Morgunblaðið - 13.03.2019, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 2019
Ragnar Þór Ingólfsson, formað-ur VR, reyndi að bera sig vel
þegar úrslit atkvæðagreiðslu um
verkfall lágu fyrir í gær. Hann
sagði niðurstöðuna
ekki koma á óvart
og taldi þrýsting á
viðsemjendur sína
hafa aukist.
Vissulega ferþrýstingur á
alla samningsaðila
vaxandi eftir því
sem eyðileggjandi áhrif verkfalls-
hótunar, verkfallsboðunar og verk-
fallsaðgerða fara vaxandi. Vonandi
skynja allir ábyrgð sína þó að efast
verði um það í einstaka tilviki.
En þó að formaður VR reyni aðgera gott úr niðurstöðu at-
kvæðagreiðslu um verkfall er aug-
ljóst að hún setur ekki aðeins
þrýsting á viðsemjendur hans.
Niðurstaðan er sú að innan viðþriðjungur þeirra sem máttu
greiða atkvæði studdu verkfall. Og
af þeim sem greiddu atkvæði gat
stuðningurinn varla verið minni,
rétt 52%.
Og hafa verður í huga að for-maður VR valdi vettvanginn.
Almenn kosning í félaginu hefði án
efa skilað allt annarri niðurstöðu.
Þeir sem ákafast hafa farið íyfirstandandi kjaraviðræðum
hafa gert það þrátt fyrir að hafa
sjálfir afar veikt umboð fé-
lagsmanna sinna.
Nú hefur bæst við að umboð VRtil verkfalls er eins veikt og
hugsast getur. Formaðurinn verð-
ur að skilja að þetta stafar af því
að félagsmenn hans vilja að hann
semji.
Ragnar Þór
Ingólfsson
Ítrekað
umboðsleysi
STAKSTEINAR
Lokun svæðisins við Fjaðrárgljúfur
sem komið var á 27. febrúar verður
framlengd frá og með deginum í
dag til 1. júní. Þetta er gert að
höfðu samráði við sveitarfélagið
Skaftárhrepp, landeigendur og
hagsmunaaðila og með staðfestingu
ráðherra með vísan til náttúru-
verndarlaga.
Umhverfisstofnun auglýsti lokun
á svæðinu í lok febrúar og gilti hún í
tvær vikur. Á vefsíðu stofnunarinn-
ar segir að ljóst sé að ástand göngu-
stígs og gróðurs við Fjaðrárgljúfur
hafi ekki batnað frá því lokunin tók
gildi.
Vegna verulegrar hættu á tjóni
var því ákveðið að framlengja lok-
unina við Fjaðrárgljúfur til 1. júní.
Verði svæðið í stakk búið til að taka
á móti gestum án þess að hætta sé á
frekari skemmdum, verður það opn-
að fyrr.
Á vefsíðunni eru ferðaþjónustuað-
ilar beðnir um að miðla þessum
upplýsingum til viðskiptavina og
brýna fyrir þeim mikilvægi þess að
lokanir á náttúruverndarsvæðum
séu virtar. Ferðaþjónustan og stofn-
anir sem fara með umsjón og rekst-
ur náttúruverndarsvæða þurfa að
standa saman vörð um náttúruna.
Lokunin tekur gildi klukkan 9 nú
í morgunsárið.
Fjaðrárgljúfur verður lokað áfram
Ástandið á svæðinu lagaðist ekki
þrátt fyrir að lokað væri í tvær vikur
Fjaðrárgljúfur Svæðið verður lokað
umferð til 1. júní næstkomandi.
DRAUMAEIGN Á SPÁNI
Nánar á www.spanareignir.is
ÞÚ ERT Í ÖRUGGUMHÖNDUMHJÁ OKKUR
Aðalheiður Karlsdóttir
Löggiltur fasteignasali
adalheidur@spanareignir.is
Sími 893 2495
Ármúla 4-6, Reykjavík
Karl Bernburg
Viðskiptafræðingur
karl@spanareignir.is
Sími 777 4277
Ármúla 4-6, Reykjavík
• Góð staðsetning
• 2-3 svefnherbergi, 2 baðherbergi
• Sér garður, stórar svalir eða þaksvalir
• Flottur sameiginlegur
sundlaugargarður
• Lokað svæði
• Stæði í bílakjallara
• Göngufæri í verslanir og veitingastaði
• Stutt á strönd, flottir golfvellir
• Tilbúnar eða í byggingu
• Góðir skólar í nágrenninu
Verð frá 23.600.000 Ikr.
(172.000 evrur, gengi 1evra/137Ikr.)
Við höfum selt fasteignir á Spáni síðan 2001
VILLAMARTIN - FLOTTAR ÍBÚÐIR
FRÁBÆR SPA AÐSTAÐA
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Brynhildur Kristins-
dóttir Andersen lést á
Landspítalanum
mánudaginn 11. mars,
80 ára að aldri.
Brynhildur fæddist í
Reykjavík 28. maí
1938 og ólst þar upp, á
æskuheimili sínu við
Hávallagötu. Brynhild-
ur var einkabarn
hjónanna Sigríðar Á.
Guðjónsdóttur, hús-
móður, og Kristins
Kristjánssonar, deild-
arstjóra við Gjald-
heimtuna í Reykjavík.
Brynhildur lauk verslunarprófi frá
Verslunarskóla Íslands, auk þess
sem hún stundaði nám í píanóleik
og lauk námi við Húsmæðraskóla
Reykjavíkur.
Um áratuga skeið tók hún virkan
þátt í starfi Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík. Hún var um langt árabil
formaður Félags sjálfstæðismanna
í vestur- og miðbæ,
þar sem hún var síðar
kjörin heiðursfélagi.
Brynhildur var virkur
þátttakandi í starfi
Hvatar, félags sjálf-
stæðiskvenna í
Reykjavík og í starfi
Landssambands sjálf-
stæðiskvenna þar sem
hún sat í stjórn og
gegndi starfi fram-
kvæmdastjóra um
skeið.
Eftirlifandi eig-
inmanni sínum, Geir
R. Andersen, giftist
Brynhildur árið 1958.
Brynhildur starfaði í aldarfjórð-
ung á skrifstofu Elli- og hjúkr-
unarheimilisins Grundar.
Þau Brynhildur og Geir eign-
uðust þrjú börn, Kristin Andersen,
Ívar Andersen og Sigríði Á. And-
ersen. Barnabörn þeirra eru sex
talsins.
Andlát
Brynhildur K. Andersen
Allt um sjávarútveg