Morgunblaðið - 13.03.2019, Side 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 2019
✝ Arndís Jónas-dóttir fæddist í
Reykjavík 8. ágúst
1979. Hún lést á
líknardeild Land-
spítalans, Kópa-
vogi, 4. mars 2019.
Foreldrar henn-
ar eru Jónas Sig-
urðsson, f. 12.2.
1958, og Elísabet
Óladóttir, f. 2.4.
1958, d. 6.7. 2013.
Systkin Arndísar eru Árný, f.
22.2. 1982, sambýlismaður
hennar er Jón V. Guðmunds-
son, f. 5.6. 1981, Óli Hrafn Jón-
asson, f. 5.5. 1989, Andri Jón-
asson, f. 14.9. 1994, og Brynjar
Jónasson, f. 14.9. 1994.
eingöngu eftir að klára
starfsnámið þegar þau hjónin
fóru í nám til Alabama í
Bandaríkjunum árið 2007.
Þar hóf hún nám í arki-
tektúr en þurfti að hætta því
í lok árs 2009 vegna sjúk-
dóms síns og flytja aftur til
Hafnarfjarðar. Þar bjuggu
þau til ársins 2013 en fluttust
þá búferlum til Fjarða-
byggðar, en þar hafði eigin-
maður hennar tekið að sér
knattspyrnuþjálfun. Bjuggu
þau þar til ársins 2015. Frá
árinu 2015 fram til dauða-
dags bjó Arndís ásamt eigin-
manni sínum á höfuðborgar-
svæðinu og nú síðustu þrjú
árin í heimabæ sínum Hafnar-
firði.
Útför Arndísar fer fram
frá Hafnarfjarðarkirkju í dag,
13. mars 2019, klukkan 13.
Hinn 2. október
2004 giftist Arn-
dís Brynjari Þór
Gestssyni, f. 2.2.
1974. Sonur
þeirra er Jónas
Bjarki Brynjars-
son, f. 27.6. 1999.
Arndís og
Brynjar bjuggu
lengstum í
Hafnarfirði.
Árið 2003 fluttu
þau til Seyðisfjarðar þar sem
eiginmaður hennar tók að sér
knattspyrnuþjálfun og bjuggu
þau þar til loka árs 2005 en þá
fluttu þau aftur til Hafnar-
fjarðar. Arndís hafði þá hafið
nám í leikskólafræðum og átti
Elsku mamma.
Sumir hverfa fljótt úr heimi hér,
skrítið stundum hvernig lífið er,
eftir sitja margar minningar,
þakklæti og trú.
Þegar eitthvað virðist þjaka mig
þarf ég bara að sitja og hugsa um þig,
þá er eins og losni úr læðingi
lausnir öllu við.
Þó ég fái ekki að snerta þig
veit ég samt að þú ert hér,
og ég veit að þú munt elska mig,
geyma mig og gæta hjá þér.
Og þó ég fengi ekki að þekkja þig
þú virðist alltaf geta huggað mig,
það er eins og þú sért hér hjá mér
og leiðir mig um veg.
Og þegar tími minn á jörðu hér
liðinn er, þá er ég burtu fer,
þá ég veit að þú munt vísa veg
og taka á móti mér.
(Ingibjörg Gunnarsdóttir)
Þinn sonur
Jónas Bjarki.
Nú hefur elsku Arndís kvatt
okkur eftir stutta en snarpa bar-
áttu við krabbamein. Æðrulaus og
yfirveguð barðist hún hetjulega
við sjúkdóminn en varð að lokum
undir í baráttunni og hefur nú
fengið hvíld.
Það var ekki löngu eftir að ég
kynntist Jónasi pabba hennar að
hann sagði mér að elstu dóttur
sína, Arndísi, langaði að hitta mig í
kaffi. Það var af minni hálfu auð-
sótt mál og ég taldi að nú þyrfti
elsta dóttirin að kanna hvort það
væri í lagi með þessa konu sem
pabbi hennar var að hitta.
En það var alls ekki svo, heldur
var það bara einlægur vilji Arndís-
ar að skapa tengingu okkar á milli.
Sá vilji var alveg gagnkvæmur og
þegar ég hitti og kynntist Arndísi
sá ég og fann að þarna var stelpa
sem var jafn gullfalleg að innan
sem utan. Hún hafði til að bera
einstaka hjartahlýju og elsku til
þeirra sem næst henni stóðu. Því-
líkur gullmoli, þessi stelpa.
