Morgunblaðið - 23.03.2019, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MARS 2019
sp
ör
eh
f.
Sumar 18
Í þessari ferð um Noreg er óhætt að segja að margir af
markverðustu stöðum landsins verði heimsóttir.Við upplifum
mikilfenglegt landslag Noregs, há fjöll með snæviþöktum
tindum, fallega fossa og skjólsæla dali.Við förum í siglingu
um Geirangursfjörð og ökum eftir hinum hrikalega Tröllastíg
niður í fjalladýrð Romsdalsfjarðarins og til Þrándheims þar
sem við skoðum m.a. hina merku Niðarósdómkirkju.
8. - 15. ágúst
Fararstjórn: Inga Erlingsdóttir & Guðni Ölversson
Bókaðu núna á baendaferdir.is
Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Verð: 249.900 kr. á mann í tvíbýli.
Mjög mikið innifalið!
Í tröllahöndum íNoregi
Björn Bjarnason skrifar á heima-síðu sína út frá orðum Guð-
brands Einarssonar, sem sagði af
sér í vikunni formennsku í Lands-
sambandi íslenskra verslunar-
manna, í viðtali í Morgunblaðinu
þess efnis að komnar hefðu verið
forsendur fyrir bæði
raunverulegri
vinnutímastyttingu
og verulegri hækk-
un launataflna þeg-
ar umræða um
framhaldið „var
bara stöðvuð“.
Björn segir: „Aforðum Guð-
brands má ráða að
það hafi ekki verið
hagsmunir umbjóð-
enda hans og samn-
ingamanna VR sem
hafi ráðið ferðinni
að lokum heldur vilji
Ragnars Þórs Ingólfssonar, for-
manns VR, um að segja sig ekki frá
fjórmenningaklíkunni.“
Guðbrandur segir í viðtalinu aðspurningar hafi vaknað við að
sjá að kröfugerð Starfsgreina-
sambandsins væri orðin stefna
Sósíalistaflokksins og hvort formað-
ur Eflingar gæti þá fallið frá henni.
Björn bendir á að í 21 ár hafiGuðbrandur verið formaður
Verslunarmannafélags Suðurnesja
og 20 ár í stjórn Landssambands ís-
lenskra verslunarmanna, þar af sex
sem formaður: „Hann segist ekki
áður hafa kynnst vinnubrögðum af
þessu tagi við gerð kjarasamninga
og kveður VS 1. apríl. Þetta ber allt
að sama brunni og hér hefur áður
verið lýst: fjórmenningaklíkan hef-
ur undirtökin innan verkalýðs-
hreyfingarinnar. Fyrir henni vakir
ekki að semja heldur sýna vald sitt.
Valdbeitingin birtist á öllum svið-
um, nú síðast gagnvart Guðbrandi
Einarssyni. Að barist sé fyrir bætt-
um kjörum launþega er aðeins yfir-
varp.“
Björn
Bjarnason
Hvað ræður för?
STAKSTEINAR
Guðbrandur
Einarsson
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sín-
um í gærmorgun að leggja fyrir Al-
þingi þriðja orkupakka Evrópusam-
bandsins, með þeim fyrirvara að sá
hluti reglnanna er snúi að flutningi
raforku yfir landamæri muni ekki
koma til framkvæmda nema Alþingi
heimili lagningu raforkustrengs. Þá
muni jafnframt þurfa að taka á nýj-
an leik afstöðu til þess hvort regl-
urnar standist stjórnarskrá.
Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins
kemur fram að það sé álit íslenskra
stjórnvalda og framkvæmdastjórnar
Evrópusambandsins að stór hluti
ákvæða orkupakkans gildi ekki eða
„hafi neina raunhæfa þýðingu fyrir
Ísland á meðan enginn raforkusæ-
strengur er til staðar á innri raf-
orkumarkaði ESB“. Þá er áréttað að
ákvörðunarvald um lagningu sæ-
strengs milli Íslands og Evrópusam-
bandsins liggi alfarið hjá íslenskum
stjórnvöldum.
Í samstarfi við sérfræðinga
Utanríkisráðuneytið og atvinnu-
og nýsköpunarráðuneytið hafa unnið
að undirbúningi málsins. Hefur
utanríkisráðuneytið sérstaklega
unnið með hliðsjón af þeim athuga-
semdum sem hafa verið gerðar
vegna hugsanlegrar aðkomu Orku-
stofnunar Evrópu (ACER) að mál-
efnum Íslands og hvort slíkt sam-
ræmist stjórnarskrá.
