Morgunblaðið - 13.03.2019, Page 36

Morgunblaðið - 13.03.2019, Page 36
Söngkonan Svala Björgvinsdóttir heldur tónleika í Bæjarbíói í Hafn- arfirði 5. apríl næstkomandi ásamt hljómsveit og mun á þeim fara yfir valin lög af ferli sínum. Svala mun fá góða gesti á svið, þeirra á meðal föður sinn Björgvin Halldórsson og bróður sinn Krumma. Tónleikarnir bera yfirskriftina Svala Björgvins, þá og nú. Svala Björgvinsdóttir þá og nú í Bæjarbíói MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 72. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 670 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. Úrslitarimman um Íslandsmeist- aratitil karla í íshokkí fór fjörlega af stað á Akureyri í gærkvöld þegar framlengja þurfti fyrsta leikinn á milli Skautafélags Akureyrar og Skautafélags Reykjavíkur. Skoraði Sigurður Þorsteinsson sigurmarkið fyrir Akureyringa sem eru þá 1:0 yf- ir en vinna þarf þrjá leiki til að hampa Íslandsbikarnum. »2 Fjörug byrjun á úrslitarimmunni ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM „Fótboltinn er alls staðar eins í grunninn. Það er mikil áskorun að takast á við þetta verkefni,“ segir knattspyrnuþjálfarinn Guðjón Þórðarson sem er kominn aftur til starfa eftir sex ára hlé og stýrir nú liði NSÍ frá Runavík í Færeyjum. Hann byrjaði á sigurleik í fyrstu umferð færeysku úrvalsdeild- arinnar um síðustu helgi og mætir Heimi Guðjónssyni og hans mönnum í HB um næstu helgi en Guðjón segir að Heimir hafi haft gríð- arlega mikil áhrif á færeyska fót- boltann á aðeins einu ári þar. »1 Guðjón er kominn á fulla ferð í Færeyjum Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Börn á Laufásborg taka þátt í Evr- ópumeistaramótinu í skólaskák, sem hefst í Rúmeníu í lok maí. Skólinn átti fulltrúa á heimsmeistaramóti barna í Albaníu í fyrra og er fyrsti leikskóli heims til þess að fara á bæði mótin. Omar Salama, FIDE-skákkennari, kom skákkennslunni á Laufásborg á laggirnar 2008 og hefur séð um hana síðan. Hann segir að í byrjun hafi markmiðið verið að kynna taflmenn- ina fyrir börnunum og kenna þeim mannganginn. Um val hafi verið að ræða rétt eins og til dæmis að leika sér með kubba eða fara út í garð. Árið 2017 hafi verið ákveðið að taka þátt í grunnskólamóti barna níu ára og yngri. „Markmiðið okkar hefur alltaf verið að leggja áherslu á gleði og hafa gaman,“ segir Omar. „Árangur barnanna kom á óvart, þau lentu í 14. sæti og í kjölfarið ákváðum við að taka þátt í flokki sjö ára og yngri í heimsmeistaramótinu í skólaskák.“ Fjórar stúlkur fóru til Albaníu og stóðu sig með prýði. Níu börn fara til Rúmeníu, fjórir strákar og fimm stúlkur og þar af tvær sem voru með á HM, en eru nú komnar í 1. bekk grunnskóla. „Þær geta keppt áfram því við erum með langyngsta liðið,“ segir Omar, sem er með næsthæstu þjálfaragráðu Alþjóðaskáksambands- ins, FIDE. Börnin ein á báti Hópurinn fer út í lok maí og kemur heim 9. júní. Tefldar verða níu um- ferðir og hafa börnin 90 mínútur í hverja skák. Þau eru ein á báti í keppnissalnum, nota skákklukku og skrá hvern leik án aðstoðar. „Ég hef kennt þeim nokkur orð á ensku svo þau geti bjargað sér um til dæmis vatn að drekka eða að fara á sal- ernið,“ segir Omar. Undirbúningurinn felst í æfingum og mótum. Þrjú æfingamót hafa þeg- ar verið haldin frá því í byrjun janúar og það fjórða verður helgina 23. og 24. mars. „Þessi mót eru opin fyrir alla 12 ára og yngri og eru viður- kennd með skráningu alþjóðlegra skákstiga í huga,“ segir Omar. Hann bætir við að börnin á Laufásborg hafi tekið miklum framförum frá fyrsta móti. „Þau þurfa að venja sig við að sitja róleg og einbeita sér að skákinni í allt að þrjá tíma,“ bendir hann á og leggur áherslu á að um samvinnu- verkefni sé að ræða. „Árangurinn og þátttaka í stórmótum byggist á sam- vinnu foreldra og skóla og það að for- eldrarnir treysta okkur er lykilatriði.“ Foreldri eða foreldrar fylgja hverju barni til Rúmeníu auk tveggja úr starfsliði leikskólans og verða alls um 25 manns í hópnum. Þar á meðal er Helga Lára Haarde. Hún segir að framlag foreldranna felist í því að standa að fjáröflun fyrir utan að sinna börnunum, tefla við þau heima og mæta með þeim á æfingar utan skóla- tíma og á mótin. „Merkilegt starf er unnið á leikskólanum og skemmtilegt er að vera hluti af því,“ segir hún. Foreldrarnir hafa meðal annars búið til múslí og selt til styrktar börn- unum, reynt að fá styrki frá fyrir- tækjum og stofnunum og haldið bingó, en næsta bingó verður á Lauf- ásborg 21. mars. „Þeir sem eru áhugasamir um að styrkja verkefnið geta að sjálfsögðu haft samband við okkur,“ segir Helga, en hópurinn er með Facebook-síðuna „Skákbörn Laufásborgar“. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Keppendur Laufásborgar Fremri röð frá vinstri: Kristján Freyr Páluson, Aðalgeir Emil Arason Kjærbo, Rúna Guðbjargardóttir Petersen, Katrín Ronja Stefánsdóttir og Ægir Gíslason. Aftari röð frá vinstri: Día Ben Krist- ínardóttir, Tómas Friðgeirsson, Inga Jóna Haarde Vignisdóttir og Emilía Embla Baldvinsdóttir Berglindardóttir. Leikskólabörn á EM  Laufásborg fyrsti leikskóli í heimi með keppendur á heimsmeistaramóti og Evrópumóti sjö ára og yngri Steinsmiðjan Rein | Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík Sími 566 7878 | rein.is Kvarts steinn er unnin steinafurð. Við framleiðslu kvarts steinsins er nýtt það besta úr kvartsi með því að mylja steininn niður, blanda í hann litar- og bindiefnum áður en steinninn er aftur pressaður saman. Útkoman er mjög slitsterkt efni með þéttara yfirborð en hefðbundinn náttúrusteinn. silestone.com Kvarts steinn frá Silestone er fáanlegur í fjölbreyttum áferðum og litum. Bakteríuvörn Blettaþolið Sýruþolið Högg- og rispuþolið Kvarts steinn í eldhúsið Silestone bjóða einir upp á borðplötur með varanlegri bakteríu- og sveppavörn. Gefðu heimilinu ferskleika og líf á þínum forsendummeð Silestone.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.