Morgunblaðið - 12.03.2019, Blaðsíða 19
19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MARS 2019
Kátur Íslenskur fjárhundur situr í framsæti bifreiðar í Reykjavík og fylgist glaður með ys og þys mannanna. Íslenski fjárhundurinn kom til landsins með norrænum mönnum á landnámsöld.
Eggert
Þegar kristni var
lögtekin á Íslandi, var
gerður sá skilmáli að
lögum, að barna-
útburður var leyfður,
þrátt fyrir kröfu krist-
inna manna um mann-
helgi. Menn töldu ald-
ur sinn í vetrum, enda
skortur árlægur og
mannfellir af hungri.
Barn fætt síðsumars
eða árla vetrar átti í
hallæri litla lífsvon og viðbúið, að
mjólkandi móðir deildi örlögum með
barni sínu. Hallæri voru tíð. Allar
kynslóðir Íslendinga þekktu hungur
fram á 20. öld og margir þeir sem
fæddust á síðustu öld bjuggu við
skort og þekktu svengd af eigin raun
einhvern tíma á sinni ævi.
Nú er auðsæld í landi og úrræði til
að ala bæði aldna og
óborna þótt auðfundin
sjeu dæmi þess, að
annað sje látið ganga
fyrir velferð þeirra,
sem ósjálfbjarga eru.
Vild þeirra, sem með
fjárráð fara fyrir al-
menningi gengur fyrir
velferð barna og gam-
almenna á ýmsa grein.
Mestu varðar, að með-
altalið sje fullnægjandi
í excel-bókhaldinu.
Gildandi lög um fóst-
ureyðingar kosta um eitt þúsund
óborinna barna lífið á ári. Eftir að
kona festir fang eru flest líkindi til
þess, að hún beri barn sitt á sínum
tíma. Vitaskuld misferst meðganga
af ýmsum ástæðum. Konum getur
verið hætta búin af meðgöngu og
barnsburði, stundum er fóstri áfátt
eða brýn nauðsyn talin til að eyða
því ófullburða á forsendu gildandi
laga.
Áform þess frumvarps til fóstur-
eyðinga, sem nú liggur fyrir Alþingi,
að heimila fósturdráp allt fram á 22.
viku meðgöngu æpir gegn allri
mannúð, að ekki sje borið við hug-
myndum kristinna manna um helgi
mannlegs lífs. Á sama tíma, sem
hvorki er sparað fje eða fyrirhöfn til
þess að bjarga lífvænlegu jóði, á nú
að heimila förgun þess að vild verð-
andi móður. Varla mun nokkur kona
grípa til slíks úrræðis nema henni
sje mikill vandi á höndum. Eg álít
það vera óbilgirni að ekki sje sagt
grimmd að fá konu við slíkar að-
stæður heimild eða hvatningu að
lögum til að vinna jóði sínu mein.
Nær væri að koma til liðs í slíkum
aðstæðum og gera verðandi móður
fært að koma barninu í heiminn, því
enginn hörgull er á fólki, sem þráir
barn og vill flestu til kosta til þess að
vera trúað fyrir barni til uppeldis
sem sínu eigin.
Nú takast á miklar tilfinningar hjá
þungaðri konu, er hún stendur
frammi fyrir slíkum valkosti, sem
fóstureyðing er. Væri nær að styðja
hana til þeirra hluta, sem þjóna líf-
inu, heldur en að laða hana að Hel-
vegum með heimildum og áróðri
sem þessi lagabreyting ber í sjer.
Eg treysti því, að Alþingi Íslend-
inga leiði ekki í lög það siðleysi, sem
þetta frumvarp ber í sjer, hvort sem
litið er til þess frá sjónarhóli kristn-
innar eða húmanismans. Þótt margt
beri þar á milli eru hugmyndir
hvorra tveggja svipaðar hvað mann-
helgi varðar. Óvíst er, hvar staðar
verður numið, ráði þau pólitízku við-
horf, sem frumvarpið stendur á.
Í viðauka Skarðsárbókar Land-
námu segir frá drápum gamalmenna
og ómaga í óvenju hörðu hallæri er
hjer var um miðjan áttunda áratug
10. aldar. Varla yrði skynsamlegra
röksemda langt að bíða í vorri sam-
tíð fyrir svipuðum lausnum, ef
mönnum verður það á, að sniðganga
viðhorf siðar þjóðarinnar, sem enn
gætir víðast hvar í lögum og liggur
raunar þeim til grundvallar um helgi
mannlegs lífs.
Eftir Geir Waage »Eg álít það vera
óbilgirni að ekki
sje sagt grimmd
að fá konu við slíkar
aðstæður heimild eða
hvatningu að lögum til
að vinna jóði sínu mein.
