Morgunblaðið - 23.03.2019, Síða 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MARS 2019
Nú í marsmánuði hóf Hafrannsókna-
stofnun merkingar á þorski á ný eftir
nokkurt hlé. Merktir voru 1800 þorsk-
ar fyrir vestan og norðan land um borð
í rannsóknaskipunum þegar skipin
voru í stofnmælingu botnfiska. Í haust
er áætlað að halda merkingunum
áfram og þá verður ungþorskur
merktur í Arnarfirði og Ísafjarðar-
djúpi.
Þorskur sem merktur hefur verið
við Ísland hefur sjaldan endurheimst
fyrir utan íslenska lögsögu. Þorskur
merktur við Grænland hefur hins veg-
ar endurheimst við Ísland en í mis-
miklum mæli eftir árum. Nú herma
fréttir að íslenskur þorskur sé farinn
að veiðast við Jan Mayen. Því er nauð-
synlegt að merkingar séu stundaðar
reglulega þannig að hægt sé að fylgj-
ast stöðugt með því hvort breytingar
verði á fari þorsks við Ísland, segir á
heimasíðu Hafrannsóknastofnunar.
Fyrstu merkingar á þorski við Ís-
land voru gerðar árið 1904 og frá þeim
tíma hefur þorskur verið merktur
reglulega. Frá árinu 2010 hefur hins
vegar mjög lítið af þorski verið merkt
á Íslandsmiðum. Þó að fyrri rannsókn-
ir hafi gefið mikilvægar upplýsingar
um far hafa umhverfisbreytingar í
hafinu við Ísland undanfarin ár haft
áhrif á útbreiðslu ýmissa sjávar-
tegunda við landið. Því er mikilvægt
að varpa á nýjan leik ljósi á far þorsks-
ins við þessar breyttu aðstæður.
Í frétt á heimasíðu Hafró kemur
fram að sjómenn hafi á undanförnum
áratugum verið öflugir liðsmenn í
merkingaverkefnum og óskar stofn-
unin eftir liðsinni þeirra. Til nokkurs
er að vinna því greiddar eru tvö þús-
und krónur fyrir endurheimt hefð-
bundin T-merki. aij@mbl.is
Þorskur merktur á nýjan leik
Merkingar Um 1.800 þorskar voru merktir fyrir vestan og norðan.
Vilja fræðast
um far fiskanna
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Verktakafyrirtækið Þingvangur
hefur sett á sölu 15 íbúðir á
svonefndum Hljómalindarreit í
Reykjavík. Fermetraverðið er hæst
vel á aðra milljón króna. Þær eru í
tveimur húsum, Klapparstíg 28 og
30.
Pálmar Harðarson, fram-
kvæmdastjóri Þingvangs, segir
staðsetninguna einstaka. Íbúðirnar
séu við eitt fegursta torg borgar-
innar en kosti margar undir 40
milljónum.
Hluti af ákveðnum lífsstíl
„Við erum að selja íbúðir á undir
40 milljónum. Þetta eru splunku-
nýjar íbúðir í splunkunýjum húsum
sem eru með ýtrustu kröfur um
hljóðvist, aðgengi og öryggi. Þetta
er aðgangur að því að vilja búa vel í
miðbænum. Það er ákveðinn lífsstíll
að búa þarna. Ég er ekki viss um
að slíkt framboð af nýjum íbúðum
verði nokkru sinni aftur.
Það verður líklega aldrei aftur
gert svona torg í miðbænum. Þetta
er flottasti hektarinn í höfuðborg-
inni,“ segir Pálmar.
Pálmar segir skipulagsmál hafa
tafið fyrir afhendingu íbúðanna.
„Það stóð til að vera með stiga-
hús í öðru húsinu. Að lokum þurfti
hins vegar að vera stigahús í báð-
um húsum. Þess vegna þurftum við
að bíða með að setja íbúðirnar í
sölu. Þá þurfti að ljúka frágangi á
veitingastað á jarðhæð,“ segir
Pálmar.
Um er að ræða tvær eignir.
Annars vegar 11 íbúðir á Klappar-
stíg 30. Fermetraverðið er frá 672
til 1.058 þúsund og er meðalstærðin
43 fermetrar. Meðalverðið er 39,4
milljónir. Hins vegar eru fjórar
íbúðir til sölu á Klapparstíg 30.
Fermetraverðið er 676 til 819 þús-
und og meðalstærðin 104 fermetrar.
Meðalverðið er 76,7 milljónir.
Kenndur við plötubúð
Húsin tvö eru samliggjandi í ný-
byggingu sem hýsir Skelfiskmark-
aðinn á jarðhæð. Veitingastaðurinn
var opnaður í ágúst síðastliðnum,
en er nú til sölu.
Hljómalindarreiturinn er kennd-
ur við hljómplötuverslunina
Hljómalind sem var á Laugavegi
21. Þar er nú rekið kaffihús á horni
Laugavegar og Klapparstígs.
Uppbyggingunni á Hljómalindar-
reit fylgdi niðurrif nokkurra húsa.
Stærsta nýbyggingin er hótel við
Smiðjustíg og Hverfisgötu, hótelið
Canopy Reykjavík, sem var opnað í
júlí 2016. Á jarðhæð hótelsins,
Hverfisgötumegin, er m.a. veitinga-
húsið Geiri Smart.
Nýjar íbúðir á Hljómalindarreit
Klapparstígur 28
Íbúð
Stærð,
m2
Verð,
m. kr.
Þús.
kr./m2
201 72,3 58,9 815
202 106,5 74,9 703
301 97,5 79,9 819
302 137,5 92,9 676
Meðalt. 103,5 76,7 753
Klapparstígur 30
Íbúð
Stærð,
m2
Verð,
m. kr.
Þús.
kr./m2
201 81,7 54,9 672
202 46,8 39,9 853
203 40,5 37,9 936
301 34,3 32,9 959
302 36,4 37,5 1.030
303 40,0 38,9 973
304 40,5 38,9 960
401 34,3 33,9 988
402 36,4 38,5 1.058
403 39,9 39,9 1.000
404 41,2 39,9 968
Meðalt. 42,9 39,4 945
KLAPPARSTÍGUR 28
KLAPPARSTÍGUR 30
Nýjar íbúðir í sölu
á Hljómalindarreit
Fermetraverðið allt að 1.058 þúsund
Fram kom í Morgunblaðinu í lok
janúar að meðalverð allra eigna
í fjölbýli sem seldust í 101
Reykjavík á fjórða fjórðungi í
fyrra var 548 þúsund.
Þá kom fram í Morgunblaðinu
í september að meðalverð 34
íbúða á Hafnartorgi er um 110
milljónir og meðalverð á fer-
metra tæplega 900 þús. Þetta
voru tvö hús við Geirsgötu.
900 þúsund
á Hafnartorgi
FERMETRAVERÐIÐ
VISSIR ÞÚ...
Húðfegrun ehf | Vegmúli 2 | Sími 533 1320 | www.hudfegrun.is
Tímapantanir í síma 533 1320
Við tökumvel ámóti ykkur í Vegmúla2
... að kollagen í húðminnkar
eftir 25 ára aldur?
Hafðu samband við okkur og við aðstoðumþig að finna réttumeðferðina!
Okkar meðferðir auka
kollagenframleiðslu
og gera undur fyrir
þína húð.