Morgunblaðið - 13.03.2019, Side 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 2019
Laugavegi 178 | 105 Reykjavík | Sími 551 3366 | Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga kl. 10-14
Vinsælasti
haldarinn okkar
Misty
Dekraðu
við línurnar
Skálastærðir: B-J
Verð 8.650 kr.
Guðni Einarsson
Hallur Már Hallsson
VR-félagar samþykktu verkfalls-
boðun í hópbifreiðafyrirtækjum á
félagssvæði VR og í gistiþjónustu
á höfuðborgarsvæðinu og í Hvera-
gerði. Rafrænni atkvæðagreiðslu
lauk á hádegi í gær og lágu nið-
urstöður fyrir skömmu síðar.
Að öllu óbreyttu munu þeir fé-
lagsmenn VR sem verkfallsboð-
unin varðar leggja niður störf í
einn sólarhring 22. mars næst-
komandi. Síðan er boðað tveggja
sólarhringa verkfall 28. og 29.
mars. Í apríl eru svo boðuð fjögur
þriggja sólarhringa löng verkföll,
þ.e. 3.-5. apríl, 9.-11. apríl, 15.-17.
apríl og 23.-25. apríl. Ótímabundin
vinnustöðvun er boðuð frá mið-
nætti 1. maí.
Á heimasíðu VR eru talin upp
20 fyrirtæki í hótel- og gistiþjón-
ustu á félagssvæði stéttarfélags-
ins. Sum þeirra eru hótelkeðjur
með mörg gistihús á sínum snær-
um. Ekki er gefið upp hve mörg
hópbifreiðafyrirtækin eru þar sem
félagsmenn VR fara í verkfall.
Eykur þrýsting
á viðsemjendur
„Niðurstaðan kemur ekki á
óvart,“ sagði Ragnar Þór Ingólfs-
son, formaður VR. „Eftir fund
okkar með þeim starfsmönnum
fyrirtækja sem þessar aðgerðir ná
yfir þá lá ljóst fyrir að það voru
skiptar skoðanir um að fara í að-
gerðir,“ sagði Ragnar.
„Við vorum að fara nýjar leiðir
með því að fara í staðbundnar að-
gerðir gegn þrengri hópi fyrir-
tækja. Við vissum líka fyrir fram
að niðurstaðan yrði ekki jafn af-
gerandi eins og til dæmis hjá Efl-
ingu. Þetta eru mjög ólík félög.
Við erum með stjórnendur þarna
og skrifstofufólk þannig að við
vissum að skoðanir yrðu skiptari.
Þetta er niðurstaðan og við
vinnum áfram með hana,“ sagði
Ragnar. Hann telur að niðurstaða
atkvæðagreiðslunnar hafi styrkt
samningsstöðu VR. Hún þrýsti á
viðsemjendur og auki líkur á því
að það verði samið áður en til
átaka kemur.
Athyglisverð niðurstaða
„Niðurstaða þessarar atkvæða-
greiðslu er athyglisverð,“ sagði Þórir
Garðarsson, stjórnarformaður ferða-
þjónustufyrirtækisins Gray Line
sem einnig rekur
hópferðabíla.
Hann benti á að
minni hluti allra
þeirra sem verk-
fallið snertir hafi
samþykkt það.
Einnig þótti hon-
um athyglisvert
hve lítill munur
var á milli þeirra
sem voru með og
á móti verkfalli.
„Þetta segir mér að það er
kannski styttra á milli manna en af
er látið. Ég les það út úr þessari nið-
urstöðu að það sé ekki mikill hugur í
almennum félagsmönnum VR að
fara í verkfall. Menn hljóta að geta
sest niður og komist að skynsam-
legri niðurstöðu,“ sagði Þórir.
Hann sagði að flest stærri hóp-
bifreiðafyrirtæki reki ferðaskrifstof-
ur og VR-fólkið vinni flest ferða-
skrifstofustörf. „Þessi verkföll munu
lama rekstur fyrirtækjanna,“ sagði
Þórir. „Við munum tapa viðskiptum.
Ferðamenn koma ekki hingað ef
þeir fá ekki þjónustu. Þeir fara þá
eitthvað annað og það er stór skaði.
Ætli við séum ekki að tala um heild-
arveltu upp á 200 milljónir á dag hjá
þessum fyrirtækjum sem lamast.“
Hann sagði að nú sé uppgangstími
hjá útlendum rútufyrirtækjum, að-
allega frá Austur-Evrópu, sem starfi
hér og greiði sínu fólki langt undir
íslenskum lágmarkslaunum. Auk
þess greiði þau hvorki skatta né
skyldur hér af launum. „Maður
heyrir að þeim bílum muni fjölga.
Þeir eru farnir að hringja í við-
skiptavini íslensku rútufyrirtækj-
anna og bjóða þjónustu og taka fram
að þeir geti verið ódýrari og að eng-
inn hjá þeim sé að að fara í verkfall,“
sagði Þórir.
