna Blöndal, f. 1966, bús. í Kópavogi, Gunnhildur Haf- þórsd. Blöndal Til hamingju með daginn NÝTT – Veggklæðning Rauvisio Crystal • Mikið úrval lita og áferða • Auðvelt í uppsetningu og umgegni • Framleiðum eftir óskum hvers og eins • Hentar fyrir heimili, vinnustaði og almenningssvæði Fanntófell hefur sérhæft sig í framleiðslu á borðplötum og sólbekkjum síðan 1987. Fanntófell ehf. | Gylfaflöt 6-8 | 112 Reykjavík | Sími 587 6688 | fanntofell.is  Joaquín M.C. Belart hefur lokið doktorsvörn sinni í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Heiti doktorsritgerð- arinnar er Afkoma íslenskra jökla, breytileiki og tengsl við loftslag Leiðbeinendur voru dr. Eyjólfur Magnússon, rannsóknarsérfræðingur við Jarðvísindastofnun Háskólans, og dr. Etienne Berthier, prófessor við La- boratoire d’Etudes en Géophysique et Océanographie Spatiales, Université de Toulouse, Frakklandi. Viðfangsefni doktorsverkefnisins er nýting fjarkönnunargagna við gerð hæðarkorta af jöklum og hvernig eigi að nýta þau til að fá sem nákvæmasta mælingu á afkomu jökla á tímabilum sem spanna allt frá árstíð til áratuga. Auk þess eru vensl afkomu og veð- urfars greind. Til að kanna notagildi fjarkönnunargagna við rannsóknir á árstíðabundinni afkomu jökla voru yfirborðshæðarkort af Drangajökli unnin eftir háupplausnarljósmyndum frá Pléiades og WorldView-2 gervi- tunglunum við upphaf, miðbik og lok vetursins 2014-2015. Mælingar á eðl- ismassa vetrarsnjós að vori voru nýttar til að skorða betur vetr- arafkomu jökuls- ins auk þess sem niðurstöðurnar voru bornar sam- an við mælda snjó- þykkt í afkomu- mælistöðum. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna ótvírætt að oft er hægt að nýta myndir frá áðurnefnd- um gervitunglum við mælingu vetr- arákomu jökla í stað þess að leggja í kostnaðarsama og erfiða mælileið- angra. Gríðarmikið safn loftmynda er til af íslenskum jöklum allt aftur til ársins 1945. Síðan þá hafa þeir flestir verið myndaðir á 5 til 20 ára fresti. Einnig hefur verulegs magns gervi- hnattaljósmynda sem nýtast til vinnslu hæðarkorta af jöklum verið aflað eftir 2000 auk hæðarkorta eftir leysimælingum úr flugvél af flestum jöklum landsins frá 2008 til 2013. Þessi yfirgripsmiklu gögn gera mögu- lega vinnslu 70 ára afkomusögu margra jökla. Joaquín M.C. Belart Joaquín M.C. Belart er fæddur 1989 og ólst upp í Jaén í Andalúsíuhéraði á Spáni. Hann stundaði B.Sc. nám í landmælingum við Háskólann í Jaén frá 2007-2011 og lauk síðan frá sama skóla M.Sc. prófi í landmælingaverkfræði sumarið 2013. Að mastersnámi loknu vann Joaquín sem rannsóknarmaður í jöklafræði við Jarðvísindastofnun Háskólans. Haustið 2015 hóf hann nám til sameiginlegrar Ph.D. gráðu frá Háskóla Íslands og Háskólanum í Toulouse III – Paul Sabatier. Verkefnið var fjármagnað af Rannsóknasjóði HÍ og kostnaður við ferðir á milli háskólanna var fjármagnaður af Jules Verne Research Fund. Joa- quin er núna nýdoktor við HÍ. Doktor

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.