Morgunblaðið - 23.03.2019, Side 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MARS 2019
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
„Stórbrunar sem við lentum í við
Miðhraun í Garðabæ og Hvaleyrar-
braut í Hafnarfirði í fyrra ýttu
rækilega við okkur varðandi eld-
varnir. Þessir eldsvoðar voru af
þeirri stærðargráðu að við réðum
hreinlega ekki við þá. Ég var orð-
inn hræddur um öryggi minna
manna og það er ískyggilegt,“
sagði Jón Viðar Matthíasson,
slökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuð-
borgarsvæðisins (SHS). Hann sagði
að ef vatnsúðakerfi hefðu verið til
staðar í þessum húsum hefði eldur-
inn væntanlega ekki náð að magn-
ast eins og hann gerði. Bjarni
Kjartansson, sviðsstjóri á for-
varnasviði SHS, sagði að þessir
tveir stórbrunar hefðu verið af
þeirri stærðargráðu að slökkviliðið
hefði þurft að láta eldinn geisa þar
til fór að draga úr honum. Þá fyrst
gat slökkvistarf hafist.
SHS hefur lagt aukna áherslu á
eldvarnaeftirlit frá áramótum og
því verkefni verður fylgt eftir. Jón
Viðar sagði að lög um brunavarnir
(75/2000) og reglugerð um eldvarn-
ir og eldvarnaeftirlit (723/2017)
kvæði skýrt á um ábyrgð eigenda
og forráðamanna húsnæðis á eld-
vörnum. Þá er átt við húsnæði sem
er skoðunarskylt af hálfu eldvarna-
eftirlits slökkviliðs. Það eru m.a.
hús þar sem margir starfa, koma
saman, fara um eða dveljast, þ.e.
húsnæði þar sem hætta er á stór-
felldu manntjóni í eldsvoða. Þetta á
t.d. við um sjúkrahús, skóla, hjúkr-
unarheimili, fangelsi og gistihús.
Einnig húsnæði með starfsemi sem
sérstök eldhætta stafar af og þar
sem hætta er á miklu eignatjóni í
eldsvoða, t.d. lagerhúsnæði þar sem
geymdur er mikill eldsmatur.
Ábyrgðin er húseigenda
„Húseigandi ber ábyrgð á því að
brunavarnir séu í lagi. Með reglu-
gerðinni komu ákvæði til að fylgja
þessu eftir. Hver húseigandi á að
tilnefna eldvarnafulltrúa sem sér
um þessi mál fyrir hans hönd og er
tengiliður við slökkviliðið,“ sagði
Jón Viðar. Bjarni bætti því við að
forráðamaður, t.d. leigjandi hús-
næðisins, bæri einnig ábyrgð þótt
endanleg ábyrgð væri hjá eigand-
anum. „Ef húsnæðið er eftirlits-
skylt vegna eldvarna þá verður að
tilnefna eldvarnafulltrúa,“ sagði
Bjarni.
Þeir sögðu að eldvarnafulltrúar
þyrftu eðli málsins samkvæmt að
þekkja til eldvarna. Jón Viðar sagði
að Mannvirkjastofnun hygðist
halda námskeið í haust fyrir eld-
varnafulltrúa. Hann sagði að sér-
hæfðir starfsmenn verkfræðistofa,
öryggisfyrirtækja og einkaaðilar
með fagþekkingu gætu sinnt störf-
um eldvarnafulltrúa. Eins gætu
fyrirtækin sjálf tilnefnt eldvarna-
fulltrúa úr röðum starfsmanna
hefðu viðkomandi þá þekkingu sem
krafist er. Eldvarnafulltrúar
tryggja að eldvarnir bygginga séu
til staðar og í lagi, einnig að skoð-
anir og viðhald sé skráð og skjal-
fest. Mörg kerfi sem tengjast eld-
vörnum eins og vatnsúðakerfi og
brunaviðvörunarkerfi eru skoð-
unarskyld. Fagaðilar sem fá vottun
eftir námskeið hjá Mannvirkja-
stofnun eiga að taka þau út með
reglulegu millibili.
Jón Viðar sagði að lög um bruna-
varnir og reglugerð um eldvarnir
og eldvarnaeftirlit römmuðu mál-
efnið vel inn og gæfu fullnægjandi
heimildir til aðgerða. Hingað til
hefði hins vegar skort á að eig-
endur og forráðamenn færu eftir
settum reglum. Nú væri verið að
breyta því. Breytingar á eldvarna-
eftirliti sem er verið að gera hér
hefðu verið innleiddar fyrir löngu
annars staðar á Norðurlöndunum.
„Brunavarnir eru orðnar um-
fangsmikill þáttur í byggingu húsa
og eru enn að aukast. Nú eru
byggð stærri hús með stærri rým-
um en í gamla daga. Áður voru hús
hólfuð meira niður og það kemur í
veg fyrir útbreiðslu elds,“ sagði
Jón Viðar. Bjarni sagði að bruna-
varnir í stórhýsum væru orðnar
tæknilega flóknar með sjálfvirkum
slökkvikerfum, sjálfvirkri reyklosun
og brunaviðvörunarkerfum sem
ynnu með öðrum kerfum eins og
loftræstikerfum og brunahólfun.
Virkniprófa þyrfti allt ferlið reglu-
lega.
Rafræn þjónustugátt SHS
„Við byrjuðum á því að kynna
þetta fyrirtækjum og stofnunum
þar sem mannslíf gætu verið í
hættu í eldsvoða,“ sagði Jón Viðar.