Á þeim stutta tíma sem ég
þekkti Arndísi tókst með okkur
góður vinskapur og var mikið
spjallað og hlegið, sérstaklega var
það ánægjulegt að við náðum sam-
an einni skemmtilegri „stelpuferð“
til Boston þar sem við styrktum
vináttuböndin og ég fann hversu
einstök og yndisleg þessi stelpa
var.
Arndís var vel gefin og klár og
hafði á yngri árum byrjað í
arkitektanámi í Alabama, en varð
að láta þá drauma frá sér vegna
veikinda. Nú aftur þurfa hún og
hennar nánustu að láta frá sér
drauma um sameiginlega framtíð
og er missir þeirra mikill. Hún og
Binni maðurinn hennar voru ein-
stök saman og samband þeirra
fullt af ást, hlýju og trausti, enda
vék hann vart frá henni í veikind-
unum og stóð eins og klettur við
hlið hennar.
Elsku Binni, Jónas Bjarki, Jón-
as minn, öll systkinin og aðrir að-
standendur, ég sendi ykkur mínar
dýpstu samúðarkveðjur.
Geirþrúður Alfreðsdóttir.
Elsku hjartans Arndís okkar.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Takk fyrir samfylgdina.
Gunnar og Hrefna (tengdó).
Alltaf vonaði ég að þessi dagur
kæmi aldrei, hversu sárt. Þú elsku
Arndís dáin, jaxlinn sem aldrei
gafst upp, alltaf glæsilegust,
mesta pæjan en samt svo mikill
töffari.
Ég gleymi seint þegar ég heyri
kallað inn spítalaganginn „elska,
Íris, Íris mín ertu hérna?“ með
þinni fallegu rödd. Þú áttir sam-
kvæmt öllum bókum að vera
næstum rúmföst en neihei, mín lét
sko ekki segja sér og óð af stað að
heimsækja litlu frænku. Þú geisl-
aðir af glæsileika en samt svo las-
in, í Victoríu-dressinu, lést sko
ekki segja þér að vera í hvítum
spítalafötunum, enda fóru þau þér
aldrei, þú varst of glæsileg til að
vera veik.
Vinskapurinn á milli okkar og
ykkar á Suðurgötunni var og er
ótrúlegur. Ég man varla eftir að
við höfum gert neitt eða farið án
þess að þið væruð með. Ég gæti
endalaust talið upp. Jól í Flórída,
við í heimsókn, þið fyrir vestan, öll
ferðalögin og sumarbústaðirnir
þegar við vorum litlar, við frænk-
urnar alltaf dressaðar upp af
mæðrum okkar, allar í stíl í nýjum
apaskinsgöllum sem voru í takt
við tískuliti þess tímabils. Öll leik-
ritin og söngleikirnir sem settir
voru á svið hvert kvöld þar sem þú
varst iðulega leikstjórinn og náðir
að töfra fram ótrúlegustu hluti hjá
okkur Ánu. Vinskapurinn sem
myndaðist okkar á milli. Þið syst-
ur svo bestar og skemmtilegar.
Flórídaferðin, allir garðarnir og
allt sem við gerðum. Ég virti alltaf
ef þú máttir fara í tæki sem ég
hafði hvorki aldur né hæð til að
fara í, þú varst svo mikill leiðtogi
að ég leit alltaf upp til þín. Svona
var virðingin og vinskapurinn
okkar á milli.
Nú og sætaskipanin í Ingólfi,
hvíta Lettanum, sem feður okkar
fengu að láni í Flórída. Alltaf
þurfti ein okkar að sitja fram í á
milli pabba og frænda. Þú varst
best í því, við máttum ekkert
hreyfa okkur til að trufla ekki bíl-
stjórann, einhverra hluta vegna
reyndist okkur Árnýju það stund-
um frekar erfitt. Við áttum ekki
roð í þig enda sast þú með kross-
lagða fætur og hendur á lærum
eins og stórstjarna á milli þeirra.
Það var svo gaman þegar þið
komuð vestur. Allt sem við gerð-
um, allir fimleikaleikirnir, þú
þjálfarinn og við fimleikastjörn-
urnar og pylsustaðirnir, það stór
sá á blómabeðinu eftir okkur, öll
fótboltamótin í garðinum, þar sem
Árný var í marki og við börðumst
eins og ljón.
