Morgunblaðið - 13.03.2019, Blaðsíða 6
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Breiðholt Foreldrar segjast almennt ánægðir með leikskólastarfið og vilja ekki boðaðar breytingar.
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Fulltrúar skóla- og frístundaráðs
Reykjavíkurborgar áttu í fyrradag
fundi með starfsfólki og foreldrum
þeirra barna sem eru á leikskól-
unum Suðurborg og Hólaborg í
Suðurhólum í Breiðholti, en til um-
ræðu hefur verið að sameina yfir-
stjórn leikskólanna og hafa foreldr-
ar og starfsmenn gagnrýnt
hugmyndina mjög.
Á fundinum var „lögð áhersla á
að mikilvægt væri að gefa þessum
breytingum meiri tíma og undir-
búning. Það eru málefnaleg sjón-
armið sem við teljum eðlilegt að
viðra og höfum því óskað eftir því
að borgarráð fresti því að taka mál-
ið til endanlegrar afgreiðslu, svo
halda megi áfram samtali við
starfsfólk og foreldra og freista
þess að skapa meiri sátt um niður-
stöðuna og útfærslu hennar með
hag barna og fjölskyldna þeirra í
fyrirrúmi,“ segir í sameiginlegri
bókun skóla og frístundaráðs
Reykjavíkur.
Morgunblaðið hefur að undan-
förnu fjallað um þessi áform um
sameinaða yfirstjórn leikskólanna.
Leikskólakennari á Suðurborg
sagði í samtali við blaðið í gær fleiri
uppsagnir hafa borist vegna máls-
ins. Hafa nú alls sex starfsmenn
leikskólanna sagt upp störfum og
eru enn fleiri sagðir íhuga að segja
upp verði af sameiningunni.
Borgarráð fresti endanlegri
afgreiðslu vegna andstöðu
Fundað var með starfsfólki og foreldrum í fyrradag
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 2019
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
„Ef fjölmennur hópur fólks ræðst að
fámennri sveit lögreglu er piparúði
vægasta valdbeitingartæki sem við
getum gripið til við slíkar aðstæður,“
segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfir-
lögregluþjónn hjá lögreglunni á
höfuðborgarsvæðinu, í samtali við
Morgunblaðið, og vísar í máli sínu til
þess þegar hópur hælisleitenda og
stuðningsfólk þeirra stóð fyrir mót-
mælum í miðborg Reykjavíkur í
gær. Til stympinga kom á milli mót-
mælenda og lögreglu á Austurvelli
og þurftu lögreglumenn að grípa til
piparúða eftir að veist var að þeim.
Tilgangur mótmælanna var að
vekja athygli á réttarstöðu hælisleit-
enda hér á landi. Hófust þau um
klukkan 15 fyrir framan Alþingis-
húsið, en um kvöldið flutti hópurinn
sig til og tók þá mótmælastöðu fyrir
framan lögreglustöðina á Hverfis-
götu. Var það eftir að einhverjir úr
hópnum voru fluttir þangað af lög-
reglu. Áætlað er að mótmælendur
hafi verið um 70 til 80 talsins og voru
lögreglumenn um 20 þegar mest var.
Ólögmæt mótmæli í miðbæ
Samkvæmt upplýsingum frá
lögreglunni var ekki sótt um leyfi
fyrir mótmælunum á Austurvelli. Þá
var ekki heldur sótt um leyfi til að
slá þar upp tjöldum. Engu að síður
settu mótmælendur upp tjöld og
mynduðu um þau skjaldborg. Þegar
lögreglan gerði tilraun til að fjar-
lægja tjöldin kom til stympinga.
Á sjöunda tímanum gerði lög-
reglan tilraun til að fjarlægja pappa-
rusl og vörubretti sem mótmæl-
endur höfðu þá hlaðið upp á vellinum
og kom þá til frekari átaka, en lög-
reglan óttaðist að mótmælendur
myndu kveikja í hrúgunni.
„Þá sparkaði mótmælandi
ítrekað í lögreglumann og var hann í
kjölfarið handtekinn. Þá reyndi ann-
ar að ráðast á lögreglumann og var
sá einnig handtekinn. Þegar þessir
tveir eru fluttir í átt að Dómkirkj-
unni er gerður aðsúgur að lögregl-
unni og þá gripu menn til piparúða,“
segir Ásgeir Þór og bætir við að fjöl-
margar öryggismyndavélar séu á
Austurvelli auk þess sem öll fjar-
skipti lögreglu séu tekin upp. Óttast
hann því ekki nánari skoðun á að-
gerðum lögreglunnar.
Ekkert réttlætir ofbeldi
Annar hinna handteknu er
hælisleitandi. Útlendingastofnun
segir ekkert réttlæta ofbeldi gagn-
vart lögreglu eða öðrum.
„Lögbrot umsækjenda um al-
þjóðlega vernd hafa sinn gang í
refsivörslukerfinu eins og lögbrot
annarra,“ segir m.a. í svari Útlend-
ingastofnunar við fyrirspurn Morg-
unblaðsins um hvort ofbeldi í garð
lögreglu hafi áhrif á hælismeðferð
viðkomandi. Alls njóta nú um 630
hælisleitendur þjónustu í verndar-
kerfinu hér á landi.
