Morgunblaðið - 13.03.2019, Síða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 2019
Progastro | Ögurhvarfi 2, Kópavogi | Sími 540 3550
progastro.is | Opið alla virka daga kl. 9–17.
JAPANSKIR HNÍFAR
Allt fyrir eldhúsið
Hágæða hnífar og töskur
Allir velkomnir
Einstaklingar og fyrirtæki
Vefverslunokkarprogastro.iser alltaf opin!
13. mars 2019
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 121.04 121.62 121.33
Sterlingspund 157.34 158.1 157.72
Kanadadalur 90.17 90.69 90.43
Dönsk króna 18.23 18.336 18.283
Norsk króna 13.921 14.003 13.962
Sænsk króna 12.85 12.926 12.888
Svissn. franki 119.89 120.55 120.22
Japanskt jen 1.0876 1.094 1.0908
SDR 167.82 168.82 168.32
Evra 136.02 136.78 136.4
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 167.0074
Hrávöruverð
Gull 1296.35 ($/únsa)
Ál 1829.0 ($/tonn) LME
Hráolía 65.76 ($/fatið) Brent
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Bandaríski fjár-
festingasjóðurinn
Eaton Vance Cor-
poration seldi tæp-
lega 2,5 milljónir
hluta í smásölufyr-
irtækinu Högum í
fyrradag. Þetta
kemur fram í til-
kynningu félagsins
til Kauphallar en
viðskiptin voru
flöggunarskyld í ljósi þess að eign-
arhlutur fyrirtækisins í Högum fór undir
5%. Stendur hann nú í 4,94%. Miðað
við dagslokagengi Haga í gær nam sal-
an um 104,5 milljónum króna.
Icelandair lækkaði mest allra félaga í
Kauphöll Íslands í gær, eða um 5%, í
482 milljóna króna viðskiptum. Stendur
gengið í 7,1 kr. hluturinn. Mest hækk-
uðu bréf Heimavalla í Kauphöllinni í
gær, eða um 3,25%, en ákvörðun um
afskráningu félagsins verður tekin á
morgun á aðalfundi félagsins.
Eaton Vance seldi fyrir
104 milljónir í Högum
Sala Eaton Vance
seldi í Högum.
STUTT
BAKSVIÐ
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Þótt ekki hafi blásið byrlega fyrir
flugvélaframleiðandanum Boeing
síðastliðinn mánudag, reyndist at-
burðarás dagsins aðeins forsmekk-
urinn að því sem koma skyldi. Ófarir
fyrirtækisins má rekja til mann-
skæðs flugslyss í Eþíópíu á sunnu-
dag. Þá fórst með 157 manns innan-
borðs vél af gerðinni Boeing 737
MAX 8 sem er nýjasta vélin úr verk-
smiðjum ameríska risans.
Á mánudag lækkuðu bréf félags-
ins um 5,33% en í viðskiptum gær-
dagsins nam lækkunin 6,15%. Hafa
því á tveimur viðskiptadögum þurrk-
ast upp ríflega 3.000 milljarðar
króna af markaðsvirði félagsins.
Áframhaldandi lækkun félagsins á
markaði í gær má rekja til þess að sí-
fellt fleiri flugfélög og flugmálayfir-
völd í heiminum ákváðu að kyrrsetja
fyrrnefnda vélartegund.
Evrópa lokar á vélarnar
Náði hrina kyrrsetninga hámarki
þegar evrópsk flugmálayfirvöld
ákváðu að kyrrsetja, ekki aðeins
MAX 8-vélarnar heldur einnig hinar
svokölluðu MAX 9-vélar. Síðar-
nefnda vélin er að grunni til mjög lík
hinni fyrrnefndu en þó nokkuð
stærri, 2,64 m. lengri og þá er há-
marksflugtaksþyngd hennar ríflega
6 tonnum meiri.Um miðjan dag í gær
greindu bresk flugmálayfirvöld frá
því að þau hefðu kyrrsett allar MAX
8-vélar innan sinnar lofthelgi og
bannað yfirflug slíkra véla á flug-
stjórnarsvæði sínu. Spurðist þá fljótt
út að vænta væri yfirlýsingar frá
Icelandair Group varðandi stöðu
þeirra þriggja MAX 8-véla sem
skipa vélaflota félagsins. Það var svo
18 mínútur í fjögur síðdegis sem til-
kynning barst í gegnum Kauphöll Ís-
lands þess efnis að vélarnar hefðu
verið teknar úr notkun um ótil-
greindan tíma.
„Félagið fylgist náið með þróun
mála og vinnur áfram með flugmála-
yfirvöldum á Íslandi, í Evrópu og
Bandaríkjunum varðandi næstu
skref.“ Þrátt fyrir þessa ákvörðun
sagði fyrirtækið, miðað við fyrir-
liggjandi upplýsingar, öryggisferla
þá sem fyrirtækið fylgdi og þjálfun
áhafna þess, að það teldi „vélarnar
öruggar“. Þá var ítrekað að kyrr-
setning vélanna myndi hafa óveruleg
áhrif á rekstur félagsins þar sem
þær væru aðeins lítill hluti flugvéla-
kosts þess sem fram að kyrrsetningu
taldi 33 vélar.