Guðlaugur Þór Þórðarson utan-
ríkisráðherra segir í tilkynningu
stjórnarráðsins að hann hafi tekið
þeirri gagnrýni sem sett hafi verið
fram á þriðja orkupakkann mjög al-
varlega. Hann hafi því leitað til
þeirra Stefáns Más Stefánssonar,
prófessors við lagadeild Háskóla Ís-
lands, Friðriks Árna Friðrikssonar
Hirst lögfræðings, Skúla Magnús-
sonar héraðsdómara og Davíðs Þórs
Björgvinssonar, varaforseta Lands-
réttar, vegna málsins. „Ég tel hafið
yfir allan vafa að með þeirri lausn
sem ég legg til á grundvelli þessarar
ráðgjafar felst enginn stjórnskip-
unarvandi í upptöku og innleiðingu
þriðja orkupakkans í íslenskan rétt,“
segir Guðlaugur Þór.
Vandinn settur til hliðar
Með þeirri leið sem stjórnvöld
hafa valið er stjórnskipunarvandinn
sem felst í innleiðingu þriðja orku-
pakkans „settur til hliðar að sinni og
reglugerðin innleidd á þeim for-
sendum að þau ákvæði hennar sem
fjalla um flutning raforku yfir landa-
mæri eigi ekki við hér á landi og hafi
því ekki raunhæfa þýðingu. Það þýð-
ir í raun að gildistaka þeirra er háð
tilteknum frestsskilyrðum,“ segir
Stefán Már Stefánsson, prófessor.
Jafnframt segir hann að „grunn-
forsenda þessarar lausnar er sú að
þriðji orkupakkinn leggi ekki skyld-
ur á Ísland til að koma á fót grunn-
virkjum yfir landamæri heldur sé
ákvörðun um það alfarið á forræði
Íslands.“
Orkupakkinn lagður fyr-
ir Alþingi með fyrirvara
Raforkustrengur ekki lagður nema með heimild þingsins
Morgunblaðið/RAX
Raforka Ríkisstjórnin mun leggja
orkupakkann fram á þingi.
„Frelsið hefur sigrað“ er yfirskrift tilkynningar
frá ritstjórum og aðstandendum Stundarinnar og
Reykjavík Media í kjölfar þess að Hæstiréttur
kvað upp dóm í lögbannsmáli þrotabús Glitnis á
hendur fjölmiðlunum tveim. Staðfesti Hæstirétt-
ur dóm Landsréttar og er Glitni gert að greiða
hvoru félagi um sig 1,2 milljónir króna í máls-
kostnað fyrir Landsrétti. Stundin segir það ekki
duga fyrir útlögðum kostnaði.
Haustið 2017 birtist í Stundinni og í vefútgáfu
sama blaðs viðamikil um-fjöllun um viðskipti þá-
verandi forsætisráðherra, Bjarna Benedikts-
sonar, og skyldmenna hans við Glitni HoldCo ehf.
í aðdraganda bankahrunsins í október 2008. Vísað
var til þess að upplýsingarnar um umrædd við-
skipti hefðu komið fram í gögnum sem rekja
mætti til forvera Glitnis HoldCo ehf. sem Stundin
hefði undir höndum og ynni úr í samstarfi við
Reykjavík Media og The Guardian.
Í október 2017 fékk Glitnir lagt lögbann við því
að Stundin birti fréttir eða aðra umfjöllun, sem
byggð væri á eða unnin upp úr gögnum eða
kerfum Glitnis sem undirorpin væru trúnaði. Hér-
aðsdómur og Landsréttur höfnuðu staðfestingu
lögbannsins.
Einn þeirra dómara sem dæmdu í málinu fyrir
Landsrétti var Ragnhildur Bragadóttir, sem er
einn af fjórum dómurum sem skipaðir voru í emb-
ætti dómara í ferli sem MDE hefur gert athuga-
semd við. Fyrirspurn var send málsaðilum um
hvort þeir myndu fara fram á ómerkingu dóms
Landsréttar. Þeir neituðu því og Hæstiréttur sá
því ekkert til fyrirstöðu að dæma í málinu.
Stundin segir frelsið hafa sigrað
Hæstiréttur staðfesti dóm Landsréttar um að hafna lögbannsbeiðni Glitnis