Ekki eins og vara uppi í hillu
Sólborg Lilja Steinþórsdóttir,
hótelstjóri Hótels Holts, sagði að
starfsmenn í gestamóttöku hótelsins
séu í VR. Verkfallsaðgerðir VR og
Eflingar séu þungar fyrir rekstur
hótelsins sem sé
lítið fyrirtæki í
þessari atvinnu-
grein.
„Það versta er
að gæðin í því
sem við seljum
munu rýrna þeg-
ar ekki verða
ekki eins margar
hendur og þarf til
að sinna þeim
sem eru búnir að bóka sig,“ sagði
Sólborg. „Ég held að allir voni að
það takist að semja áður en verður
verkfall. En ef það kemur til verk-
falls þá er það mikið áhyggjuefni
fyrir ferðaþjónustuna. Gistinætur
sem seljast ekki núna verða ekki
seldar seinna. Þetta er ekki eins og
vara uppi í hillu sem þú getur geymt
og selt síðar. Menn þurfa líka að átta
sig á því að á Íslandi er launakostn-
aður hjá hótelum og veitingastöðum
hlutfallslega hár. Það þarf eitthvað
að vera til skiptanna svo hægt sé að
semja um það.“
Sólborg benti á að það séu ekki
aðeins hótel og rútufyrirtæki sem
verða af tekjum verði verkföll hjá
ferðaþjónustunni. Verkföllin muni
hafa mjög víðtæk áhrif. Bílaleigur,
veitingahús, verslanir, ferðaskipu-
leggjendur og aðrir verði af tekjum
ef ferðamenn ákveði að hætta við Ís-
landsferð og fara annað. Nú þegar
hafi dregið úr straumi ferðamanna
vegna minna ferðaframboðs og það
sé ekki á þá fækkun bætandi með
verkfallsaðgerðum. Hún sagði að
samkeppnin um ferðamenn sé hörð.
Ferðaseljendur í öðrum löndum
bendi væntanlegum viðskiptavinum
á að á Íslandi sé hætta á verkföllum.
Það fæli ferðamenn frá því að koma
hingað og þeir leiti annað.
Lengri verkföll lama allt
„Verkfallsboðun VR leggst illa í
mig,“ sagði Ingibjörg Ólafsdóttir,
hótelstjóri Radisson BLU Hótels
Sögu. „Verkfall
kemur illa niður á
svo mörgum. Við
erum með hótel-
gesti sem ákveða
með löngum fyr-
irvara að koma til
landsins. Verði
verkfall hjá VR fá
þeir skerta þjón-
ustu og miklu
skertari þjónustu
en þegar Efling
fór í verkfall 8. mars.“ Ingibjörg
sagði að þau séu búin að loka fyrir
sölu gistingar 22. mars þegar VR
ætlar í verkfall.
Starfsmenn Hótels Sögu í gesta-
móttöku, söludeild og bókhaldi eru í
VR. „Gestamóttakan er hjartað í
húsinu og þjónustunnar við gestina.
Hótelin veita svo margþætta þjón-
ustu. Margir gestir koma á eigin
vegum og leita til starfsmanna hót-
elsins um svo ótalmargt,“ sagði Ingi-
björg.
Hún kvaðst varla geta hugsað til
þess ef kemur til þriggja sólarhringa
verkfalla í apríl. „Það er hugsanlega
hægt að láta þetta ganga upp í einn
sólarhring og fara fram á skilning
gesta á því eins og raunin varð þann
8. mars í Eflingarverkfallinu. En
verði þetta lengra en einn sólar-
hringur þá sættir sig enginn við það.
Við höfum heldur ekki bolmagn til
að taka á móti gestum verði lengri
verkföll hjá starfsfólkinu,“ sagði
Ingibjörg. Hún sagði að næstu daga
ætli Hótel Saga að tilkynna við-
skiptavinum sínum og ferðaskipu-
leggjendum um boðuð verkföll á Ís-
landi.
„Ég vonaði að verkfall VR yrði
ekki samþykkt, en þetta gerðist og
við vorum búin að gera grófa að-
gerðaáætlun. Nú þurfum við að rýna
hana nánar og skoða hvaða mögu-
leika við höfum í stöðunni,“ sagði
Ingibjörg.
Félagar í VR samþykktu verkfall
Verkfallsboðun í gistiþjónustu og hjá rútufyrirtækjum Formaður VR segir verkfallsboðun auka
þrýsting á viðsemjendur Útlend rútufyrirtæki auka umsvifin hér Þungt hljóð í hótelstjórum
Morgunblaðið/Hari
Verkfallsboðun VR Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, kynnti í gær niðurstöður rafrænnar atkvæðagreiðslu á
meðal félagsmanna sem vinna hjá hótelum og hópbifreiðafyrirtækjum um boðaðar vinnustöðvanir.
Atkvæðagreiðsla í VR um verkfallsaðgerðir
Þátttaka
Samþykktu
verkfallsað-
gerðir
Á móti
verkfalls-
aðgerðum
Tóku ekki
afstöðu
302
52,3%
45,3%
2,4%
262
959
félagsmenn
voru á kjörskrá
578
greiddu atkvæði
60%
40%
Þórir
Garðarsson
Sólborg Lilja
Steinþórsdóttir
Ingibjörg
Ólafsdóttir