Morgunblaðið - 13.03.2019, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 2019
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Mér og herbergisfélagamínum hér á heimavist-inni, Ívari Hauki Bergs-syni, fannst Mennta-
skólinn að Laugarvatni mjög
áhugaverður kostur þegar hann var
kynntur í grunnskólanum okkar
heima á Selfossi. En flestir vinir okkar
völdu að fara í Fjölbrautaskóla Suður-
lands, sem er auðvitað nærtækasti
valkosturinn fyrir okkur sem erum frá
Selfossi, þar sem skólinn er staðsettur
þar. Þegar við Ívar Haukur fórum að
skoða skólann og umhverfið hér á
Laugarvatni leist okkur svo vel á að
við ákváðum að setjast hér á skóla-
bekk, flytja að heiman og búa á heima-
vistinni. Og sjáum ekki eftir því. Hér
lærum við að taka ábyrgð á okkur
sjálfir,“ segir Egill Hermannsson,
nemandi í Menntaskólanum að Laug-
arvatni, sem mun útskrifast sem stúd-
ent frá ML nú í vor og bætir við að ár-
in þrjú í skólanum hafi verið frábær.
„Helsti kosturinn er smæð skól-
ans, hér eru um 140 nemendur og fyr-
ir vikið þekkjast nánast allir með
nafni. Og hér er bekkjarkerfi, maður
er alltaf með sömu krökkunum í tím-
um og það myndast góð bekkjarheild.
Félagslífið er mjög gott, hér lifa gaml-
ar skólahefðir góðu lífi, til dæmis eru
enn haldin stigapartý á heimavistum
þar sem nemendur setjast í tröppur
og syngja saman við gítarleik. Við er-
um líka með kór og söngsal, viðburð
þar sem allir nemendur syngja saman,
og svo eru skólaböll einnig hluti af
heimavistarlífinu, en þau eru haldin í
félagsheimilum í sveitunum hér í
kring. Þetta eru fyrir vikið ekta
sveitaböll.“
Matthías Hatari valdi leikara
Egill fer með hlutverk Kristins
Styrkárssonar Proppé, eða Stinna
stuð, í uppfærslu leikfélags skólans á
leikritinu Með allt á hreinu, sem frum-
sýnt verður í næstu viku. Ívar Haukur
félagi hans fer með hlutverk Baldvins
Roy Pálmasonar, bassaleikara. Stífar
æfingar hafa staðið yfir síðan rétt fyr-
ir jól, en Með allt á hreinu er söng-
leikur byggður á samnefndri kvik-
mynd Stuðmanna frá 1982.
„Við tökum að sjálfsögðu öll
bestu lögin. Haldnar voru áheyrnar-
prufur þar sem bæði þurfti að sýna
sönghæfileika og leikhæfileika, en
Esther Helga Klemenzardóttir og
Högni Þór Þorseinsson sem leikstýra
og sjá um allt tengt leikritinu, þau
völdu í hlutverkin ásamt Matthíasi
Tryggva Haraldssyni, en hann þekkja
allir landsmenn nú sem annan aðal-
söngvarann í Hatara,“ segir Egill og
bætir við að hann muni vafalítið benda
á Matthías á sjónvarpsskjánum í til-
vonandi júróvisjón-partýi og segja:
„Þetta er maðurinn sem valdi mig til
að fara með hlutverk Stinna stuð.“
Sýna víða á Suðurlandinu
Egill tekur fram að þau séu ekki
að reyna að endurgera kvikmyndina
Með allt á hreinu, heldur geri þau sína
eigin útgáfu, byggða á bíómyndinni.
„Og þetta er ekki síðri útgáfa, ég get
lofað því,“ segir hann og bætir við að
hann hafi ekki lagt upp með það að
feta í fótspor Egils Ólafssonar í hlut-
verki Stinna stuð.
„Við erum ekki að leika þá leik-
ara í sínum hlutverkum, en við erum
að leika karakterana úr myndinni, þó
algerlega með okkar eigin sjálfstæðu
nálgun. Við erum ekki að reyna að
feta í fótspor fyrri goðsagna.“
Þau ætla að ferðast með sýning-
una um Suðurland, sýna í Biskups-
tungum, í Vík í Mýrdal, á Hvolsvelli, í
Flóanum og í Mosfellsbænum.
