Morgunblaðið - 13.03.2019, Síða 20

Morgunblaðið - 13.03.2019, Síða 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 2019 Í gamla Róm- arveldinu voru venju- legir borgarar hafðir góðir með því að gefa þeim brauð og leiki. Þannig að þeir þurftu ekki að svelta og höfðu eitthvað sér til skemmtunar. Þeir voru þá gjarnan að horfa á þrælana berj- ast hver við annan í hringleikhúsunum eða láta grimma villiketti rífa þessi grey í tætlur. Þannig var venjulegt fólk ekki á því að fylgjast með stjórn- málum og yfirstéttin fékk að sýs- last með sín plön í friði fyrir gagn- rýnum augum almúgans. Nú er öldin önnur og sem betur fer er hægt að fá upplýsingar um margt sem er að gerast í kringum okkur. En er fólkið hér á landi upp til hópa að fylgjast með stórum og flóknum málum? Og eru menn að þrýsta á stjórnvöldin að laga það sem er í ólestri? „Póli- tíkin er svo leiðinleg“. „Ég skil hvort sem er ekkert í þessu“. „Ég get hvort sem er engu breytt“. Þetta eru setningar sem heyrast allt of oft. En er það í lagi að örfá- ar fjölskyldur og ættir eigi flest allan auð hér á landi á meðan aldraðir og öryrkjar eiga að lifa á einhverjum ölmusum? Er í lagi að fólk komist ekki inn á hjúkr- unarheimili í tæka tíð? Eða gam- alt fólk fái ekki næringu eins og það ætti að fá? Er í lagi að heil- brigðisþjónustan sé að berjast í bökkum til að veita nauðsynlegra þjónustu og menn komist ekki í tæka tíð í aðkallandi aðgerð? Er í lagi að fólk í þjónustu-, umönn- unar- og uppeldisstörfum sé að hrynja niður úr álagi og það fyrir frekar lélegt kaup? En fjármálaráðherranum er núna efst í huga að selja banka. Hann og hans flokkur hafa leikið þennan leik áður. Fyrir söluna á Símanum átti að byggja nýjan spítala. Og hvar er hann? En Bjarni Ben. segist vera leiður á Klaustursmálunum. Hann er auð- vitað leiður á öllum þeim málum sem eru honum og hans vildarvinunum óþægileg. Hann vill ekki heyra minnst á Panamaskjölin enda tókst honum vel að fela þau mál fram yfir síðustu kosninga. Er þessum manni stætt á að sitja í mikilvæg- asta ráðherrastólnum! Það var dúnalogn í pólitíkinni í janúar, menn voru ekki að spá í annað en að fylgjast með handboltanum. Ég gerði það líka og hafði gaman af þessu, þetta er jú fínasta af- þreying. En stjórnmálamenn eiga ekki að fá frið þegar þeir eiga að vinna í þeim mikilvægu málum sem þeir ákveða fyrir okkur hönd. Þeir eiga ekki að fá að fela sig og vona að þjóðin gleymi. Þó við fengjum leiki í janúar þá eigum við að halda áfram að vera gagn- rýnin og grimm og heimta að okk- ar kjörnu fulltrúar vinni sitt starf af samviskusemi og af heilindum í þágu þjóðarinnar. Við höfum fengið leiki, bæði í sumar í fótbolta og í vetur í hand- bolta og svo er það Eurovision núna sem margir eru uppteknir af eins og stendur. En núna viljum við sem erum að vinna í láglauna- störfum eða erum á smánarlegum eftirlaunum eða örorkubótum einnig fá brauð. Við viljum fá að lifa á þeim kjörum sem tryggja okkur öruggt húsnæði, gott heil- brigðiskerfi og nógu mikið af holl- um mat þannig að við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því hvernig við getum komist af í hverjum mánuði. Eftir Úrsúlu Jünemann »En stjórnmálamenn eiga ekki að fá frið þegar þeir eiga að vinna í þeim mikilvægu málum sem þeir ákveða fyrir okkur hönd. Úrsúla Jünemann Höfundur er leiðsögumaður og kennari á eftirlaunum. ursula@visir.is Brauð og leikir Frumvarp til laga um skipulags- og mannvirkjamál á Al- þingissvæðinu gengur út á það að Alþingi fái skipulagsvald yfir afmörkuðum reit í hjarta Reykjavíkur og hafi sömu réttindi til að stýra honum og sveitarfélög landsins hafa til að fara með skipulagsvald innan sinna marka. Markmið frumvarpsins er að Al- þingi geti haft, í bráð og lengd, áhrif á skipulag og mann- virkjagerð í næsta nágrenni þings- ins, bæði með tilliti til öryggis- sjónarmiða og sjónarmiða sem tengjast starfsemi og ásýnd þjóð- þingsins og nánasta umhverfis þess. Í skipulagi er horft á málefni í stórum og smáum mælikvarða og reynt að meta hvernig tilteknar ákvarðanir hafa áhrif í nágrenninu og eins á þróun stærra svæðis, svo sem alls höfuðborgarsvæðisins. Öryggissjónarmið Benda skal á að þar sem skipu- lagsvald sveitarfélaga hefur verið takmarkað