Sú vinna hófst í byrjun þessa árs.
„Markmiðið er að allir virði þessar
reglur. Við hyggjumst nýta
tæknina. SHS ætlar að opna raf-
ræna þjónustugátt þar sem fast-
eignaeigendur eiga að staðfesta á
hverju ári að eldvarnir hafi verið
skoðaðar og séu í lagi. Þetta geta
fagaðilar sem sinna eftirliti líka
gert fyrir húseigendur. Okkar hlut-
verk verður að fara á vettvang
skipulega eða eftir tilviljanakenndu
úrtaki, gera stikkprufur og stað-
festa að allt sé í lagi.“
Bjarni sagði að SHS færi líka í
heimsóknir og fylgdist með því að
eldvarnafulltrúar hefðu verið til-
nefndir, kynnti sér úttektir, hvort
viðhald kerfa væri í lagi og færi yf-
ir málin. „Ef þetta er allt í lagi þá
er ekki ástæða til að skoða stofn-
unina eða fyrirtækið gafla á milli,“
sagði Bjarni.
Þeir sögðu mikilvægt að stöðugt
væri fylgst með því að öll bruna-
varnakerfi virkuðu á fullnægjandi
hátt. Með sumum þáttum þarf að
fylgjast oft, t.d. þarf að prófa
vatnsúðakerfi á þriggja mánaða
fresti. Annað nægir að skoða
sjaldnar eins og brunahólfanir.
Eins þarf fólk að vera vakandi fyrir
því að drasl safnist ekki við flótta-
leiðir og neyðarútganga og að
vörum sé ekki staflað alveg upp
undir úðarahausa vatnsúðakerfa.
Athuga þarf reglulega að neyð-
ardyr opnist og lokist eðlilega.
Fylgjast þarf með viðvörunar-
ljósum á stjórnborðum kerfanna
daglega. Hægt er að fylgjast með
þessu í daglegri umgengni um hús-
næðið. SHS hefur rekið sig á að
víða er eftirliti með brunavarna-
kerfum og viðhaldi þeirra ábóta-
vant, kerfin biluð eða virkni ófull-
nægjandi. Það kallar oft á dýrar
viðgerðir til að kerfin komist aftur
í lag. Verði eldsvoði þegar bruna-
varnakerfin eru í lamasessi er voð-
inn vís.
Stundum eru hús byggð til til-
tekinna nota og eldvarnir miðaðar
við þau. Svo er notkun hússins
breytt og þá þarf að fara með
bygginguna aftur í gegnum sam-
þykktarferli varðandi bygging-
arleyfisumsókn og eldvarnir, að
sögn Jóns Viðars. Bjarni nefndi til
dæmis að geymsluhúsnæði væri
byggt fyrir óeldfiman varning en
síðan breytt í dekkjageymslu. Það
lægi í augum uppi að eldvarnir
þyrfti að endurskoða í því tilfelli.
„Fyrir okkur í slökkviliðinu eru
eldvarnir nafli alheimsins,“ sagði
Bjarni. „Stundum finnst fólki svona
regluverk vera eitthvað leiðinlegt
til að hrekkja almenning. En ein-
hver sagði að reglugerðir um ör-
yggismál og brunamál væru skrif-
aðar með ösku og blóði. Þetta er
gert af illri nauðsyn,“ sagði Bjarni.
Jón Viðar benti á að væri ekki
fylgst með því að brunavarnarkerfi
væru í lagi gæti það orðið til þess
að stöðva þyrfti starfsemi í hús-
næðinu með tilheyrandi röskun á
rekstri fyrirtækisins og fjárhags-
legu tjóni. Hann sagði að slökkvi-
liðið sæi fyrir sér að trygginga-
félögin gætu komið að þessu
eldvarnastarfi með ýmsum hætti.
Þau hefðu mikilla hagsmuna að
gæta að þessir hlutir væru í lagi.
Eldvarnir teknar fastari tökum
Aukin áhersla á eldvarnaeftirlit hjá SHS Húseigendur bera ábyrgð á að brunavarnakerfi séu í
lagi Skipa þarf eldvarnafulltrúa þar sem húsnæði er eftirlitsskylt Prófa þarf kerfin reglulega
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Hvaleyrarbraut Tveir stórbrunar urðu í fyrra sem reyndu mjög á slökkvi-
liðið. Nú er hafin vinna við að fylgja því eftir að eldvarnir í eftirlitsskyldum
húsum séu samkvæmt lögum og reglum og að brunavarnakerfi séu í lagi.
Bjarni
Kjartansson
Jón Viðar
Matthíasson
fransi_skoverslun
fransiskoverslunKLAPPASTÍGUR 44
www.fi.is
FÍ útideildin
Útideildin er verkefni fyrir útivistarfólk í meðalgóðu gönguformi sem vill hittast
reglulega og stunda skemmtilega og fjölbreytta útivist á besta tíma ársins.
Verkefnið hefst í apríl og endar í október. Megináhersla er á hefðbundnar
göngur og ferðir um áhugaverðar ferðaslóðir og fjöll.
Til að auka fjölbreytni er einnig farið í léttar ferðir á ferða-
eða fjallahjólum og veitt leiðsögn og farið í æfingar
í skíðagöngu í spori.
Umsjónarmenn eru Örvar Aðalsteinsson
og Þóra Björk Hjartardóttir.
FERÐAFÉLAG ÍSLANDS | Sími 568 2533 | www.fi.is
Kynningarfundur
miðvikudaginn 27. mars kl. 20
í risi FÍ, Mörkinni 6.