„Annað hvert ár er svokallað
stórt leikrit hjá okkur, og þannig er
það einmitt núna, en þá er farið á
flakk með sýningu skólans. Þetta er
gömul og góð hefð, líka til að gefa for-
eldrum nemenda og fjölskyldum
þeirra tækifæri á að sjá krakkana sína
á sviði í heimabyggð, enda koma nem-
endur alls staðar að af landinu, m.a.
frá Höfn í Hornafirði, Vík í Mýrdal,
Öræfunum, Patreksfirði og Reykja-
vík, svo fáeinir staðir séu nefndir.“
Erla kemur og vekur okkur
Þegar Egill er spurður að því
hvernig mórallinn sé í skólanum,
segir hann að heimavistarlífið sé líkt
því að vera hluti af einni stórri fjöl-
skyldu. „Á heimavistinni lærum við
að sýna öðrum umburðarlyndi,
þetta er mikill lærdómur í því að
búa með öðrum, öllum samnem-
endum. Það gagnast lítið að vera
fúll eða leiðinlegur ef einhver hagar
sér ekki eins og maður helst kýs,
maður verður bara að læra að búa
með þeim. Við erum vel sett því við
erum með æðislegan húsvörð,
Pálma Hilmarsson og konu hans
Erlu Þorsteinsdóttur. Þau búa á
Bala, í húsi hér rétt við heima-
vistina, og ef maður er eitthvað að
slóra og mætir ekki í tíma á morgn-
ana þá má maður búast við því að
Erla komi og veki mann á vistinni.
Hún kemur líka einu sinni í viku og
athugar umgengnina, hvort það sé
drasl í herbergjunum okkar og gef-
ur okkur einkunn fyrir það. Við er-
um vel upp alin hér,“ segir Egill og
hlær en bætir við að hann vilji hrósa
og þakka öllum sem starfa í kring-
um leikritið.
„Sérstaklega Esther og Högna,
sem sjá um leikstjórnina og bera
hitann og þungann af öllu saman.
Öllum leikurunum sem og öllum
hinum sem gera sýningu að því sem
hún er, þau sem sjá um tæknimálin,
sviðsmyndina, förðun, hárgreiðslur,
búninga og fleira. Líka Írisi Bland-
on sem kíkir á æfingar hjá okkur og
leiðbeinir okkur. Uppsetningu
þessa leikrits væri ekki hægt að
framkvæma án Pálma húsvarðar,
honum viljum við þakka sér-
staklega, og ekki síður skólameist-
ara okkar, Halldóri Páli Halldórs-
syni, fyrir rútustyrki til
sýningarferðalaga og almenna já-
kvæðni gagnvart leikritinu.“
Með allt á hreinu Egill Hermannsson, Ívar Haukur
Bergsson og Hermundur Hannesson á æfingu.
Grýlur Bergrún Anna Birkisdóttir, Karen Hekla Grönli, Ljósbrá Lofts-
dóttir og Laufey Helga Ragnheiðardóttir í hlutverkum sínum.
Leikstjórar Esther og Högni leikstýra og sjá um að
halda utan um allt ferlið í uppfærslu leikritsins.
Stinni stuð lifnar við á Laugarvatni
Þau eru eins og ein stór
fjölskylda sem búa á
heimavist og eru nem-
endur í Menntaskól-
anum að Laugarvatni.
Egill Hermannsson er
helsáttur við heimavistar
lífið og leikur á loka-
árinu Stinna stuð.
Ekki alveg sátt Egill í hlutverki Stinna stuð og Karen Hekla Grönli í hlutverki Hörpu Sjafnar snúa bökum saman.
Leikritið Með allt á hreinu verð-
ur sýnt: Frumsýning í Aratungu
20. mars kl. 20, og 23. mars dag-
sýning kl. 14 og kvöldsýning kl. 20.
Þingborg í Flóa 25. mars kl. 20.
Hlégarður Mosfellsbæ 28. mars kl.
20. Hvoll Hvolsvelli 29. mars kl.
20 og 30. mars kl. 14. Leikskálar
Vík í Mýrdal 31. mars kl. 14.
TILBOÐSDAGAR
15-20% afsláttur af öllum vörum.
ÞV
O
TT
AV
ÉL
A
R
KÆ
LI
SK
Á
PA
R
HELLUBORÐ
ÞURRKARAR
SMÁTÆKI
U
PPÞVO
TTAVÉLA
R
OFNAR
RYKSUGUR
VIFTUR OG HÁFAR
Skoðaðu úrvalið okkar á
*FRí heImkeyRSLA í neTveRSLun