Morgunblaðið - 23.03.2019, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.03.2019, Blaðsíða 10
Morgunblaðið/Eggert Hælisleitendur Frá mótmælum á Austurvelli nýlega. Hópur hælisleitenda krafð- ist betri þjónustu hér á landi og að hætt yrði að senda umsækjendur úr landi. Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Það sem af er marsmánuði hafa 57 út- lendingar leitað eftir alþjóðlegri vernd hér á landi. Í janúar voru þeir 73 og einnig 73 í febrúar. Fyrstu þrjá mánuði síðasta árs voru þeir 138, en eru nú þegar orðnir 203. Það stefnir því í verulega fjölgun hælisleitenda á þessu ári. „Við þurfum að bæta við búsetuúr- ræðum vegna þessarar fjölgunar og erum að leita fyrir okkur í því efni,“ segir Þórhildur Ósk Hagalín, upplýs- ingafulltrúi Útlendingastofnunar. Sem stendur er stofnunin með samn- ing við þrjú sveitarfélög um búsetu- úrræði, Reykjavík, Reykjanesbæ og Hafnarfjörð. Að auki rekur stofn- unin búsetu- úrræði á eigin vegum á nokkrum stöðum á höfuð- borgarsvæðinu. Þórhildur segir að Útlendinga- stofnun hafi í síð- ustu viku sent sveitarfélögum víða um land bréf þar sem spurst var fyrir um áhuga þeirra á að gera þjón- ustusamning við stofnunina um fé- lagslega þjónustu og stuðning við um- sækjendur um alþjóðlega vernd, á meðan þeir bíða niðurstöðu umsókna sinna. Þjónustan snýr m.a. að því að veita umsækjendunum húsaskjól, fæði og félagslegan stuðning. Horft er til þjónustu við a.m.k. 40 til 50 um- sækjendur, en ekki er útilokað að semja um færri í þjónustu séu skilyrði til staðar. Vonast er til að svör berist fyrir lok mánaðarins. Fram kom í umræðum á Alþingi í vikunni að fulltrúar dómsmálaráðu- neytisins hafa upplýst fjárlaganefnd um að útgjöld vegna hælisleitenda hér á landi geti farið allt að 2 milljörðum króna fram úr þeim 3 milljörðum sem fjárlög gera ráð fyrir til málaflokksins á þessu ári. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir dómsmálaráðherra sagði að kallað hefði verið eftir upplýsing- um frá útlendingastofnun um það hvernig bregðast mætti við. Umsækjendum um vernd fjölgar  Hælisleitendur á Íslandi voru 138 á fyrstu þremur mánuðum 2018 en eru nú þegar orðnir 203  Fjölga þarf búsetuúrræðum  Útlendingastofnun er að kanna áhuga sveitarfélaga víða um land Þórhildur Hagalín 10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MARS 2019 GRÆNT ALLA LEIÐ Landsréttur sneri í gær við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Freyju Haraldsdóttur gegn Barna- verndarstofu og er niðurstaða dóms- ins að Freyju hafi verið mismunað vegna fötlunar sinnar þegar umsókn hennar um að gerast fósturforeldri var hafnað. Héraðsdómur Reykjavíkur hafn- aði í júní kröfum Freyju um að fella úr gildi úrskurð úrskurðarnefndar velferðarmála frá 6. júní 2016 þar sem staðfest var ákvörðun Barna- verndarstofu frá nóvember 2015 um synjun á umsókn Freyju um leyfi til þess að taka barn í fóstur. Í niðurstöðu Landsréttar segir að ef gengið sé út frá því að fatlaður einstaklingur sé almennt ekki við góða almenna heilsu án þess að nán- ara mat fari fram á þeirri aðstoð sem hann nýtur og aðstöðu hans til þess að ala upp barn að öðru leyti yrði honum fyrir fram gert erfiðara um vik að uppfylla skilyrði 6. greinar reglugerðar nr. 804/2004 um góða al- menna heilsu í samanburði við ófatl- aðan einstakling. Freyja taldi sig ekki hafa notið sömu málsmeðferðar og ófatlaðir við umsókn sína um að gerast fósturfor- eldri. Var henni m.a. neitað um að sækja námskeið Foster Pride sem er haldið á vegum Barnaverndar- stofu ætlað áhugasömum fósturfor- eldrum, en umsækjendum um að taka barn í fóstur er skylt að sækja slíkt áður en leyfi er veitt til að ger- ast varanlegt fósturforeldri. Sneri við dómi í máli Freyju „Við mótmælum því að skólasystir okkar Zainab Safari verði send úr landi, “ sagði Svava Þóra Árnadóttir, formaður réttindaráðs Hagaskóla, í gærmorgun þegar hópur nemenda í skólanum afhenti Hirti Braga Sverrissyni, formanni kærunefndar útlendingamála, undirskriftalista þar sem brottvísun Zainab, sem er 14 ára var mótmælt. 600 nemendur í skólanum skrifuðu undir listann, auk 6.200 rafrænna undirskrifta. „Ég er ofsalega þakklát fyrir þessa samstöðu vina minna,“ sagði Zainab. Hjörtur Bragi sagðist ekki geta tjáð sig um einstök mál, en gott væri að sjá samstöðu nemendanna. „Ég er ofsalega þakklát“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Samstaða Nemendur í Hagaskóla afhentu Hirti Braga Sverrissyni, formanni kærunefndar útlendingamála, undirskriftir. Zainab er fyrir miðri mynd. Orkustofnun - Grensásvegi 9 - 108 Reykjavík Sími 569-6000 - www.os.is Ársfundur Orkustofnunar 2019 Fundurinn verður haldinn 3. apríl 14:00 - 17:00 á Grand Hótel Reykjavík D A G S K R Á 13:45 Mæting 14:00 Ávarp ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra - Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir 14:15 Ávarp orkumálastjóra - Dr. Guðni A. Jóhannesson 14:30 ACER‘s Functions and Responsibilities Alberto Pototschnig, forstjóri, ACER 15:00 Jarðhitaskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna á tímamótum Lúðvík S. Georgsson, forstöðumaður Jarðhitaskólans 15:15 Kaffihlé 15:30 Samtenging hagkvæmnis, umhverfisáhrifa og fjáröflunar smárra vatnsaflsvirkjana á Íslandi Hrafnhildur Jónsdóttir, sérfræðingur í gæðum framleiðslugagna, Marel 15:45 Raforkueftirlit og raforkuöryggi Rán Jónsdóttir, verkefnisstjóri – verkfræði raforkumála, Orkustofnun 16:00 Smávirkjanir á Íslandi Erla B. Þorgeirsdóttir, verkefnisstjóri – skipulag raforkuvinnslu, Orkustofnun 16:15 Ný áætlun Uppbyggingasjóðs EES 2014 – 2021 á sviði endurnýjanlegrar orku Baldur Pétursson, verkefnisstjóri – fjölþjóðleg verkefni og kynningar, Orkustofnun 16:30 Fundarlok / Léttar veitingar Fundarstjóri: Harpa Þ. Pétursdóttir, lögfræðingur alþjóðleg verkefni, Orkustofnun Skráning á fundinn og útsending fundar á os.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.