Skiptu út vél á elleftu stundu
Icelandair þurfti að bregðast hratt
við atburðarásinni í gær. Þannig stóð
til að 737 MAX 8-vél ætti að taka
stefnuna frá Keflavík og á Hea-
throw-flugvöll kl. 16:20 í gær. Var
henni skipt út fyrir 757-200-vél í flota
félagsins. Slíkar vélar taka 25 fleiri
farþega en MAX 8-vélarnar. Þegar
fyrrnefnd ákvörðun breskra yfir-
valda spurðist út brást markaðurinn
hér heima harkalega við og nam
lækkun hlutabréfa Icelandair Group
í Kauphöll á tímabili um 10%. Eftir
því sem leið á daginn gekk sú lækkun
þó að nokkru til baka og lækkuðu
bréf félagsins um 5% í ríflega 480
milljóna króna viðskiptum. Bætist sú
lækkun ofan á 9,66% lækkun bréf-
anna á mánudag. Er markaðsvirði
félagsins nú 35,5 milljarðar króna
eða 159 milljörðum lægra en þegar
það reis hæst í apríl 2016.
Kostnaður af kyrrsetningu mun
falla á félögin og framleiðanda
Enn sem komið er liggur ekki ljóst
fyrir hvað olli slysinu í Eþíópíu á
sunnudag. Hins vegar er orðið ljóst
að slysið hefur dregið stærri dilk á
eftir sér fyrir Boeing-verksmiðjurn-
ar en fyrri stórslys sem tengjast vél-
um félagsins.
Heimildir Morgunblaðsins herma
að flugfélögin sem veðjað hafa á
MAX 8- og 9-vélarnar muni bera
mikinn kostnað vegna kyrrsetningar
þeirra. Hins vegar er algengt í samn-
ingum milli flugfélaga og framleið-
enda á borð við Boeing og Airbus að
atburðir í líkingu við þá sem raun-
gerst hafa síðustu daga, og ekki sér
fyrir endann á, geti leitt til þess að
kaupendur vélanna sem í hlut eiga,
fái aukinn afslátt af kaupverði vél-
anna en upphaflega var lagt upp
með. Með því mæti framleiðandinn
kostnaði félaganna að einhverju
marki.
Stórir samningar í uppnámi
Það eru þó ekki einu afleiðingarn-
ar sem kyrrsetning vélanna kann að
hafa. Þannig dregur minnkuð tiltrú á
hinni tilteknu tegund úr trausti á
áreiðanleika hennar og með því er
sennilegt að dragi úr spurn eftir
henni. Þá greindi fréttaveita Bloom-
berg t.d. frá því að nær öruggt væri
að flugfélagið Lion Air myndi draga
sig út úr samningi um kaup á MAX-
vélum Boeing. Félagið var það sem
átti í hlut þegar 189 farþegar fórust í
Jövu-hafi í október síðastliðnum.
Samningur félagsins við Boeing
hljóðaði upp á 22 milljarða dollara,
jafnvirði 2.600 milljarða króna.
Enn sígur á ógæfuhliðina
hjá Boeing-verksmiðjunum
Morgunblaðið/RAX
MAX Boeing hefur tekið við yfir 5.000 pöntunum á hinni nýju flugvél.
Munu þurfa að veita flugfélögum aukinn afslátt af vélum í einhverjum tilvikum
Eistneska fyrirtækið Funderbeam
hefur opnað þjónustu sína fyrir ís-
lenskum fjárestum og fyrirtækjum.
Fyrirtækið er nokkurs konar mark-
aðstorg fyrir fjárfestingar í sprota- og
vaxtarfyrirtækjum. Á morgun mun
fyrirtækið kynna starfsemi sína í
húsakynnum Arion banka.
„Á þessum vettvangi eiga fjárfest-
ar kost á því að fjárfesta allt frá litlum
upphæðum upp í stærri upphæðir, í
óskráðum fyrirtækjum. Vaxtafyrir-
tækjum. Þessi vettvangur sér þá um
að halda utan um eignarhlutina eins
og um skráð fyrirtæki væri að ræða.
Bónusinn við þetta er að fjárfestarnir
geta líka keypt og selt sína hluti á eft-
irmarkaði. Þó að þú fjárfestir þá ertu
ekki fastur inni í fyrirtækinu þar til
allir hlutir eru seldir,“ segir Einar
Gunnar Guðmundsson, forsvarsmað-
ur nýsköpunar hjá Arion banka, við
Morgunblaðið.
Íslenska fyrirtækið Flow VR er
fyrsta íslenska fyrirtækið sem hefur
nýtt sér vettvang Funderbeam en
fyrirtækið hafði í gærdag náð 76% af
takmarki sínu til fjármögnunar upp á
100 þúsund evrur. „Fyrir fyrirtækin
er þetta stórsniðugt því þarna eru
þau í rauninni að gefa út nýtt hlutafé
alveg eins og um skráð fyrirtæki væri
að ræða og eru þá einnig líka komin
með auðseljanlegri bréf,“ segir Einar
Gunnar. „Veltan á Funderbeam vett-
vanginum var umtalsvert meiri held-
ur en veltan á First North-markaðn-
um í Eystrasaltsríkjunum. Þetta er
þannig áhugaverð viðbót við
fjárfestingarflóruna.“
peturhreins@mbl.is
Fjármagn Flow VR sækir fjármagn
í gegnum Funderbeam.
Funderbeam
kynnt til leiks
Vettvangur til
þess að fjárfesta í
óskráðum sprotum