Morgunblaðið - 13.03.2019, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 2019
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is
Þvottavélar
og þurrkarar
sem taka
10,1 kg
Amerísk heimilistæki
rafvorur.isRAFVÖRUR ehf
Stundum er gott að láta dekra við sig eftir erf-
iðan dag. Þetta gerði hún Kolfinna í blíðviðrinu í
Hlíðunum í gær. Þá fékk hún Hugrúnu systur
sína og Natalíu til að keyra sig heim í kerrunni
eftir að hafa lokið sínum skyldum og verkum á
leikskólanum þann daginn.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Með tvo einkabílstjóra í vinnu fyrir sig
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Meirihluti Mannréttindadómstóls
Evrópu í Landsréttarmálinu byggði
niðurstöðu sína á tveimur atriðum.
Annars vegar því að dómsmálaráð-
herra hafi ekki fullnægt rannsóknar-
skyldu samkvæmt 10. grein stjórn-
sýslulaga með nægilega góðum hætti.
Hins vegar að það hafi verið ann-
marki á atkvæðagreiðslu Alþingis og
þingið ekki tryggt réttmæta þinglega
meðferð þegar ákveðið var að greiða
atkvæði um skipun 15 dómara við
Landsrétt í einu lagi, í stað þess að
greiða atkvæði um hvert dómaraefni
um sig.
„Sigríður Á. Andersen dómsmála-
ráðherra lagði málið þannig upp að
hægt væri að greiða atkvæði um
hvert dómaraefni fyrir sig,“ sagði
Birgir Ármannsson, formaður þing-
flokks Sjálfstæðisflokksins. Hann
sagði að það hefði verið ákvörðun
Unnar Brár Konráðsdóttur, þáver-
andi forseta Alþingis, í samráði við
alla þingflokksformenn að hafa þenn-
an háttinn á. Hverjum þingmanni
hefði verið í lófa lagið að gera athuga-
semd við það, sem enginn gerði. For-
seti þingsins hefði orðað það með
skýrum hætti að hægt væri að fá at-
kvæðagreiðslu um hvert dómaraefni
fyrir sig þegar atkvæðagreiðslan var
kynnt í þinginu.
Birgir sagði að þegar samið er um
atkvæðagreiðslur og fyrirkomulag
þeirra í þinginu sé sá háttur oft hafð-
ur á að mál sem talið er líklegt að at-
kvæði muni falla á sama veg í séu bor-
in upp saman. „Forseti þingsins gerði
grein fyrir því á að minnsta kosti
tveimur fundum þingflokksformanna
að þessi háttur yrði hafður á. Engin
andstaða kom fram við það á þeim
vettvangi,“ sagði Birgir. „Sannast
sagna voru formenn að minnsta kosti
sumra þingflokka stjórnarandstöð-
unnar alveg jafn áfram um þetta eins
og aðrir. Til þess að fullnægja þessu
formskilyrði að unnt væri að greiða
atkvæði um hvern fyrir sig þá gat for-
seti þess að þessi háttur yrði á ef eng-
inn hreyfði andmælum. Enginn
hreyfði andmælum enda lá ekki fyrir
að neinn óskaði eftir því sérstaklega.“
Birgir skrifaði um þetta grein, „Að-
koma Alþingis að vali dómara“
(Morgunblaðið 7. júní 2017). Þar
skrifaði hann m.a.: „Fullyrðingar um
að ekki hafi verið staðið að málum í
samræmi við lög eru að mínu mati
fullkomlega tilhæfulausar.“
Mikil umræða var um málið og var
afgreiðsla Alþingis gagnrýnd. Forseti
Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, gaf
út yfirlýsingu 8. júní 2017 þegar hann
undirritaði skipunarbréf dómaranna
15 við Landsrétt.
Þar kvaðst forsetinn hafa komist að
þeirri niðurstöðu að mistök hefðu
ekki átt sér stað við undirbúning og
tilhögun atkvæðagreiðslunnar um
málið á Alþingi. Hún hefði verið í
samræmi við lög, þingvenju og þing-
sköp.
Enginn hreyfði andmælum
MDE segir annmarka á kosningu 15 landsréttardómara Fyrirkomulag kosningarinnar rætt á
þingflokksfundum Enginn óskaði eftir að greidd yrðu atkvæði sérstaklega um hvert dómaraefni
Birgir
Ármannsson
Unnur Brá
Konráðsdóttir
„Við lítum á þetta mál mjög alvar-
legum augum og teljum fulla ástæðu
til þess að krefja Heilbrigðiseftirlit
Reykjavíkur skýringa á þessari út-
tekt sinni,“ segir Marta Guðjónsdótt-
ir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks-
ins, og vísar í máli sínu til
Fossvogsskóla í Reykjavík, en skóla-
byggingin er mjög illa farin eftir lang-
varandi lekavandamál og skort á
nauðsynlegu viðhaldi.
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur
gerði úttekt á skólanum 21. nóvember
sl. og gaf honum heildareinkunn 4 af 5
mögulegum. Fékk skólinn því fáar at-
hugasemdir í eftirlitsferðinni. Á sama
tíma segja starfsmenn rakavandamál
hafa verið sýnilegt.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og
fulltrúi Miðflokks í umhverfis- og
heilbrigðisráði óskuðu eftir „tafar-
lausum aukafundi“ í ráðinu, eigi síðar
en 15. mars nk. „Óskað er eftir fund-
inum vegna þess að komið hafa í ljós
heilsuspillandi rakaskemmdir í hús-
næði grunnskóla Reykjavíkur. Þess
er farið á leit að rætt verði um sífjölg-
andi tilfelli af þessu tagi og aðkomu
Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur að
úttektum á skólahúsnæði sem og um
aðra verkferla sem til álita koma,“
segir í fundaróskinni. Í gærkvöld var
boðað til fundar í ráðinu klukkan
12.30 næsta föstudag. khj@mbl.is
Vilja fá svör frá eftirlitinu
Úttekt Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur vekur spurningar
Morgunblaðið/Hari
Mygluhúsnæði Fossvogsskóli er afar illa farinn eftir mikinn lekavanda.
Tekin hefur verið ákvörðun um að
þeim nemendum Fossvogsskóla,
sem ekki geta stundað nám í hús-
næði skólans vegna myglu, verði
kennt í húsnæði í eigu Kópavogs-
bæjar að Fannborg 2 í Kópavogi út
skólaárið. Reykjavíkurborg mun
taka húsnæðið á leigu. Kennsla
hefst á nýjum stað næstkomandi
mánudag og munu rútur aka nem-
endum frá Fossvogsskóla í Fann-
borgina.
Þetta kemur fram í bréfi sem Að-
albjörg Ingadóttir, skólastjóri Foss-
vogsskóla, hefur sent á foreldra
nemenda við skólann.
„Hægt er að koma fyrir kennslu
allra árganga Fossvogsskóla í hús-
næðinu og er það ómetanlegt fyrir
börnin og starfshópinn,“ segir í
bréfinu. Enn fremur kemur fram að
fjallað verði um málið á foreldra-
fundi í Réttarholtsskóla klukkan 17
í dag.
Fossvogsbörnin
verða flutt í Fann-
borg í Kópavogi
Fannborg 2 Var nýtt til kennslu
þegar loka þurfti Kársnesskóla.