Morgunblaðið - 13.03.2019, Side 26

Morgunblaðið - 13.03.2019, Side 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 2019 Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • tengi@tengi.is Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 • www.tengi.is Opið virka daga frá kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-15 Gæði, þjónusta, ábyrgð - það er Tengi ALLT Í BAÐHERBERGIÐ Tengi hefur mikla og góða reynslu af niðurföllunum frá Unidrain. Unidrain eru margverðlaunuð dönsk hágæðahönnun. Ólafur Ingi Brandsson fagnar 50 ára afmæli sínu í dag. Hann ernýkominn heim frá Lancaster í Pennsylvaníu þar sem hannkeppti í bogfimi, nánar tiltekið með berboga. „Berbogi er eins og ólympískur bogi eða sveigbogi eins og hann kallast, mínus allt aukadótið, sigti og stangir. Maður notar semsagt engin hjálpartæki með berboganum.“ Ólafur á Íslandsmetið í berboga, bæði innanhúss og utanhúss, en það er samt örstutt síðan hann hóf að stunda íþróttina. „Það var 10. janúar 2018, korter yfir átta um kvöldið. Ég hef verið viðloðandi vík- ingafélagið Rimmugýgi og fór á bogifimiæfingu með þeim þá um kvöldið og kolféll fyrir þessu og hef verið heltekinn af íþróttinni síðan.“ Hann keppti á móti í Sviss síðastliðið sumar og hlaut tvö silfur og eitt brons og í keppninni í Bandaríkjunum lenti hann í 69. sæti af 190 keppendum. „Margar af bestu berbogaskyttum heims voru á því móti og ég er bara búinn að stunda íþróttina í ár svo þetta gekk vel.“ Íslandsmót í bogfimi verður um næstu helgi og er Ólafur sigur- stranglegur í berbogaflokknum. „Ég ætla líka að keppa í sveigboga- flokknum með berboganum mínum, aðeins til að stríða hinum.“ Ólafur var lengi á sjó en er núna öryrki, en auk þess að stunda bog- fimi af kappi hannar hann skartgripi. „Þeir eru með víkingalegu yfir- bragð og eru svokallað hringabrynjuskart og meirihlutinn er úr áli. Ólafur er með Facebook-síðuna Knotty Viking of Iceland þar sem hann sýnir skartgripi sína. Ólafur ætlar að taka því rólega í dag en verður með súpu um helgina í tilefni afmælisins fyrir sína nánustu. Berbogaskyttan Ólafur staddur á mótinu í Lausanne í Sviss sl. sumar. Spáð sigri í berboga á Íslandsmótinu Ólafur Ingi Brandsson er fimmtugur í dag K ristín Sigfúsdóttir fæddist 13. mars 1949 á Gunnarsstöðum í Þistilfirði og ólst þar upp, elst af sex systk- inum. Snemma lærði hún að taka til hendinni og öll störf urðu skemmti- leg. „Meira að segja að reyta ristla, þegar fólkið sagði sögur, flutti kvæði, kvaðst á eða söng við vinn- una. Sjö ára gömul mjólkaði ég eina kúna þegar ég fór í fjósið með móð- ur minni. Þar lærði ég ógrynni sönglaga af henni og kúnum líkaði söngurinn vel.“ Farskóli var í sveitinni og var Kristín um níu mánuði alls í barna- skóla í Garði hjá heiðurshjónunum Baldri Jónssyni og Margréti Jak- obsdóttur. Að Laugum í Reykjadal lá svo leiðin í héraðsskóla þar sem Kristín lauk gagnfræðaprófi árið 1966. Síðan lauk Kristín námi við Húsmæðraskólann að Varmalandi í Borgarfirði og Hússtjórnarkenn- araskóla Íslands. Stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri lauk hún árið 1975. Siðan tók Kristín fjölda námskeiða í næringarfræði og líffræði, framhaldsnám í uppeld- is- og kennslufræðum, leiðsögu- mannspróf og að síðustu meistara- gráðu í umhverfisfræðum frá Háskóla Islands. Lokaritgerð sina vann hún ásamt Sóleyju Jónas- dóttur líffræðingi hjá Vegagerð rík- isins en þær mældu svifryk, nit- ursambönd og fleira í loftgæðum á Akureyri og fjölluðu um gerð um- hverfisvísa fyrir bæjarfélagið. Á skólaárunum vann Kristín ýmsa sumarvinnu svo sem síldar- söltun og ráðskonustörf í vegavinnu svo eitthvað yrði til að fjármagna leiguna og skólann yfir veturinn. Nokkur sumur með kennarastarf- inu rak hún hótel á Laugum í Reykjadal með skólasystur sinni, var leiðsögumaður, í heyskap eða veiðiferðum. Kristín kenndi við Mennta- skólann á Akureyri. Þar átti hún farsælan feril við kennslu líffræði, umhverfisfræði og næringarfræði í rúm þrjátíu ár. Fyrstu tíu starfsár Háskólans á Akureyri kenndi Krist- ín kennaranemum og hjúkrunar- nemum næringarfræði í stunda- kennslu. Önnur störf eru þátttaka í stjórnmálum og félagsstarfi af ýms- um toga, en Kristín er mikil kven- réttindakona. Hún er virk i Vinstri- hreyfingunni grænu framboði, Zontaklúbbi Akureyrar, Sjálfsbjörg, Hjartavernd Norðurlands og Holl- vinasamtökum Sjúkrahússins a Akureyri. „Ég nýt lífsins hvern dag, hef Kristín Sigfúsdóttir framhaldsskólakennari – 70 ára Gæðastund Kristín við rúgbrauðsgerð með barnabörnum sínum í eldhúsinu heima á Gunnarsstöðum. Nýtur lífsins hvern dag Hjónin Ólafur og Kristín stödd í Kaldbaksvík á Ströndum. Selfoss Kári Hrafn Hjaltason fæddist 3. júní 2018 kl. 5.51. Hann vó 4.185 g og var 54,5 cm langur. Foreldrar hans eru Sigríður Rós Sigurðardóttir og Hjalti Jón Kjartansson. Nýr borgari Íslendingar Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.