Það munu fá partí toppa
frænkuboðið, allavega voru ná-
grannarnir mínir ekki í jafn miklu
stuði og við þetta kvöld og enduðu
á að slá rafmagnið af íbúðinni. Það
lýsir þér svo vel hvað þú varst
mikill dugnaðarforkur og lést fátt
stoppa þig þegar þú óðst niður,
fannst rafmagnstöfluna og slóst
rafmagnið aftur inn. Við skildum
aldrei hvernig í ósköpunum þú
vissir hvar þessi rafmagnstafla
var. Við létum þetta ekkert á okk-
ur fá.
Ég gæti haldið endalaust
áfram, við eigum svo margar
minningar.
Elsku gull, himnaríki hefur
eignast nýjan engil, núna ertu
komin til mömmu. Haltu áfram að
vera mesta pæjan.
Elsku Binni, Jónas Bjarki,
frændi, Árný, Nonni, Óli Hrafn,
Andri og Brynjar, ég sendi ykkur
mínar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Íris Jónasdóttir.
Það er nú þyngra en tárum
taki, besta vinkona mín og nafna,
að sitja hér og skrifa minningar-
grein um þig, og líf þitt búið hér á
jörðinni. Það má líkja þessu við
vondan draum. Okkar leiðir lágu
fyrst saman í upphafi skólagöngu
okkar í Öldutúnsskóla á níunda
áratugnum og tókust fljótlega
kynni með okkur sem aldrei bar
skugga á. Okkur fannst svo frá-
bært að bera sama nafnið, og var
það ekki síst ástæðan. Árin liðu í
leik og starfi, brallað og braskað
margt, fótbolta áhuginn, ferðirnar
sem þeim fylgdi, djammið og
gleðin tóku við hjá okkur skvís-
unum. Þegar sá gállinn var á okk-
ur hittumst við oftast heima hjá
mér og þú með fangið fullt af föt-
um, og spáð og mátað hvað átti við
hverju sinni. Þú varst nú alltaf
með tískuna á hreinu, enda alltaf
glæsileg og falleg, elsku vinkona
mín. Þegar ég rifja þetta upp þá
reikar hugurinn vítt með tár á
hvörmum. Þetta er í senn svo sárt
og í raun óréttlátt, en svona er
bara lífið, við fæðumst og við deyj-
um, en það sárasta er að þú varst
svo ung. Svo kom að því að þú
kynntist lífsförunaut þínum hon-
um Binna. Þið giftuð ykkur með
pompi og prakt. Og hefur hann
staðið sem klettur þér við hlið í
gegnum veikindin þín. Ég er svo
þakklát fyrir hvað þú dýrkaðir
mín börn og ég veit að þau elskuðu
þig. Þau töluðu oft um að vilja
gista hjá henni „frænku og Kisa“.
Svo kom sá tími að þú veiktist,
elsku besta Arndís mín, og þurftir
að ganga í gegnum það ferli með
æðruleysi og styrk, tímabil sem
voru bæði erfið og sár þar til yfir
lauk. Elsku Binni, Jónas Bjarki,
Jónas og fjölskylda, hugur minn
er hjá ykkur á þessum erfiðu tím-
um Guð blessi ykkur og gefi ykkur
styrk.
Svo, vina kæra, vertu sæl, nú
vegir skilja að sinni. Þín gæta
máttug verndarvöld á vegferð
nýrri þinni. Með heitu bljúgu þeli
þér ég þakka kynninguna, um göf-
uga góða mey, ég geymi minn-
inguna.
Takk elsku vinkona.
Arndís Ósk Steinarsdóttir.
Elsku, hjartans, fallega frænka
mín, hún Arndís, hefur kvatt okk-
ur langt fyrir aldur fram. Það er
erfitt að skilja tilganginn og þá
raun sem lögð er á ástvini hennar,
elsku Jónas Bjarka, son hennar,
og Brynjar, eiginmann sem vék
aldrei frá henni. Á milli þeirra
hjóna var einstakur ástarstreng-
ur.
Þegar ég hugsa um Arndísi
frænku og hennar ótrúlegu bar-
áttu finn ég hvað persónuleiki
hennar skein ávallt í gegn. Alltaf
fékk ég þétt faðmlag, knús og koss
á kinn, alveg sama hvað baráttan
var erfið. Arndís tók svo fallegt
pláss í sínum veikindum, fór í híði
og kom svo með faðminn opinn.
