Morgunblaðið - 13.03.2019, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.03.2019, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Mannrétt-indadóm-stóll Evr- ópu hefur úrskurðað að brotið hafi verið gegn sjöttu grein mann- réttindasáttmála Evrópu við skipan dómara í Landsrétt. Varðar sú grein rétt einstaklinga til rétt- látrar málsmeðferðar fyrir dómi og er brotið sagt ský- laust. En er það svo? Rétt er að halda því til haga að dómurinn í málinu var klofinn. Tveir dóm- arar af sjö skiluðu séráliti þar sem þeir furðuðu sig á niður- stöðu meirihlutans. Hún sé langt umfram tilefni og meiri- hlutinn fari offari. Láta þeir meira að segja að því liggja að pólitískur hamagangur heima fyrir hafi haft áhrif á niður- stöðuna. Segja dómararnir tveir að meirihlutinn hunsi hina svo- kölluðu nálægðarreglu með því að víkja til hliðar mati æðsta dómstóls Íslands á inntaki þeirra reglna, sem við eigi í ís- lenskum lögum. Skipan dóm- aranna hafi verið gölluð, en fái þó staðist. Þeir segjast gera sér grein fyrir að skipan dóm- aranna hafi valdið harðvítugum deilum á Íslandi. „Við óttumst að hið mikla uppnám, sem fylgdi skipan dómaranna 15 í hinn nýskipaða áfrýjunardóm- stól á Íslandi, eigi sér ekki að- eins bergmál í málsgreinum þessa úrskurðar heldur hafi einnig vikið rökvitund meiri- hlutans frá viðteknum grunn- gildum dómafordæma þessa dómstóls,“ segja þeir. Meiri- hlutinn hafi þar með opnað öskju Pandóru með því að færa þeim, sem dæmdir hafi verið, upp í hendurnar rök, sem alltaf verði fyrir hendi, til að áfrýja dóm- um sínum af ástæðum sem eins og í þessu tilviki komi sanngirni réttarhaldanna ekkert við. Úrskurðurinn hafi ekki að- eins áhrif á Íslandi heldur víð- ar. Geti dæmdur maður bent á einhvern galla á skipan dómara muni hann geta vísað til þessa úrskurðar. Athygli vekur að annar höf- unda sérálitsins er forseti dómsins, Paul Lemmens. Álit meirihlutans er afdrátt- arlaust, en álit minnihlutans er það ekki síður og má því ætla að úrskurðinum verði áfrýjað. Rétt er að halda til haga að úrskurðir Mannréttinda- dómstólsins eru ekki bindandi. Þá má ekki gleyma því að þetta mál fór út af sporinu þegar dómnefndin, sem átti að meta umsækjendur um dómarastól- ana 15 við Landsrétt, skilaði inn hæfnismati þar sem til- greindir voru tíu karlar og fimm konur. Í fyrsta lagi var ráðherra ekki gefið neitt svig- rúm og í öðru lagi var ljóst að Alþingi myndi aldrei sam- þykkja slíkan kynjahalla. Ráðherra breytti listanum og Alþingi hefði verið í lófa lag- ið að kjósa um hvert og eitt dómaraefni. Í stað þess var ákveðið að greiða atkvæði um öll í einu. Uppnámið í kjölfarið og aðförin gegn dómsmálaráð- herra var eins ómálefnaleg og hugsast getur, ekki síst í ljósi þess að hefði listi dómnefndar verið látinn standa hefði fjaðrafokið tæplega orðið minna. Í séráliti er meiri- hluti mannréttinda- dómstólsins vændur um að láta pólitískt uppþot lita sína niðurstöðu} Réttvísi á villigötum? Fregnir af hrapitveggja Bo- eing 737 MAX- flugvéla hefur vak- ið mikla athygli og óhug um allan heim. Þegar flugvél þessarar tegundar frá Flugfélagi Eþí- ópíu fórst á sunnudag, fimm mánuðum eftir sams konar óhapp í Indónesíu, fór af stað atburðarás sem sýndi að fólk vill fullt öryggi þegar flug er annars vegar. Flug þessara véla hefur nú verið bannað víða, fyrst gerðist það í Kína en nú er svo komið að það er bannað um alla Evrópu. Ákvörðun Icelandair Group um að leggja þessum vélum sínum var ekki aðeins rétt heldur óhjákvæmileg. Eftir þessi viðbrögð víða um heim og hörð við- brögð bandarískra flugyfirvalda til- kynnti Boeing um að gerðar yrðu tæknilegar lag- færingar á vélunum, sem byggja á nýrri tækni enda að- eins tveggja ára gamlar. Þessi slys og tæknivanda- mál hafa einnig ýtt