Geir Waage
Höfundur er sóknarprestur
í Reykholti í Borgarfirði.
srgeir@icloud.com
Að vera trúað fyrir barni
Í ár er aldarfjórð-
ungur liðinn frá gild-
istöku samningsins um
Evrópska efnahags-
svæðið. Íslensk hags-
aga er saga hafta en
með samningnum var
nýtt bindi skrifað í
þeirri sögu sem ein-
kennist af mun meira
frelsi. Með samn-
ingnum fékk Ísland aðgang að innri
markaði Evrópu með frjálsu flæði
fólks, vöru, þjónustu og fjármagns.
Hann færði okkur úr gjaldeyr-
ishöftum sem höfðu þá varað í rúm
60 ár. Þessi stórtíðindi fóru þó ekki
hátt. Engin fagnaðarlæti voru á göt-
um úti og á forsíðum blaðanna var
hvergi minnst á gildistöku EES-
samningsins og fjallað var fremur
um verkföll og ástandið fyrir botni
Miðjarðarhafs. Að því leyti hefur
því miður ekki mikið breyst á 25 ár-
um.
Ísland er lítið og landfræðilega
einangrað. Lífsgæði okkar byggjast
því á frjálsum viðskiptum við önnur
lönd. Það er nánast ómögulegt að
meta til fjár þann ávinning sem Ís-
land hefur haft af EES. Aðeins
ábati tollfríðinda á útflutningsvörur
okkar er a.m.k. 30 milljarðar króna
á ári, svo dæmi sé tekið, enda er
EES mikilvægasti markaður ís-
lenskra útflutningsfyrirtækja. Þá
höfum við aðgang að margfalt
stærri vinnumarkaði með frjálsu
flæði fólks innan EES. Mikill meiri-
hluti þess 37.000 erlenda launafólks
sem starfar hér í dag kemur frá
EES. Án þeirra væru lífsgæði okk-
ar allra lakari og mannlíf okkar fá-
breyttara. Þá hefur fjöldi Íslend-
inga fengið tækifæri til að læra og
starfa í EES-ríkjum og afla sér
þannig mikilvægrar þekkingar og
reynslu sem skilar sér í mörgum til-
fellum aftur hingað heim.
Sigurður Líndal, fyrrverandi
lagaprófessor, hefur sagt að inn-
gangan í EES hafi falið í sér mestu
breytingar á löggjöf á Íslandi frá
því að Járnsíða og Jónsbók voru
lögfestar á 13. öld. Sú breyting var
svo sannarlega til hins betra. Eðli
málsins samkvæmt er stjórnsýslan
og lögfræðingastéttin hér fámenn í
samræmi við fámennið. Við höfum
því ekki sama bolmagn og fjölmenn
ríki til að vinna og þróa nýja löggjöf
frá grunni. Fyrir tíma EES var al-
gengt að ný íslensk löggjöf væri
þýðing og staðfæring á dönskum
lögum sem oft voru komin til ára
sinna.
Gæði löggjafar á þeim sviðum
sem EES tekur til hefur því stór-
batnað. Samræmdar reglur á EES
jafna samkeppnishæfni fyrirtækja á
svæðinu. En þá er líka mikilvægt að
Ísland gangi ekki lengra en önnur
lönd EES þegar íþyngjandi reglur
eru lagðar á atvinnulífið. Það væri
eins og knattspyrnuleikur þar sem
liðin færu ekki eftir sömu reglum. Í
landi þar sem launastig er hátt og
skattar háir er ekki á það bætandi
að fyrirtæki þurfi að hlíta meira
íþyngjandi reglum en samkeppn-
isaðilar þeirra í öðrum löndum.
Vaxandi verndarhyggja í heim-
inum er áhyggjuefni. Hvað það
varðar má segja að EES sé brjóst-
vörn okkar, bæði hér innanlands og
erlendis. EES, og allt sem því
fylgir, er orðið svo samofið íslensku
samfélagi að almenningur verður
oft ekki var við allan ávinninginn
sem af því hlýst. Ávinningurinn er
samt ótvíræður og það er ljóst að
lífskjör á Íslandi væru lakari fyrir
alla landsmenn ef við værum ekki
hluti af svæðinu. EES er mun mik-
ilvægara fyrir okkur en það er fyrir
Evrópusambandið. Það er því
grundvallaratriði fyrir Ísland að við
stöndum vörð um samstarfið og
uppfyllum skyldur okkar gagnvart
því í hvívetna.
Eftir Ásdísi Krist-
jánsdóttur og Davíð
Þorláksson
» Lífsgæði okkar
byggjast því á
frjálsum viðskiptum
við önnur lönd. Það
er nánast ómögulegt
að meta til fjár þann
ávinning sem Ísland
hefur haft af EES.
Höfundar eru forstöðumenn
hjá Samtökum atvinnulífsins.
Frá helsi til frelsis
Ásdís Kristjánsdóttir Davíð Þorláksson