Beittu piparúða
eftir að hópurinn
réðst að lögreglu
Mótmælandi sparkaði ítrekað í lög-
reglumann Tveir voru handteknir
Morgunblaðið/Eggert
Mótmælendur Hópur hælisleitenda og stuðningsmenn þeirra mótmæltu í
miðbæ Reykjavíkur í gær. Til átaka kom á milli þeirra og lögreglu.
Skipulagsstofnun telur að fram-
kvæmdir við endurheimt Hítarár í
sinn eldri farveg með því að grafa
hana í gegnum Skriðuna sem féll í
vor sé tilkynningarskyld til Skipu-
lagsstofnunar, samkvæmt lögum
um umhverfismat.
Fram kom á fundi umhverfis-,
skipulags- og landbúnaðarnefndar
Borgarbyggðar fyrir skömmu að
óski Veiðifélag Hítarár eftir að ráð-
ast í þessa framkvæmd þurfi það
að útbúa greinargerð um hana.
Skipulagsstofnun mun leita um-
sagnar ýmissa stofnana áður en
hún tekur ákvörðun um mats-
skyldu.
Verði niðurstaðan sú að fram-
kvæmdin sé háð mati þá tekur við
að minnsta kosti heils árs ferli. Ef
niðurstaðan verður þá að ekki
þurfi umhverfismat þarf að óska
eftir framkvæmdaleyfi hjá sveit-
arstjórn og einnig þarf að óska eft-
ir leyfum Fiskistofu og væntan-
lega Orkustofnunar.
Er því ólíklegt að hægt verði að
ráðast í framkvæmdir á næstu vik-
um og mánuðum, eins og Veiði-
félagið hafði áformað. helgi@mbl.is
Þurfa að leita álits stofnana
Framkvæmdir við Hítará fara fyrir Skipulagsstofnun
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Hítardalur Aurskriðan lokaði farvegi Hítarár og síðan hefur hún runnið
framhjá. Grafa þarf um 1,5 km í gegn um skriðuna til að opna aftur.
VÍKURVAGNAR EHF.
Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík
Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is
Einnig mikið úrval varahluta
í Ifor Williams og aðrar gerðir af kerrum,
ásamt úrvals viðgerðarþjónustu.
Kerrur
frá Ifor Williams
í öllum stærðum
og útfærslum
Saksóknari fer fram á þyngri dóm
yfir Magnúsi Ólafi Garðarssyni,
fyrrverandi forstjóra United Silicon,
fyrir hraðakstur á Tesla-bifreið
hans á Reykjanesbraut í desember
2016 og fyrir að hafa valdið umferð-
arslysi. Þá vill ríkið að bifreiðin
verði gerð upptæk.
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi
Magnús í fjögurra mánaða skilorðs-
bundið fangelsi, svipti hann ökurétt-
indum í tólf mánuði og til að greiða
ökumanni sem slasaðist í slysinu 600
þúsund krónur í miskabætur. Þá var
honum gert að greiða málskostnað
og málsvarnarlaun, um 2,5 milljónir.
Dómur var kveðinn upp í febrúar í
fyrra en saksóknari áfrýjaði til
Landsréttar þar sem aðalmeðferð
hófst í gær.
Saksóknari krafðist þess að dóm-
urinn yrði þyngdur og gerð var
krafa um frekari ökuleyfissviptingu.
Þá er þess krafist að Teslabifreið
Magnúsar verði gerð upptæk, en
héraðsdómur hafnaði þeirri kröfu í
fyrra.
Skipaður réttargæslumaður
mannsins sem slasaðist í umferðar-
slysinu fer fram á eina milljón króna
í miskabætur, auk vaxta. Kom fram
að maðurinn væri með 10% varan-
lega örorku vegna slyssins.
Fyrir héraðsdómi neitaði Magnús
sök og sagðist hafa vandað sig við
aksturinn. Hann hefði ætlað fram úr
hinni bifreiðinni en þá hnerrað
skyndilega með þeim afleiðingum að
hann hefði misst stjórn á bifreið
sinni og hún lent með hægra fram-
hornið á vinstra afturhornið á
Toyota-bifreiðinni. Viðurkenndi
Magnús að hafa ekið of hratt miðað
við aðstæður en vildi meina að hann
hefði ekki verið á 183 kílómetra
hraða á klukkustund eins og fram
kom í ákæru. Taldi hann að það gæti
ekki staðist að hann hefði ekið á svo
miklum hraða.
Viðurkenndi hraðakstur
Rannsóknir á bifreiðinni sýndu að
um 25 sekúndum fyrir áreksturinn
hefði bifreiðin verið á 183 km á klst.
hraða en einni sekúndu fyrir hann á
116 km hraða. Magnús taldi að síð-
ari talan væri sú rétta en hann hefði
ekki verið að fylgjast með hraða-
mælingum.
Verjandi Magnúsar fer fram á að
málinu verði vísað frá Landsrétti og
dómur héraðsdóms verði staðfestur.
Til vara fer verjandi fram á að ef
Magnús verði sakfelldur muni bóta-
krafa á hendur honum lækka veru-
lega.
Ríkið vill Teslu Magnúsar
og þyngri dóm yfir honum
Fyrrverandi forstjóri segist hafa spólað við að hnerra