með lögum er um að ræða svæði sem eru skýrt afmörk- uð og lokuð almennri umferð með aðgangsstýringum. Þá er enga aðra starfsemi eða byggð að finna í nágrenni þessara svæða nema að mjög takmörkuðu leyti. Ljóst er að Alþingissvæðið er ekki slíkt svæði heldur þvert á móti skal það vera aðgengilegt öll- um í anda hugmynda um lýðræði. Þá er Alþingissvæðið, eins og það er skilgreint í frumvarpinu, um- lukið borgarbyggð og hluti af þéttasta hluta Reykjavíkurborgar. Það eitt og sér kallar á aukið flækjustig ef stendur til að skipta upp hluta af borginni og færa skipulagsvaldið frá sveitarfélaginu sjálfu og úthluta annað. Friðhelgi og ásýnd Í 2. gr. frumvarpsins er Alþingissvæðið skilgreint. Af- mörkunin er umfangsmikil og nær yfir töluvert stærra svæði en lóð Alþingis. Eitt af rökum með frumvarpinu er vísun í 36. gr. stjórn- arskrárinnar, en þar segir að Alþingi sé friðheilagt og megi enginn raska friði né frelsi þess. Auk þessa er vísað í að starfsemi Alþingis fari nú jafn- framt fram í nærliggj- andi húsum. Skipu- lagsgerð er áætlanagerð til lengri tíma. Þess- um lögum þyrfti því að breyta ef skrifstofum Alþingis verður lokað eða þær færðar. Þá þyrfti að breyta afmörkun Alþingissvæð- isins. Færa þarf sterk rök fyrir af- mörkun svæðis sem áætlað er að færa skipulagsvald frá sveitarfé- lagi með sér lögum. Á hvaða for- sendum er línurnar (sjá kort) dregnar utan um þennan tiltekna reit? Rekstur nýs sveitarfélags í boði Reykjavíkur Í frumvarpinu er ætlast til þess að sveitarfélagið Reykjavíkurborg deili starfskröftum embættis- manna sinna, þ.e. skipulagsfull- trúa og byggingafulltrúa, án þess að vikið sé að því hvernig eigi að fjármagna slíkt. Skapar það óvissu um kostnað við framkvæmd skipu- lags- og mannvirkjamála á Alþing- issvæðinu. Er t.d. óljóst hvort gjöld sem borgin innheimtir vegna afgreiðslu við framkvæmd skipu- lags- og mannvirkjamála fái að halda sér óbreytt og óskipt ef framkvæmdir snúa að Alþing- issvæðinu. Það myndi einnig setja starfsfólk í erfiða stöðu ef það heyrir undir tvo yfirboðara, þar sem hagsmunir þeirra þurfa ekki að fara saman. Alþingi verði umsagnaraðili Hugmyndin um sérstaka skipu- lags- og byggingarnefnd Alþingis er fín sem slík. Einfaldara væri að stofna slíka nefnd sem færi með umsagnir er varða skipulags- og mannvirkjamál í Reykjavík sem eru innan marka Alþingissvæðis og/eða varða friðhelgi og næsta nágrenni Alþingishússins. Hægt væri að tryggja umsagnarskyldu nefndarinnar með breytingu á til- heyrandi lögum þess efnis. Þannig væri einnig tryggt, með einfaldari hætti, að Alþingi gæti haft áhrif á skipulag og mann- virkjagerð í næsta nágrenni þess. Þverfagleg samvinna Meginhugsunin í skipulagsfræði er að rýna þverfaglega í þá ólíku þætti sem taka þarf tillit til við skipulagsgerð allt frá smáatriðum að heildarmyndinni. Samfélagið er stöðugt að breytast og nýjar hug- myndir að ryðja sér rúms. Tækninni fleygir fram á fullri ferð. Það eina sem er stöðugt í lífinu er breytingar. Markmið alls skipu- lags er í grunninn að leiðbeina samfélaginu í gegnum breytingar þannig að allir njóti góðs af. Skipulag er því stjórntæki fyrir sveitarfélögin, þar sem sveit- arfélög setja fram stefnumótun sína. Til að slík stefna nýtist sem skyldi þarf hún að vera unnin í sátt og samlyndi við hags- munaaðila og íbúana, sem eru mikilvægir hugmyndasmiðir og gagnrýnendur við mótun skipu- lagsáætlana. Góð skipulagsáætlun nýtir hugmyndir frá íbúunum og leggur grunn að því umhverfi sem þeir kjósa að búa í. Það skýtur því skökku við að ákveðnir hagsmunaaðilar ætli í skjóli valds síns að taka til sín skipulagsvaldið yfir völdum reit innan borgarinnar. Eftir Sigríði Kristjánsdóttur » Við lestur frumvarps um skipulags- og mannvirkjamál á Al- þingissvæðinu vaknar sú spurning hvort verið sé að stofna nýtt sveitarfélag, Alþingis- hrepp. Sigríður Kristjánsdóttir Höfundur er dósent í skipulagsfræði. Alþingishreppur? Ármúla 26 | 108 Reykjavík | Sími 578 4400 | heimilioghugmyndir.is Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is 40 ár á Íslandi Snjóblásarar í öllum stærðum og gerðum Hágæða snjóblásarar frá Stiga ST5266 PB Veistu um góðan rafvirkja? FINNA.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.