undir um- ræður um það hvort of langt hafi ef til vill verið gengið í tæknivæðingu flugvéla. Um það skal ekkert fullyrt hér, en hafa verður í huga að nýrri og flókinni tækni fylgja almennt vandamál. Þegar flug er ann- ars vegar er þetta sérstaklega viðkvæmt því að áherslan hlýtur alltaf að verða að vera á öryggið. Flugfarþegar sætta sig ekki við neitt annað. Öryggið verður alltaf að vera í fyrsta sæti í flugi} Óhjákvæmilegt H ann tók sæti á Alþingi í nokkra daga fyrr á þessu ári, elsti þing- maðurinn í manna minnum, Ell- ert B. Schram. Hann lætur enn ekki deigan síga. Baráttumál hans eru kjör eigin kynslóðar, eldri borgara landsins. Á þingi hófst hann þegar handa, flutti ræður, sendi skriflega fyrirspurn til félags- og barnamálaráðherra um hvað liði úrbótum á kjörum hinna verst settu. Hann spurði núver- andi fjármálaráðherra, Bjarna Benediktsson, spjörunum úr. Einmitt þennan sama Bjarna sem hefur ýmist verið forsætisráðherra og/eða fjármálaráðherra mörg undanfarin ár og hefur með bréfum til eldri borgara og í ræðu og riti allt frá árinu 2013 ítrekað lofað þeim bættum hag. Það þarf ekki að tíunda að Ísland hefur bú- ið við sögulegt góðæri allt þetta tímabil og efna- hagslegt svigrúm því verið umtalsvert. Engar efndir hafa hins vegar orðið. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar eru sömu loforðin gefin, að bæta hag þeirra eldri borgara sem höllustum fæti standa. Frekar en ekkert, þá skipaði félags- og barnamálaráðherra einn starfshópinn enn fyrir ári sem átti að afla sér þekkingar og upplýsinga um kjör aldraðra og jafnvel koma með tillögur. Þetta var hrein tímaeyðsla því það lágu þegar fyrir ítar- legar upplýsingar um vandann. Þetta er hópurinn sem nýtur eingöngu greiðslna almannatrygginga, ber lítið eða ekkert úr býtum frá lífeyrissjóði, býr í leiguhúsnæði og þeir sem eiga að baki tiltölulega skamma búsetu á Íslandi. Í svari ráðherra við fyrirspurn Ellerts kom lítið fram annað en að Skýrsla starfshóps um kjör aldraðra lægi fyrir. Í henni er þó raunar staðfest að um 3.000 einstaklingar á landinu 65 ára og eldri hafa tekjur undir fátæktar- mörkum. Í þessum hópi eru einstaklingar sem lifa við mikinn kvíða, vanlíðan og skert lífs- gæði, neita sér jafnvel um heilbrigðisþjónustu, lyf og mat. Fram hefur komið í samtölum við for- ráðamenn hagsmunasamtaka aldraðra að dæmi séu um algjöra uppgjöf í hópi skjólstæð- inga. Við slíkar aðstæður þar sem vonleysið eitt blasir við er hætta á að andleg og líkamleg heilsa gefi eftir og að ótímabær og kostn- aðarsöm úrræði verði þrautalendingin, oft og tíðum stofnanavistun. Engin merki sjást þó enn um frumkvæði frá ríkisstjórn til þess að stíga einhver skref til móts við bláfá- tækt, aldrað fólk á Íslandi. Er nema von að spurt sé hvaða áform fjármálaráðherra og ríkisstjórnin hafi varðandi þennan þjóðfélagshóp. Það hlýtur að vera krafa okkar að brugðist verði strax við með sérstökum aðgerðum fyrir þá sem verst standa og staðið við gefin loforð. Þá er það sam- félagsleg skömm ef ný fjármálaáætlun sem er í undirbún- ingi endurspeglar ekki skýr áform um að kjör allra eldri borgara í landinu nái því lágmarki að vera yfir fátækt- armörkum. gudjonb@althingi.is Guðjón S. Brjánsson Pistill Blá fátækt Höfundur er þingmaður. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Verkefnisstjórn 4. áfangaverndar- og orkunýting-aráætlunar, svokallaðrarrammaáætlunar, hefur ekki fengið neina virkjanakosti til að vinna með þótt tæp tvö ár séu liðin frá því stjórnin var skipuð og helm- ingur skipunartímans þar með lið- inn. Ljóst er að hún fær ekki lista yf- ir verkefni sín fyrr en í haust, í fyrsta lagi. Ljóst virðist að verkefn- isstjórnin getur ekki fjallað faglega um marga kosti á þeim skamma tíma sem hún fær. Í gildi er verndar- og orkunýt- ingaráætlun landsvæða frá árinu 2013 en hún var undirbúin af verk- efnisstjórn 2. áfanga rammaáætl- unar. Verkefnisstjórn 3. áfanga skil- aði sínum tillögum haustið 2016 og tveir umhverfisráðherrar hafa lagt þingsályktunartillögur sem á þeim grundvallast fram á Alþingi en til- lögurnar hafa ekki hlotið afgreiðslu. Í lögunum segir aðeins að um- hverfisráðherra skuli í samráði og samvinnu við ráðherra orkumála leggja slíka tillögu fram á Alþingi eigi sjaldnar en á fjögurra ára fresti. Ekkert er fjallað um það hvenær slík áætlun þurfi að vera afgreidd þótt dráttur á því hafi augljóslega mikil áhrif á áframhaldandi vinnu. Í þingmálaskrá vetrarins boðar núverandi umhverfisráðherra fram- lagningu tillögunnar og setur við vinnudagsetninguna 31. mars. Kostir liggi fyrir síðsumars Verkefnisstjórn 4. áfanga (2017-2021) var skipuð í apríl 2017. Hún hefur enga virkjanakosti fengið til mats vegna þess að orkufyr- irtækin og Orkustofnun vita ekki um afdrif þeirra kosta sem áður hafa verið tilkynntir fyrr en Alþingi hefur afgreitt fyrri áfanga. Þegar niður- staða Alþingis liggur fyrir þarf Orkustofnun að gefa orkufyrirtækj- unum kost á að senda inn virkjana- kosti til mats og Orkustofnun að ákveða hvaða kosti hún telur rétt að láta meta til viðbótar. Guðrún Pét- ursdóttir, formaður verkefnis- stjórnar 4. áfanga, vonast til að fá lista Orkustofnunar síðsumars. Verkefnisstjórn og faghópar hennar þurfa að meta upplýsingarnar og eftir atvikum að efna til rannsókna áður en kostirnir verða flokkaðir í orkunýtingar- eða verndarflokk – eða settir í bið. Síðasta verkefnisstjórn hafði einnig skamman tíma til að vinna sína vinnu vegna þess að ráðherra fól henni aukaverkefni í upphafi. Hún fékk þó lista um virkjanakost- ina snemma árs 2015. Kostirnir voru yfir 80 talsins. Stjórnin lét standa þá kosti sem áður hafði verið raðað í orkunýtingar- og verndarflokk og náði aðeins að bæta 8 kostum við nýtingarflokk og 4 landsvæðum (með 10 kostum) í verndarflokk. Verkefnisstjórnin náði að kynna drög að röðun í flokka 31. mars 2016 og hóf þá samráðsferli. Endanleg tillaga var lögð fyrir ráð- herra 26. ágúst. Ef miðað er við þessa tíma- áætlun mun verkefnisstjórnin nú að- eins hafa tímann frá komandi hausti og fram á vor 2020 til að vinna sína vinnu til að geta síðan farið í sam- ráðsferli og afhent ráðherra tillögu sína haustið 2020. Guðrún við- urkennir að þetta sé tæpt. Hún segir að umfang verksins fari þó eftir því hvað tillögur um marga virkjanakosti berist og hvaða upplýsingar liggi fyrir um þá. „Þegar þeir berast munum við fara í það með oddi og egg að reyna að afgreiða eins mikið og unnt er,“ segir Guðrún. Vinna við Rammann sett í mikið tímahrak „Það sem skiptir máli er að við tökum faglegar ákvarðanir um orkumannvirki í þessu landi. Við verðum að meta auðlindir okkar og fórna ekki einni fyrir aðra nema að vel athuguðu máli,“ segir Guðrún Pétursdóttir, for- maður verkefnisstjórnar 4. áfanga rammaáætlunar. Hún tel- ur ekki að sá skammi tími sem er til stefnu dragi úr möguleikum til að meta kostina faglega. „Ég tel að við munum taka fyrir þá orkukosti sem við treystum okk- ur til að meta, á þeim tíma sem við höfum. Þetta getur ekki gerst með skemmri skírn,“ segir Guðrun. Biðtímann hafa verkefnisstjórn og faghópar notað til að bæta vinnuaðferðir við matsferlið og búa þannig í haginn fyrir vinnuna fram- undan. Ekki með skemmri skírn FORMAÐUR STJÓRNAR Guðrún Pétursdóttir Morgunblaðið/Árni Sæberg Þjórsá Tveir virkjanakostir í Neðri-Þjórsá, Holtavirkjun og Urriðafoss- virkjun, eru í nýtingarflokki í óafgreiddri tillögu verkefnisstjórnar, og sá þriðji, Hvammsvirkjun, er fyrir í gildandi rammaáætlun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.