Þegar heilsan leyfði naut hún
hverrar stundar, gat hvílt sig í
voninni um að gæðastundum lífs-
ins myndi fjölga.
Arndís var einstaklega blíð,
einlæg og falleg, með brúnu stóru
augun sín sem sögðu alltaf sann-
leikann um hvernig henni leið.
Ég get ekki sett mig í spor
hennar og þá göngu sem henni var
falin í lífinu, sem er ósanngjörn og
óskiljanleg. En ég mun alltaf
minnast þess hvað hún gaf okkur
mikið með sínu stóra fallega og
blíða hjarta.
Góða ferð, elsku Arndís, í húsið
hennar mömmu þinnar, þú munt
alltaf lifa í hjarta mínu og það eina
sem huggar mig er að nú liggur þú
í mömmu þinnar faðmi.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Ég elska þig, fallega frænka
mín,
Guðrún.
Elsku gull, þegar ég settist nið-
ur til að skrifa til þín þessa kveðju
og minnast þín reikaði hugurinn
um öll þau 23 ár sem vinátta okkar
hefur að geyma. Margs er að
minnast og hef ég átt svo ótal
margar skemmtilegar stundir
með þér í gegnum tíðina. Ein af
mínum fyrstu minningum um þig
er þegar ég sá þig fyrst í Flens-
borg og skildi ég ekki alveg hvern-
ig við urðum vinkonur, þú þessi
flotta ljóshærða skvísa og ég þessi
feimna landsbyggðarskotta sem
engan þekkti.
Önnur minning mín frá tímum
okkar saman í Flensborg, eru öll
þau skipti sem ég ákvað að hringja
í þig úr tíkallasímanum eða jafnvel
að hlaupa niður í Suðurgötu til
þess að vekja þig og koma þér í
skólann. Þú varst ekki sú morg-
unhressasta og fannst þér það
vera óþarfi að mæta svona
snemma í skólann. Einnig koma
sterkt upp í hugann allar þær ut-
anlandsferðir sem við fórum í, þar
sem hlátur og vitleysisskapur
varð alltaf í bílstjórasætinu, á
meðan staðirnir sem við heimsótt-
um urðu í aftursætinu og lítið sem
ekkert var skoðað.
Ein af mínum síðustu minning-
um með þér var núna í byrjun árs
þegar við fórum í sundbolaleiðang-
ur fyrir Tenerife-ferðina okkar og
vorum við að spjalla í bílnum á
leiðinni heim. Við vissum að í þetta
sinn væri útlitið svart og sennilega
ekki svo langur tími eftir. Þú sagð-
ir við mig þá að það væri svo margt
sem þú værir þakklát fyrir og var
þér líka svo mikið í mun að vera
ekki bara minnst sem Arndísar
sem var alltaf veik, þú værir svo
miklu miklu meira en bara veik-
indin þín. Þar er ég svo hjartan-
lega sammála, þú varst risastór
karakter. Litrík, skemmtileg,
fyndin, fallegust, glæsilegust,
myndaóðust, kaupglöð, gjafmild,
barngóð, sófadýr, kokkteilameist-
ari, nammigrís, listræn, sólelsk-
andi, skapandi og svo margt fleira.
Þú varst líka sú manneskja sem
horfði á fólk sem jafningja og sú
manneskja sem gladdist hvað
mest þegar vel gekk og gleði ríkti
hjá vinum og fjölskyldu.
Á ég mikið eftir að sakna allra
sushi-deitanna okkar, spilahitt-
inga sem að urðu alltaf alltof lang-
ir, hvítvínslepjandi samræðna, að
geta ekki spjallað við þig um uppá-
haldssjónvarpsþættina okkar og
að hafa þig ekki með mér til að
ranghvolfa augunum þegar menn-
irnir okkar byrja að tala um fót-
bolta. Eins á ég mikið eftir að
sakna allra þeirra skipta sem þú
komst bara í heimsókn án þess að
láta vita og þegar þú mættir svo
seint eftir að hafa látið vita á und-
an þér.
Elsku gull, ég mun ávallt vera
þakklát fyrir vináttuna okkar og
þú átt alltaf sérstakan stað í hjarta
mínu þar sem þú varst svo sann-
arlega einstök, elsku Dísin mín,
elska þig alltaf. Þín P.D.
Sunna Dís Magnúsdóttir.
Elsku Arndísin mín, mikið er
það nú skrítið að setjast niður og
skrifa minningargrein um þig,
elsku vinkona. Ég tel mig vera
eina af þeim heppnu sem fengu að
kynnast þér og eina af þeim
heppnu sem fengu að hafa þig í lífi
sínu.
Ég var 16 ára, nýflutt í bæinn
og byrjuð í skóla þar sem ég
þekkti engan. Ég hitti þig strax á
fyrstu dögunum mínum í Flens-
borg og mundi eftir þér frá því þú
varst lítil stelpa í Ólafsvík. Þú
tókst svo fallega á móti mér og
verð ég að segja að það er alveg
merkilegt að við náðum að kynn-
ast því ég held að við eigum báðar
met í skrópi í Flensborg. Við vor-
um ekki alltaf í miklu sambandi en
leiðir okkar lágu saman aftur þeg-
ar ég var nýflutt til Íslands árið
2006 og við áttum báðar heima á
Lækjargötunni. Þú varst yndisleg
og hlý manneskja sem fór aldrei í
manngreinarálit. Svo barngóð að
börnin mín elskuðu þig út af lífinu,
svo hugmyndarík og listrænir
hæfileikar þínir engu líkir. Ég er
svo þakklát fyrir allt sem við bröll-
uðum saman, böllin, kaffihúsin,
júlladiskó, þegar þú málaðir mig,
þegar þú hughreystir mig og bara
þegar þú leist inn hjá mér og varst
til staðar.
Síðasta kaffihúsaferðin okkar
saman með henni Sunnu okkar
verður sú stund sem ég mun
geyma í hjarta mínu alla ævi. Þú
vissir að þú ættir ekki langt eftir,
fullviss um að útlitið væri ekki
gott. Ég veit að þú ert núna komin
til mömmu þinnar og þið tvær eruð
pottþétt að versla í öllum merkja-
búðunum saman á himninum. Ég
mun sakna þín, elsku vinkona, en
get hlýjað mér við allar minning-
arnar okkar.
Elsku Binni, takk fyrir að vera
besti maður í heimi fyrir Arndísi
mína, elsku Jónas Bjarki, mamma
þín var endalaust stolt af því hvað
þú ert flottur strákur og hún talaði
svo mikið um þig þegar við hitt-
umst. Elsku Suðurgötugengi, það
er stórt skarð komið í ykkar fjöl-
skyldu og ég bið Guð um að gefa
ykkur styrk. Takk öll fyrir að gera
Arndísi að þeirri manneskju sem
hún var.
Þín vinkona,
Guðbjörg.
Arndís Jónasdóttir
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
MARTA KRISTJÁNSDÓTTIR,
Kirkjuhvoli,
áður til heimilis Eystra-Seljalandi,
lést á Landspítalanum, Fossvogi,
föstudaginn 1. mars.
Útförin fer fram frá Stóra-Dalskirkju föstudaginn 15. mars
klukkan 14. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á
dvalarheimilið Kirkjuhvol.
Örn Þór Hlíðdal Barbára Hlíðdal
Auður Jóna Sigurðardóttir Óli Kristinn Ottósson
Björgvin Valur Sigurðsson Jóhanna Gyða Stefánsdóttir
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
dóttir, systir og amma,
GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR,
lést á krabbameinsdeild Landspítalans
laugardaginn 9. mars.
Útförin fer fram frá Selfosskirkju
föstudaginn 15. mars klukkan 14.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á að styrkja
Krabbameinsfélag Árnessýslu.
Óskar Marelsson
Sveinn Viðar Hjartarson
Kolbrún Eir Óskarsdóttir Arnar Guðmundsson
Arnar Freyr Óskarsson
Valgerður Jónsdóttir
Auðbjörg Guðmundsdóttir
systkini og barnabörn
Elsku systir okkar, mágkona og frænka,
MARGRÉT ANNA KONRÁÐSDÓTTIR,
Hafnargötu 18, Siglufirði,
lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á
Siglufirði 26. febrúar. Jarðsett verður frá
Siglufjarðarkirkju laugardaginn 16. mars
klukkan 14.
Óskar Jón Konráðsson Stefanía Eyjólfsdóttir
Kristinn Björn Konráðsson Kristín Þorgeirsdóttir
Sigurður Konráðsson Dagbjört Jónsdóttir
og fjölskyldur